Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 8. april 1982 Rabbað við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra Gagmýnin hefur ekki rænt mig svefni Sú skoðun er útbreidd meðal almennings á íslandi/ að það sé mann- skemmandi að koma nálægt stjórnmálum. Samt viðurkenna allir nauðsyn þess að stjórnmálaf lokkar séu til og því verða að sjálfsögðu einhverjir að veljast þar til forystu. En hvers vegna ætli þessi skoðun sé útbreidd meðal fólks? An vafa eru skýr- ingarnar fleiri en ein. Samt sem áður er óhætt að fullyrða að sú lágkúra, sem stjórnmálaumræður hérlendis fara niður í alltof oft, veldur mestu um þessi viðhorf. Það er lág- kúra í stjórnmálaumræðu, þegar ákveðin persóna er tekin fyrir og bókstaflega allt sem viðkomandi að- hefst er gagnrýnt. Með því móti er verið að koma þeirri skoðun inn hjá fólki, að viðkomandi sé óalandi og óferjandi í pólitísku starfi. Það eru búnar til ákveðnar klisjur um við- komandi og síðan er hamrað á þeim sí og æ, burtséð f rá því hvort gagn- rýnin á einhvern rétt á sér eða ekki. Tilgangurinn helgar meðalið. Þannig var stjórnmálabaráttan fyrir 40 til 50 árum síðan. Því var f agnað þegar þetta breyttist og málefnaleg umræða var upptekin í ríkari mæli en áður. En eftir að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð hefur stjórn- arandstaðan og málgögn hennar, Morgunblaðið, Alþýðublaðið og nú raunar einnig Dagblaðið og Vísir tekið upp gamla háttu í þessu efni. Einn maður hefur öðrum fremur orðið skotspónn þessara afla að undanförnu samkvæmt gömlu formúlunni, það er Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra. Hann hefur verið gagnrýndur óvægilega fyrir hvaðeina, svo sem fyrir að taka ekki ákvarðanir, en þegar þær liggja fyrir í stórmálum, þá er gagnrýnin engu minni. Formúlan er: Hjör- leif skal gagnrýna fyrir allt, alveg burtséð frá réttmæfi. Mest hefur Hjörleifur veriö gagnrýndur fyrir aö hlaupa ekki til viö ákvaröanatöku I virkjunar- málum, burtséö frá þvi á hvaöa stigi nauðsynlegar undirbúnings- rannsóknir eru. Meöal gagnrýn- enda eru þeir hinir sömu og hafa staöiö fyrir stórgölluöum virkjun- um áöur fyrr, vegna ónógs undir- búningsstarfs. Má þar nefna Búr- fellsvirkjun, * sem verður nær óvirk i mestu isaárum, vegna þess aö ekki var hlustaö á viðvaranir sérfræöinga þegar virkjunin var byggö. Um Kröflu- virkjun þarf ekki aö fjölyrða, allir þekkja þaö „ævintýri” og loks Sigölduvirkjun, meö hriplekt uppistööulón svo stórskaði er af. Þegar svo loks kemur að þvi aö iönaðarráðherra lætur undirbúa vandlega alla þætti næstu skrefa i virkjanamálum, ætlar allt vit- laust aö veröa og persónulegum sviviröingum linnir ekki. Hvernig ætli þaö sé að búa viö slikar aödróttanir, hvernig liöur manni sem má ekki hreyfa sig án þess aö fá yfir sig gagnrýnis- dembu? Otfrá þessum spurn- ingum báöum viö Hjörleif Gutt- ormsson um viðtal og spuröum fyrst, hvort þaö heföi ekki veriö erfitt aö hefja þingmannsferil á þvi aö setjast i stól iönaöar- ráöherra og hafa svo mátt sitja undir linnulausum áróöri og oft á tiðum óréttmætri gagnrýni. Vissi við hverju ég mátti búast Þegar ég kom inná þing 1978, var það jafn óvænt fyrir mig og aðra. Þaö varekkibúistviöþvi aö 3ja sætiö á lista Alþýöubanda- lagsins i Austurlandskjördæmi fæddi af sér þingmann. Þar aö auki hafði ég ekki veriö aö prila i stjórnmálum, né að nokkur væri aö vænta min á þeim vettvangi aö ég hygg. Ég haföi fremur haft á móti þvi aö fara i þetta hlutverk, sem þó varö ekki undan vikist. Það var raunar óskaö eftir þvi viö mig, þegar áriö 1967 aö fara i 2. sæti listans, sem þá var varaþingmannssæti og viö Helgi Seljan kepptumst viö aö ýta þeim kaleik frá okkur og þar haföi ég betur. Og enda þótt viö værum bjartsýn á úrslitin 1978, áttum viö alls ekki von á þvi aö 3ji maöur á listanum færi inná þing eins og raun varð á. Þess vegna kom það mér mjög á óvart, þegar ljóst varö aö ég var oröinn alþingis- maöur. Þetta má þó alls ekki skilja sem svo aö ég hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum, hann hef ég haft allt frá æskudögum og ég haföi tekið mikinn þátt i stjórnmála- starfi á iægri þrepunum fyrir Alþýöubandalagiö. Samt haföi ég meiri áhuga á þeim verkefnum, sem ég vann aö austur i Neskaup- staö, bæöi félagsmálum og fræöa- iökunum. Ég haföi unniö mikiö aö náttúruvernd, og á náttúrufræöi- sviöinu haföi ég mörg járn i eldin- um. Ég h^aföi veriö sjálfs mins herra og sinnt mörgum þáttum um hrfö. Ég var þvi ekki óvanur þvi aö vinna sjálfstætt eöa aö hafa mikið að gera, þegar ég tók sæti á Alþingi og geröist iönaöarráö- herra. Það vildi svo einkennilega til að ég var búinn aö vera ráö- herra i röskan mánuö þegar ég kom fyrst inná þing, þvi aö rikis- stjónin var mynduð i byrjun september 1978, en þingið byrjaöi aö vanda ekki fyrr en 10. október. Ég gerði mér einnig fulla grein fyrir þvi eftir áratuga þátttöku i pólitisku starfi, aö ég mætti eiga von á óvæginni gagnrýni og ekki sist i þessu ráöherraembætti. Ég vissi þvi við hverju ég mátti búast. Hjá gagnrýni verður ekki komist Varstu ekki kviðinn, þegar þú settist I stól iönaöarráöherra, án þess aö hafa nokkru sinni setiö á þingi? Nei, ég kveið ekkert fyrir þessu og leið ekki illa á nokkurn hátt og mér hefur likaö starfið allvel, eins og flest annaö, sem ég hef fengist viö. Ég geröi mér strax grein fyrir þvi aö ráöherrastarf er krefjandi, umdeilt og erilsamt. Ég vissi aö sjálfsögöu ekki hvernig dagur i lifi ráöherra litur út, en þegar á heildina er litið er þetta áhugavert starf og ég iðrast þess ekkiaöhafa færst það Ifang. Þaö hefur gefið mér kost á að takast á viö áhugaverð verkefni. Þaö er svo annarra aö dæma um hvernig til hefur tekist. (Og nú brosir Hjörleifur kankvislega). Við ræddum þessu næst nokkuö þá gagnrýni, sem hann hefur orðið fyrir og Hjörleifur sagði: Þar koma inni myndina ólik sjónarmiö og stjórnmálamaður veröur ævinlega aö sætta sig viö gagnrýni. Hvort sú gagnrýni er réttmæt eöa ekki er annaö mál, en hjá henni verður ekki komist. Ekki rænt mig svefni Ég hef vissulega oröiö var viö, aö á mig hefur veriö deilt, en sú gagnrýni hefur ekki lagst þungt á mig eða rænt mig svefni. Ég fylgist meö henni eins og ööru i kringum mig og hef aö sjálfsögöu oft spurt sjálfan mig, hvort hún sé réttmæt og hverjar ástæðurnar séu. Margt af þvi sem sagt er eöa skrifað um störf min, hefur komið mér á óvart, en ég viöurkenni aö oft hef ég fundiö þar inná milli ágætar leiðbeiningar, þótt þær séu stilfæröar og sumum kastaö fram i hálfkæringi. Sérhver maöur sem fer út i stjórnmál veröur aö gera sér grein fyrir þvi aö I þingræöis- skipulagi deilir stjórn og stjórnarandstaöa hart og óvægi- lega og viö þaö er ekkert að at- huga. Gagnrýni og opin skoöana- skipti eru Hftaugar lýöræöis. Gagnrýni er hverjum manni holl, svo fremi hún sé borin fram á málefnalegum grundvelli. Eina gagnrýnin sem mér þykir hvimleið, hvort heldur ég sjálfur eöa aörir veröa fyrir henni, er ef henni fylgir rótarskapur, þar á ég við illkvittni eöa meinfýsni, án þess aö tekist sé á um eitthvaö sem máli skiptir. Að endurtaka nógu oft svo að allir trúi En hvað viökemur þvi, sem aö mér hefur snúið i þessum efnum, þá þykir mér gæta einföldunar I sambandi viö mina málafylgju. Þaö hefur verið farin sú leiö af pólitiskum andstæöingum minum aö búa til klisjur, sem siöan hefur veriö hamraö á, sjálfsagt meö þvi hugarfari, aö ef eitthvað er endurtekiö nógu oft, þá endar þaö meö þvi aö fólk fer aö trúa þvi. Aö þessu leyti finnst mér margt af þessu heldur einfeldningslegt. Hinu má heldur ekki gleyma, að stjórnmálamenn hafa svo sem ekkert á móti þvi aö vera um- talaöir, i tengslum við þaö sem þeir eru aö gera hverju sinni. Þaö ber aðeins vott um aö umhverfiö lætur sig þaö nokkru varöa, hvaö þeir aöhafast. Orku- og iönaöar- ráöherra veröur þvi aö vera viöbúinn þvi aö náiö sé fylgst meö hans störfum, vegna þess að þessi mál hafa i vaxandi mæli komist i brennidepil og fyrir þvi eru gildar ástæöur. Ég hygg að óhætt sé aö fullyrða, aö orkumálin, ásamt umhverfismálum, hafa veriö mál málanna á siöasta áratug. Menn átta sig á undirstöðugildi ork- unnar i mannlegu samfélagi og sjá um leiö fram á þurrð orku- gjafa, eins og til aö mynda oli- unnar, á komandi árum. Þetta gerist á sama tima sem viö tslendingar erum aö fikra okkur inná braut iðnvæðingar meö stór- átak I fiskiönaði og vaxandi fjöl- breytni á öörum sviöum iönaöar, nú siöast varöandi orkunýtinn iðnað, þótt umræöur og deilur um slik fyrirtæki eigi sér aö visu 20 ára sögu aö baki. Vegna þessa alls liggur þaö i hlutarins eðli aö orku- og iönaðarmál eru ofarlega á baugi og sitt sýnist hverjum. Nákvæmni borgar sig Þaö fer hinsvegar ekki framhjá neinum, sem fylgist meö vopna- buröi stjórnmálanna, aö pólitiskir andstæöingar okkar Alþýöu- bandalagsmanna reyna aö læöa þvi inn hjá almenningi að viö sem erum nýir i fararbroddi I flokkn- um, séum ekki hlutverki okkar vaxnir. Þar hef ég enga sérstööu. Þaö er aö sjálfsögðu freistandi aö koma sliku oröi á þá, sem eru aö byrja, þetta eru gömul sannindi og ný. Nú hefur þú veriö gagnrýndur fyrir að vera alltof nákvæmur varöandi þau verkefni sem þú vinnur aö hverju sinni og þess vegna gangi mál hægar hjá þér en eölilegt væri? Jú, heyrt hef ég þetta. Þessu er til aö svara, aö ég hef alla tíö reynt aö fá yfirsýn yfir sem flesta þætti þeirra mála, sem ég vinn aö, ekki bara einn og einn heldur heildarsamhengiö. Þessi starfs- still reynist eflaust tafsamur um tima, og getur virst bera vott um hik, en ég tek það skýrt fram að „Ég gerði mér strax grein fyrir því að starfið er krefjandi, umdeilt og erilsamt” „Orku- og iðnaðarráðherra verður að vera viðbúin því að náið sé fylgst með störfum hans vegna þess að þessi mál hafa í vaxandi mœli verið í brennidepli”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.