Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINIÍ Mi&vikudagur 14. aprll 1982 Miðvikudagur 14. apríi 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Svein Tómas- son, forseta bæjarstjórnar Vestmanna- eyja um bæjarmálin og atvinnu- mál í Eyjum Flestum er enn í fersku minni sá atburðun þegar Vestmannaeyingar urðu að yfirgefa heimili sín vegna eldgossinsá Heimaey fyrir rúmum níu árum. Allt fór þó vel að lokum, og rúmur helmingur Eyjabúa flutti til sinna gömlu heimkynna að nýju þegar gosinu lauk, og hefur tekist af undra- verðri elju að endurreisa blómlegt mannlíf og öf lugt atvinnulíf. Ekki er þó allt eins og áður var, eins og gefur að skilja, og enn má merkja sterk áhrif þeirra breytinga sem orðið hafa í Eyjum, að þvi er Vest- mannaeyingar telja sjálf- ir. „Það fylgdu auðvitað ýmsar breytingar i kjölfarið þótt við sé- um farnir að venjast t.d. hinu nýja landslagi sem við höfum haft fyrir augunum i næstum áratug”, segir Sveinn Tómasson — gamall og gróinn Vestmannaeyingur og mörgum kunnur, ekki sist vegna afskipta sinna af bæjarmálum, en hann hefur siðastliöið kjörtimabil gegnt störfum forseta bæjar- stjórnar. Hann á auk þess sæti i bæjarráði Vestmannaeyja og tómstundaráöi, en hann situr i bæjarstjórn fyrir Alþýðubanda- lagið og skipar nú fyrsta sætið á lista þess i komandi bæjar- stjórnarkosningum. Erindiö við Svein er auðvitað fyrst og fremst að spjalla við hann um bæjarmálefni Vest- mannaeyinga — og þar hefur gos- ið haft ekki litil áhrif. „Ég held sé óhætt að segja að vegna gossins hafi margt tafist enda tók uppbyggingarstarfið sinn tima og kostaði sitt, auk þess sem t.d. götur urðu fyrir skemmdum af þess völdum”, segir Sveinn og bætir þvi við að samt sem áður hafi gatnagerðin og viöhaldsvinna gengið vel. Búið er að gera við margar götur, sem voru illa farnar og á siðasta ári voru lagðir alls þrir kilómetrar af varanlegu slitlagi á götur, og jafnmikið er á gatnagerðar- áætluninni fyrir þetta ár. A vest- mannaeyskan mælikvarða eru þrir kilómetrar hreint ekki svo litiö en gatnagerðin nemur um 4% af heildarútgjöldum á fjárhags- áætlun þessa árs. Þegar á heildina er litið hefur bæjarfélagiö i Vestmannaeyjum töluverð umsvif, og það nægir að lita á útgjöld á fjárhagsáætlun fyrir þetta árið til að fá það stað- fest: til yfirstjórnar kaupstaðar- ins renna um 3,5 milljónir króna eða 7% heildarútgjalda, til al- mannatrygginga-, félags- og heil- brigöismála fara rúmar 9 milljónir króna eöa 18%, til fræðslu- og menningarmála 7,3 milljónir eða tæp 16%, en auk ails þessa er gert ráð fyrir rekstraraf- gangi til nýframkvæmda upp á tæpar 16 milljónir eða næstum þriðjung heildarútgjalda. „Jú, það er rétt”, samsinnir Sveinn, „hér er töluverð þjónusta veitt af hálfu bæjaryfirvalda og ég held sé óhætt að segja að hún sé býsna góð. Og hún gæti auðveldlega annað fleira fólki. lbúafjöldi Eyjanna telur rúm- lega 4.630, en var fyrir gosið um 5.200. Það vantar þvi rúmlega 500 manns til að ibúafjöldinn nái þvi marki, sem félagslega uppbygg- ingin og opinbera þjónustan hefur miðað að. Við stöndum t.d. ágæt- lega með dagheimili og leikskóla, viö höfum hér ágætt elliheimili, auk sex ibúða fyrir aldraða og það er ætlun okkar að haida áfram að byggja þessa þjónustu upp. Iþróttamiðstöðin hérna var byggð skömmu eftir gos, ég held sé óhætt aö segja að hún er stolt okkar — og hún gæti lika meö mjög góðu móti annaö fleira fólki. Nú, þaö sama er að segja um heil- brigðisþjónustuna. Sjúkrahúsið hér var byggt með meiri ibúa- fjöida fyrir augum, og bærinn hefur orðiö að standa undir nokkru tapi á rekstri sjúkra- hússins, vegna þess aö sjúklingar hafa blessunarlega verið færri en ráð var fyrir gert”. Opinber þjónusta er vissulega mikil i Vestmannaeyjum, og i spjallinu viö Svein kom fram að svo væri þrátt fyrir uppbygging- una eftir gosið sem heföi auðvitað kostaö sitt, bæöi i tima og pening- um. Eftir gos var einnig unnið stórátak i samgöngumálum, þeg- ar nýi Herjólfur var keyptur til Eyja en hann er i eigu rikisins, Vestmannaeyjabæjar og hluthafa i Eyjum — „og bærinn og hluthaf- ar eiga meirihlutann”, segir Sveinn. Aörir heföu liklega tekið Vestmannaeyjar eru stærsta verstöð landsins, og sjávarútvegur og fiskvinnsla eru helstu atvinnugreinar þar. En eins og kemur fram I viötal- inu, hefur það ýmis vandkvæði i för með sér. einn maður i hálft starf, en það má búast við að þessi þjónusta veröi meiri þegar fram liða stundir. Siðast en ekki sist verður bráölega farið af stað með svo- nefnda dagvistun fyrir aldraða að elliheimilinu Hraunbúöum. Dag- vistunin veröur með þvi sniði að fólk, sem ekki býr á elliheimilinu getur komið og dvalið þar dag- langtog jafnvel um helgar, ef það vill. Þetta verður gert i tilrauna- skyni i fyrstu en ég efa ekki, að þetta muni mælast vel fyrir. Þeir, sem koma á elliheimilið til að vera þar daglangt, geta auðvitað boröað þar og notið allrar þeirrar þjónustu, sem þar má fá og lagt sig til hvildar ef þeim sýnist svo. Viö viljum gera vel viö aldraða i bæjarsamfélaginu og heimilis- hjálpin og dagvistun aldraðra er viöleitni i þá átt”. Sveinn leggur sérstaka áherslu á þessi siöustu orð sin, og það er ekki annað að heyra á honum, en að uppbygging þjónustu fyrir aldraða sé bæjarfélaginu talsvert metnaðarmál. En það er kannski ekki úr vegi að forvitnast litillega um gang menningarmálanna; styður bæjarfélagið við bakið á menn- ingarfélögum af hliðstæðum rausnarskap? „Já, ég er nú ekki frá þvi að svo sé”, segir Sveinn. Hann er sjálfur mikill áhugamaður um leiklist- ina, hefur stigið á leiksviðið i Félagsheimili Vestmannaeyinga mörgum sinnum og hlotið mikið lof fyrir túlkanir sinar á hinum ýmsu pérsónum, sem hann hefur leikið. Leiklistin er að visu bak- sviðs hjá Sveini eins og er — „maður hefur engan tima, blessaður vertu” — en áhuginn er til staðar, enn sem fyrr, og hann tekur einmitt dæmi þaðan, þegar hann ræðir stuöning bæjarfélags- ins við menninguna. „Bæjarfélagið endurnýjaði fyrir nokkru samning við leik- félagið, sem kveður á um það að félagið starfræki Félagsheimilið og hafði allan aögang að aðal- salnum. Þetta þýðir t.d. að hægt er að fara miklu fyrr á sviðið, þegar leikrit eru æfð, en allir sem til þekkja, vita að það getur skipt miídu máli. Og það hefur verið sagt um þá aðstöðu, sem hér er, að hún sé einhver sú albesta sem nokkurt áhugaleikfélag býr við á öllu iandinu. Samningurinn er gerður til tiu ára, og að þvi til- skildu, að leikfélagið sé á annað borð virkt, hefur það allan for- gang aö leiksviðinu og áhorfenda- salnum”. En hvað sem öðru liður, þá eru þaö atvinnumálin, sem eru hið stóra mál bæjarstjórnarinnar að sögn Sveins. Ekki vegna þess að „atvinna sé of litil — i Vestmanna- sem svo til orða, að bærinn og rik- ið ættu meirihluta — en Sveinn er Vestmannaeyingur. „Það er alveg óhætt að segja þaö, að samgöngumál okkar hafa tekið stakkaskiptum eftir tilkomu Herjólfs”, segirhann, „og maður skilur það varla hvernig fariö var að hér áöur fyrr! En með tilkomu Herjólfs versnaöi þjónusta Flug- leiöa að sama skapi, þvi miöur. Langstærstur hluti allra flutn- inga, bæöi á fólki og varningi, fer þvi fram sjóleiöina — og það þótt hér sé nýbúið aö reisa glæsilega flugstöð. Og þaö verður að segjast eins og er, að veðurskilyrði hér eiga auðvitað sinn þátt i þessu, en það er langt frá þvi að vera eina ástæðan fyrir laklegri þjónustu Flugleiða. Bæjarstjórnin var t.d. lengi búin að klifa á þvi að til Vestmannaeyjaflugsins yrðu notaðar minni vélar en hinar óhagkvæmu Fokker-véiar og þá farnar fleiri feröir. Þetta er nú loksins komið á, en þá tekur það auðvitað einhvern tima að vinna aftur traust fólks á flugsam- göngunum. Það er góðs viti, að nýting flugvélanna batnaði á siðasta ári”. Sveinn bendir á, að samgöngu- málin fari stöðugt batnandi — eins og reyndar flest i Eyjum. Stööugt er verið að vinna að framgangi og framþróun hvers málaflokks fyrir sig innan bæjar- stjórnarinnar; Sveinn nefnir dæmi þar aö lútandi. „Þaö er kannski nærtækast fyrir mig að segja frá æskulýðs- og iþróttamálum, þar sem ég á sæti i Tómstundaráöinu, sem hef- Sveinn Tómasson, prentari og bæjarráðsmaður i Vestmanna- eyjum: Hér þarf að byggja upp fjölbreyttara atvinnulif með tilliti til sérstöðu Vestmannaeyinga. ur með framkvæmd þeirra mála aö gera. Tómstundaráðiö hefur t.d. umsjón með iþróttavöllunum hér, en þeir eru þrir talsins, tveir grasvellir og einn malarvöllur. Ráðiö starfrækir lika félags- heimili fyrir ungiinga yfir vetrar- mánuðina og á vegum þess starf- ar einnig ljósmyndaklúbbur i Landlyst — elsta húsi, sem uppi er i Eyjum i dag, sem var byggt upphaflega sem fæðingarstofnun. En þar er einnig að visu litil en þó góð aðstaða til ýmiss konar myndlistarsýninga, sem margir hafa fært sér i nyt. En það má einnig nefna málefni aldraöra, en innan þess mála- flokks hefur verið unnið mikið átak og gott, samanber það, sem ég nefndi áðan um elliheimiíið og ibúöir fyrir aldraða. En auk þessa hefur nú nýlega verið komið á fót heimilishjálp fyrir aldraða, og til aö byrja með hefur veriðráöinn oss gott að vera” Samgöngumál Vestmannaeyinga hafa verið I góðu horfi eftir gos meö tilkomu nýja Herjólfs, sem siglir daglega milli lands og Eyja. eyjum hafa allir vinnu og at- vinnuleysi er fátitt i þessari stærstu verstöð landsins. En það er vilji bæjarstjórnar að atvinnu- lifið verði fjölbreyttara; það hentar ekki öllum að vinna við fisk, auk þess, sem veiðar geta gengiö illa, og þá er gott að hafa annað til taks, „jafnvel þótt hér verði verstöð meöan fiskur veiðist úr sjó”, eins og Sveinn segir. „Og vissulega munu fyrir- tæki á borð við Skipalyftuna hf. og Skipaviðgerðir hf. auka við at- vinnutækifærin og auka fjöl- breytnina að einhverju leyti, þótt þau séu bæði tengd sjávarútvegi. En við höfum lfka mikinn hug á að byggja hér iöngarða og höfum verið að þreifa fyrir okkur um áhuga hjá einstaklingum I þvi skyni. En þá yrðu þar aö vera til húsa þær iðngreinar, sem við höf- um ekki fyrir hér i piássinu, til að mismuna ekki fyrirtækjum sem fyrir eru i Eyjum. I iöngörðunum eiga þá einstaklingar að geta sett upp fyrirtæki sin og annað hvort leigt húsnæöið eða keypt. Nú, ég sagöi áðan að það hentaði kannski ekki öllum að vinna við sjómennsku eða fisk- vinnslu. Að auki má benda á, að við höfum ekki vinnustaði sem henta vel t.d. rosknu fólki og fólki, sem er einhverra hluta vegna ekki að öllu leyti gjaldgengt á hin- um almenna vinnumarkaði. Það fólk þarf að fá tækifæri til að vinna léttari störf, eins og þekkist m.a. i Reykjavik og jafnvel viðar. Það er alvarlegur hlutur, ef Ibúar i einu bæjarfélagi eiga ekki kost á vinnu við sitt hæfi, og iðngarðarn- ir eru m.a. hugsaðir til þess að mæta þörfum þessa fólks. En við bindum lika i þessu sambandi vonir viö þann verndaða vinnu- stað sem hér er risinn, þótt ekki sé aö visu enn ákveðið hvers kon- ar atvinnustarfsemi fari þar fram. En þar á aldrað fólk og fatlað að geta fengiö vinnu, fólk, sem nýtist ekki i þeim störfum sem hér er helst að finna.” Sveinn bendir þó á, að fjölgun atvinnutækifæra hljóti að hafa i för meö sér fólksfjölgun, saman- ber þaö sem hann sagði hér áður um þann fjölda, sem opinbera þjónustan miöar aö. Og það er raunar sama, við hvern er talað i Eyjum, og hvort sem um atvinnu- mál er að ræða, skólamál eða annaö. Vestmannaeyingar eru bjartsýnir, og gera ráð fyrir fólksfjölgun, sannfærðir um að i Eyjum sé gott að vera. „Nú, þótt ég sé aö tala um fjöl- breyttari atvinnutækifæri, þá kemur þaö vel til greina, að hér verði unniö aö uppbyggingu fyrir- tækja, sem vinna 1 einhverjum tengslum við fiskinn. Þaö má til dæmis vel hugsa sér að hér verði komiö upp fyrirtækjum i mat- vælaiðnaði sem sérhæfi sig i fiski og sjávarafurðum. Það er grát- legt aö hugsa til þess, að viö selj- um þorskhrogn óunnin til Noregs, og kaupum þau siöan aftur sem kaviar á túbum. Við gætum hæg- lega unnið þetta sjálf: við getum fengið nýtt og gott hráefni allt árið af góðum fiskimiðum, sem eru skammt undan. Og þær til- raunir sem þegar hafa veriö gerðar með t.d. niðurlagningu á sild i mismunandi sósum hafa gefið góða raun og likað prýðis- vel. Eg get lika nefnt meltuna, sem er unnin úr slógi. Hún er ágætur fóðurbætir og við erum það vel i sveit settir Vestmanna- eyingar, að viö ættum auöveld- lega að geta unniö fóðurbæti fyrir allt Suðurlandsundirlendið. Það mundi nú aldeilis spara gjaldeyr- inn maður lifandi og meö dagleg- um ferðum Herjólfs er enginn vandi að koma afuröum héöan hvert á land sem er”. Loftkastalar? Nei, ekki telur Sveinn Tómasson hugmyndir sin- ar óraunsæjar. En hann neglir að visu niöur einn mikilvægan fyrir- vara: „Við þurfum auövitað að mennta fólk ef á að vera mögu- legt að hrinda svona hugmyndum i framkvæmd. Og ég verö að segja það alveg eins og er að þarna finnst mér Háskóli Islands hafa brugöist hrapallega. Þaðan útskrifast alls konar embættis- menn á færibandi en hann sinnir litið sem ekkert undirstöðuat- vinnugreinum landsmanna. Auð- vitað á Háskóli Islands að sjá um að mennta fólk til starfa á þessu sviöi. Viö höfum öll skilyrði til þess aö verða mikil matvæla- framleiðsluþjóð. Og hér i Vest- mannaeyjum mætti vel hugsa sér að starfrækt yröi tilraunastarf- semi á þessu sviöi, tilraunastarf- semi, sem leiddi af sér nýtanleg- ar niðurstööur I þvi skyni aö byggja upp blómlegt og fjölbreytt atvinnulif hér og auövitaö annars staðar lika”. Meö þessum oröum sláum viö botninn i spjallið viö Svein Tómasson, þótt auðvitaö mætti ræða lengur um bæjarmálefni i Vestmannaeyjum og þróun þeirra. En væntanlega hefur það komið fram, sem mestu skiptir: aö bæjarmálefnin eru stööugt til umræðu og umhugsunar, i si- felldri endurskoöun, til þess að takast megi að byggja upp gott mannlif i Vestmannaeyjum — svo þar veröi fólki gott að vera. —jsj Skákþing íslands: Sigur blasir nú við lóni L. Jón L. Árnason stendur með pálmann i höndunum þegar ein umferð er eftir i landsliðsflokki á Skák- þingi íslands. Hann hefur 1/2 vinning fram yfir hættulegasta keppinaut sinn um titilinn, Jóhann Hjartarson. Jón hefur 8 vinninga úr 10 skákum en Jóhann 7 1/2 vinning. Aðrir en þessir tveir koma tæplega til greina. Jóhann Hjartarson hefur haft forystuna i mótinu allt frá byrjun en i 9. umferð tapaði hann óvænt fyrir Jóni Þorsteinssyni og við þaðkomst JónL.uppviðhliðina á honum. 1 10. umferð vann Jón svo Róbert Harðarson á meðan Jó- hann gerði jafntefli við Elvar Guðmundsson. Siðasta umferð i landsliðsflokki verður tefld i dag i Norræna húsinu og hefst kl.19. Staðanerþessi: 1. Jón L. Arnason 8v. 2. Jóhann Hjartarson 7 1/2 v. 3. Sævar Bjarnason 7v. 4.-6. Elvar Guðmundsson, Björn Þorsteins- son og Július Friðjónsson 5 1/2 v. hver. 7.-8. Jón Þorsteinsson og RóbertHarðarson 4 1/2 v. hvor. 9. Magnús Sólmundarson 4 v. 10. Stefán Briem 3 v. 11.-12. Benedikt Jónasson og Sigurður Danieisson 2 1/2 v. hvor. 1 siðustu umferð Guðmundur Gislason frá tsafiröi sigraði I Opna flokknum, hlaut 8 v. úr 9 skákum. tefla saman: Sævar og Björn, Jó- hann og Róbert, Jón L. og Bene- dikt, Magnús og Jón Þorst., Júli- us og Elvar og Sigurður og Stef- án. Keppni er lokið bæði i Askor- cndaflokkiog Opnum flokki. 1 A- skorendaflokknum sigraði Arnór Björnsson mjög örugglega. Hann hlaut 8 v. af 9 mögulegum og á- vann sér réttindi til að tefla i landsliðsflokki á næsta ári. 1 2. sæti varð Björn Sigurjónsson hlaut 7 1/2 v. I opna flokknum sigraði ungur og bráðefnilegur skákmaður frá Isafirði, Guðmundur Gislason. Hann fékk 8 v. úr 9 skákum og varð heilum vinningi á undan Tómasi Björnssyni, Rögnvaldi Möller, Þresti Þórhallssyni og Sveini Gylfasyni. _ hól. Arnór Björnsson varð efstur i A- skorendaflokki. Símamenn óánægðlr með sérkjarasamníng Félagsráð Fél. isl. simamanna hefur nú fjallað um sérkjara- samning fyrir félagið og samþykkt eftirfarandi áiyktun: „Félagsráð F.I.S. lýsir yfir miklum vonbrigöum með úrskurð Kjaranefndar um sérkjarasamn- ing fyrir félagiö. Telur Félagsráð úrskurðinn i engu samræmi við þau rök sem félagið lagði fram til stuðnings kröfum sinum né þann grundvöll, sem ákveöinn er i að- alkjarasamningi um að við röðuni launaflokka skuli miöað við kjör launaþega er vinna við sambæri- leg störf skv. öðrum kjarasamn- ingum. Jafnframt átelur Félagsráð af- stöðu fjármálaráöherra til sér- kjarasamninganna og álitur aö niðurstöðuna megi aö mestu leyti skrifa á hans reikning. Félagsráð ályktar að niðurstöður sérkjara- samninga aðildarfélaga BSRB nú hljóti að kalla á harðari baráttu opinberra starfsmanna fyrir breytingum á samningsrétti þeirra þannig, að félögin sjálf fái verkfallsréttinn i sinar hendur.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.