Þjóðviljinn - 08.04.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Side 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. apríl 1982 Reykjavík má ekki lenda : í höndum andfélagslegra: i vorblíöunni á mánudag hitti blaðamaður að máli Guðrúnu Agústsdóttur, sem nú skipar 3. sætið á lista Alþýðubandalagsins til borgarstjórnar i Reykjavik. Hún er ein af þeim, sem hafa tekið virk- an þátt í stjórn borgar- innará kjörtímabilinu sem nú er að Ijúka. Hún er varaborgarf ulltrúi og stjórnarformaður Strætis- vagna Reykjavíkur. Þessi hressa og glaðlega kona Uppruninn og leiðin til sósíalismans — Já, ég er fædd i gömlu húsi viö Lækjargötu, sem nú er horfið, á nýársdag 1947. — Það mun vera hús afa þins, sr. Bjarna Jónssonar? — Já reyndar, og fyrst þú ert svona vel aö þér i ættfræöinni get ég bætt þvi við aö auðvitað hafði hann áhrif á uppeldi mitt eins og aðrir sem tóku aö sér hið vanda- sama verk aö ala mig upp. Ég hlautþvi trúarlegtuppeldi og var alin upp viö það að Sjálfstæðis- flokkurinn væri besti kosturinn i pólitikinni. Hins vegar lögðu margir þeir sem orðið höfðu undir i lifsbaráttunni leið sina á heimili afa og ömmu og fengu þar bæði andlega uppörvun og einhvern viðurgjörning. Sumir komu nær daglega og það fór ekki hjá þvi að það hvarflaði að mér — þá barni — að e.t.v. væri nú hægt að skipta lifsins gæðum réttlátar á milli fólks. — Hvenær varöst þú sóslalisti? — Fram að tvitugu hugsaði ég fremur litið um stjórnmál, en þegar ég gekk með annað barn okkar hjóna og maðurinn minn, Kristján Arnason, var i námi fór ég að hugleiöa hvort það yrði mitt ævihlutverk eingöngu að sitja heima og ala upp börnin og fann að þaö myndi engan veginn nægja mér og að ég yrði aldrei ánægð með hlutskipti forfeðra minna i þeim efnum. Þá vildi svo heppilega til aö verið var að undirbúa stofnfund Rauösokkahreyfingarinnar og ég óskaði eftir að fá að taka þátt i þeirri vinnu. Eftir að hafa starfað með rauðsokkum um hrið fann ég smám saman að hugsjónir okkar áttu enga samleið með stefnu Sjálfstæðisflokksins. Seinna, þegar ég fór að vinna í stéttar- félaginu minu, Starfsmanna- félagi rikisstofnana, fann ég það endanlega að sósialisminn væri besta leiðin til að koma fram þvi mannlifi sem ég vil berjast fyrir. — Og gekkst þá I Alþýðubanda- lagiö? — Ég var þegar farin aö kjósa Alþýðubandaiagiö þegar mér var boðiö sæti á lista þess til borgar- stjórnarkosninga i fyrsta sinn árið 1974. Fólk opnara fyrir nýjungum og breytingum — Finnst þér eitthvaö hafa þok- ast á þessum tima og þú sjálf hafa haft erindi sem crfiöi? — Mér finnst margt hafa hefur unnið sér traust og vinsældir með störfum sin- um og því löngu orðið tímabært að eiga við hana ærlegt viðtal og forvitnast dálítið um hana sjálfa, skoðanir hennar og málefni Reykjavikur- borgar. Eins og lenska er hérlendis viljum við fyrst vita dálitið um uppruna hennar og spyrjum hvort hún sé innfæddur Reykvík- ingur. stórlagast á þessum 12 árum, en mikilvægast er aö þaö hefur orðið töluverð hugarfarsbreyting meðal fólks. — Hvernig þá? — Afstaðan til lifs og starfs kvenna hefur t.d. breyst mikið á þessum árum og fólk er opnara fyrir nýjungum og breytingum. Þetta er reyndar þróun sem hefur orðið um öll Vesturlönd eftir þjóðfélagshræringarnar 1968. Þó að enn sé langt i það að við séum búnar að ná jafnrétti þykir nú orðið sjáifsagt að konur vinni utan heimilis, það er breyting sem kom i kjölfar fyrrgreindra hræringa og einnig auðvitað þess að laun einnar manneskju nægja ekki nú orðiö til framfærslu heimilis. Af þessu hafa konur orðið sjálfstæðari og einnig hafa viðhorf til menntunar kvenna gjörbreyst. Þaö sést m.a. á þvi hversu margar konur taka nú stúdentspróf og fara i háskóla- nám. Þær láta lika stjórnmál og almenn þjóðfélagsmál æ meira til sin taka. Hinu megum við auðvitað ekki gleyma að þrátt fyrir þetta erum við fyrst og fremst lágiaunastétt sem fyllir lægstu launaflokkana og stundum finnst manni fordómarnir i garð kvenna vera svo miklir að hugar- farsbreytingin sé meiri i orði en á borði. Þetta kemur oft fram þeg- ar konur sækja um störf og ekki siður i verkaskiptingu innan heimilanna. Málefnagrundvöllur kvennaframboðsins nægir mér ekki — Er þá ekki kvennaframboð lausnin? — Ég tel að kvennaframboðið hafi þegar gert heilmikiö gagn og á Akureyri sérstaklega hafi margar konur e.t.v. oröið virkar i pólitik i fyrsta sinn á langri ævi. Það tel ég mjög gott. Mér sýnist karlmenn lika ekkert hæfari til að stjórna en konur og þurfum við ekki annað en aö lita t.d. til Reagans vestur i Bandarikjunum og hans nóta til aö sjá það. Þaö er þvi siður en svo vont að sá helm- ingur mannkynsins, sem hingað til hefur verið meira og minna óvirkur i pólitisku starfi, risi upp og láti til sin taka. Hins vegar nægir málefnagrundvöliur kvennaframboösins mér ekki og þess vegna er ég ekki i starfi með þeim. — Hvað áttu viö meö þvi? — Ég er I Alþýðubandalaginu af þvi að ég tel mig vera sósialista og jafnréttisbarátta kvenna og stéttabaráttan fari saman. Ég held að konur verði að horfast i augu við þaö aö viö eigum ekki allt sameiginlegt þó að til séu ein- Guðrún Agústsdóttir viö heimili sitt aö Artúnsbletti 2 hver sérmál kvenna. Við lifum i kapitalisku þjóðfélagi, þar sem fáir hirða aröinn af vinnu margra. Lágstéttarkonan lendir neðst allra af þvi aö konur hafa ekki jafna stöðu á viö karlmenn. Hún býr við tvöfalda kúgun. Ég get ekki horft fram hjá þvi að kvennabaráttan verður ekki slitin úr tengslum við stéttabaráttu. Alþýðubandalagiö hefur mest látið málefni kvenna til sin taka og get ég þar nefnt baráttuna fyr- ir byggingu dagheimila og ýmsum félagslegum úrbótum — ni^ og þaö er skemmst að minnast að núverandi félagsmála- ráðherra beitti sér fyrir þvi að allar konur fengju fæðingarorlof og er þaö ekki litill áfangi. Svo eru önnur mál sem skipta mig miklu máli og á ég þar við sjálf- stæðismálin. Ég vil vera i flokki sem berst gegn hernum og veru okkar i Nató. Alþýöubandalagið er lika eini flokkurinn sem stend- ur gegn yfirgangi og aröráni erlendra auðhringa hér, svo að nærtækt mál sé nefnt. Við erum ekki upp á punt — Hafa konur fengið einhverju að ráða innan Alþýðubanda- lagsins? — Ef við tökum borgarstjórn Reykjavikur sem dæmi hafa þær verið mjög virkar á þessu kjörtimabili; t.d. eru af 5 borgar- fulltrúum okkar 2 konur og 4 konur úr okkar hópi eru formenn stórra nefnda. Adda Bára Sigfús- dóttir er formaður stjórnar sjúkrastofnana, Guðrún Helga- dóttir, formaður stjórnar dag- vistar i Reykjavlk, Alfheiður Ingadóttir formaður Umhverfis- málaráös og ég formaður stjórnar SVR. Þess má lika geta að það er ekki bara i Reykjavik sem konur i Alþýðubandalaginu eru virkar i stjórnmálum, heldur út um allt land og öllum valda- stofnunum flokksins jafnframt. Viö erum alls ekki upp á punt og einhverjar skrautfjaörir eins og ýmsir vilja halda fram heldur erum við fyrst og fremst i vinnu, bullandi vinnu eins og aðrir flokksmenn. I þessum efnum hef- ur orðið mikil breyting á siðustu árum. Hins vegar tel ég að við vinnum svolitið öðru visi en margir karlar, við leitum meira eftir samráöi og samstarfi til aö koma góðum málum fram — erum e.t.v. ekki mjög valda- gráðugar. Mér finnst að pólitíkin mætti aö skaölausu breytast — hún á ekki aö vera einn allsherjar hanaslagur, og ég held aö við kærum okkur fæstar um aö standa i pólitisku þrasi bara þrasins vegna og tii þess aö láta á okkur bera. — Svo að ég skjóti nú aðeins inn i; Hvert er þitt aðalstarf utan heimilis? — Ég hef unnið sem ritari skólastjóra Hjúkrunarskóla tslands frá 1971 að undanteknum þremur árum, en við hjónin bjuggum i Skotlandi um tveggja ára skeið og ég var heima i eitt ár þegar þriðja barnið bættist i fjöl- skylduna. Lýðræðið er virkara en þegar einn flokkur réði öllu — Nú heyrast þær raddir að lit- ið hafi breyst i stjórn borgarinnar eftir umskiptin 1978. Hvað vilt þú segja um þá skoðun? — Hún er alröng, þvi aö mikil breyting hefur á orðið. Viö erum sennilega bara ekki nógu dugleg við að koma þvi á framfæri sem við höfum gert. Aður en þessu verður svaraö megum við þó ekki gleyma þvi, að við höfum unnið með Alþýðuflokknum og Framsóknarf1okknum i samstarfi. Vinnubrögðin á þessu kjörtimabili hafa verið allt öðru visi en var á hinum þunglama- lega valdatima Sjálfstæöisflokks- ins. Nú eru t.d. góðar tillögur samþykktar, hvaðan sem þær koma, en i tið Sjálfstæðisflokksins voru allar tillögur frá minni- hlutanum felldareða þá teknar og orðalaginu breytt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gæti eignaö sér þær. — Attu þá við að lýöræðið sé virkara núna? — Já mun virkara. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn var viö völd réði einn flokkur öllu i borginni meö borgarstjórann — efsta mann á þeirra lista — i fararbroddi. Allir æðstu embættismenn borgar- innar voru lika i eöa tengdir Sjálf- stæðisflokknum. Nú er hins vegar samstarf þriggja flokka og borgarstjórinn er embættismaður allra Reykvikinga, en ekki jafn- framt oddviti neins eins flokks. Það má ennfremur nefna að starfsmenn borgarinnar eiga nú fulltrúa I nefndum og ráöum fyr- irtækja sinna. Embættismennirn- ir eru þó enn flestir tengdir Sjálf- stæðisflokknum, en nú er ekki lengur nauðsynlegt að framvisa flokksskirteini til að komast i hóp æðstu embættismanna borgar- innar. En af þvi að þú minntist á lýöræöi, þá olli það okkur miklum vonbrigöum að stjórnkerfisbreyt- ingar, sem Alþýöubandalagiö vildi aö komið yrði á laggirnar, voru felldar i borgarstjórn fyrir skömmu, en i þeim tillögum voru mjög góðir hlutir sem miðuðu að þvi aö gera ibúana mun virkari en þeir eru nú og aö engar ákvaröanir yrðu teknar um breytingar án þess aö fólk i viðkomandi hverfi hefði þar hönd i bagga. — Af hverju voru þessar tiilögur felldar? — Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur voru á móti og neituðu að ræða þær á þeirri for- sendu að það væru aö koma kosn- ingar. Ég get hins vegar ekki séð að neinn timi sé betri til að ræða stjórnkerfisbreytingar en einmitt fyrir kosningar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.