Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1982
Spjallaö við
Harald
Sigurðsson,
höfund
bókarinnar
,,Skíðakappar
fyrr og nú”
„Viö sem sáum um timatökuna, vorum oftast fleiri en áhorfendurnir.” Myndir — Ari.
„Ég hreinlega varð
að byrja á þessu”
Nokkrum dögum fyrir
siðustu jól kom út hjá
bókaútgáfunni Skjald-
borg á Akureyri bókin
i.Skiðakappar fyrr og
nú". Þetta er stærsta rit
sem gefið hefur verið út
um einstaka grein iþrótta
á íslensku/ alls 432 bls.
prýdd 360 myndum.
í bókinni er rakin saga
skíðaíþrótta og sagt frá
tilgátum um upphaf og
þróun íþróttarinnar. Saga
skiða iþróttarinnar á
islandi er rakin í máli og
myndum. Birt er full-
komin skrá yfir alla
heimsmeistara/ ólympiu-
meistara og íslands-
meistara skíðaíþrótt-
arinnar frá upphafi.
Síðast og ekki síst eru
frásagnir ríflega 50
islandsmeistara/ sem
rif ja upp þátt sinn í sögu
islenskrar skíðaíþróttar.
Veg og vanda af þessu merka
riti, sem er stórmerkilegt fram-
lag til íþróttasögu lslendinga, á
Haraldur Sigurösson bankafull-
trúi á Akureyri, en Haraldur er
löngu landsþekktur fyrir áhuga
sinn á starfi iþróttahreyfingar-
innar. Hann sat um árabil í
stjórn Skiðaráðs Akureyrar og
átti sæti I stjórn Skiöasambands
islands. Þá var Haraldur um
tima formaður Knattspyrnu-
félags Akureyrar, en siðustu 40
árin hefur Haraldur skipt árinu
til helminga. Á veturna er það
skiðaiþróttin og á sumrin
frjálsar iþróttir.
Auk Haraldar rita i bókina
þeir Einar B. Pálsson, sem
rifjar upp fyrstu landsmót
skiðamanna i Reykjavik og
Thulemótin, Þorsteinn Einars-
son og Hreggviður Jónsson
núverandi formaður Skiðasam-
bands islands.
Blaðamenn Þjóðviljans gerðu
sér ferð norður til Akureyrar
fyrir skömmu, m.a. til að ræða
við Harald Sigurðsson um tilurð
þessarar merku bókar, og
annað sem að skiðaiþróttinni
lýtur.
— Tildrögin að þessari bók
eru aðallega þau, að félagi minn
Svavar Ottesen i Skjaldborg,
hvatti mig eindregið til að taka
þetta efni saman. Hann vissi að
ég átti heilmikið efni til I kjall-
aranum um þessa hluti og hafði
áhuga á efninu. Við Svavar
stóðum um áraraðir saman i
fjallinu sem timaverðir og
þekktum þarafleiðandi stærstan
hluta af þvi fólki sem kemur við
sögu skiðaiþróttarinnar sem
keppnisiþróttar.
Hugmyndin hjá mér var fyrst
og fremst sú að skrifa bók sem
væri sambland af upplýsinga-
bók, handbók og spjalli aftur i
timann. Það verður að segjast
að ýmislegt sem mig heföi
langaö að fá inn i þessa bók,
náði ekki þangaö. Til dæmis
hafði ég mikinn áhuga á að birta
skrá yfir alla Akureyrar-, Siglu-
fjaröar-, ólafsfjarðar-, Reykja-
vikur-, ísafjarðarmeistara frá
upphafi og reyndar viðar af
landinu. Þegar til kom þá vant-
aöi helst upplýsingar héðan frá
Akureyri. Hér er þvi miður ekki
til nein skrá yfir skiðameistara
bæjarins frá upphafi. Einna
bestu upplýsingarnar sem ég
fékk voru frá tsafirði; þeir hafa
haldiö vel utan um þessi mál.
Hins vegar er að finna i bókinni
skrá yfir alla heimsmeistara,
ólympiumeistara og Islands-
meistara frá upphafi, en ef ég
man rétt, þá eru taldir upp 101
Islandsmeistari I skiöaiþrótt-
um. Það var gifurleg vinna aö
útbúa þessar skrár, sérstaklega
yfir Islandsmeistarana, þvi það
sem til var og menn höföu fyrir
satt var oft á margan hátt
rangt, og þurfti margra leið-
réttinga við.
Búinn að safna alla
mína ævi
Jú, jú mikil ósköp, ég er búinn
aö vera að safna þessu efni
saman meira og minna alla
mina ævi. 1957 skrifaði ég i
timaritið „Heima er best” grein
,,Ég safna öllu nema frimerkj-
um” — sagði Haraldur, enda
vandséð hvar hann hefði ætlað
að koma þeim fyrir i kjallaran-
um, innan um hið stórmerka,
blaða, bóka, timarita, úrklippu,
mynt og guð má vita hvaða
safn, sem Haraldur heldur til
haga. „Ég hcf gaman af að
safna þessu vegna þess að það
getur alltaf komið einhverjum
að gagni.”
rntk r ?tí IiPmi '