Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. mai 1982 viatalið Skonrokk ókeypis auglýsing fyrir Steina hf. og Fálkann segja þeir félagar í Lexíu, Ragnar og Marinó, en hljómsveit þeirra er nýbúin að gefa út 12 laga plötu Ein vinsælasta hijómsveit Norðurlands, Lexia, hefur sent frá sér stóra plötu 12 laga. Platan ber yfirskrift hljóm- sveitarinnar og á henni eru nær öll lögin frumsamin af meðlim- um hljómsveitarinnar sem eru fimm talsins. Þeir heita Ragnar Jörundsson, Marinó Björnsson, Björgvin Guðmundsson, Guðmundur Þór Asmundsson og Axel Sigurgeirsson. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem plata af þessari stærð kemur út eftir hljómseit starfandi á Norður- landi, þannig að útkoma hennar markar viss timamót i þróun dægurlagatónlistar utan þétt- býliskjarnans á Stór-Reykja- vikursvæðinu. En er það gerlegt að eiga við útgáfu á plötum fyrir hljómsveit eins og Lexiu? Upp á ritstjórn Þjóðviljans mættu tveir með- limir hljómsveitarinnar, þeir Ragnar Jörundsson (hér fyrr á árum i hljómsveitinni Toxic) og Marinó Björnsson en hann hefur jafnframt samið texta við 10 lög plötunnar. Þeir félagarnir kváðu það vera fyrirtæki upp á 200 — 250 Ragnar Jörundsson og Marinó Björnsson með nýju plötuna, Lexiu. Lögin á plötunni eru öll frumsamin. Ljósm.: — eik. þúsund krónur að gefa út þessa plötu og enn vantaði talsvert á að endar næðu saman. Ekki voru þeir ánægðir meö hvernig staöiö væri að lagakynningum i rikisfjölmiðlunum. Þáttur eins og Skonrokk væri i raun og veru ekki annað en ókeypis auglýsing fyrir Steinar hf. og Fálkann.og öll vinnubrögð þar hreint for- kastanleg. I útvarpinu væri ástandið betra en þó virtist sem útvarpið væri fyrst og fremst fyrir tón- listarmenn i Reykjavik. Kynning á nýju plötunni hefði verið ansi erfið, og lög ekki leikin i útvarpiö nema með miklum eftirgangsmunum. Þetta sögðu þeir skjóta ansi skökku við þar sem platan hefði ekki einasta fengið góða dóma um leið og verið væri að ryðja brautina i tónlistarlifi Norður- iands. Einnig kvæði viö nýjan tón i lögunum. Fjallaði platan um viðhorf ungiinga og einstak- lingsins sem i honum blundar til lifsins og tilverunnar. Þeir félagar i Lexiu, Ragnar og Marinó, sögðu aö starfsvett- vangur Lexiu væri mestan part um Norðurland, þ.e. hljóm- sveitin spilar þar næturlangt fyrir dansi. —hól. -0—0- 0'(§)~0— 9. *■? r i i>'v I h- kihmHr- wthiik m V’HK- ‘rllh Hrm- il'fi- />/< H- W-t>ih h'riw-rjhR- Q 'tf&'Jon-ná - -Jjjinfyt r'- peí-óa á, gfjc. .t-j, fórcu [■ þá, /JJ-tí ó'T þ/Ao jCá, á þ 'P'f' ■Á'Ao .'áþÍÁ. þiac /íirþþý Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson svíwHAf?íX)£.,é'G- SKIL rtvoRKi Upp hJE Hcnm.. £ó SKfíL REYNR A& OTSKýpf) í STOTTU þETTPi ER.0 eoRCrfífLSTZ&fl.NfíR.KoSNlrlG'Afí. eieo 2.1 speti r fiö/ecsA/esraSRN. nomp f£R€>oo& I ÖL-LÚ PE&Sú KOSMIflGff KÝST EUJKK.ÞEIR fcieu B: S>fíLFSTfí£P/SrfíLEÝe>0 •UlUST/iNG//_________________ 06 FRf>TOSoKto/\R.FLoKKOPlNNs/ALPÝB>UfffiiNPPiLfíólt) C(y KOEAfNA Fpp,cf)Bo£>l€>. ÞEáfíR fíU'K HA™ S</0 ^ouc><þA e/zu ölc PiTKsjftsxN -muN sfiroftN. HVF.R f£P\CfíBVcK>fírtp\ Þftpp FA Vz\ TIL Nf) K0$AllNG-U- NÖ HfíFfí FLoKKftfímR L/ór/5 mE£> Föfcvci sepo vffcL ycooQfísr r stjöaj/rvn-w, , 0.6.FI2V. 6F E/NHVER FLOKKOR FfFR T.P. S/£/ fiTKvÆö/)/ Þfí KotOfíSr HíNIR S EFSTU A LIÍT- rANUPO 1 STOoRNiHfí. Sfí FLOKKUR SEK) KECfíOfí. I( flest(jro mENNum fí€>,HEFufí KiElRlHLUTfl NFlR HINOrfí, OE Í?FE£>U/Q PfíSTJöfíHhíNH SKILofiWt tíiFFl HUERN K-fSTÞO? ILLO&I s^Alf- STfF&CFLoKK- •INH,Gv)N(V/°i KVENflAFRfiW 'ffo&£>, OG m •FiNNlAJðl FeOT 'S6 KN..SVO EG KVS VtST LÞÝPOdANM LflGlÐ. \T ) Folda, gáöu hvortblaðið þarna er gamalt eöa nýtt. 0 Sextándi mái.... „Sovétmenn hafna bandarfskum tillögum’ 7 / © Bulls Blaöið er bæði gamalt og nýtt. mi'UD 4 Fugl dagsins Þórshani Þórshaninn er annar tveggja fugla af sundhanaættinni. Þessir tveir fuglar eru mjög likir og er oft ruglað saman. A sumrin er hann dökkrauðbrúnn að neðan, hvitur á vöngum og dökkur á kolli. Hvitt vængbelti er áberandi á flugi. Þórshaninn verpir á þurrum sendnum sjávargrundum við lón og tjarn- ir á sjávarfitjum eða I eyjum með ströndum fram. Ekki eins algengur hérlendis og Óðins- haninn.Röddinmjóróma „húit” eöa „prip”. Rugl dagsins: Réttlæti en ekki hefnd Sótti sér brennivin á lögreglu- stöðina, og sagðist eiga það margfalt inni. Fors iðufrétt í Timanum GÆTTU TUNGUNNAR Sagt var: Hann réði þessu sjálfur. Rétt væri: Hann réð þessu sjáifur. Grænlands- farar boðaðir á fund í kvöld Eins og kunnugt er múnu Grænlendingar i Eystribyggð efna til glæsilegra hátiðarhalda dagana 2.-9. ágúst i tilefni þess, aö 1000 ár eru talin liðin siðan Eirikur rauði Þorvaldsson kom fyrst til Grænlandss. Það er bæjarstjórinn i Qagortoq (Julianeháb), Henrik Lund, sem hefur forystu um hátiðar- höldin. Norræna félagið beitir sér fyrir hópferð um mánaðamótin júli — ágúst til Grænlands af þessu tilefni. Gert er ráð fyrir fjórum hópum, einum 30 manna og þremur 40 manna, er dvelji i hálfan mánuð hver um sig á Grænlandi. Gist verður i skói- anum á Qaqortoq. Norræna félagið boðar Græn- landsfara á áriðandi fund f Nor- ræna húsinu í kvöld (þriöjudag- inn 18. mai) kl. 20.30. Þar verða gefnar nauðsynlegar upp- lýsingar og feröin kynnt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.