Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 15
»\ I I I l * l r [Wl Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla ■ virka daga, eöa skrifiö Þjóöviljanum fra lesendum Dáist að framkomu Hjörleifs „Þaöerhartað hróöurþann hundar af manni drógu aö þeir flatar flaöri en hann framan i þá, sem slógu. Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er aö taka á nógu. Hann gerði allt, sem hundur kann hefði hann aðeins rófu”. Þorsteinn Erlingsson Osjálfrátt kom mér þessi visa i hug, er ég hlýddi á leið- ara DAGBLAÐSINS 21. mars. i Þar var verið að svívirða Hjörleif Guttormsson fyrir það, að hann skyldi ekki lúta i duftið fyrir breska hermála- ráðuneytinu og svissneska ál- félaginu. Mikil fyrirmunun er það að þeir Ellert og Jónas, Styrmir og Jón Hannibalsson skuli ekki geta áttað sig á þvi, að þeir eru að skapa sér ævar- andi fyrirlitningu allra heiðar- legra Islendinga. Ég hef talað við menn úr öllum flokkum, sem allir dást að framkomu Hjörleifs. En Hjörleifur má sannar- lega vel við una. Það stendur enn i fullu gildi, sem Ölafur Friðriksson sagði forðum: „Meðan ihaldiö skammar mig veit ég að ég er að gera rétt.” Mér hefur ekki komið á óvart þó ihaldsblöðin taki þessa afstöðu. Ég tel Alþýðu- blaðið með ihaldsblöðunum. Mér kom hins vegar á óvart, þegar listgagnrýnandi Timans ritaði langa grein, sem hann nefndi: „Orð skuíu standa.” Þar var hvergi ýjað að þvi, að álfélagið ætti að standa við geröa samninga. Nei, Islend- ingar áttu að sætta sig við sama smánarverðið og ihaldið hafði af heimsku sinni og auð- mýkt samið um i öndverðu. Hefðu þessir menn verið uppi á dögum Jóns Sigurðssonar er hætt við að hann hefði fengið orð i eyra fyrir aö vera að derra sig framan i dönsku mömmu. Gefum Þorsteini aftur orð- ið: „Þó fólk eigi ekki að mér ég færi að þvi spott,/ þá féll mér ekki allt sem ég þekki./ Mér fyndist að sumt mundi skána við skott,/ svo sköpunin siður oss blekki.” Hlöðver Sigurðsson Myndina sendi okkur Kristfn Hreinsdóttir. Hún er 5 ára og býr aö Heiöarseli 3 1 Reykjavik. Viö þökkum Kristinu fyrir. Hvað er þetta? •essid qb BUBHixam p ubjo q?s 1 BJJ!I5| ÖB jnJl!?H Barnahornid •BSSniS yfquiBjj e8ub3 qb HJbj!0 J ' ) A » f Miövikudagur 14. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 I Oregon-riki fundu menn frjósama dali og gott land Fyrirmyndin - Oregon Klukkan 22.05 verður sýndur þáttur i sjónvarpinu sem heit- ir Fyrirmyndin.en hún fjallar um Oregon riki Bandarikj- anna sem um margt á sér merkilega sögu og merkilega nútið. Um miðja siðustu öld settist mikill fjöldi fólks að i rikinu i leit aö nýju og betra lifi — eöa um 30.000 manns. I Oregon fundu menn frjósama dali og þeir lærðu að láta sér þykja annt um þessa paradis. Þetta fólk gætti góörar umgengni við landið og nýjum kyn- slóðum hefur ávallt verið inn- rætt virðing fyrir umhverfinu. A siöasta áratug fóru Oregon-búar enn á ný ótróðn- ar slóðir — en i þetta sinn með lagasetningum um umhverfis- mál sem eru þau framfara- sinnuðustu i gjörvöllum vesturheimi. Fólkiö i Oregon reið á vaöið meö aö hreinsa mengaðar ár: það reiö á vaðiö með að lögleiöa hraðatak- •markanir bilaumferöar: Ore- gon-búar uröu einnig fyrstir til að bjóða endurgjald fyrir notaðar flöskur og dósir og fyrstir til að bjóða ókeypis strætisvagnaferöir. Þetta riki er orðið aö e.k. tákni hinnar nýju Ameriku. Ótti mnna við að þessi nýja stefna yröi of kostnaðarsöm bæði fjárhags- og félagslega, hefur ekki reynst á rökum reistur. Þvi er spurt: hefur okkur veriö mörkuð brautin? Eöa vikur stefnan fyrir harð- linumönnum þessa áratugar? Sjónvarp 0> kl. 22.05 Ein hetja þöglu myndanna: Fatty Artbuckle umkringdur blóma- rósum. Þöglu myndimar 1 kvöld hefst nýr þrettán þátta myndaflokkur írá breska sjónvarpsfyrirtækinu Thames um timabil þöglu kvikmyndanna. i þessum þáttum er brugðið upp at- riðum úr gömlum myndum, en jafnframt kynnt saga þessa tima og áhersla lögð á mikla tækniþekkingu og listræn vinnubrögð brautryðjend- anna. Þessi nýi flokkur ber samheitið Hollywood.en fyrsti þátturinn heitir Brautryðj- endurnir. 011 tækniundrin sem við þekkjum i dag á sviöi ljós- myndunar og kvikmyndunar voruifundinupp á dögum þöglu myndanna — Cinemascope, Cinerama, Zoom-linsan, lit- myndir.... og siðast en ekki sist, talmyndir. Þær voru löngu þekktar árið 1914, en áhorfendur vildu bara ekki sjá þær. Þær þöglu myndir sem við sjáum núna eru langt fjarri þvi að vera likar hinum raunverulegu þöglu filmum. Það sem við sjáum eru aöeins eftirtökur, en filmur þessara tima voru einmitt mjög við- kvæmar fyrir sliku og eftir- tökur heppnuðust illa. I raun- inni eru þessar myndir oft undurvel gerðar, en þegar þær koma fyrir okkar sjónir er kannski búið að taka eftir filmum átta sinnum. Myndirnar voru einnig sýndar i Ameriku við glæsi- legar aðstæður — bióhúsin voru fagrar hallir og undir- leikurinn ekki af verra taginu, — i stóru bæjunum a.m.k. 1 bestu bióhöllunum var sex manna hljómsveit höfð til aö leika undir. Það tók talmynd- irnar langan tima að hasla sér völl, þvi hljóðið var afar vont framan af. Hinar þöglu myndir skir- skotuðu til manna um allan heim. Allir gátu skiliö þær og allirhorftá þær: aðeins þurfti að breyta titlinum yfir á við- komandi tungumál. Myndirn- ar frá Hollyvood voru meira að segja sýndar i Moskvu við góöan orðstir: Mary Pickfórd og Douglas Fairbanks hlutu glimrandi móttökur þegar þau heimsóttu borgina árið 1926. Ameriskar myndir voru svo vinsælar i Japan, að þarlendir tóku sig til og gerðu eftirmyndir — og skópu japanskan Chaplin, japanska Mary Picford og Colleen Moore! Þættirnir Hollywood rifja upp þessa sögu— áður en það verður um seinan. Þetta var merkilegt timabil og margt rangt um það sagt. Kvik- myndir náðu þvi marki að verða stærsti fjöldafjölmiðill- inn einmitt á timum þöglu- myndanna — og sterkari jafn- vel en blaðaheimurinn. Sjónvarp kl. 21.15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.