Þjóðviljinn - 03.03.1982, Síða 2

Þjóðviljinn - 03.03.1982, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN . Miövikudagur 3. mars 1982 Steinunn Þórarinsdótttir speglast i verkisinu „The Rythm Of Life” — Hrynjandi lifsins. viðtalið Rætt við Steinunni Þórarinsdóttur listakonu, sem nú sýnir að Kjarvals- stöðum: „Hefur tjáningin ekki nota- gildi ef hún er sönn?” Mikið var um aö vera á Kjar-. valsstööum um siöustu helgi, en þá opnuöu 3 myndlistarmenn einkasýningar I sölum hússins. Kinar Hákonarson sýnir 56 oliu- málverk i stóra salnum og þau Steinunn Þórarinsdóttir og Karl Júliusson sýna þrivið verk i hliðarsalnum. Sýning Steinunnar Þórarins- dóttur hefur vakiö sérstaka at- hygli fyrir frumlega efnismeö- ferö, ekki sistskúlptúrar hennar i brenndum leir og gleri, þar sem hún teflir saman ólikum eiginleikum leirsins og glersins af mikilli næmni. Steinunn er fædd 1955 og stundaö nám i Portsmouth á Gnglandi frá 1974—1979, og siðar sem gestanemandi á myndlistarakademiunni i Bologna á Italiu veturinn 1979—80. Viö náöum tali af Steinunni á sýningu hennar að Kjarvals- stööum og spuröum hana fyrst um nám hennar i Portsmouth: — Ég var fyrst einn vetur i forskóla i Portsmouth, en tók siöan B.A.-próf frá listaháskól- anum þar. Þaö var fjögurra ára nám, og þar af vanmég eingöngu að skúlptúrgerö og leirbrennslu i tvö ár. Lokaritgerð min fjall- aöi um fslenskt efni — huldu- fóikstrúna og áhrif hennar á is- lenska myndlist t.d. hjá Jóhann- esi Kjarval og Einari Jónssyni. Það er eitt af sérkennum is- lenskrar menningar, að fólk hefur til skamms Öma talið það sjálfgefinn hlutað huldarvættir búi íklettum.og þessi hugmynd hefur lika haft mótandi áhrif á mig. Þær persónur sem ég hef mótaö í leirinn eru eins konar huldufólk, og þau áhrif, sem ég hef leitast viö aö ná fram i áferö myndanna eiga sér lika rætur i islenskri náttúru. — Þú tefiir lika saman brenndum leir og gleri f mynd- um þinum. Hefur glerið þá ein- hverja táknræna merkingu I verkum þinum? — Ég nota speglana til þess að gefa hiö ómeövitaöa til kynna. Speglarnir f myndunum Per- sóna I og II eiga aö gefa vis- bendingu um hina ytri og hina innri mynd mannsins, um þaö sem viö sýnum og þaö sem viö sýnum ekki. Þar sem ég nota gagnsætt gler, þá geri ég það vegna þess aö þaö er ákveðin fyrirstaöa, sem þú sérö þó i gegnum. Það myndar mótvægi við leirinn og gefur honum nýja vfdd. Annars er ég á móti þvi að skilgreina myndirnar um of, t.d. meö þröngri nafngift, þvi þaö þrengir þær skfrskotanir og þá túlkunarmöguleika sem felast i verkinu gagnvart áhorfandan- um. — Hvaöa aöferð notar þií til þess aö fá þessa sérkennilegu áferð á leirinn? — Ég hef notað japanska brennsluaöferö, sem kallast Raku-brennsla. Hluturinn er fyrst brenndur f venjulegum Öldungar á flakki y u'MI CXf Y j* Myndasaga eftir EMIL & HALLGRÍM ® EN SVO SENDIR HANN RA í BURTU BPTIR AÐ HAFA TÆTT P'f\ 06 KL/FTT 0Q 6EFIÐ PFin DXRAR ADAFlR. SKÖmU SEINNA ER(J ÞEiR YFlR EBlMÖRK. VIO &LEYMDUM AÐ TAKA MEÐ QICKUR VATN. EM LEIVNNI AÐ STROKU/ÍÖ/V/VUIVUM ER HALDIÐ AfRAM. © Bvll’s í Guö, ef þú hefurT nú rétt fyrir þér?-' Hugsaöu þér ef það kæmi nú ferskur vindgustur og ruglaöi jafnvæginu I ioftinu. Hvaö . yröi þá um okkur? J T ofni viö um 1000 gráöu hita, og siöan er hann brenndur aftur i ofni, sem ég hleö upp úti i garöi hjá mér úr múrsteini og hita meö tveim gaslognm upp i 7 - 800 gráöur. Siöan tek ég hlutinn glóandi úrofninum og kasta yfir hann sagi sem brennur inn i leirinn og gefur honum þessa svörtu og jaröbundnu áferð. Þaö þarf 2 til 3tilaö vinna þetta verk og mikiö er undir þvi komið aö gripiö séinn ibrennsluna á réttu augnabliki. — Hvernig ferðu aö þvi aö móta glerið? — Þaö er einfalt, — ég bý til gipsmót, hita þaö i ofni og legg yfir það glerplötu sem bráönar yfir gipsmyndina og tekur mót af henni. — Ein myndiná sýningunni er unnin i taui og gipsi og sýnir persónur er hanga f þráðum. Ilvaðan eru þessar persónur ættaðar? — Þetta er draumur, sem mig dreymdi þegar ég var að hugsa um annað verk. Við getum kanoski sagt, að þetta sé draumur um frelsi —eöa ófrelsi — hvernig mönnunum er stýrt eins og leikbrúöum. — Hefur þú gert þessar mynd- ir meö ákveðið umhverfi I huga? — Nei, ekki beint, — en þær þurfa ákveöiö rými. Þriðja viddin krefst þess, að hægt só aö ganga I kringum verkiö. Ég hugsa ekki fyrirfram um það hvort verkiö sé meöfærilegt eöa passi á ákveöinn staö. Slikar forsendur hindra mig i þvi aö vera fullkomlega einlæg. — Hafa myndir þinar nota- gildi? — Leirinn hefur hefö fy rir þaö aö vera notaöur i brúkshluti og fólk gerir oft kröfur til þess aö hægt sé aö nota keramikhluti, t.d. til þess aö drekka úr þeim eöa stinga I þá kerti. Minar myndir hafa ekki slikt notagildi, en þær hafa notagildi fyrir mig sem hver önnur tjáning. Hefur tjáningin ekki notagildi i sjálfri sér ef hún er sönn? — Er myndlistin i dag aö ryöj- ast inn á ný sviö og opna nýja tjáningarmöguleika? — Það hafa átt sér staö miklar hræringar I myndlistinni á und- anförnum árum, og það er bæöi jákvætt og nauösynlegt til þess aö vekja fólk. En þaö er ekkert nýtt aö myndlistarmenn reyni að rjúfa þann ramma, sem myndlistinni hefur veriö settur. Fólk hefur alltaf fundið ástæöu til þess aö hneykslast á mynd- listinni, og þaö er bara góðs viti. — Hefur þú orðiö fyrir áhrif- um frá ákveönum skóla eöa iistamönnum i starfi þinu? — Ég held aö þau áhrif sem ég hef oröiö fyrir komi mest frá umhverfinu og fólkinu I kring um mig. Ahrif eru oft ómeðvituð og erfitt aö skilgreina þau. Ég get ekki nefnt neina ákveöna listamenn i þvi sambandi. — Þú hefur bæöi stundaö nám og sýnt á italiu. Hvaö geturöu sagt okkur af italiudvölinni? — Ég var gestanemandi i myndlistarakademiunni I Bol- ogna og haföi þar fyrst og fremst vinnuaöstööu. A ítaliu er margt aö sjá i myndlist, bæöi gamalli og nýrri. Ég skoöaöi mikiö af söfnum og meöal þess minnisstæöasta eru höggmynd- ir Michelangelos i Akademiunni i Flórens og rústirnar i Pompei eöa leikhús Palladios hjá Vic- enza. og mósaikmyndirnar i Ravenna. Annars er Italia svo auðug af myndlist, aö sá fjár- sjóöur veröur seint fullskoöaö- ur. Ég sýndi meö um 20 tslend- ingum sem tengdir voru Galleri Suöurgata 7 og Nýlistasafninu i Galleria Zona i Flórens 1979. Þessari sýningu var vel tekiö, en þetta frumkvæöi okkar naut litils skilnings hér heima, þann- ig aö sýningin var aö mestu kostuö af listamönnunum sjálf- um. Við myndlistarmennirnir erum illa settir hvað það snert- ir, aö þótt myndlistin sé fullt starf, þá gerir kerfiö ekki ráð fyrir þvi aö þaö sá launað ööru- visi en meö þeim kjörum sem gilda á frjálsum listaverka- markaði. Sá markaöur verkar ekki örvandi á frjóa og skapandi myndlist. — ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.