Þjóðviljinn - 08.04.1982, Page 21

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Page 21
Fimmtudagur 8. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 í stuttu máli Frá v.:. Chris Georg frá Bryce Waterhouse og Asgeir Long, fram- kvæmdastjóri báta- og vélaverslunarinnar Barco f Garöabæ. t baksýn er einn þeirra báta, sem nú standa tslendingum til boöa. Mynd: —gel. Barco í Garöabæ: Fimm bátar komnir og fjórir í nánd Þaö eru nú um þaö bil þrjú ár siöan fyrsti Napier 36 fiskibáturinn var sjósettur i Bretlandi. Báturinn vakti þegar óskipta athygli breskra sjó- manna og hefur skipasmföastööin, Bryce Waterhouse Marine Ltd. vart annaö eftirspurn siöan. Maurice Napier, kunnur breskur skipahönn- uöur, teiknaöi bátinn. Er Napier ekki meö öllu ókunnur tslendingum, þar sem hann hefur teiknaö báta fyrir islenska sjómenn. A siðasta ári komst á samband milli Barco, báta- og vélaverslunar i Garðabæ, og Bryce Waterhouse og eru nú konjnir til landsins fimm Napierbátar og fjórir verða afgreiddir á næstu Inánuðum. Nú er i smiðum hjá Bryce Waterhouse bátur, sem ætla má aö henti sérlega vel til rækjuveiða en rækjufloti Islendinga er mjög farinn að þarfnast endurnýjunar. Bryce Waterhouse leggja aðal áherslu á hagkvæman rekstur bát- anna. Trefjaglerskrokkarnir eru svo til viðhaldslausir, ál og gal- vaniserað stál er allsstaðar þar sem málma er þörf og vélastærðir miðaðar við hagkvæmni i rekstri. —mhg Aukin veröi aöstoö viö hafbeit Undanfarin ár hefur stjórnskipuö nefnd unniö aö endurskoðun á lög- um um lax- og silungsveiöi. Mun hún nú aö mestu hafa lokiö störfum. Formannafundur Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga beindi þvi til Búnaðarþings að beita sér fyrir þvi að lagt verði fram á yfirstand- andi Alþingi, — og afgreitt, — frumvarp, sem byggt væri á þessari endurskoðun. Jafnframt verði sett i lögin ákvæði um sérstaka aðstoð viðeinstaka bændur og veiðifélög sem stofna vilja til hafbeitar á laxi. Búnaðarþing lagði til að orðið yrði við þessum tilmælum. Nú eru fjórar stofnanir, sem lána tilog/eða styrkja fiskirækt: Fiski- ræktarsjóður, Byggðasjóður, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins. Búnaðarþing taldi aö ákveða þyrfti tengsl eða verkaskiptingu þessara stofnana. Lagði þingið jafnframt áherslu á að þessi búgrein yrði sem mest i höndum bænda svo hún gæti sem best gegnt þvi ætlunarverki, að auka fjölbreytni búvöruframleiðslunnar og leysa aö einhver ju leyti af hólmi eldri búgreinar. — mhg Tommi færir út kvíarnar Tómas Tómasson f Tomma-hamborgurum hefur opnaö enn einn veit- ingastaöinn, Svörtu pönnuna. Meöeigendur Tómasar eru þeir Ulfar Eysteinsson áöur kokkur I Laugarási og Siguröur Sumarliöason áöur kokkur hjá Fiugleiöum á Keflavikurflugvelli. Hinn nýi matsölustaöur er aö Brautarholti 22 á þeim staö sem Hlföarendi var áÖur. Eigi alls fyrir löngu var blaðamönnum boðið að kynna sér hinn nýja matsölustaö en þar hefur verið gerbreytt um allar innréttingar frá þvi að Hliðarendi var starfræktur. Svarta Pannan mun einbeita sér aö til- tölulega einföldum matseðli, vinveitingar verða ekki til staðar, en sér- stakur salatbar er opinn öllum matargestum. Barnaherbergi fylgir matstaðnum, enda lét Tómas svo um mælt að þessi nýi staður væri einkum kominn á laggirnar með þarfir fjölskyldufólks i huga. Innrétt- ingar eru stórglæsilegar og mikið i þær lagt. Taldi Tómas aö kostn- aður við að innrétta staðinn væru u.þ.b. 400 þús. krónur. Starfsmenn eru 12 talsins. Athugasemd vegna fréttar Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða hringdi upp á Þjóðvilja og vildi gera stutta athugasemd viö frétt sem birtist i Þjóðviljanum þann 30. mars. Þar var sagt frá björgunarafreki hjúkrunarkonunnar, Herdisar Kjartansdóttur, og flugfreyjunnar Matthildar Haraldsdóttur er kona frá Höfn var hætt komin i einni af vélum Flugieiöa. Sveinn sagði (en frá honum var fréttin komin) að i upplýsingum þeim sem hann veitti blaöamanni hefðu honum láðst að geta þess, að hjúkrunar- konan, Herdis Kjartansdóttir, hefði haft umsjón meö lifgunartilraun- um. Þvi hefði hlutur Herdisar virkaö minni i fréttinni, en hið rétta, vildi Sveinn taka fram, var að báðar unnu þær mikið afrek i vélinni og ættu verðugt hrós skilið. — hól. Gleymd skáldsaga frá síöustu öld Bókavaröan, forlag og bókaverslun I Kcykjavik, hefur gefið út i ljós- prentun nokkur eldri islensk rit, iitt þekkt og fágæt, sem talin eru um margt eiga erindi viö samtfmann. Hin nýjasta þessara bóka er stutt skáldverk: Bræðurnir i Perludaln- um. Litil frásaga. Útgefandi (höfundur): Sv.St. (Sveinbjörn Stefáns- son). Prentuð áriö 1890 i Fjelagsprentsmiðjunni i Reykjavik. Islenskar skáldsögur útgefnar fyrir siðustu aldamót skipta ekki mörgum tugum. Hinsvegar hafa þúsundir skáldverka verið prentaðar á þessari öld. Höfundur meöfylgjandi skáldverks er með öllu óþekktur og hans er hvergi getiö I neinni bókmenntasögu og mestu bókmennta- menn landsins og grúskarar hafa ekki heyrt þessa skáldverks getið. Bræðurnir i Perludalnum fjallar um tvo bræður, þá Böðvar og Björn, syni Brands bónda i Hvammi i Perludal. Fella þeir báðir hug til stúlk- unnar Sólrúnar, dóttur Hrings bónda á Hofi. Fer svo að lokum, að ann- ar bróöirinn nær ástum Sólrúnar og flytur ásamt henni i fjarlægt hérað og fór búskapur þeirra allur i „ringulreið og óreglu”, eins og greinir i sögunni. Lýsir sagan siðan lifi þessara persóna. Yerið velkomin á skíði til HÚSAVÍKUR r A Húsavik er ákjósanlegt skíðaland og skíðasnjór yfirleitt mikill Frá Hótel Húsavík er aðeins 200 metrar í skíðalyfturnar 3 skíðalyftur sem eru opnar og flóðlýstar frá kl. 10.00 — 22.00 alla virka daga og frá kl. 10. 00 — 19.00 um helgar Troðnar göngubrautir í fallegu umhverfi fyrir þá sem hafa gaman af skíðagöngu Skiðakennsla mánudaga til föstudaga kl. 20 — 22 þœgilegar helgarferðir með Flugleiðum HÚSAVÍKURKAUPSTAÐUR fi igjoe BANDARÍSKIR LYFTARAR Lyftigeta: Alltað2tonn. Lyftihæð: Allt að 4 metrar. LÁGT VERÐ Fullkomin viðgerðar þjónusta víða um land. SNÝSTÁ PUNKTINUM UAi Margur er knár þótt hann sé smár isvoc Umboðsverzlun Laugavegi 40 Símar26707 og26065. Umboð á Akureyri: Jón Ingólfssoni, sími (96)22254

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.