Þjóðviljinn - 08.04.1982, Page 20

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Page 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. apríl 1982 dacgurtónlist Þá er að setja sig i við-bragðs- stöðu, þvi senn hefjast sýningar á Rokk i Reykjavik. Án þess að hafa séð myndina leyfi ég mér samt að fullyrða að hér er eitt þarfasta og merkasta afrek sem unnið hefur veriö fyr- ir islenskt tónlistarlif hin siðari ár. I Ilokk i Reykjavik koma fram um 20 hljómsveitir og ættu þvi allir að fá eitthvað við hæfi. Frumsýning verður laugardag- inn annan i páskum, hér i Reykjavik og i Keflavik. Al- mennar sýningar hefjast á 2. i páskum. Til að forvitnast örlitið um myndina þá náði ég i annan helminginn af framleiðanda myndarinnar en hinn helming- urinn var þá að leggja siöustu hönd á verkið i London. Hugrenningur Blm.Hver framleiöir myndina? Þ.Hugrenningur, en á bak við þaö nafn stöndum viö fjórir, Árni Kristinsson, Friðrik Þór Friðriksson, Jón Karl Helgason (J) og Þorgeir Gunnarsson (Þ). Blm. Hefur íyrirtækið fram- leitt eitthvað áður? Þ. Já Eldsmiðinn sem sjón- varpið sýndi mi ekki alls fyrir löngu. Blm.Hvaða hugmyndir lágu að baki stofnun lyrirtækisins. J. Fyrirtækið var stofnaö til að vinna aðáhugamálum okkar. Ef menn jetla að vinna aö kvik- myndagerð þá er nauðsynlegt að mynda formleg samtök. Jlokk i Reykjavik Blir.. Hvenær l'æddist hug- myndinað Rokk i Rcykjavik? Þ.Það var um svipað leytí og upptökum á Eldsmiðnum lauk. Þá hugsuðum viö hvort ekki væri hægt að nola þetta heimild- arform, vikka þaö út og ná til kvikmyndahúsanna. Á sama tima var þessi nýja rokkbylgja i hápunkti og þvi lá beint við að gera þessa mynd. Blm.Var erl'itt að fá hljóm- sveitir til samstarfs? J. Nei, það var aldrei neitt vandamál og samstarfiö v ið þær allar var mjög gott. Þær voru fullar af áhuga um að gera þetta eins vel og hægt væri. Blm.Er það rétt að kostnaður við kvikmyndina sé kominn yfir tvær miljónir og var ekkert erfitt að slá lán fyrir kostnaði? J.Já þaðer rétt, kostnaðurinn við gerð myndarinnar er orðinn rúmar tvær miljónir. Bankarnir eru ennþá nokkuð jákvæðir, og ef menn eru úthaldsgóðir og að- haldssamir þá er hægt að fram- leiða svona mynd. Svo eru ýms- ir aðilar reiðubúnir að lána vör- ur og þjónustu. Blm.Hver borgar brúsann ef illa fer? Þ. Það myndi dreifast jafnt niður á okkur. Blm.Nú birtist frétt i Morg- unblaðinu ekki alls fyrir löngu þar sem sagt var aö þið hefðuð sett á svið gjörning með Bruna B.B. i Nýlistasafninu er það rétt? Þ.Nei. Það munaði litlu að al- menningsálitiö snerist gegnokk- ur út aí þessari grein og ann- arri, þar sem ýjað var að þvi sama. Þetta á við engin rök að styðjast, við vorum aðeins að festa á filmu það sem þarna fór fram. J. Samstarfinu við hljóm- sveitirnar var þannig háttað að við vissum af æfingum og tón- leikum og boðuðum svo komu okkar. Við undirbjuggum ekk- ert atriði sjálfir nema tónleikr ana á Lækjartorgi með Egó. 50.000 Blm. Hvað þurfiö þið að fá marga sýningargesti til að ná endum saman? J. Ætli það sé ekki rúmlega 50.000 manns sem við þurfum að fá til að fara upp fyrir núll punktinnv Blm.Sjaið þið einir um mynda- töku? mixa hljóðið eftir að upptökur hafa farið fram. Blm.Settuð þið ekki tónlistina i Dolby? Þ. Jú, farið er með hljóð- blöndur Þursanna út til Abbey Road og það blandað niður á 58 rásir, siðan fækkað niður i fjór- ar rásir og Dolbyið sett svo ofan á. Blm. Fylgir þvi ekki mikill aukakostnaður að setja mynd i Dolby? J. Það er rándýrt en þá erum við lika komnir með bestu gæði sem völ er á. í heiminum eru það um 10% mynda sem settar eru i Dolby. Erfitt val Blm. Hvernig var vali á hljómsveitum háttað? Þ. Við stóðum frammi íyrir þvi vandamáli að vera meö 40 hljómsveitir sem höföu nafn og komið höfðu fram opinberlega. Við þurftum að skera fjöldann allan niður i 19 til þess að falla vel að forminu og minútufjölda (90 min). Við höfum i huga ákveðna bylgju sem reis upp i rókktónlist hér fyrir 1—2 árum siðan meðhljómsveitum eins og Utangarðsmönnum, Fræbbbl- unum og fleiri. Einnig voru nokkrar eldri hljómsveitir tekn- ar með til að reyna að skapa sem trúverðugasta mynd af is- lensku tónlistarlifi. En kjarninn er eins og áður sagði sá andi sem kom fram með áðurtöldum hljómsveitum. Blm. Þið hafið ekki leitað samstarfs við aðila úti i bæ. Ekki eigið þið allar þessar græj- ur sem ...? J. Nei, þau verðum við að leigja. Langflest voru leigð frá Vilhjálmi Knudsen sem jafnframt aðstoðaði okkur við upptökur. Tvöföld plata Blm.Er þá grundvöllur fyrir þvi að dreifa svona mynd er- lendis? Þ. Já, tvimælalaust, en i breyttri mynd. Jafnvel frekar fyrir sjónvarp. Við förum af stað með þessi mál eftir frum- sýningu. J.Myndingæti jafnvelkomið i kjölfar þeirrar útbreiðslu sem islensk tónlist er að ná þessa dagana. Blm. Verður ekki gefin út plata með efni myndarinnar? Þ. Jú, það verður gefin út tvö- föld plata með flestum laganna úr myndinni og nokkrum öðrum aðauki. Þessi plata kemur út nú um mánaðarmótin og verða á henni 33 lög sem hljóðrituð eru á hinum ýmsu stöðum bæjarins. Við höfum þá trú aö þessi plata sé merk heimildarplata og sýni i hnotskurn þá grósku sem rikir i islensku tónlistarlifi um þessar mundir. Margar af þessum hljómsveitum hafa aldrei komið fyrr á plötu. Af þeim hljóm- sveitum sem hafa sent frá sér hljómplötur er i flestum tilfell- um um ný lög að ræða. Blm.Hvernig er handrit fyrir svona mynd unnið? Blm.Það er ekki hægt að búa til handrit, að kvikmynd sem þessari. Við reynum fyrst og fremst að gera hljómsveitunum skil með tónlist og viðtölum við fólk erilifir og hrærist i rokkinu. Handrit að svona kvikmynd feist i þvi að fylgjast stöðugt með og vera i sambandi við þá sem starfa i þessu. Blm.Nú tókuð þið upp mikið efni. Var ekki erfitt að ákveða hvað ætti að taka og hverju sleppa? Þ. Þá er komið inn á tilfinn- ingalega hlutdrægni hjá okkur. Úr þessu efni sem tekur um 24 tima i sýningu langar okkur til að gera sem besta og skemmti- legasta mynd. Það er það sem við göngum út frá. Lagafjöldi hverrar hljómsveitar ræðst af myndatökum , „soundi’’ og smekk.Siðan er bara að sjá og vona að vel hafi tekist með val- ið. Egó: Þorleifur og Bubbi frumsýnd um páskana Q4U: Gunnþór, Elly og Linda Purrkur Pillnikk. Viðtal við Þorgeir Gunnarsson og Jón Karl Helga- son, tvo af aðstandendum kvikmyndarinnar Bara flokkurinn: Ásgeir. J.Nei, það eru 13 manns sem koma nálægl myndatökunni og er það Ari Kristinsson sem stjórnarhenni. Þ. Vegna þess að við töldum að þetta yrði aö vinnast á sem skemmstum tima og yröi að vera sem ferskast i kvikmynda- húsunum, voru allir sem vett- lingi gátu valdiö fengnir til liðs við okkur, i kvikmyndatöku og klippingu. Nú og að sjálfsögðu á verðbólgan sinn þátt i vinnslu- hraðanum. Blm. Fenguð þið sérstaka menn til að klippa myndina? J. Já og aðallega fyrir þá sök að mikil ekla er á slikum mann- skap hér heima. Þvi þurftum viðaðleita út fyrir landsteinana og fengum Breta til að koma upp i tvo mánuði. Einnig var hér á ferðinni Bandarikjamaður Sjálfsfróun: Gunnþór og Bjarni. Tappi tikarrass: Björk Guö- mundsdóttir. Þessar hljóðblandanir eru ágætar, og erum viö mjög ánægðir með þær. Þeir sem unnu hljóðið i London Abbey Road Studio, voru einnig mjög ánægðir með þessar upptökur og tókst að búa til gott „sound” úr þessu. J. 1 fyrsta sinn eru notaðar fleiri en tvær rásir við upptöku á islenskri kvikmynd. Og var gerð merkileg uppgötvun til að festa saman mynd og hljóð i þessu sambandi. Það hefur hingað til ekki verið hljóðritað meö meira en tveim rásum, en við Þursarnir og fleiri prófuðum okkur áfram og komumst niður á leið til að taka upp tónlist með eins mörgum rásum og henta þykir. Þetta er bylting i hljóð- upptökum hér á landi og þó við- ar væri leitað. Nú er hægt að sem hjálpaði okkur um tima. Blm. Hverjir sáu um hljóð- upptökur? Þ. Þursabit, það voru Júliús Agnarsson, Tómas Tómasson og Þórður Árnason. Þeir voru með færanlegt átta rása stúdió. ROKK 1 REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.