Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. aprll 1982 Frá Sjálfsbjörgu í Reykjavík og nágrenni Ákveðið hefur verið að Sjálfsbjörg taki þátt i kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. mai. í tilefni af þvi verður haldinn fundur fimmtudaginn 15. april kl. 20.30 i Félags- heimilinu, Hátúni 12. Sjálfsbjargarfélagar eru hvattir til að mæta á fundinum eða hafa samband við skrifstofuna i sima 17868 um nánari upplýsingar. Frá grunnskólum \ | f Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1976) fer fram i skólum borgarinnar fimmtudaginn 15. og lýkur föstudaginn 16. april n.k., kl. 15 —17 báða dagana. Það er mjög áriðandi að foreldrar láti inn- rita börnin á þessum tilgreinda tima, eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Fræðslustjórinn i Reykjavik. ipÚTBOÐ |p Til sölu Tilboð óskast i nokkra járnklædda timburskúra sem verða tilsýnisvið birgðastöð Rafmagnsveitu Reykjavikur á Ar- túnshöfða i dag,fimmtudag 15. og föstudag 16. þ.m. • Tilboðum skal skila á skrifstofu vora eigi siðar en 19. þ.m. og er réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVIKURBORGAR Frikirkjuveyi 3 — Simi 25800 ®Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram i fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12, simi 28544, fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. april n.k., kl. 10 — 15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavikur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgar- innar. Það er mjög áriðandi vegna nauðsynlegr- ar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreindum tima. Þá nemendahópa sem flytjast i heild milli skóla þarf ekki að innrita, en það eru börn er ljúka námi i 6. bekk Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla og fly tjast i Réttarholts- skóla, börn úr 6. bekk Laugarnesskóla sem flytjast i Laugalækjarskóla og börn úr 6. bekk Melaskóla og Vesturbæjarskóla sem flytjast i Hagaskóla. Fræðslustjórinn i Reykjavik. Sjúkraliðar Félagsfundur verður haldinn að Hótel Heklu, Rauðarárstig 18, þann 15. april kl. 16 Fundarefni: úrskurður kjara- nefndar. Stjórnin OPIÐ BRÉF til félagsmálaráðherra Svavars Gests - sonar formanns Alþýðubandalagsins bú hafðir siðasta orðið á ráðstefnu Alþýðubandalagsins, um sveitarstjórnarmál, sem haldin var i Kópavogi laugardag- inn 27. febr. Þar kom orðum þinum i loka ræðunni, að þú skoraðir á alþýðubandalags fólk á Selfossi að standa vel saman, þar sem ekki væri um neinn málefna- ágreining að ræða. Tilefni þessa bréfs er aö spyrjast fyrir um það, hvaðan þér komi sú vitneskja. Ekki hefur þú spurt mig eða aðra félaga i Ab., sem mér eru kunn- ugir um þessi mál. En kannski hefur þú átt orða- stað viö það fólk i Ab. sem hefur gætt þess vandlega síöastliöin fjögur ár, að engin rödd heyrðist frá okkur á þeim ráðstefnum og fundum sem Ab. hefur boðað til. Þeim hefur veriö mjög i mun að ekkert slikt bærist út fyrir Sel- foss. En hér veit þaö hvert mannsbarn að ekki finnst snefill af sósialiskri hugsun hjá þeim ruglukollum, sem fást við sveitarstjómar málin hér. Enda þó þekkt fyrirbrigði að enda- leysan hljóti ekki einróma sam- þykkt allra viðstaddra i bæjar- stjórn. Þaö er hverjum manni nauð syn, sem kveður upp jafn ákveð- inn dóm og þú gerðir I þessu til- felli að kynna sér málin frá báðum hliðum, og ekki hvað sist formönnum stjórnmálaflokka. En til þess að þú og þeir sem á þig hlýddu vaði • ekki i villum er ég til neyddur að senda þér þessar iinur og nefna hér örfá dæmi, þótt ég telji ekki rétt aö færa allt málið inn á landsmála umræðu að svo stöddu. Ég spyr: Samræmist það stefnu Ab. að afhenda einstaklingum hluta af heilbrigðisþjónustunni — og láta þá reka þá þjónustu fyrir eigin reikning? Er þitt ráðuneyti kannnski búiö að veita einstakl- ingi — úr ööru sveitarfélagi — leyfi til þess að byggja og reka hjúkrunarheimili á Selfossi fýrir eigin reikning? Hefur sá sem kallaöur er full- trúi Ab. i bæjarstjórn Selfoss rætt þessi mál við þig? Eða rétti hann bara upp hendinga út i loftið til samþykktar þessu svona eins og venjulega meö ihaldi og fram- sókn. Samræmist það kannski stefnu Ab. að fulltrúi þess i hreppsnefnd Selfoss gangist fyrir þvi, að fiskvinnsluhús i eigu al- mennings hlutafélags — þar sem hreppurinn á 1/4 hlutafjárins — sé selt útgerðarmanni i Þorláks- höfn? Þegar það er haft I huga, að tveim til þrem mánuðum seinna kemur nýr togari til landsins að 1/3 hluta i eigu Selfosshr. Þessvegna hefur Selfossbær aldrei getað látið vinna einn einasta fiskugga af afla þessa skips, þar sem þetta var eina fiskvinnsuhúsið, sem hann átti hlut i. En aflinn hefur nú um 5 ára skeið verið seldur fiskvinnslu- stöðvunum á Stokkseyri og Eyrarbakka. Og þannig koma svo Selfyssingar auömjúkir og spyrja hvort þeir geti ekki fengiö vinnu við að flaka fiskinn sinn? Er þetta i anda þeirrar sam- þykktar, sem gerð var á nýaf- staðinni ráðstefnu og ég ætla aö leyfa mér að birta kafla úr? „Aðþýðubandalagið leggur áherslu á að forsenda raunveru- legs lýðræðis i landinu er að fólkið eigi framleiöslutækin. Sveitar- félög og samtök þeirra, sam- vinnufélög starfsmanna og önnur samvinnufélög svo og ýmiss konar almannasamtök önnur eiga ásamt stærri rikisfyrirtækjum að taka við hlutverki auðfélaga. Sveitarfélögin eiga að stuðla að atvinnuuppbyggingu á félags- legum grunni til að veita sam- borgurunum fjárhagslegt og félagslegt öryggi og tryggja gott mannlif. Arður verður ekki til nema af vinnu og til að nýta hann I þágu fólksins verða atvinnu- tækin að vera I félagslegri eign heimamanna. Alþýðubandalagið telur brýnt að verkalýðsfélögin gerist nýtt afl i atvinnurekstr- inum hvarvetna á landinu likt og samvinnufélögin á fyrstu árum aldarinnar.” Mér skilst að viðkomandi bæjarstjórnarfulltrúi Selfoss hafi setið ráðstefnuna þegar þessi samþykkt var gerð. Hann hlýtur að hafa greitt atkvæði á móti henni þótt Þjóðviljinn kunni ekki við að geta þess. Er það ekki vel útfærð stefna Alþýðubandalagsins hjá bæjar- stjórnarfulltrUa þess á Selfossi — sem jafnframt er formaður félagsmálanefndar — að hafa getaö fengið ihald og framsókn til þess að samþykkja sölu á þrem ibúðum af fjórum, sem bærinn hafði uppá að hlaupa til þess að hjálpa fólki, sem átti erfitt með að koma sér fyrir. Hafði það ekki orðið þungur róður hjá Ab. I Reykjavik að bjarga húsnæðis- Fram er kominn framboðslisti Alþýðubandalagsins og óháðra við hreppsnefndarkosningarnar á Hvammstanga. Er hann þannig skipaður: 1. Matthias Halldórsson, læknir. 2. Guömundur Sigurðsson, brúa- smiður. 3. Sigurósk Garöarsdóttir, gæslu- kona. málunum i haust, ef það hefði ekki haft til ráöstöfunar þessar 800 ibúðir I eigu borgarinnar, sem ihaldið var búið að angla saman. Og hefur það þó aldrei fengið orð fyrir það hjá okkar flokki að láta félagslegar þarfir fólks ganga fyrir. Hefur ihaldið i Reykjavik eða kannski bæjarstjórnarfulltrúi Ab. á Selfossi misskilið orðið sósia- lismi? Ég læt hér staðar numið að sinni en af nógu er þó að taka. Þú sagöir I samtali við mig — að þetta væri mál sem þér kæmi vissulega við. Þá held ég að þú hafir átt við ágreining þann sem er I Ab. á Selfossi. Já, vissulega kemur þér hann við, en ég held að þér komi þó meira við hvaða stefnu Ab. á Selfossi rekur. Það er nú reyndar ekki hægt að tala um stefnu i þvi sambandi. 4. Flemming Jessen, kennari. 5. Elisabet Bjarnadóttir, ganga- stúlka. 6. Hreinn Kristjánsson, smiður. 7. Fjóla Berglind Helgadóttir, matartæknir. 8. Valgeir Agústsson, vörubil- stjóri. 9. Tryggvi Ölafsson, rafvirki. 10. Eyjólfur R. Eyjólfsson, verkamaður. St. Jósefsspítali Landakoti HJÚKRUNARFRÆÐINGA vantar á lyflækningadeildir, gjörgæslu- deild, skurðdeild og svæfingu. Einnig á allar deildir sjúkrahússins til sumarafleysinga. SJÚKRALIÐA vantar til sumarafleysinga á allar deildir sjúkrahússins. Upplýsingar veitir hjúkr- unarforstjóri i sima 19600 kl. 10—12 og 13—14. / Reykjavik 7. april ’82 Hjúkrunarforstjóri Rafmagnsverkfræðingur Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen óskar að ráða sterkstraumsverkfræðing til starfa sem fyrst. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Innilegt þakklæti til allra þeirra f jölmörgu sem glöddu mig á sjötugsafmæli minu 4. april s.l. með heimsóknum, góðum gjöfum og heillaóskum. Guð blessi ykkur öll. Eggert E. Hjartarson Holtagerði 20, Kópavogi Selfossi 5. mars 1982. Með vinsemd, Bergþór Finnbogason. Hvammstangi: Framboðslisti Alþýðu- bandalagsins og óháðra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.