Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. mal 1982 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. úmsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslusljóri: Eilip W. Franksson. Blaðamenn: Auður Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Olalur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. íþróttalréttaritari: Viðir Sigurðsson. L'tiil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjóllur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. L'tkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 811133 Prentun: Blaðaprent hf. Vígi verkafólks, eða... • í yf irstandandi kjarasamningum verkalýðsfélag- anna hefur ísinn nú verið brotinn. ( lok síðustu viku var undirritaður nýr kjarasamningur til eins árs milli Starfsmannafélagsins Sóknar annars vegar og f jár- málaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hins vegar. • Á sama tíma og ráðamenn ríkis og borgar semja um nokkra launahækkun við eitt f jölmennasta stéttar- félag láglaunafólks, þá þverneitar Vinnuveitenda- sambandið öllum kjarabótum til láglaunafólksins og stendur fast á kröfu sinni um vísitöluskerðingu, sem hefði í för með sér 20-30% lækkun kaupmáttar. • Sú mynd, sem þarna birtist af ólíkum viðhorfum er svo skýr sem f ramast má verða. • Við krefjum Vinnuveitendasambandið og pólitíska ábyrgðarmenn þess svara: • Ætlið þið enn að krefjast kjaraskerðingar hjá fólkinu innan Verkamannasambandsins, innan Land- sambands iðnverkafólks og annarra láglaunafélaga, enda þótt ríkið og Reykjavíkurborg hafi samið við Sókn um kjarabætur? • Þessu komist þið ekki hjá að svara, ef ekki í orði þá á borði. • Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins, sagði í viðtali við Þjóðviljann sama dag og samið var við Sókn: „Það skiptir gífur- lega miklu máli, hvort peningavaldið í landinu er alls ráðandi hjá borg og riki, eða hvort verkalýðshreyf ing- in á þar sínum samherjum að mæta. Meðan Sjálf- stæðisf lokkurinn réði Reykjavíkurborg, þá gat Vinnu- veitendasambandið jafnan notað borgaryfirvöld eíns og því sýndistog beitt borginni fyrir sinn vagn. Sama gilti um ríkisvaldið, þegar flokkseigendur Sjálf- stæðisf lokksins höfðu þar mest ráð." • Vill nokkur maður i verkalýðsstétt kalla þá tíma yfir sitt fólk á ný? • Reykjavíkurborg á að vera vígi verkalýðs- hreyfingarinnar i baráttunni fyrir bættum kjörum og auknum réttindum hinna lakar settu í þjóðfélaginu, en ekki doría sem hengd er aftan í stríðsskip Vinnuveit- endasambandsins og Verslunarráðsins í stéttabarátt- unni. — k. Þeir bíða frétta • I þeim kosningum sem nú fara í hönd leggja ráða- menn Sjálfstæðisf lokksins ofurkapp á það að f lokkur- inn komi fram sameinaður, hvað sem veigamiklum innri ágreiningi líður. • Rökrétt andsvar vinstri manna við þessu getur aðeins verið eitt: Eining um Alþýðubandalagið. Það eru styrkleikahlutföll Alþýðubandalagsins og Sjálf- stæðisflokksins, sem marka stöðuna að einu og öllu leyti í íslenskum stjórnmálum. Það er styrkur þessara tveggja andstæðu póla í íslenskum stjórnmálum, sem öllu ræður um það hvort milliflokkar halla sér til hægri eða vinstri. Það sýna ótal dæmi fyrr og síðar. • Ráðamönnum Sjálfstæðisf lokksins er það vissu- lega kappsmál, að f lokkur þeirra komi vel út í sveitar- stjórnarkosningunum nú, — en miklu meira kappsmál er þeim þó hitt, að draga úr mætti Alþýðubandalags- ins. Það getur enginn yfirgefið Alþýðubandalagið án þess að þóknast um leið þeim öf lum sem ferðinni ráða í innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Þeir herrar vilja helst sjá virfstri hreyfinguna á íslandi sundraða í marga parta,t.d. eftir búsetu, aldri eða kynferði. Þá yrði eftirleikurinn auðveldur þeim stjórnmálaöflum, sem hér vilja ráðast á lifskjör almennings, opna allar gáttir fyrir stórauknar framkvæmdir bandaríska hersins og taka Alusuisse í guða tölu. • Aðeins samhent og sterk vinstri hreyfing getur hrundið leiftursókn frá hægri. • Alusuisseog ameríski herinn bíða eftir f réttum af atkvæðaseðlinum þínum á laugardaginn kemur. — k. j Mikið ! í kassanum IÞað á ekki af Framsóknar- flokknum að ganga. Fyrst er , kosningasjóðnum stolið og Ivar að sögn kosningastjór- ans mikið i kassanum eftir heila helgina og mátti skilja t að mikil traffik hefði verið Ihjá flokknum þá helgi. Heimildir herma aö eitt hundrað krónur hafi verið i , kassa kosningasjóðsins þeg- Iar nánar var eftir grennsl- ast, og má segja að þarna hafi Vöggur orðið litlu feg- , inn, og gildir þaö bæði um Iþjófinn og Framsóknar- ’ flokkinn. j Veltan og I atkvœðin ■ IMaður hefði háldið að velt- anhjá Framsóknarflokknum væri meiri þegar hann hefur , heila auglýsingastofu sem Ihannar allt i smáatriðum, áróðursmál, ræður, fram- komu og auglýsingar fram- ■ bjóðenda. Það hlýtur aö Ikosta eitthvað meira en hundraðkall. En árangri skilar auglýsingastofan; ekki , er um það að villast. Allir Ivita hver eru kosningamál Framsóknarflokksins. Hins- vegar er ekki alveg vist að | þauhaliinn atkvæði. Það má , þvi segja um kosningabar- páttu Framsóknarflokksins I að hún gangi vel að öllu ööru I I leyti en þvi, að atkvæðin ■ , vantar. I Ljótt að ! ■ | I kveikja í J En það á ekki af flokknum ■ Iað ganga. Ein auglýsinga- I brella auglýsingastofunnar I áðurnefndu var að segja I t Framsóknarmönnum að • | dreifa áróðursmiðum limd- I J um á eldspýtustokka, sem ■ Iframleiddir eru i Rússlandi I og heita upp á ensku Safety I Matches. Hinumegin lima I , svo Framsóknarmenn X B— * Ibetri borg! Og hvað gera f menn svo meö eldspýtur? | Kveikja á þeim að sjálf- I t sögðu. Og þar sem Fram- * Isóknarmenn vilja draga at- | hyglina að sér með eldspýtu- I stokkunum hefur sjálfsagt I t einhverjum „húmoristan- • Ium” þótt við hæfi að kenna | þeim til hvers þeir eru notað- | ir. En það er ljótt að kveikja i I kosningaskrifstofum — jafn- 1 i vel þó að kosningastjórarnir | | sjálfir hafi lagt til eldspýt- | I urnar. I klippt Tala fátt en hyggja flátt Jamm, fhaldið er fskyggilega fátalaö fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn og Morg- unblaðið hans hafa gert sér grein fyrir því, að þvi fleira sem þeir segja frá ætlunarverkum sinum i pólitikinni, þeim mun fleiri fara í andstööu við flokk- inn. Þeir hafa áttað sig á þvi að besti kosturinn fyrir svo félags- lega andstyggilegan flokk er að þegja sem ákafast um póli- tikina. Þvf hún hleypir hrolli i hvurn mann sem kynnist. Sú þrúgandi þögn virðist þvi vera pólitiska linan fyrir þessar kosningar og komi eitthvaö efnislega fyrir I Mogganum vegna kosninganna eða hrekkur út úr virðulegum frambjóð- endum flokksins þá gerist það ekki nema fyrir slys. Fyrir utan tölur til hefðbundinna blekk- k inga. neðra sæki að þeim hjartaprúðu riddurum með aur og skit. Og sósialisma. Heimsmet í vöðvahnykk I dýrlegum fagnaöi Sjálf- stæðisflokksins I Laugardals- höllinni I siöustu viku voru margar svona ræður fluttar. Allt hvarf það I skuggann fyrir ástarjátningum fjölmiðlapopp- ara og heimsmeti i vöðva- hnykkjum. Til dæmis flutti Katrin Fjeldsted þar ágæta ræðu um það í hve mikilli hættu fjölskyldan væri, mörg öfl i þjóðfélaginu sækja að fjölskyld- unni og vilja rýra stööu hennar, Sjálfstæðisflokkurinn er styrk- asta stoð fjölskyldunnar i sam- félaginu. Allir lesendur þekkja þennan bulluganginn. Uppá veggjum voru borðar þarsem letraö stóð skýrum stöfum: Hógværöin skein úr andliti borgarstjóraefnis Sjálfstæöisflokksins I Laugardalshöll. Sameinuð birta í þéttri djörfung Hér höfum við líka fengið skýringuna á hinum undarlegu ræðuhöldum frambjóðenda Sjálfstæöisflokksins. Annars er það ekki bara vegna okkar sósialista sem ihaldiö kýs að fela vígtennurnar (sem biða bráðarinnar). Kvennafram- boðið er þeim skeinuhætt og vænlegra að fara með bliðmælgi á fund kjósenda úr þeim áttum, sem I rauninni eru til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn þó til hægri sé viö Alþýðubandalagið (fyrir þá sem enn vilja halda i gamla mælikvarða). 1 ræöum og riti tala Sjálf- stæðismenn ótrúlega mikiö um ekki neitt. Pokaprestar heföu verið fullsæmdir af oröa- gjálfri frambjóðendanna um „birtuna f augsýn, lftum með djörfung til framtiðarinnar, sigurinn er vis, fram til sigurs, stöndum þétt saman, sameinuð sigrum við” og svona meiningarlausir oröaleppar i löngum bunum. Með þessu virð- ist íhaldið vera aö telja sér tftí um aö það sé upphafiö til guð- anna meöan einhver óútskýran- leg öfl (allir hinir flokkarnir) úr „Sjálfstæöi gegn sósialisma”. Þetta er tilbrigði við þaö þýska „Freiheit statt Soziaiismus” og allir ihaldsflokkar heimsins taka upp í einhverri mynd. íhaldið eða kaos Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins skrifar i Moggann á laugardag grein I sama dúr og moll. „Sameinumst til sigurs” heitir greinin sú þarsem segir m.a. „Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur athafhafrelsis og einkafram- taks, hefur lengst af veriö kjöl- festan i islenskum stjórn- málum. Rótleysi stefnuleysi og upplausn í þjóðfélaginu á meðal annars upptök sin I þvi, aö flest- ir vilja kröfur á hendur sam- félaginu, en fáir axla ábyrgö”. Lesandi góður, þá vitum við það, okkar er rótleysið, stefnu- leysiö og upplausnin, en allt hitt er Sjálfstæöisflokksins. Þú stendur frammi fyrir vali: ihaldiö eða kaos. Auðvitaö þýðir þetta valið um einræði ihaldsins i borgarstjórnarapparatinu ell- egar fjölflokkastjórn á borginni. Mætti nú spyrja lýðræðissinn- ana hvar sem þeir annars halla sér i' flokkunum hvort þeir telji heilbrigöara einræði Sjálf- stæöisflokksins eöa fjölflokka- stjórn hinna flokkanna? — óg 99 skorNL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.