Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 9
Helgin 15 — 16. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Fyrst einbeitti núverandi meirihluti sér aö G-álmu Borgarspitalans og siðan að B-álmunni, sem risið hefur frá grunniá kjörtimabilinu og byrjað verður að taka i notkun á árinu. AHt sem þið hafið gert á kjörtímabilinu ætiuðum við að gera og við hefðum gert það fljótar og bctur en þið. Þetta stef syngja Sjálfstæðismenn með ýmsum tilbrigöum þessa dagana. Borgarstjóraefnið Davið Oddsson segir þannig i Morgunblaðinu 2. maí. „Sjálfstæðismenn höfðu gert bindandi samning við rikisvaldið um uppbyggingu B-álmunnar. Þegar núverandi meirihluti tók við frestaði hann framkvæmd þessara samninga i tvö ár. Þess vegna hefði B-álman verið komin i notkun ef við þessa samninga hcfði verið staðið.” Páll Gislason tekur undir i Dagblaðinu og talar um að eftir tveggja ára töf hafi vcrið látið undan þrýstingi, ,,en við sjálfstæðismenn lögðum megináherslu á að koma byggingunni áfram.” Byggingarsagan eins og hún er Rétt er byggingasagan þannig. Samningurinn við rikið frá 1977 var um það að heilbrigðisráðu- neytið mundi beita sér fyrir að rikissjóður legði fram 75 miljónir gkr. 1978 og siðan átti að hækka árlegt framlag rikis um litlar gamlar 5 miljónir á ári til 1981. Arin 1982-1985 átti svo framlag rikisins að vera 120 miljónir á ári. Þessu fylgdi svo von i verð- bótum. Til þess að koma bygging- unni áfram hefði borgarsjóður þvi þurft að leggja fram verulega mikið meira en sinn lögboðna hlut (15% byggingarkostnaðar) fyrstu byggingarárin. Ég leyfi mér að fullyrða að það hefðuSjálfstæðismennekki getað gert. 1 ársbyrjun 1978 stóðu bygg- ingarmál Borgarspitalans þannig að unnið var við byggingu þjónustuálmu, sem nú hýsir m.a. slysadeild. Mjög brýnt var orðið að ljúka þeirri byggingu og þá talið að til þess þyrfti 230 miljón- ir. Sú áætlun var að visu alltof lág, en allar áætlanir um þá byggingu reyndust mjög haldlitl- ar og i nóv. 1978 er talið að 178 miljónir vanti til þess aö ljúka byggingunni og kaupa tæki. Með þessa byggingu á fullkomnu vandræðastigi haustiö 1977 var svo ráðist i að fara að grafa grunn og steypa botnplötu B-álmu sam- kvæmt gömlum teikningurii sem seinna kom á daginn að þurfti aö- endurskoða og breyta. Heildarfjárveiting til bygginga við Borgarspitalann árið 1978 var 260 miljónir samkvæmt fjár- hagsáætlun borgarinnar, og þvi engan veginn hægt að vinna við báðar byggingarnar af fuilum krafti, jafnvel þótt þeir peningar hefðu verið tiltækir. Auðvitað hefði verið hægt að halda áfram eftir gömlu slóðinni og dunda i báöum álmunum, en ný stjórn Borgarspitalans tók þann kost að iáta verksvitið ráða og leggja allt kapp á að ljúka fyrst þeirri fram- kvæmd sem lengra var á veg komin. Það var enginn ágreiningur I sjúkrahússtjórninni um þetta mál og enginn borgar- fulltrúi gerði ágreining um málið i borgarstjórn. Það var ekki fyrr en árið 1981 að þeir Sjálfstæðis- menn fóru allt i einu að tala um að við hefðum frestað byggingu B-álmu i tvö ár. Þá hefur greini- lega einhverjum snillingnum dottið i hug að þetta mætti nota i kosningum. Ég get vel trúað þvi að Sjálf- stæðismenn heföu haldið áfram að gaufa við sinn hvorn endann á Borgarspitalanum i nokkur ár og slysavarðstofan sæti enn þann dag i dag i gömlu þrengslunum. Hitt er sinu óvissara hvert fram- lag borgarsjóðs til B-álmu hefði orðið árin 1978-1982. Niðurskurðar tillaga Sjálf- stœðismanna Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1978 með 260 miljónunum reynd- ist litils virði þegar á hólminn var komið og hana þurfti að skera niður. Það gerði hinn nýji meiri- hluti og fyrrverandi borgarstjóri Birgir Isl Gunnarsson skammaði okkur þegar það gerðist. Ekki fyrir að skera áætlunina hans niður, heldur fyrir það að skera ekki nógu mikið niöur. Og hann benti okkur góðfúslega á hvernig fara ætti að. Þaö var mikill vandi á ferðinni 197'isagði hann ,,og við þessum vanda var brugðist. Við tókumst á við þennan vanda. Við skárum miskunnarlaust niður framkvæmdir bæði vinsælar og ó- vinsælar framkvæmdir og við skárum miskunnarlaust niður ýmsa rekstrarliöi. Þannig kom- umst við út úr þessu” „gagnrýni min hér og nú er fyrst og fremst að mér virðist að á þessum vanda eigi að gripa með vettlingatökum”. Siðan hafa Sjálfstæðismenn ekkert haft til málanna að leggja Adda Bára um byggingaframkvæmdir annað en þetta sama — niðurskurð. Þaö var auðvitað ljóst að nauðsyniegt yrði að fá mun meira fjármagn frá rikinu en samningurinn frá 1977 gerði ráð fyrir til B-ál- unnar ef uppbygging hennar ætti að ganga með viðunanlegum hraða. Þetta tókst og framkvæmd ir hófust aftur haustið 1980 og siðan hafa þær gengið bæði fljótt og vel. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagst þar fast á árar og með samþykkt laga um framkvæmda- sjóð aldraðra er búið að tryggjá áframhaldandi fjárveitingar til þessarar miklu framkvæmdar, neina það gerist að einhverjar leiftursóknarhetjur komist til valda og afncmi lög um fram- kvæmdasjóö. Það styttist því óö- um sú tiö að hér riki neyðará- stand vegna plássleysis fyrir aldraða langdvalarsjúklinga — nema það gerist að ihaldið nái aftur tökum á stjórn rikis og borgar. 13. mai 1982 Adda Bára Sigfúsdóttir. Adda Bára Sigfúsdóttir rekur byggingarsögu B-álmu Borgarspítalans eins og hún er, en ekki eins og Sjálfstœðis- menn ætluðu að.... ,Viðætluðum að...’ Sveinn Tómasson, forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum: „Síðasta kjörtímabil var framfaratúnabil” I Vestmannaeyjum hefur undanfarið kjörtímabil verið meirihlutastarf Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Við slógum á þráðinn til Sveins Tómassonar forseta bæjarstjórnar en hann skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins. Við spurðum hann um kosningahorfur og sagði hann að Alþýðubandalags- menn gengju bjartsýnir til kosninga enda hefði vel verið unnið á þessu kjörtímabili og það væri bæjarfélaginu f yrir bestu að sama stjórn yrði áf ram við völd. — Um hvað snýst kosningabar- lega margt en verklegar áttan, aö þessu sinni? framkvæmdir eru ofarlega á — Hún snýst vitanlega um ákaf- baugi. Hitaveitu hefur verið kom- ið á laggirnar og skipalyftan tek- ur til starfa á næstunni. Þetta hvort tveggja markar mikil framfaraspor. Við höfum þurft að vinna margt upp eftir gos og á næstunni er brýnast að vinna að gatnagerðað minu mati. — Hefur stjórnarandstaðan eitthvaðfram aðfæra? — Hún er satt að segja ákaflega máttleysisleg enda viðurkennir hún það undir niöri að vel hafi verið stjórnað á sfðasta kjörtima- bili. —GFr Sveinn: „Stjórnarandstaöan er ákaflega máttlaus enda viðurkennir hún undir niöri aö vel hafi verið stjórnaö”. Ljósm. —- jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.