Þjóðviljinn - 08.04.1982, Qupperneq 32

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Qupperneq 32
PWÐvum 3 Fimmtudagur 8. april 1982 Fátæktin yfirþyrní- andi i heiminum: Verður að breyta skipan eftta- hagsmála Ýms Vesturlönd standa á móti breytingum, segir utanríkisráðherra Ólafur Jóhannesson utanrfkis- ráðherra sagði á dögunum á al- þingi að aðstoð við fátækustu rlki heims hefði jafnvel dregist sam- an að undanförnu. Rakti hann nokkur atriði frá Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna scm gefa hrikalega mynd af ástandinu í fá- tækari hluta heimsins. t dag munu 40 þúsund börn látast, 100 miljónir munu fara hungruð að sofa i kvöld og áður en árið er liö- ið hafa 10 miljón börn bebib var- anlegt tjón til likama og sálar af næringaskorti og 17 miljónir munu hafa dáið áður en 5 ára aldri er náð, sagöi utanríkisráö- herra. t þessari ræðu sinni sagði Ólaf- ur Jóhannesson m.a. frá tillögum þróunarrikjanna 1979 um róttæk- ar breytingar á skipan efnahags- mála i heiminum. ,,Byrðarnar munu aðallega falla á vestræn iðnaðarriki þótt segja megi að ýms atriði þessara tillagna gætu bætt hag allra þegar til lengri tima er litið. Ýms vesturlönd, einkum Bandarikin, hafa ekki verið reiðubúin til heildar samn- ingaviðræðna um þessi mál, ekki sist vegna þess að erfiðleikar i efnahagsmálum heimsins og heima fyrir gerir þeim ekki fært að taka á sig frekari byrðar”, sagði utanrikisráðherra. — óg Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn hlaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbroi 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl 9-12 er hægt að ná i'af- greiðslu blaðsins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsíml afgreiðslu 81663 Frestun ára- móta ekki gfld gagnvart skatti Skattalegt uppgjör fyrirtækja skal miða við gengisskráningu 31. des- ember 1981 kl. 9.15, en þá skráði Seðlabanki ís- lands gengi islensku krónunnar i siðasta sinn árið 1981, segir i bréfi sem rikisskattstjóri sendi öllum skattstjór- um ilandinu. t fjölmiðlum hafa verið fréttir af þeirri ákvörðun Flugleiða og Eimskips að miða ársuppgjör við gengisskráningu 14. janúar 1982. í bréfi rikisskattstjóra kemur fram að reikningsskilanefnd Félags löggiltra endurskoðenda hafi komist að þeirri niðurstöðu að við gerð ársreikninga fyrir árið 1981 beri að skrá eignir og skuldir i er- lendum gjaldmiðli með þvi gengi sem formlega var skráð 14. jan- úar 1982. Nefndin taki ekki af- stöðu til ákvæða skattalaga, en rikisskattstjóri úrskurðar að samkvæmt lögum beri að miða við gengisskráningu um áramót. „Þeir skattskyldu aðilar sem við gerð ársreikninga fyrir árið 1981 miða mat eigna og skulda i er- lendum gjaldmiöli við annað gengi en samkvæmt gengisskrán- ingu 31. desember 1981, skulu þvi gera viðeigandi leiðréttingar á þeim ársreikningi sem fylgja ber skattframtali árið 1982 og skatt- lagning er byggð á”, segir i brefi rikisskattstjóra til skattstjóra landsins. Þjóöviljanum erkunnugt um að tajsverður ágreiningur er uppi i Félagi löggiltra endurskoðenda um hvort miða skuli ársuppgjör vi|ð áramót ellegar 14. janúar sl. — ekh. Sáttafundur hjá ríkisverksmiðjunum: Fundi frestað Skipverjarnir á Jarli KE-31 notuðu góöa veörið I þorskveiöibanninu til að gera að netunum i Njarðvíkurhöfn i gær, þegar blaðamenn Þjóövilj- ans voru þar á ferð. Yfir páskana eru allar þorskveiðar i net bannaðar. Það eru aðeins grásleppukarlar sem mega hafa net I sjó. | Mynd —eik. Fundir hjá sáttasemjara i deilu starfsmanna hjá rikisverk- smiðjunum hafa staðið yfir i 3 sólarhringa með stuttum hléum og stóð fundur fram eftir kvöldi á þriðjudag, sagði Halldór Björns- son varaformaður Dagsbrúnar, en hann á sæti i samninganefnd starfsmanna rikisverksmiðj- anna. Halldór sagði að ákveðið hafi verið að fresta fundi fram til kl. 16 á þriðjudag eftir páska. Það þýðir, aðekkihefur slitnað upp úr samningum, sagði Halldór, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið eða einstök ágreinings- atriði. — ólg Trúnaðarmannafundur SFR fordæmir úrskurð kjaranefndar: SFR fái óskertan rétt til samninga Örstutt rabb við Arsæl Jónsson, yfirlækni og Hönnu Þórarins- dóttur, hjúkrun- arframkvæmda- stjóra Arsæll Jónsson ári og næsta voru svo opnaðar hér 3 legudeildir á 2., 3. og 4. hæö, með 66legurúmum. Siðan var dagspitali opnaöur á 9. hæð 1979 og loks móttökudeild á jarðhæð 1981. — Eru allir sjúklingarnir héð- an af höfuöborgarsvæðinu? — Svo má heita, eða 96 - 98%. Um 70% af þvi fólki, sem hér er tekið inn, kemur hingað sam- kvæmt beiðnum frá heimilis- læknum, hitt eru sjúklingar af öörum deildum. Mikið skortir enn á að við höfum aðstöðu til að sinna öllum þeim öldrunarsjúk- lingum, sem á þvi þurfa að halda, en þetta þokast i áttina. — Er eitthvað af þvi fóki, sem hér dvelur, sæmilega rólfært? Ilanna Þórarinsdóttir Margir komast á kreik i gær var alþjóðaheilbrigðis- dagurinn. í tilefni af þvi voru ýmsar dvalarstofnanir fyrir aldraða hér á höfuðborgarsvæð- inu opnar almenningi. Blaða- maður og Ijósmyndari Þjóðvilj- ans brugðu sér niður á öldrun- arlækningadeild Landspitalans að Hátúni 10B, þar sem örstutt tal var átt viö þau Ársæl Jóns- son, yfirlækni, og Hönnu Þórar- insdóttur, h júkrunarfram- kvæmdastjóra. (Hamingjan góða, að svo elskuleg kona skuli þurfa að bera slikan titil: er ekki hægtaðlaga þetta?). Yfirborðið af þvi spjalli fer hér á eftir, ann- að biður. Þau sögðu: — Arið 1975 var gerður samningur við öryrkja- bandalag Islands um leigu á þessu húsnæði til 13 ára. A þvi — Þaö er nú yfirleitt rúm- liggjandi þegar það kemur til okkar. En þegar það hefur feng- ið hér viðeigandi meðferð, mis- jafnlega lengi, kemst margt af þvi á kreik. — Finnst ykkur eitthvað á skorta að hægt sé að veita hér fullkomna þjónustu og þá hvað helst? — Já, okkur finnstþað nú vera ýmislegten tilfinnanlegaster þó það, hvaðviðerum hér langt frá rannsóknadeildinni á Landspit- alanum. Og ef við nefnum ann- að,en af ýmsu er að taka, — þá 1 er það húsnæðið, sem alls ekki I erhannaðfyrir þessa starfsemi. | Plássið búið, punktur í bili. • ___________________ — mhg ^ Fundur trúnaðarmanna Starfs- mannafélags rikisstofnana sendi frá sér harðorða yfirlýsingu á briðjudag vegna úrskurðar líjarancfndar i kjaradeilu félags- ins við fjármáiaráðuneytið. 1 ályktuninni segir að kjara- nefnd hafi gjörsamlega litið framhjá grundvallarforsendum nýgerös kjarasamnings þar sem segir: ,,Við röðun i launaflokka skal að meginstefnu miðað víð: — núverandi röðun, — kjör laun- þega er vinna sambærileg störf samkvæmt öðrum kjarasamn- ingi, — kröfur, sem gerðar eru til menntunar,ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna”. Segir i ályktuninni að kjara- nefnd hafi hunsaö niðurstööur rannsóknar SFR/BSRB og fjár- málaráðuneytisins, skýrslu kjararannsóknarnefndar og Ut- tekt á kjarasámningi banka- manna. Þá segir i álitinu að úrskurður- inn ýti undir þá tilhneigingu, að hnefarétturinn einn skuli virtur i kjarabaráttunni, og Urskurður kjaranefndar sýni aö opinberir starfsmenn eigi aðeins eina leið, það er að beita verkfallsvopninu. 1 ályktuninni segir jafnframt að hér eftir skuli SFR fara með öll sin samningamál, náist ekki rétt- lætismálið „sömu laun fyrir sömu vinnu” fram á annan hátt. Þá for- dæmirfundurinn „yfirlýsingar og umsagnir annarra launþegasam- taka um málefni opinberra starfsmanna og telur þann þátt ömurlegan i islenskri verkalýðs- þólitik.” Þjóðviljinn hefur fregnað að óánægja sé sérstaklega mikil meðal tæknimanna, sem bera sig saman við kjör iönaðarmanna og meðal skrifstofufólks, sem ber sig saman við kjör bankamanna. Ekki tókst að ná tali af fjármála- ráðherra vegna þessa máls i gær. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.