Þjóðviljinn - 08.04.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Síða 5
Fimmtudagur 8. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Leikfélag Keflavíkur sýnir Saumastofuna Frá sýningu Leikféiags Keflavikur á Saumastofunni, taliö frá v.: Unnur Þórhallsdóttir, óskar Nikuiásson og Hrefna Traustadóttir. Leikfélag Kcflavikur stendur nú fyrir sýningum á leikritinu Saumastofunni, eftir Kjartan Ragnarsson og var frumsýning föstudaginn 3. apríl. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur að taka til sýningar verk, sem ekki er langt um liðið siðan Leikfélag Reykja- vikur sýndi viða um land, m.a. hér i Keflavik, við afbragðs undirtektir. Áhorfandi var þvi ekki laus við að kviða þvi að samanburður yrði ekki hag- stæður Leikfélagi Keflavikur. Allur slikur samanburður er að visu ósanngjarn og raunar frá- leitur, en engu að siður kemst áhorfandi tæpast hjá þvi að gera ósjálfrátt samanburð á þessum tveim sýningum. En aðstandendur þessarar sýningar þurfa hreint ekki að bera kinnroða fyrir sina frammi- stöðu. Ekki ætla ég þó að halda þvi fram, að þessi sýning sé betri en sýning Leikfélags Reykjavik- ur. Slikt væri oflof. En hér tókst, þrátt fyrir óhagstæðan saman- burð, að flytja okkur ágæta leik- list á eftirminnilegan hátt. Meira verður ekki krafist með nokkurri sanngirni. Ég hef oft undrast þolinmæði og áhuga þess fólks, sem árum saman fórnar öllum fritima sin- um og umtalsverðum fjármunum til þess að flytja okkur leiklist, sem stundum hefur þvi miður verið af vanefnum gert. Oft hefur þessi fórn lika verið þegin með semingi og stundum sýnt óverð- skuldað tómlæti. Þeim mun ánægjulegra er það þegar fram er boðin jafn ágæt sýning og hér er á ferðinni. Þessi sýning er tvimælalaust sú besta, sem undirritaður hefur séð hjá Leikfélagi Keflavikur. Sýning, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Efni leikritsins er sára einfalt. Hópur saumakvenna heldur af- mælisveislu á vinnustað sinum og hver einstök segir ævisögu sina og opinberar lifsskoðanir sinar. Hlutverk eru 9, saumakonurnar 6, ásamt yfirmanninum, sendlinum og kynvillingnum Kalla. Kvenhlutverkin öll voru flutt með sérstökum ágætum. Þó get ég ekki stillt mig um að geta sér- staklega Helgu Gunnólfsdóttur, sem lék hið sjötuga afmælisbarn með sérstökum glæsibrag, sem er þeim mun meira afrek þar sem þetta er frumraun Helgu á leik- sviði. Það verður að segjast eins og er, að sterkara kynið var veikasti hlekkurþessarar sýningar. óskar Nikulásson, sem mun vera nýliði og Arni ólafsson, sem lengi hefur verið styrk stoð Leikfélags Kefla- vikur, sýndu þó báðir góð tilþrif, en frumsýningarskjálfti spillti frammistöðu þeirra að nokkru. Leikstjóri er Þórir Steingrims- son en þetta mun vera fimmta verkefni hans hjá Leikfélagi Keflavikur og verður ekki annað séð en hann hafi unnið verk sitt af alúð, sem jafnan fyrr. Leikritið er öðrum þræði söng- leikur en flutningur söngtexta verður áhugamannaleikflokkum oft erfiður ljár i þúfu. Engra erfiðleika á þvi sviði verður þó vart hér. Söngtextar voru prýði- lega fluttir og má sjálfsagt þakka það i senn hæfileikum leikara og söngstjórn Siguróla Geirssonar. 1 leikslok voru leikarar, leik- stjóri, söngstjóri og höfundur hylltir lengi og innilega og þeim færð blóm. A.A. PÁSKAVIKUNA mun Ingimar Eydal leika fyrir matargesti á Hótel KEA. Minnum sérstaklega á kvöldverð laugardags- kvöld 10. apríl. Þá mun Ingimar ásamt fleir- um leika jass af f ingrum f ram til kl. 24.00. FJARÐARSIGLING laugardag 10. apríl. Efnt verður til 4ra tíma skemmtisigl- ingar um Eyjaf jörð. Pöntunum móttaka á KEA. veitt Hótel HÓTEL KEA AKUREYRI SÍMI96-22 200 Fjármálaráðuneytið óskar eí'tir að ráða nú þegar i stöðu skrif- stofumanns. Góð vélritunar- og islensku- kunnátta áskilin. Umsóknir sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 17. april n.k. Fjármálaráðuneytið, 2. april 1982. ÞURÆÐUR FERÐINNI! Allar ferðir verða ánægjulegri sé hægt að haga þeim eftir eigin höfði. Dvelja t.d. í orlofshúsi í fögru umhverfi og skjót- ast í göngu- eða ökuferðir. Við bjóðum marga slíka kosti víða um Evrópu. Þið veljið lönd og leið. Við leiðbeinum um akstursleiðir og útvegum flug, bíla- leigubíla eða flutning á eigin bíl og leigu á orlofshúsi eða íbúð. Þau eru af ýmsum stærðum og gerðum, búin eldhúsáhöld- um, borðbúnaði, rúmfatnaði og víða eru svalir, sólstétt og fagurt útsýni. Húsin leigjast í eina viku eða lengur og hefst leigutímabil alltaf á laugardögum. Verðið er hagkvæmt vegna samstarfs okkar við félög bifreiðaeigenda erlendis. Alls staðar er stutt í þjónustu og verslun. Víðast hvar eru fjölbreyttir möguleikar til tómstunda- iðkana allt frá sundi, siglingum og golfi til veiða og skíðaiðkana. í vestur-Þýskalandi er framboðið fjöl- breyttast en einnig er um margt að velja í Noregi og Danmörku, Frakklandi, Austur- ríki, Sviss og jafnvel allt suður til Ítalíu. Biðjið um ferðabækling okkar: „Þú ræður ferðinni". •^ÖMOBWt SÉRSTÚK KJÖR FYRIR FÉLAGA í FÍB. FERÐASKRIFSTOFA FIB NÓATÚNI17 SÍMI: 29999

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.