Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐÁ 11 íþróttir @ íþróttir g) íþróttir Landsmótið á skíðum: NORÐURLANDAMEISTARI! — Bjarni Friöriksson fagnar sigri eftir aö hafa iagt Svfann Johann Lopez að velli i úrslitaviðureigninni. Mynd:— eik Bjami Norðurlanda- meistari í iúdó Bjarni Friðriksson vann gull- verðlaun á Norðurlandamótinu i júdó sem haldiö var i iþróttahúsi Kennaraháskólans um páskana. Hann sigraði Sviann Johann %.opez i úrslitaviðureigninni i 95 kg flokki og siðan hlaut hann silfurverðlaun i opnum flokki þar sem hann tapaöi fyrir Svianum Per Kjellen á stigum i úrslitum. Bjarni var eini tslendingurinn sem hlaut verðlaun á mótinu. í sveitakeppninni náði tsland samt ööru sæti á eftir Svium. Danir urðu þriðju, Finnar fjóröu og Norðmenn fimmtu. — VS Nanna Leifsdóttir þrefaldur meistari Nanna Leifsdóttir frá Akureyri var þrefaldur meistari á landsmótinu á skíðum sem fram fór í Bláfjöllum um páskana. Nanna sigraði bæði í svigi og stórsvigi og þvi einnig i alpatvikeppninni. I göngu- greinunum vakti sigur Ingólfs Jónssonar í 15 km göngu mesta athygli en hann náði fyrsta sætinu eftir harða baráttu við Hauk Sigurðsson frá ölafsfirði. Röö efstu keppenda i einstökum greinum á landsmótinu varð sem hér segir: Stórsvig karla: Arni Þór Arna- son, Reykjavik, 145,48 sek. Björn Vikingsson, Akureyri, 145,84 sek. Guðmundur Jóhannsson, Isafiröi, 146.76 sek. Stórsvig kvenna: Nanna Leifs- dóttir, Akureyri, 132,90 sek. Þór- dis Jónsdóttir, Isafirði, 135,85 sek. Hrefna Magnúsdóttir, Akureyri, 138.31 sek. Svig karla: Björn Vikingsson Akureyri, 99.08 sek. Guðmundur Jóhannsson, Isafiröi, 99,58 sek. Elias Bjarnason, Akureyri, 99,92 sek. Svig kvenna: Nanna Leifs- dóttir, Akureyri, 102,40 sek. Tinna Traustadóttir, Akureyri, 103,88 sek. Guðrún J. Magnús- dóttir, Akureyri, 104.23 sek. Alpatvikeppni karla: Björn Vikingsson, Akureyri, 2. Guðmundur Jóhannsson, tsafiröi, 3. Elias Bjarnason, Akureyri. Alpatvikeppni kvennna: 1. Nanna Leifsdóttir, Akureyri, 2. Þórdis Jónsdóttir, Isafirði, 3. Guörún J. Magnúsdóttir, Akureyri. Flokkasvig karla: Reykjavik, 362.70 sek. tsafjörður 385,92 sek. Flokkasvig kvenna: Reykjavik 317,58 sek. Isafjörður 342,14 sek. 15 km ganga karla: Ingólfur Jónsson, Reykjavik, 49:08,9 min. Haukur Sigurösson, ólafsfiröi, 49:44,0 min. Jðn Konráösson, Ólafsfiröi, 51:17,6 min. 30 km ganga karla: Magnús Eirikssen, Siglufirði, 1.46:04,3, Ingólfur Jónsson, Reykjavik, 1.47:00,7, Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði, 1.48:29,0. 7.5 km ganga kvenna: Guðrún ó. Páisdóttir, Siglufirði, 33:02,5 min. María Jóhannesdóttir, Siglufirði, 34:58,3 min. Guðbjörg Haraldsdóttir, Reykjavik, 37:26,6 min. 5 km ganga kvenna: Guðrún ó. Pálsdóttir, Siglufiröi, 22:08,4 min. Guöbjörg Haraldsdóttir, Reykjavik, 22:37,1 min. Maria Jóhannesdóttir, Siglufiröi, 24:09,7. 10 km ganga 17-19 ára: Einar ólafsson, tsafirði, 33:19,4 min. Haukur Eiriksson, Akureyri, 35:28,0 min. Finnur Viðir Gunnarsson, ólafsfirði, 35:52,8 min. 15 km ganga 17-19 ára: Einar ólafsson, tsafiröi, 52:09,7 min. Finnur Viðir Gunnarsson, Ólafs- firöi, 53:46,5 min. Haukur Eiriks- son, Akureyri, 56:43,3 min. 3.5 km ganga 16-18 ára kvenna: Stella Hjaltadóttir, tsafirði, 16:40,9 min. Rannveig Helga- dóttir, Reykjavik, 17:27,3 min. Sigurlaug Guöjónsdóttir, Siglu- firði, 18:03,2 min. 5 km ganga 16-18 ára kvenna: Stella Hjaltadóttir, tsafirði, 22:15,1 min. Sigurlaug Guðlaugs- dóttir, Siglufiröi 23:05,1 min. Svanfriður Jóhannsdóttir, Siglu- firði, 23:15,3 min. Evrópukeppnin í badminton: ÍSLAND UPP í 4. RIÐIL KEPPNENNAR íslenska landsliðið í badminton gerði það gott í 5. riðli Evrópukeppninnar sem hófst í Böblingen í Vestur-Þýskalandi um páskana. I gærmorgun tryggði það sér sigur i riðl- inum með því að vinna Júgóslava í síðasta leikn- um 3-2. Síðdegis í gær mætti island svo Finn- landi/ sem lenti i neðsta sæti 4. riðilS/ í úrslitaleik um sæti i 4. riðli. island sigraði 3-2 og leikur því i 4. riðli í næstu Evrópukeppni ásamt Noregi/ Belgíu og Ungverjalandi. tsland vann alla sina leiki i 5. riöli. Fyrst Frakka 4-1, þá ttali 5-0, Sviss 3-2 og siðast Júgóslava, eins og áöur sagði, 3-2. Mjög góður árangur islenska liösins sem vann alla sina leiki á mótinu. t öðrum úrlitaleikjum i gær héldu Hollendingar sér i 1. riðli með sigri á Sovétmönnum 3-2 Vestur-Þjóðverjar héldu sér i 2. riðli meö sigri á Tékkum, 4-1 en Norðmenn féllu úr 3. riðli er þeir töpuðu 2-3 fyrir Pólverjum, sigur- vegurunum i 4. riöli. — VS íslandsmótið í borðtennis: Þrefalt hjá Ástu Úrslitaleikurinn i einliðaleik kvenna á tsiandsmótinu I borð- tcnnis, sem fram fór i Laugar- dalshöll á fimmtudag og laugar- dag, var einn sá lengsti sem um getur á tsiandsmóti. Asta Urban- cic, Erninum, sigraði Ragnhildi Siguröardóttur, UMSB, 3-2. Ragnhiidur, sem hafði ekki tapaö á móti hér á landi siðan 1978 og orðiö tslandsmeistari i einliðaleik sl. fjögur ár, vann fyrstu lotuna nokkuö örugglega, 16-21. Asta vann aðra 22-20 eftir að hafa veriö undir 18-20 og þá þriöju 21-16. Ragnhildur vann fjórðu lotuna 21-15 og staðan þvi 2-2. 1 úrslita- iotunni komst Asta i 15-8 en Ragn- hildur jafnaöi, 15-15. Asta komst þá i 19-15 og 20-16 og tryggði sér siöan sigur, 21-18. Asta hlaut tvenn önnur gull- verölaun á mótinu. 1 tviliöaleik sigruöu hún og Hafdis Asgeirs- dóttir, KR, Ragnhildi og Kristinu Njálsdóttur, UMSB i úrslitaleik 3-2. 1 tvenndarkeppni sigruðu Asta og Tómas Guöjónsson, KR, en Kristin Njálsdóttir, UMSB og BjarniKristjánsson, UMFK, uröu i ööru sæti. Stefán Konráðsson, Vikingi, varð íslandsmeistari i einliöaleik karla eftir sigur á Gunnari Finn- björnssyni, Erninum, i úrslita- leik, 3-0. Loturnar enduðu 21-19, 21-9 og 22-20. Ragnheiður Harðar- dóttir, UMSB, sigraöi I 1. flokki kvenna, örn Franzson, KR, i 1. flokki karla og Sigurbjörn Braga- son, KR, i 2. flokki karla. Stefán Konráðsson hlaut siöan önnur gullverölaun er hann og Hilmar Konráðsson sigruöu i tviliöaleik karla en þar urðu Gunnar Finn- björnsson og Jónas Kristjánsson úr Erninum i ööru sæti. — VS STEFAN KONRAÐSSON — lslandsmeistari i einliðaleik karla i borðtennis. Myndir: —eik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.