Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.04.1982, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 14. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Blaðamannafundur haldinn í hesthúsi „Fáist þessi hross ekki ekki tapast markaðurinn »» Blaðamannafundir eru haldnir við hinar margvlslegustu kring- umstæður. Gkki minnist þó undir- ritaður þess, aö hafa fyrr verið boðaður á blaðamannafund I hesthúsi. En mikið ósköp var það skemmtileg tilbreyting. Það var ungur og hress hrossa- bóndi, örn Kærnested i Lauga- bakka i Mosfellssveit, sem til fundarins boðaði, en hann rekur þarna tamningastöð. Að fund- inum stóðu auk Arnar, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Sigurður Sæmundsson en mættir voru og, auk blaöamanna, Þorkell Bjarna- son, Gunnar Bjarnason, Agnar Tryggvason og ýmsir menn aðrir, sem standa að ræktun og sölu hrossa, að ógleymdum forseta þýska ræktunarfélagsins á is- lenskum hestum, Klaus Bekkert og frú hans. örn Kærnested kvað tilganginn með fundinum einkum vera að ræða um útflutning á hrossum. í febrúarlok hefðu þeir Aðalsteinn Aðalsteinsson farið til Þýska- lands til þess að skoða þar tamn- ingastöðvar og hitta ab máli sölu- menn islenskra hrossa. För þessi hefði sannfært þá félaga um, að Þjóðverja vantaði hesta og þeir væru fúsir til að kaupa þá. Erindi það, sem Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, lagði fyrir Búnaðarþing, um bann við sölu kynbótahrossa úr landi, taldi örn ákaflega neikvætt fyrir hrossasölu til Þýskalands. En árangur ferðarinnar væri annars sá að hér væri nú staddur i hest- húsinu Klaus Bekker og kona hans, til þess að ræða þessi mál. „Fundarstaðurinn er valinn meö tilliti til nálægöar hrossanna og s, • þess, sem er að gerast i þessum málum. Það er mat okkar, að hér ættu menn að geta sett sig bet- ur inn i hlutina en yfir dýrum veigum á hótelum höfuðborgar- innar”, sagði örn Kærnested. En þess skal samt getiö, að fundar- menn voru engan veginn látnir standa þarna málþola. Klaus Bekker flutti alllangt mál, sem Pétur Behrens snaraði jafnharðan á islensku. Upphafiö að áhuga sinum á islenskum hestum kvað hann að rekja til þess að 16 ára gamall hefði hann dvalið að Kirkjubæ á Rangárvöll- um og hefði þá m.a. kynnst Stefáni Jónssyni, Halldóri Jóns- syni og Gunnari Bjarnasyni. Hefðu þeir vakið þann áhuga sinn á islenskum hestum, sem siðan hefði ekki yfirgefið sig. Væri verslunarmenntaður en nú bóndi og ræktaöi islenska hesta. Til við- halds á þeim stofni islenskra hrossa, sem nú væri i Þýskalandi, þyrfti um 1500 hross á ári. Nú væru um 2 þús. islenskar hryssur i Þýskalandi. Ot af þeim kæmu þó ekki nema 400—500 folöld á ári og af þeim yrðu um 300 reiðhross. Okkur vantar þvi um 1200 hross árlega, aðeins til viðhalds stofn- inum. Fáist þessi hross ekki tapast markaðurinn. Islendingar þurfa ekki aðóttast ræktun is- lenskra hrossa í Þýskalandi. Til þess vantar landrými og hún er of dýr. Margir, sem hófu ræktun, eru þvi hættir henni. Þá ræddi Bekker um exemið, sem væri mjög alvarlegt mál, er brýn þörf væri að vinna bug á sem fyrst. Frá 40—50% islenskra hrossa úti fengju exemið en ekki nema um 5% innfæddra. Segði þaö sig sjálft, hver áhrif slikt hefði á markaðinn. Unnið væri nú að rannsóknum og leitað að lyfj- um viö þessum sjúkdómi og þar þyrftu menn að taka höndum saman yfir landamærin. Ef tekið yrði fyrir útflutning á kynbóta- hrossum til Þýskalands litu Þjóð- verjar á þaö sem persónulega móðgún við sig og mætti þá gera ráö fyrir aö þeir hættu að kaupa héðan hross. Og ef i það fer þurf- um við ekki á ykkar hrossum að halda þvi við höfum þegar islensk kynbótahross. Þjóðverjar hafa fengiö nóg af boöum og bönnum og ef reiðialda ris ytra þá bitnar það á viðskiptunum. Og athugið, að islenski hesturinn er einhver sú besta landkynning, sem þið getið fengið, sagði Klaus Bekker. Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur, þakkaði fyrir að fá þetta tækifæri til að ræða \ málin og skýra afstöðu sina. Ekki ! væri hægt að vera ánægður með stöðu hrossaverslunarinnar nú. Skakkt hefði verið að henni staðið og þvi væru Þjóðverjar nú orðnir i færum með að leysa okkur af hólmi, eins og fram hefði komið i máli Bekkers. Eigum aðeins að flytja út góða reiöhesta en höfum spillt fyrir okkur með handahófs- kenndum útflutningi. Fjöldinn skiptir ekki máli heldur gæðin. Þvi nægir Þjóðverjum ekki að fá héðan slik hross? Til hvers sækjast þeir eftir kynbóta- hrossum ef þeir ætla ekki að nota þau til ræktunar og þá i sam- keppni viö okkur, spurði Þorkell Bjarnason. Gunnar Bjarnason var á öðru máli en Þorkell. Við eigum að selja það, sem kaupandinn vill kaupa, sagbi hann, en ekki að segja honum hvað hann eigi að kaupa. Miklir hagsmunir væru hér i veði og Þjóðverjar kysu fremur að kaupa hross héðan en rækta þau sjálfir. Sjálfsagt er að fylgja áfram þeirri stefnu, sem rikt hefur um þennan útflutning og gefiö góða raun en snúa sér hinsvegar af alefli að þvi aö vinna bug á exeminu. Ýmsar spurningar voru lagðar fyrir þá Bekker, Þorkel og Gunnar og ljóst, að fyrirspyrj- endur voru engan veginn einnar skoðunar um þessi mál. —mhg Þórsmörk I f jölsóttasti ferða- ; manna- ! staðurinn IEf athugaöur er heildar- gistináttafjöldi á nokkrum vörslustöðum sl. 5 ár kemur I Ijós, að þar skera þrir staðir sig nokkuð úr: Skaftafell, Landmannalaugar og Þórs- mörk. A þessum stöðum hafa verið skráðar 13.600 gisti- nætur að jafnaði á ári. Athuga ber, hvaö Þórs- mörk áhrærir, að þar tekur tainingin aöeins til þeirra, sem gista i Langadal, þar sem skáli Ferðafélagsins er. Otaldir eru þeir, sem gista i skálum Otivistar og Austur- leiðar og I tjöldum utan Langadals. Sé allt taliö má gera ráö fyrir að gistinátta- fjöldi i Þórsmörk 1980 hafi veriö 18.300. Er ljóst, aö Þórsmörk er lang fjöl- mennasti ferðamanna- staöurinn. 1 þjóðgaröinum i Jökulsár- gljúfrum og i Herðubreiðar- lindum, Tungnafelli, (Nýja- dal) og á Hveravöllum er meðalf jöldi gistinátta á ári á umræddu timabili rúmlega 4000. Meiri hluti gesta i Þjóð- garðinum I Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum og i Langadal i Þórsmörk eru Islendingar eða um 89% að iafnaði á umræddu tímabili. A skai bent, að ekki eru taldar með þær gistinætur, sem falla utan vörslutima á hverjum staö né heldur meðtalinn allur sá fjöldi sem aðeins á dagsdvöl á staðn- um, en hann er mikill t.d. i Skaftafelli og i Landmanna- laugum, þar sem þúsundir manna eiga leið um á sumri hverju. — mhg Sjónleikur í Genf Nú hafa hinar svokölluðu af- vopnunarviöræöur Bandarikja- manna og Sovétmanna staðið yfir i Genf mánuöum saman og enginn árangur sjáanlegur. Fulltrúar stórveldanna eru farnir i fri og enginn veit hvenær þeir hittast aftur. En eitt er alkunna. Afvopnun sem slik er ekki á dagskrá i Genf frekar en fyrri daginn. Það sem talað er um er takmörkun á út- breiðslu meðaldrægra kjam- orkueldflauga hernaöarbanda- laganna i Evrdpu. SU spurning vaknar hvort „Overkill’ ’ stefnu risaveldanna séu nokkur tak- mörksett. Vonlausir fundir Aðdragandinn aö viðræöunum i Genf er jafn flókinn og fund- irnir sjálfir. Þegar Reagan bandarikjaforseti tilkynnti staðsetningu nýrra meðal- drægra eldflauga af geröinni „Pershing 2” og „Cruise Miss- iles” I Mið-Evrópu mætti hann bæði tortryggni og andstöðu meðal evrópskra stjdrnmála- manna. Almenningur i Evrópu efaðist um nauösyn þessara nýju hryllingsvopna og beitti með sterkum friðarhreyfingum i fararbroddi, þrýstingi á við- komandi rikisstjórnir til að koma i veg fyrir staðsetningu eldflauganna. Það kom leiðtog- um NATO-rikjaá óvart, hve vel almenningur er upplýstur um Pershing 2og Cruise Missiles og hina umdeildu Nifteinda- sprengju. Evrópskir stjórn- málamenn stdðu lengi á' milli steins og sleggju varðandi stað- setningu eldflauganna, en sam- þykktu þær þó með þeim fyrir- vara að bandarikjastjórn tæki Ragnar A. Þórsson skrifar upp afvopnunarviðræður við Sovétrikin. Reagan hafði lýst þvi yfir að hann ætlaði ekki að semja við Sovétmenn fyrr en eldfíaugarnar væru komnar á sinn stað i Evrdpu, svo að hann heföi sterkari stöðu við samn- ingaborðið. Ef sú áætlun Reagans heföi náð fram að ganga er vafasamt að nokkrar samningaviðræður hefðu farið fram. En það er hinn mesti misskilningur að staðan hafi breyst verulega, þó svo að stórveldin séu sest við samn- ingaborðið i Genf. Smiði Pershing 2 og Cruise Missiles er löngu hafin og þeim veröur ekki skotið á ruslahaugana. Sú stað- reynd að bygging skotpallanna fyrir umræddar eldflaugar er hafin á Italiu (Sikiley), Bret- landi og V-Þýskalandi bendir til þess að bandarikjastjórn hafi einungis sent fulltrúa til Genf til þess að róa niður friðarsinna i Evrópu. Svörum svarað Þvi er haldið fram aö Pershing 2 og Cruise Missiles séu svör viö hinum sovésku „SS 20”. Þetta er svo sem ekki i fyrsta sinn sem einu vopni er svarað með öðru, en hér er einu svarað með tveim. Annars má geta þess að Bandarikjamenn voru byrjaðir að hanna sinar tvær eldflaugar árið 1968 en SS 20 heyrðust fyrst nefndar á vest- urlöndum árið 1976. Það þykir núorðiö eðlileg hringrás að hernaðarbandalögin svari vopnakerfi hvers annars meö samskonar eða enn fullkomnari tortiminarvopnum. í smiði nýrra og afkastameiri morðtðla er NATÓ þó alltaf aðeins á und- an.Efviðfléttum upp þekktustu vopnakerfum og sprengjum i fjölfræðibdkum er útkoman þessi: gegn þeirri kenningu að vopnin tryggi friðinn. Núll-lausnin Eins og komiö hefur fram hafa viðræðurnar i Genf ekki borið neinn raunhæfan árangur. Þeir sem trúa þvi að þessir þrotlausu fundir áhrifalausra fulltrúa leiði til afvopnunar fylgjast illa með. 1 fyrsta lagi hafa afvopnunar- viðræður aldrei verið afvopnun- arviðræður, heldur einungis viðræöur. í öðru lagi er fram- leiösla nýrra eldflauga ekki Vopnakerfi Framleiðsluár USA USSR Kjarnorkusprengjan 1950 Vetnissprengjan 1953 1954 Langdrægarsprengjuflugvélar 1953 1957 Meðaldrægar eldflaugar 1957 Langdrægar eldflaugar (ICBM) 1955 1957 Kjarnorkukafbátar Meðaldr. eldfl. með mörgum 1956 1962 kjarnaoddum (P-2og SS 20) 1970 1975 Cruise Missiles 1978 N ifteindasprengjan Þegar þessi samanburður er tekinn til greina,er andstaða evrópumanna gegn staðsetn- ingu nýrra eldflauga skiljanleg. Þeir vita að Sovétmenn finna svör við þessum sprengjum og þeim verður miðað á Evrópu. Þessi endalausa hringrás nýrra og fullkomnari vopnakerfa veröur einungis stöðvuð ef al- menningur i Bandarikjunum, Evrópu og ekki sist A-Evrópu tekurhöndum saman og ris upp einusinni stöövuð á meðan við- ræöurnar fara fram og i þriðja lagi er málið ekki leyst með þvi að telja sprengjur, sérstaklega meö tilliti til þess að landfræði- leg staða stórveldanna er ekki sú sama en það er einn stærsti þröskuldurinn i deilunni. Sovét- menn halda þvi fram að meðal- drægar eldflaugar NATO geti útrýmt skotpöllum fyrir lang- drægar eldflaugar i Sovétrikj- unum. Einnig Evrópumönnum er núorðið ljóst aö Bandarikin vilja nota umræddar eldflaugar til aö útrýma þeim eldflaugum sem er miðað á Bandarikin. Sovétmenn hafa einnig krafist þess að kjarnorkukafbátar Breta og Frakka veröi teknir til greina þegar samið er i' Genf. Þessi krafa er skiljanleg þar sem „Trident” kafbátar Breta hafa jafn marga kjarnaodda um borö og Allar SS 20 sprengjur Sovétmanna. Ronald Reagan lagði fram tillögu sem kölluö hefur verið „Núll-lausnin”. Hún eflur I sér aö Bandarikjamenn staðsetji ekki fleiri meðaldræg- ar eldflaugar i Evrópu ef Sovét- menn taka niöur allar meðal- drægar eldflaugar sin megin. Þessi tillaga er óraunhæf og þaö vita flytjendurhennar. Nú hafa Sovétmenn stöðvab staðsetningu SS 20eldflauganna fyrst um sinn. En hvorki sú ráð- stöfun né Núll-lausn Reagans geta stöðvað eldflaugakapp- hlaup hernaðarbandalaganna. 1 Genf er einungis rifist um kjarnorkueldflaugar á landi. Nú þegar eru tugþúsundir kjarn- orkuvopna af mismunandi gerö- um á lager i Evrópu að ógleymdum þeim sem eru um borð i kafbátum. A næstu árum ætla Bandarikin aö staðsetja 3000 kjarnorkueldflaugar á sjó til viöbótar þeim sem fyrir eru. Ef Núlldausn Reagans yrði framkvæmd yröu þær 6000. Ef viðræðurnar i Genf bera engan árangur verða Pershing 2 og Cruise Missiles staðsettar, og þá veröur SS 20 væntanlega fjölgað um helming og svo er röðin aftur komin að NATO og þess verður ekki langt aö biða að Nifteindasprengjan haldi innreið sina i vopnabúr banda- riskra herstöðva i Evrópu. Áætlanir um langdrægar eld- flaugar, kjarnorkukafbáta og eiturefnavopn standa hvort eð er fyrir utan leikritið I Genf. Is- land úr NATO, herinn burt!!!! Ragnar A.Þórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.