Þjóðviljinn - 08.04.1982, Side 25

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Side 25
Fimmtudagur 8. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 25 utvarp • sjomrarp • Skírdag kl. 20.30 Halldór Laxness áttræður Þaö hefur vist ekki farið framhjá mörgum manninum is- lenskum,að Halldór Laxnesser áttræður á þessu ári. Útvarp og sjónvarp hafa bæði látið gera sérstaka afmælisþætti i tilefni þessa. útvarpsþættirnir verða fjórir;sá fyrsti verður fluttur á skirdag, fimmtudaginn 8. april og hinir þrir siðan á næstu fimmtudögum. Fyrsti sjón- varpsþátturinn verður hins veg- ar ekki fyrr en sunnudaginn 18. april og munum við kynna hann þegar þar að kemur. Útvarpið: Fyrir börninum páskana t Morgunstund barnanna á skirdag og föstudaginn langa mun Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup, segja börnunum frá atburðum kyrru viku. Morgunstundin hefst kl. 9.05 að vanda. Helga Þ. Stephensen er með þáttinn sinn Lagið mitt á skir- dag, en það er óskalagaþáttur barna. bátturinn hefst kl. 16.20. A laugardag verður siðan flutt leikritið „Páskaegg” eftir Ingibjörgu Þorbergs, en þetta er barnaleikrit. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en með helstu hlutverk fara Fritz Ómar Eiriksson, Róbert Arnfinnsson, Herdis Þorvaldsdóttir og Sigriður Þorvaldsdóttir. Leik- • Páskadag kl. 12.50: A páskadag 11. april kl. 12.50 hefst nýr framhaldsflokkur i út- varpinu, sem hlotið hefur heitið „Sekir eða saklausir”. bar veröur fjallaö um innlend og er- lend sakamál af ýmsu tagi og atburði tenda þeim. I fyrsta þættinum verður fjallað um hjúskaparvandamál Magnúsar Sigurðssonar i Bræðratungu og Fyrsti útvarpsþátturinn heitir Heimsljós — Konurnar og skáldið i umsjá Baldvins Hall- dórssonar og Gunnars Eyjólfs- sonar. Þar verða fluttir kaflar úr leikgerð Þorsteins ö. Stephensen af verkinu en höf- undur sjálfur tengir þá saman. Grettir Björnsson leikur á harmóniku tónlist Jóns Asgeirs- sonar úr „Húsi skáldsins”. Herra Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup tslands, segir börnunum frá kyrru viku i Morgunstund barnanna á skirdag og föstudaginn langa. ritið var áður á dagskrá i april 1971, eða á páskum þess árs. Efnisþráður: Palli hyggur á skemmtilega páska, enda býst hann við fallegu páskaeggi. Foreldrar hans fara að heiman, og fá unglingsstúlku, Bellu, til að gæta hans. Þau halda að allt hljóti að verða i himnalagi, en Palli hefur sinar grunsemdir. Þórdisar, konu hans, og deilur Magnúsar og Arna Magnús- sonar, prófessors. Allt þetta fólk hefur Halldór Laxness gert ódauðlegt i íslandsklukkunni. Fluttir verða tveir kaflar úr leikritinu i þættinum. Gils Guðmundsson gerði handrit. Flytjendur eru Bryndis Pétursdóttir, Guðmundur Páls- son, Björn Karlsson, Rúrik Haraldsson, Erlingur Gislason, Margrét Guðmundsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Gils Guðmundsson. Stjórn upptöku annaðist Baldvin Halldórsson. Sjónvarp: Fyrir börnin um páskana Stundin okkarveröur á sinum stað á dagskrá sjónvarpsins á páskadag klukkan 18.00. Meðal efnis verða myndir frá heim- sókn til Isafjaröar.Nokkur börn syngja og farið verður upp á Seljalandsdal og skiðaskóli fyrir yngstu börnin heimsóttur. Fyrir utan Stundina er Ridd- arinn sjónumhryggi á sinum stað á laugardeginum, Tommi og Jenni eftir fréttir á mánu- deginum og Prúöuleikararnir þar á eftir. Þá verður bangsinn Paddington sýndur eftir fréttir á þriðjudeginum. bar með upp- taliö. J.C Föstudag XV kt /7: Tvær íslensk- ar kvikmyndir endursýndar A föstudaginn langa verða endursýndar tvær islenskar myndirá timabilinu frá kl. 17.00 til kl. 18.45. Hér er um að ræða myndina Mývatnssveit, sem áður var sýnd 30. júni 1971, og „Sálin f útlegð er” áður sýnd i sjónvarpinu 27. október 1974. Mývatnssveit er einn vinsæl- asti ferðamannastaður hér- lendis sakir f jölbreyttrar náttúrufegurðar. Arið 1970 lét sjónvarpið gera mynd um þessa ferðamannavin. Þegar hún var sýnd sendi sjónvarpið ekki út i lit og var þvi ekki nema hálf ánægja af myndinni. En nú kemur öll ánægjan. Kvik- myndun annaðist Þrándur Thoroddsen, tónlistin er eftir Þorkel Sigurbjörnsson og um- sjón hafði Magnús Bjarnfreðs- son með höndum. „Sálin i útlegð er” var gerð árið 1974 um Hallgrim Péturs- Náttúrufegurð Mývatns er rómuð um allar jarðir. son. Leiðsögumaður visar hópi fólks um helstu söguslóðir skáldsins, svo sem Suðurnes og Hvalfjarðarströnd, og rekur æviferil þess eftir tiltækum heimildum Inn á milli er fléttað leiknum atriðum úr lifi Hall- grims. Höfundar handrits voru þeir Jökull Jakobsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Kvikmyndun annaðist Sigurliði Guðmunds- son og hljóð Jón A. Arason. Nýr framhaldsþáttur eftir GilsGuðmundss. 2. páskadag kl. 20.40 Hjónabandið, óvigð sambúð og skilnaður, eru viðfangsefni þáttarins Krukkað i kerfið sem er á dagskrá útvarps á annan i páskum kl. 20.40. Að sögn umsjónarmanna þáttarins þeirra Lúðviks Geirs- sonar og Þórðar Yngva Guðmundssonar, verður i þessu krukki velt vöngum yfir þvi hvort skipbrot hjónabandsins sem sambýlisforms sé fram- undan, og hvort menn hafi frekar trú á einhverjum öörum leiðum i sambúðarmálum, eins og t.d. óvigðri sambúð. Þá verður einnig i þættinum fjallað um hinu miklu fjölgun lögskilnaða hérlendis á siðustu árum, en á síöasta ári gaf dóms- málaráðuneytið leyfi fyrir 560 lögskilnuðum og hafði þeim þá fjölgaö um rúmt 21% frá þvi ár- inu á undan. I Krukkinu verður m.a. rætt við Ólöfu Pétursdóttur deildar- stjóra i dómsmálaráðuneytinu um skilnaðarmál. Spjallað við Sigriði Dúnu mannfræðing um breytingar á sambýlisháttum fólks. Þá fáum við að heyra viðhorf tveggja nýgiftra stúlkna og eins pilts sem hefur búið um nokkurt skeið i óvigðri sambúð, til hjónabandsins og sambýlis- hátta, og að lokum veröur rætt við Gunnþór Ingason sóknar- prest i Hafnarfirði um skilnaöi, upplausn hjónabandsins og skoðun kirkjunnar manna á þeim efnum. Úr myndinni „ismaðurinn kemur”, en hún er byggð á einu fræg- asta leikriti Eugenes O’Neills. ísmaðurinn kemur A föstudaginn langa sýnir sjónvarpið eitt frægasta leikrit Eugene O’Neill i leikstjórn Johns Frankenheimers, en það er oft sagt um Eugene O’Neill að hann sé upphafsmaður alvarlegrar leikritunar i Band- arikjunum. 1 leikritinu segir af nokkrum mönnum, sem mæta reglulega á barinn hans Harrys. Leikurinn gerist sumarið 1912 og það er eftirvænting i loftinu, þvi von er á Hickey (Lee Marvin) sem læt- ur sig aldrei vanta i afmæli Harrys. Hickey er örlátur á vin og mikill gleöimaður og segir sögur af konu sinni og ismann- inum svokallaða. Loksins kem- ur hann, en þetta er ekki sá sami Hickey og hinir þekktu... þessi er hættur að drekka og reynir að fá hina til að horfast ia ugu viö veruleikann. Eins og vænta má af hendi Eugene O’Neill fer siðan fram mikil sál- ræn krufning, en þvi kynnumst við i myndinni. Föstudag kl. 21.05 Sólsetursbraut Laugardag 7(y kl. 21.25 Sólsetursbraut ncfnist laugar- dagskvikmynd sjónvarpsins, en hún crbandarisk frá árinu 1950. Ekki skyldu menn örvænta yfir aldri myndarinnar, þvi hún fær 3 stjörnur í kvikmyndahandbók- inni okkar (sem er af bestu gerð) og mjög góða umsögn fyrir myndatöku, lcik, handrit o.fl. o.fl'. Aðalhlutverkin eru ekki i höndum neinna aukvisa: þar fara á kostum Gloria Swanson, William Holden, Eric von Sto- hreim, Fred Clarks, o.fl. Leik- stjóri er Billy Wilder. Efnisþráðurin er þessi i stuttu máli: Ungur rithöfundur i fjár- Sólsetursbraut, scm sjónvarpið sýnir á laugardaginn, er talin þriggja stjörnu mynd og fær góða dóma i handbókinni okkar. hagskröggum fær verkefni hjá fyrrverandi kvikmyndastjörnu þöglu myndanna og sest að á heimili hennar. Kvikmynda- handbókin segir fyrri partinn með eindæmum góðan, en endirinn sé einnig þesslegur, að ekki megi missa af honum. Verði ykkur að góðu. Páskadag O’ kl. 20.20 íslenskt sjónvarps leikrit Sesselja Sjónvarpsieikrit islensk vekja ávallt mikla athygli og ekki sið- ur umtal. A páskadag vindur sjónvarpið sér eina ferðina enn I slika umtalssyrpu, en þá verður frumsýnt ieikritið Sesselja eftir Agnar Þórðarson. Það skal tek- ið fram, að leikritið var áður sýnt á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins, fyrir tveimur árum og fékk þá nokkuð góða dóma. Sjón- varpsgerðin er eftir Pál Stein- grimsson, leikstjóri er Helgi Skúlason og leikendur Heiga Bachmann og Þorsteinn Gunn- arsson. Efnisþráður: Leikritið er eins konar lifsuppgjör hjóna. Hann er allþekktur og sigldur lista- maöur, en hún er eiginkona. Hann hefur verið mjög rikjandi i hjónabandinu og litið tillit tek- ið til hennar. Hún virðist láta sér það lynda, sem veröur til Þorsteinn Gunnarsson leikur listamanninn i leikritinu Sess- elja cftir Agnar Þórðarson. Það verður flutt i sjónvarpinu kl. 20.20 á páskadag. þess, aö hann tekur allt frum- kvæði. Þegar hún hverfur úr sumarbústað þeirra leitar á hann sú hugsun, aö hún hafi yf- irgefið hann eða jafnvel fyrir- farið sér. Þetta veldur honum hugarvili. Systir konunnar kemur til listamannsins eftir hvarfið. Þær eru undarlega likar. Uppgjörið verður við systurina, en sagan verður enn flóknari. I örvænt- ingu og andvöku sækja á lista- manninn ofskynjanir, sem bera þjóðsagnablæ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.