Þjóðviljinn - 08.04.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Side 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtu pril 1982 Rœtt við Magnús Hallgrímsson verkfrœðing um 10 daga skíðaferð í óbyggðum P " *-■ .. i»oir cru glai'ihlakkalogir þrátt fyrir þungfæriö. — Myndir: Magnús Uallgrimsson. / * ÍT~"~' / I f S *---&í: nJtóíiAFÉLcV )/ý\ , ip-SfUFELL /B Ýé n/T-f /éjjitb •: . .if' / \ ' Kortið sýnir lciðina sem sexmenningarnir fóru. ,,Ég hef farið i fjölmargar lengri skiðaferðir. Byrjaði á þessu, þegar ég var strákur i skátafélagi Akureyrar, og hef siðan haldið þessu sifellt áfram. Hverju ég er að sækjast eftir? Ég veit það ekki, og þó, það er útivistin, hreyfingin, og ekki sist lands- íagið. Landið er aldrei fegurra en einmitt á veturna þegar ailt er á kafi i snjó. Þeir sem byrja að stunda vetrarferðir, halda þvi lengi áfram, meðan þeir hafa þol til þess.” Blaöamaöur hefur komiö sér vel fyrir i hlýlegri stofunni á heimili Magnúsar Haligrims- sonar verkfræöings, tilhúinn aö festa a blað frásögn Magnúsar af einni af þeim mörgu ferðum sem hann hefur fariö um óbyggöir og öræfi á undanförnum vetrum með félögum sinum. Þaö er af mörgu aö velja, og Magnús ákveöur aö lýsa ferð scm hann fór i mars 1979 ásamt 5 félögum sfnum, fiestum úr Flug- björgunarsveitinni i Reykjavik. Ætlunin var aö fara frá Svartár- koti f Báröardal suöur um Dyngjufjailadal til Kverkfjalla, yfir Vatnajökul tii Esjufjalla og þaðan niður á Breiöa merkur- sand. „Kannski best fari á að lýsa þessu ferðalagi, þvi I þvi sannað- ist sem svo oft, aö ekki gengur allt til eins og upphaflega er ætlast. Ferðafélagar mínir voru þeir Halldór Ólafsson, Helgi AgUsts- son, Leifur Jónsson, Guðmundur Sigvaldason og Stefán Bjamason, allt þaulvanir ferðagarpar og bestu félagar. Ég hafði fariö hluta þessarar fyrirætluðu leiðar áður, en þá öfuga leið, þ.e. frá Skeiðarársandi norður i Svartár- kot. Ferðalagiö hófst i reynd á Reykjavikurflugvelli föstudaginn 23. mars 1979. Þaöan flugum viö tii Akureyrar, þar sem félagar i Flugbjörgunarsveit Akureyrar tóku á móti okkur og fluttu áfram i Svartárkot, efsta bæ á heiðinni fyrir ofan Bárðardal, en þaðan hugðumst við leggja upp i hið eiginlega ferðalag morguninn eftir. í ferðaáætlun var gert ráö fyrir aö ferðalagið tæki 10-14 daga. Við ferðuðumst allir á gönguskiðum ogdrógum farangurinn á sleðum, sem við höfðum látið útbiía sér- staklega fyrir okkur. Þetta eru nokkurskonar Lappasleðar, með kjálkum að norskri fyrirmynd. A hvern sleða var hlaðið allt að 36 kílógrömmum, en hver sleði veg- ur um 7 kg. Sleðarnir eru þannig útbúnir að tiltölulega létt er að draga þá, þrátt fyrir að þeir séu vel hlaðnir. Lagt upp í 23 stiga frosti Við lögðum upp frá Svartárkoti kl. hálf sjö á laugardags- morguninn. Þá var 23 stiga frost. Skiðafærið var nokkuð gott, en fór versnandi þegar leið á daginn. Mikill snjór var nýfallinn á hraunið, og skiðin vildu sökkva i gegn. Veðrið var gott, þrátt fyrir mikið frost, glampandi sól og stórkostlegt skyggni. Hermann bóndi i Svartárkoti, sá mikli höfðingi fylgdi okkur á leið, Ut að endum landareignar sinnar .Þaðan tókum við stefnuna inn í ódáðarhraun og gengum á mörkum Frambruna sem er úfið og illfært apalhraun, og útbruna sem er helluhraun. Við hraun- jaðarinn safnast snjór og er þar oft gott færi. Við stefndum áleiðis inn i Dyngjufjalladal,sem er vestan til i Dyngjufjöllum, og við Vegar- kamb slógum við upp tjaldinu, seinni part dags. Þá var 17 stiga frost, en glampandi sól og ekki skýhnoðri á himni. Okkur hafði miöaö nokkuö vel i þessum fyrsta áfanga, svo við vorum aö vonum ánægöir þegar við höfðum komiö okkur fyrir i tjaldinu. Það er lika sérútbúið eftir okkar eigin teikningum, og hefur reynst mjög vel. Þegar við höfðum sett upp tjaldið, þá var bensfnprimusinn tekinn fram og byrjað að elda of- an i mannskapinn. 1 vetrarferðir sem þessa, þegar frostið getur náð allt að 30 stigum, þá þýðir lft- iö að vera með gastæki. Bensin eöa steinolia er það eina sem dug- ir en við tókum með okkureina 10 litra af bensini i þessa ferð. Matarlistinn skiptir feykilega miklu máli. Við höfðum komiö okkur niður á einfaldan en góðan matarlista sem hefur dugað vel i ferðir sem þessar, og merkilegt aö enginn hefur fengið leið á þess- um mat, þótt ekki geti hann kallast margbreytilegur. í þessari ferö tökum við með okkur eftirfarandi matárkyns: Flatbrauð, smjör, hangikjöt, nýtt kjöt (soðiðijkæfu, súpur (pakka), súputeninga, te, sykur, púðursyk- ur, sitrónur, rúsínurog súkkulaði. Sjá næstu síðu . V : • . Létt-klæddir géngHmen«i meft 4# kg. i eftirdragi, fara grefet, enda veftnr eg færft meft besta móti. Fyrsta tjaMstæðiA var i ÓdáðahrauRÍ, i CtbruNa. Til baka sér f úfié apaibrauniö f Frambruna, en besta feröaieiöin er á métum þessara brauna. ,Snjórinn var það mikill að slóðin féll saman yfir skíðin ' Fimmtudagur 8. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.