Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 7
Mibvikudagur 14. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ,-------------------------------------------------- Skútukarl mælti: | Fyrir hákarl skal \engt með rommi \en Sunnlendinga I með sykri ■ Um fátt er nú ritaö meir, rætt ■ og rifist á tslandi en orku- og J iðjuver. Lausnarorö hvers ■ hreppsfélags virðist vera vatns- ■ aflsvirkjun og/eöa verksmiöja. En ekki er hægt að virkja öll | vatnsföll landsins i einu sakir ■ fjármagnsleysis og ofþenslu i I efnahagslifinu, sem skapast ■ myndi. Þaöan af sföur er ■ markaður innanlands fyrir ■ framleiðslu tveggja steinullar- m verksmiöja og hæpiö aö stóla á I mátt eöa vilja erlendra, kreppu- ™ kvalinna þjóöa til kaupa á | isienskri verksmiöjufram- ■ leiöslu. En fleira má framleiöa i I verksmiöjum en steinull, s.s. m stál eöa sykur, svo eitthvaö sé ■ nefnt. i Náungakærleik- i ur og skarp- I skyggni I Og til aö styggja ekki ■ kiósendur, eða — það sem mér I þykir öllu liklegra — af ein- ■ skærum náungakærleik og ■ skarpskyggni reyna lands- i feðurnir aö útdeila virkjunum ™ og verksmiðjum bróðurlega I milli kjördæmat Norðurland ■ vestra fær Blönduvirkjun — I amk. ef þeir vilja —; Sunnlend- m ingar S u 11artanga1ón, ■ Austfirðingar Fljótsdalsvirkj- " un, allt eftir visindalega út- J reiknuðum forgangsröðum. I Sauðkræklingar fá steinullar- ■ verksmiðju en Þorlákshafnar- | búar stálbræöslu, ef vel semst ■ milli félaga Ingólfs og hins ■ frjálsa framtaks. Og svo allir þingmenn geti ■ með góðri samvisku fellt eina I þingsályktunartillögu við hana, ■ skal stungiö disætum mola upp i | Sunnlendinga og þeim etv. bor- ■ inn blómvöndur með. A: Fyrirhugaö iönaöarsvæöi samkvæmt tillögu aö aöalskipulagi. B: Ákjósanlcgurstaöur fyrir sykurverksmiöju aö mati greinarhöfundar. C: Vatnsból. Ingis Ingason skrifar: Og þó! Hefur einhver séð sæta molann? Stundum hefur þvi verið haldið fram að ekki væri sopiö kálið þótt i ausuna væri komið. Sykuryerksmidja í Hveragerði I ráði er aö h samþykkt lög um sykurverksi \iðju i Hvera- gerði, nánar tiltekiö i ölfusdal (sem ekki er sagður til og þvi væntanlega átt við Vorsabæjar- völl). Lengi hefur verið unnið að undirbúningi þessarar verk- smiðju og jafnan sýnst sitt hverjum. Umhverfisverndarfólk hefur varað viö mengun frá henni, ekki sist mengun Varmár, sem nú þegar er ljótur blettur á um- gengni við náttúru landsins. Tillaga hefur veriö lögð fram af skipulagsnefnd um fólkvang á fyrirhuguðu byggingarsvæöi. Þetta svæöi er jafnframt aðrennslissvæði aðalvatnsbóls Hveragerðis. Hinsvegar sýnist mér ekkert ómögulegt að hægt sé að hola sykurverksmiðju niöur fyrir sunnan Suðurlandsveg og yrði þá gufan leidd frá núverandi borholum, sem kenndar hafa viö verið ölfusdal, i rörum um 3—4 km. leið. Sú leiðsla skilst mér að þurfi ekki að kosta nema sem nemi verði þriggja eín- býlishúsa og, hitatap ætti að vera um 2 gr. C (byggt á spám starfsmanna OS). Hinsvegar eru örðugleikar á þvi að sjá verksmiðjunni fyrir kælivatni þarna ekki siður en innfrá. Þó er vitað um nokkurt vatn i Bæjarþorpsheiði, sem etv. gæti hentað til kælingar þótt það sé talið varasamt til manneldis vegna mengunarhættu. Miklar rannsóknir hafa verið I geröar i sambandi við öflun I neysluvatns fyrir Hvergerðinga ■ og leit stöðugt haldiö áfram. A | meðan þau mál eru ekki komin i m lag býst ég ekki viö að vatnsból | verði visvitandi og viljandi ■ eyöilögð. Hætt er við aö fast- I eignaverð i Hveragerði hryndi I ört, ef þorpið yröi neysluvatns- “ laust eða eingöngu boðið upp á | spillt neysluvatn. ■ Feröamanna- iönaöur En fleira er iðnaður en sykur- ■ iðnaður. Sigurður Karlsson hef- | ur lengi gengiö með ■ feröamannamóttöku og heilsu- ■ ræktarstöð i Hveragerði i mag- m anum. Hann litur Vorsabæjar- ■ völl lika hýru auga undir þenn- ■ an iðnaö, sem kenndur er við Z ferðamenn. Sá iönaður, eins og | Sig. Karlsson hugsaði sér hann, ■ veitir margfalt fleira fólki vinnu I en sykurverksmiðja og á ekki að ■ þurfa að spilla náttúrunni, held- ■ ur þvert á móti aö hjálpa henni, • ef rétt er á haldið. Með þvi að ætla sykurverk- I smiöjunni stað sunnan Suður- ■ landsvegar væri áfram hægt að | auglýsa Hveragerði upp sem ■ garöyrkju- og feröamannabæ, I og fjölga atvinnutækifærum á J staðnum. Að visu er mér ljóst að sú I kreppa, sem nú herjar á vest- ? ræn, iönþróuð riki, kemur til | meö að draga úr öllum iönaðar- ■ möguleikum okkar, — lika I feröamannaiönaði. Hinsvegar m gerir tæknivæöing nágranna- ■ rikja okkar Ibúum þeirra * nauðsynlegt og eftirsóknarvert 2 að komast i islenska náttúru. í I stað þess að spilla henni meira ■ en orðið er og þörf er á, ættum I viö að veita nágrönnum okkar I hlutdeild i henni. Það mætti auglýsa likt og i „Einka- málum”: „Beggja hagur”. Sykur eda steinull En vikjum aftur að verk- smiðjum. Ef ákveöiö verður að reisa enga steinullarverksmiðju i Þorlákshöfn veröur einhver vonsvikinn og annar sakfelldur. Það eru amk. 2 ár siðan sú saga gekk fjöllunum hærra i Þorláks- höfn (enda fjöllin þar ekki ýkja há) að forráðamenn fram- sóknarfyrirtækja vildu stein- ullarverksmiöju á staðnum andvana fædda. Voru þeir sagðist óttast samkeppni um vinnuafliö og jafnframt mundi SIS frændi ætla að leggja stórfé i sykurverksmiðju i Hverageröi, sem ekki fengist reist meö rikis- framlagi og sykurlögum, ef þeir Arnalds og Hjörleifur færu að ausa fé i Hellubóndann og stein- ullarverksmiðju i „Höfninni”. Að þvi er ég best veit var þetta einungis rógur illra tungna og alltént leyfi ég mér að segja likt og Steingrimur formaöur: Ég trúi þvi ekkifyrr en ég tek á að menn hyggi flátt. Aftur á móti hefur mér gjarnan virst að alltaf veröi að kenna einhverjum um, ef ekki eru allir ánægðir. Ég ætla þvi ekki að kippa mér upp við það þó að einhverjir veröi hengdir vegna steinullarverksmiðju- staðsetningar. Sjálfum mun mér sem Hver- gerðingi einnig bregða I brún, ef ég sé sykurinn disæta renna út i sandinn vegna vatnsleysis Hveragerðis i stað þess að sjá hann umbreytast i spik á sunn- Ienskum búkum. En hvort ég mun hugsa ljótt um ráðherrann, sem róg- berarnir segja sykra beituna, mun ég óskrifaö láta. Hveragerði, við upphaf dymbilviku, Ingis Ingason. J Dregið í happdrætti SÁÁ Þann 7. april s.l. var dregið i byggingarhappdrætti SAA I viðurvist fulltrúa borgarfógeta. Dregiö var úr 29308 miðum er seldir voru i lausasölu og 140692 miðum (nr. 30001 — 170692), er sendir voru i B-giró til kvenna á aldrinum 18—70 ára, eða samtals 170.000 miðum. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur, Saab 900 Turbo bif- reið nr. 85220. 2. vinningur, Opel Ascona bifreiö nr. 44499. 3. til 9. vinningur Colt Mitsubishi bifreiöar á nr. 42244, 154957, 170581, 137718, 80581 og 136231. Vinninga skal vitjað á skrif- stofu SAA, Siðumúla 3—5, Rvik, alla virka daga frá kl. 9—17. Simi 82399. Mjólkursamlögin: MBF stærst Af mjólkurbúum landsmanna er Mjólkurbú Flóamanna lang stærst. A siðasta ári tók það á móti 37,6 milj. ltr. eða 36,5% af heildarmagni mjólkurinnar. Næst kemur Mjólkursamlag KEA á Akureyri með 21,2 milj. ltr., eöa 20% af mjólkinni. Siöan kemur breitt bil. Hið þriðja i röö- inni er Mjólkursamlag Kaup- félags Borgfiröinga með 9 milj. ltr., Mjólkursamlag K.S. á Sauð- árkróki með 7,4 milj. ltr., Mjólk- ursamlag K.Þ. á Húsavik með 6,5 milj. ltr., Mjólkurstöðin i Reykja- vik meö 4,2 milj. ltr. og Mjólkur- samlagið á Blönduósi með 3,9 milj. ltr. Onnur eru smærri i snið- um. —mhg Eflíng tll- raunastöðva Nú er unniö aö uppbyggingu tveggja tilraunastöðva i land- búnaði: á Möðruvöllum og Stóra- Armóti. Mjög er brýnt að þeirri uppbyggingu verði hraðaö sem mest. En jafnframt er full þörf á viðhaldi og endurbótum á öðrum tilraunastöðvum landbúnaðarins og kennslubúum bændaskólanna. Aðkallandi er oröiö að taka upp fóöurtilraunir með innlent fóður sem uppistöðu i fóðri handa mjólkurkúm og öðrum naut- gripum, en engin viðunandi að- staða er nú fyrir hendi til þess. Búnaöarþing vakti athygli á að efling tilraunastöövanna yrði að gerast með tvennum hætti: út- vega yröi fé til nauösynlegrar uppbyggingar og starfskrafta og rekstrarform, sem tryggði raun- hæfa framkvæmd þeirra verk- efna, sem unnið væri að. Nauð- synlegt væri, að á tilraunastöðv- unum starfi sérfræöingar á sviði viðkomandi tilrauna, að bú- stjórar annist daglega verkstjórn og fjármál tilraunabúanna, i samráði við hlutaðeigandi rekstraraðila, sem gætu verið búnaðarsamtökin i viðkomandi landsf jórðungum. Til þess að bæta úr þeim fjár- magnsskorti, sem hrjáir þessa starfsemi, skoraði Búnaðarþing á stjórn Stofnlánadeildar að beita sér fyrir að tekinn yrði upp nýr lánaflokkur viö Stofnlánadeild- ina, sem veitti lán til tilrauna- stöövanna og kennslubúa bænda- skólanna. Haft verði samráð við stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og skólastjóra bændaskólanna um lánareglur. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.