Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 1
Fjölskyldumál Kortsnojs hafa áhrif á FIDE-þing í haust: UÚÐVIUINN Miðvikudagur 14. april 1982 —82. tbl. 47. árg. Ekkert mót- framboð enn * 1 l\ t gær hófust aö nýju, hjá rlkissáttasemjara, samningaviöræður milli vinnumáianefndar og fulltriia stéttarféiaga starfsfðlks viö rikisverksmiöjurnar. Meöfylgjandi mynd tók ijósmyndari Þjóöviljans, — gel., þegar samningaviöræöur hófust aö nýju. Starfsfólk við ríkisverksmiðjurnar Boðar verkf all þann 19. //Þetta er í rétta átt. Vinnumálanef nd hefur komið fram með hugmynd sem ætti að mjaka þessu eitthvað áleiðis.", sagði Halldór Björnsson hjá Dagsbrún aðspurður um gang mála á fundi ríkis- sáttasemjara Guðiaugs Þorvaldssonar með vinnu- málanefnd og fulltrúum stéttarfélaga starfsfólks við ríkisverksmiðjurnar. Fundir hjá rikissáttasemjara lágu niöri yfir páskana en siðast- liðiö miövikudagskvöld boöaöi starfsfólkiö verkfall. A þaö aö ganga i gildi 19. april næstkom- apríl andi, ef samningar takast ekki fyrir þann tima. Halldór sagöist vona i lengstu lög aö takast mætti aö koma i veg fyrir verkfall og á meöan viöræö- ur væru i gangi væri enn von. Hann kvaö samningaviöræöur á viökvæmu stigi en taldi aö málin skýröust á allra næstu dögum. Fundir hjá rikissáttasemjara stóðu langt fram á kvöld. __hól. r ! Gjaldkeri hjá Eimskip dró sérfé n ■ 3 VI I dr Upplýst hefur veriö um fjár- drátt hjá Iaunagjaldkera Eim- skipafélagsins, konu á fimmtugsaidri. Hún hefur játaö við yfirheyrslur hjá rann- sóknariögreglunni, aö hafa dregið sér stórar upphæöir á siöustu árum allt aö 400 þús. krónur á föstu verðlagi. Konan var úrskurðuð i gæslu- varðhald á skirdag, eftir að Eimskipafélagið hafði farið fram á þaö við rannsóknarlög- regluna að hún hæfi rannsókn á meintu misferli gjaldkerans, en við endurskoðun bókhaldsgagna haföi vaknaö grunur um aö hann heföi dregið sér fé. Rannsókn i málinu er ekki aö fullu lokið, en meginlinur máls- ins skýrar. Konunni var sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að hún hafði játað fjárdráttinn. — lg- J segir Friðrik Ólafsson forseti FIDE „Nei ég hef ekkert mót- framboð fengið ennþá," sagði Friðrik ólafsson for- seti FIDE aðspurður um hvort aðrir en hann verði í kjöri þegar kosið verður um helstu embætti innan FIDE á þingi alþjóðaskák- sambandsins sem haldið verður í Luzern í Sviss í haust. Kjörtímabil Frið- riks rennur út þá, en f jögur ár tæp eru síðan Friðrik lagði þá Rafael Mendez og Svetozar Gligoric að velli i eftirminnilegri kosningu i Buenos Aires. Hann hefur ákveðið að verða aftur í kjöri. Tveir taldir líklegir „Fresturinn til aö tilkynna framboö rennur út i ágúst og þó enn hafi ekkert slikt komiö frá öðrum en mér þá veit ég um tvo sem líklegir megi teljast. Þar skal fyrstan nefna Campomanes forseta skáksambands Filipps- eyja. Ýmsir tilburöir hans benda til þess aö hann gefi kost á sér. Þá hefur nafn Austurrlkismannsins Jungwifth heyrst nefnt. Fram- vindan i málefnum fjölskyldu Kortsnojs mun sjálfsagt hafa áhrif á hvort þessir menn gefi kost á sér eöa ekki,” sagöi Frið- rik. Sterkt mót í Lundúnum Sonur Kortsnojs mun veröa leystur úr prisundinni um miðjan mai og þá kemur væntanlega I ljós hvort fjölskylda Kortsnojs sameinast á ný. Þær raddir hafa heyrst aö framboð Campomanes velti mikiö á þvi hvort fjölskyldan fái aö fara úr landi. Campomanes hefur um alllangt skeiö veriö aö viöra sig upp viö hæstráöendur hjá sovéska skáksambandinu og veriö tiöur gestur i Sovétrikjun- um. Er taliö fullvist aö hann fari ekki fram nema meö stuðningi austurblokkarinnar. Friörik heldur I dag til London en þar verður hann viö setningu geysisterks skákmóts á vegum Philips & Drew fyrirtækisins. Meöal þátttakenda á mótinu eru Karpov, Spasski, Timman og Skartgriparánið á skírdag: Piltur í gæsluvarðhaldi I fyrrakvöld var tæplega tvitugur piltur úr Reykja- vík, úrskurðaður í viku gæsluvarðhald að kröfu Rannsóknarlögreglu rikis- ins, grunaður um að hafa átt þátt í innbroti i skart- gripaverslunina Gull og silfur aðfaranótt skírdags sl. Sá grunaði hefur neitað öilum sakargiftum. Innbrotiö i Gull og silfur er eitt stærsta skartgriparán sem framiö hefur verið hér á landi. Greipar voru látnar sópa um allar hirslur verslunarinnar og á fjóröa hundraö hluta stoliö, sem lauslega hafa veriö metnir á 800 þús. kr. Taliö er aö innbrotiö hafi veriö framiö milli kl. 4—6 aöfararnótt skirdags, og þykir meö ólikindum aö enginn hafi oröiö innbrotsins var, en mikil umferö var I miö- borginni þessa nótt. Brotin var rúöa i hurö versl- unarinnar og skriöiö inn um hana og út aftur. Ekkert þjófavarnar- kerfi var i versluninni, en til stóö aö koma þvi upp i siöasta mánuöi en þaö haföi dregist á langinn. Taliö er aö kunnáttumaöur — menn, hafi veriö hér á ferö, þvi einungis dýrmætustu hlutum var stoliö, gulli og demöntum, en allt silfur látiö óhreyft. Allir skartgripirnir sem stolið var, voru tryggöir fyrir efnis- kostnaöi. Aö sögn Þóris Oddssonar deildarstjóra hjá Rannsóknarlög- reglu rikisins, er unniö kappsam- lega aö rannsókn málsins, en eig- endur verslunarinnar, hafa m.a. heitið hverjum þeim sem getur gefiö lögreglunni einhverjar vis- bendingar er leiði til aö máliö upplýsist, góöum launum. Þórir sagöi aöspuröur aö nokkuö margir skartgripa- þjófnaöir frá siðustu árum væru enn óupplýstir, en þau mál væru I rannsókn. -lg. Friörik ólafsson fleiri af sterkustu stórmeisturum heims. — hól. ! Reykjanesbraut: ! Byrjað j \að ! frœsa ! í sumar | Reykjavíkurborg J j hyggst láta laga ýmsar götur ■ / borginni Vegagerö rikisins er þessa * dagana aö leggja lokahönd á ! útboösgögn, vegna fyrir- I hugaörar fræsingar á I Reykjanesbraut. Aætlaö er ' ■ aö hafist veröi handa á verk- I I inu nú fyrst i sumar og þvi I veröi iokiö á næstu þremur I sumrum. ' I „Hugmyndin er aö taka I I verstu kaflana á veginum, I J þ.e. i kringum Kúageröi, ' I' fyrst fyrir nú i sumar, en I vegurinn verði siðan allur * • meira og minna lagfærður” I sagöi Jón Birgir Jónsson I yfirverkfræðingur hjá Vega- I gerö rikisins. ■ Steypuþykktin á Reykja- I nesbrautinni var upphaflega I 22,5 cm, þegar vegurinn var I lagður á árunum 1963—64, ■ en mikið slit hefur. orðið á I veginum á siðustu árum sem I leitt hefur til mikillar slysa- | hættu. Með þvi að fræsa 2,5 ■ cm ofan af veginum er hægt I að gera hann það sléttan I aftur, að vatn safnist ekki | fyrir á honum. ■ Aö sögn Jóns Birgis, er hér I um mjög dýra framkvæmd I aö ræöa og stefnir Vega- I geröin aö þvi aö verkiö verði ■ unniö I samvinnu innlendra I og erlendra aöila, en ýmsir I innlendir verktakar hafa lýst | yfir áhuga á verkinu. ■ Útboðið er unniö I sam- I vinnu viö Reykjavikurborg, I sem hyggst nota, tækifærið I þegar bæði verkfæri og i kunnátta til fræsingar I verður til staðar i landinu, að I laga til ýmsar götur i höfuð- I borginni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.