Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. apríl 1982 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingasljóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, ólaiur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hiidur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Öladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Báröardóttir. lnnheimtumenn: Brynjólfur Viihjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi 81223 Prentun: Blaöaprent hf. Gegn kjaraskerðingu og flokksræði •. Eftir 10 daga hefst utankjörstaðaratkvæða- greiðsla í komandi sveitarstjórnarkosningum en framboðslistum verður að skila fyrir miðnætti næst- komandi þriðjudagskvölds þann 20. apríl. • ( sveitarstjórnarkosningunum verða hin mikil- vægustu málefni byggðarlaganna hvers um sig og allra sameiginlega vafalaust efst á dagskrá svo sem eðlilegter. • Hitt þurfa menn þó einnig að muna mjög vel, að niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna kunna að skipta sköpum varðandi alla stjórnmálaþróun í landinu á næstunni. Nærtækaster í þeim efnum að líta á kjaramálin og áhrifin á stöðu kjarasamninganna svo f remi að nýir kjarasamningar haf i ekki tekist f yr- ir sveitarstjórnarkosningarnar í mái. • Á samningaborði aðila vinnumarkaðarins liggja harðvítugar kröfur Vinnuveitendasambandsins um leiftursókn gegn lífskjörum almennings í landinu. Að dómi talsmanna Alþýðusambandsins fela þessar kröf ur í sér 20—30% almenna kjaraskerðingu á tveim- ur árum. — Þetta eru f yrst og f remst pólitískar kröf ur úr vopnabúri þess flokkseigendafélags sem stýrir Sjálfstæðisflokknum með annarri hendinni og Vinnu- veitendasambandinu með hinni. Að sjálfsögðu verða það úrslitin í Reykjavík, sem mesta pólitiska þýðingu haf a. • Nái flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins meirihluta á nýjan leik í borgarstjórn Reykjavíkur, þá hefur Vinnuveitendasambandið unnið sinn stærsta sigur. Þá hefur meirihluti kjósenda í borginni gert kjaraskerðingarkröfur þess að sínum kröf um og víg- staða verkalýðshreyfingarinnar hefur þá veikst að sama skapi. • Það var sigur Alþýðubandalagsins í síðustu borgarstjórnarkosningum, sem batt endi á hálfrar aldar flokksræði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sá sigur var naumur og munaði aðeins örfáum at- kvæðum. Það voru þá síðustu 58 atkvæðin tryggð lista Alþýðubandalagsins, sem úrslitum réðu. Það ættu menn að hafa í huga þegar gengið verður til kosninga í næsta mánuði. • Kenning ráðamanna Sjálfstæðisf lokksins var löngum sú, að f ulltrúar annarra f lokka gætu með engu móti komið sér saman um stjórn Reykjavíkurborgar. Alger glundroði tæki við um stjórn borgarmála, ef Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihlutanum. — Þessi glundroðakenning hef ur nú orðið höf undum sínum svo rækilega til skammar sem verða má. Einsf lokkskerf i Sjálfstæðisflokksins hrundi í kosningunum 1978, en um stjórn borgarinnar tókst eðlilegt samstarf þriggja f lokka. A þeim f jórum árum sem síðan eru liðin hef ur glundroðinn ekki verið í herbúðum meirihluta- flokkanna þriggja heldur hefur sú óáran sótt Sjálf- stæðisf lokkinn heim með átakanlegri hætti en nokkru sinni fyrrsvosemalþjóðer kunnugt. • Samstarf meirihlutaflokkanna þriggja hefur í öllum höf uðatriðum gengið vel. • Og hér eru nokkur dæmi um árangurinn: 1. Fjármálum borgarinnar hefur verið komið í mun betra horf en áður var. 2. Borgarstjóri er nú embættismaður allra borgarbúa en ekki flokkspólitískur varðmaður ráðandi afla í því einsflokkskerfi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði komiðsér upp 3. Klíkuskapur er úr sögunni við lóðaúthlutanir. 4. AAikil uppbygging hefur orðið hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. 5. Bæst hafa við á fjórum árum yfir 600 dagvistar- rými, og fylgt er áætlun um að fullnægja dag- vistarþörf inni á næstu tveimur kjörtímabilum. 6. Þrjár æskulýðsmiðstöðvar hafa verið opnaðar og næsta haust hefst dreif ing málsverðar i skólum. 7. Þrjú dvalarheimili fyrir aldraða hafa verið opnuð og framkvæmdir við það f jórða hef jast í haust. • Slíkri upptalningu mætti halda lengi áfram. Það hefur enginn héraðsbrestur orðið í Reykjavík, þótt flokksræði Sjálfstæðisflokksins væri hnekkt fyrir f jórum árum. Þvert á móti hef ur atvinnulíf og mann- líf allt verið hér blómlegra en nokkru sinni f yrr. IMcNamara Pólitísk I atómsprengja I Andstæðingar atómvopna- ■ kapphlaupsins hafa tekið Ifrumkvæðið i bandariskri umræðu. Hver stórvið- burðurinn rekur annan, og • stjórnvöldin eru i mestu Ivandræðum. Bandarisku friðarhreyfingunni hefur vaxið ásmegin með slikum ■ undrahraða að blaðamenn Itala um að pólitiskri mega- tonnasprengju hafi verið varpað að Hvita húsinu. | NATO-stefnu j verói breytt Meöal tiðinda má nefna að , fjórir öryggismálasér- Ifræöingar i Bandarikjunum hafa krafist þess að atóm-“" vopnastefnu NATÓ verði , breytt. Það eru þeir Robert IMcNamara, varnarmála- ráðherra Kennedys og John- sons, George F. Kennan, , fyrrverandi sendiherra IBandarikjanna i Moskvu, McGeorge Bundy, aðalráð- gjafi forsetans I öryggismál- , um 1961 til 1966, og Gerard ISmith, aðalsamningamaður Nixons i SALT-1 viðræðun- um. Þeir mótmæla þvi að , gert skuli ráð fyrir þvi að I' NATÓ verði fyrri til að beita' ‘ atómvopnum — það er svari árás með „hefðbundnum” , vopnum með stigmögnun til Iatómstriðs, sem þeir telja að ekkiséhægtaðhemja. Þessa stefnu um „fyrstu notkun” ^ telja þeir vera aðalorsök Iendalausra tilrauna til yfir- burða á hernaðarsviðinu. i 74% fylgjandi j frystingu I Þá hefur Associated Press , • gert könnun sem sýnir að i 174% Bandarikjamanna eru j þvifylgjandi aðhætt verði að | framleiða bandarisk og , ■ sovésk kjarnorkuvopn. ■ IHaig og Reagan, utan- | rikisráðherrann og forset- | inn, hafa veriö sallaðir niður , • i bandarisku umræðunni i Ivegna yfirlýsinga um | hernaðaryfirburöi Sovét- | manna, og ýmsar „óþægi- , ■ legar” staðreyndir verið i Idregnar fram i dagsljósið | sem sanna hið gagnstæða. | Loks er að geta tillögu Ed- , • wards Kennedys og fleiri i ■ Ibáðum deildum Bandarikja- | þings, þar sem lagt er til að I kjarnorkuvopnabúr stór- , • veldanna verði „fryst”ánú- i Iverandi stigi, þar til | samningar nást um gagn- | kvæman samdrátt. Þessar , • tillögur hafa vakið mikla at- i Ihygli, og árásum forsetans j og utanrikisráðherrans á | þær hefur verið svaraö full- , • um hálsi. • klrippt Bandaríska fátæktin Bandariskur almenningur er farinn að átta sig á þvi að stjórnarstefna Reagans forseta i efnahagsmálum felst i þvi aö gera hina riku rikari og hina fátæku fátækari. Breyting hefur orðið á almenningsálitinu i Bandarikjunum, forsetinn orö- inn óvinsælli en Carter var á sinum verstu stundum, og fjöl- miðlarnir farnir að laga sig að nýrri stemmningu, sem er yfir- gnæfandi kritisk 1 garö Hvita hússins. Efnahagsstefnan hefur mótast af feikilegri áherslu á að auka fjárfestingar i fram- leiðslugreinum með skatta- lækkunum á eignum, hátekjum, og gróða, samhliða niðurskurði á útgjöldum alrikisstjórnarinn- ar til félagsmála. Eitthvað hef- ur slegið á verðbólgu, en at- vinnuleysi og almenn fátækt ^eykst hröðum skrefum. Fátœkir leggi ríkum lið Efnahagssérfræðingar Reagans halda þvi fram aö út- gjöld rikisins til félagsmála og riku mælist ekki vel fyrir I Bandarikjunum þegar á reynir, þvi að þrátt fyrir allt hefur Roosevelt-timinn og löggjafar- starf Johnsons forseta i félags- málum innprentaö meðal-jóni i Bandarikjunum þann hugsun- arhátt velferðarrikisins að þeir sem „hafa” verði á einhvern hátt að koma til aöstoðar þeim sem ,,hafa ekki”. Vikuritið Newsweek birti 5. april töflu sem sýnir hvemig hagfræði Reagans kemur út I skattamál- um. í grófum dráttum sýnir taflan aö sá sem hefur yfir 80 þúsund dollara á ári heldur eftir 15.000 dollurum meira en áður, en sá sem hefur undir 10 þúsund dollurum á ári greiöir 240 dollurum meira i skatta. Þetta er Reaganréttlætiö. RICH MAN, POOR MAN: REAGANOMICS AT WORK Whan aH the plusas and minuses a/e totaled, Ifte Reagan budget’s proposed tax cuts and spendlng reduetions leave the poor with less—and the wealthy with much more. Not eftect on annual tamliy Incomes ot Reagan'a 1 »3 tax and benetlt cuts +5810 +$15,000 +51,700 +5220 -5240 °- g0*\ Percentot m population $60,000 andabove $40,000 $20,000 to $80,000 to $40,000 Annual Income $10,000 $10,000 to $20,000 and under Soofc«; Congra»»tonal Budgot Otftco framfærslu þurfandi hafi litlum sem engum árangri skilað, og betra sé aö láta einkaframtakið um aö skapa atvinnu, heldur en að stuðla að félagslegu réttlæti gegnum rikiskassann. Andstæð- ingar Reagans viðurkenna aö útgjaldaaukning til félagsmála hafi verið gifurleg, en hún hafi fyrst og fremst veriö fólgin i þenslu útgjalda til almanna- trygginga, sjúkratrygginga og eftirlauna (social security, medicare, og veterans bene- fits) sem fyrst og fremst komi millistéttum til góða en ekki fátæklingum. Enda þótt ýmiss- konar beinar stuöningsaðgerðir stjórnvalda viö raunverulega fátæklinga i Bandarikjunum hafi aöeins kostað einn fjórða af kostnaöi við áöumefnda út- gjaldaliði, þá er þaö aðstoðin við fátæklingana sem Reagan sker niður — hitt ekki. Af þeim 11.3 billjónum Bandarikjadala sem dregnir voru frá útgjaldaaukn- ingu til félagsmála i Bandarikj- unum á liönu ári voru 60% tekn- ir af opinberri aöstoð við fátæka. Reagan-réttlætið Reagan-stjórnin lofar öllum betri afkomu i náinni frámtið en batamerkin láta á sér standa. Sú leið að létta álögum af hinum 29.3 miljónir fátœklinga Og samkvæmt annarri töflu I spám er gert ráö fyrir að rúm- lega 15% bandarisku þjóðarinn- ar lifir nú undir opinberum fátæktarmörkum, eða 29.3 milljónir manna, þar af 11.4 milljónir barna. 30% fátæklinga eru blakkir þó að svertingjar séu aðeins 12% þjóðarinnar, og 40% börn undir 8 ára aldri. Hin opinberu fátæktarmörk I Bandarikjunum eru miðuð viö 8.414 dollara árstekjur fyrir fjögurra manna fjölskyldu 1980, 50% fátækra fjölskyldna hafa konu sem einu fyrirvinnu. „Op- inberum” fátæklingum hefur fjölgað ógnvænlega I Bandarikj- unum frá 1978 eða úr 11.5% I 15% og Reagan stefnan virðist ætla að fjölga þeim enn hraöar en raunin varð á i forsetatið Carters. Um veruleikann að baki þess- um tölum er eðlilega fjallað mikið i fjölmiölum vestra. Meira segja hér á íslandi hefur veriö frá því greint I rikisfjöl- miðli aö Reagan-forseti gefi af gæsku stjórnar sinnar 9 milljón- ir matarskammta á dag til sveltandi fólks meðal þjóöar- sinnar. —ekh og skorrið — k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.