Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. mai 1982 Prýðis- góður árangur sagði Helga Magnúsdóttir formaður Framfarafélags Breiðholts III Framfarafélag Breiö- holts 3 gekkst fyrir hreinsunardegi á laugar- daginn. Breiðholt 3 saman- stendur af hverfunum í Fellum, Hólum og Bergi. A þessu svæöi býr nær helm- ingur Breiöholtsbúa, en íbúasamtökin hafa geng- ist fyrir slíkum hreinsun- ardegi árvisst á hverju vori. Að sögn Helgu Magnúsdóttur, formanns Framfarafélagsins tókst hreinsunardagurinn i alla staði mjög vel. Nokkur hundruð manns störfuðu ötullega obbann af laugardeginum. Hreinsunar- deild Reykjavikur dreiföi 1500 pokum sem i var safnað rusli. Var gengið i að hreinsa skólalóðir, stéttir, götur og stiga. Sagði Helga að mikill munur væri að sjá Breiðholt 3 eftir framkvæmdirn- ar. —hól Landspítalinn og Borgar- spítalinn með neyðarvaktir Ekkert samkomulag varð á fundi hjúkrunarfræðinga og fjár- málaráðuneytisins I gær og hefur neyðarástand skapast eftir að Landakotsspitali hefur neitað að taka að sér neyðarvaktir. Svavar Gestsson heilbrigðis- ráöherra fór þess á leit i gær við Landspitalann og Borgar- spitalann að þeir tækju að sér þær neyðarvaktir sem Landakots- spitali hefði neitað að taka aðsér. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði i gærkvöldi að hann hefði setið fund með formönnum læknaráða Landspitalans, Borgarspitalans og Landakots svo og borgarlækni, og hefði þar verið ákveðið að Borgarspitalinn tæki að sér neyðarvaktina á þriðjudag, en Landspitalinn á miðvikudag. Siöan yrði boðaður annar fundur með formönnum læknaráðanna á miðvikudag. Ólafur sagði að Landakot veitti vissa bráðaþjónustu, en þess hefði verið farið á leit, að Landa- kot veitti samskonar þjónustu og hin sjúkrahúsin. Þá sagði Ólafur að læknum væri ljóst, að samkvæmt lækna- lögum bæri læknum að svara kalli og veita þjónustu, en hún hlyti hins vegar óhjákvæmilega að takmarkast af þvi, hve aðstoð við sjúrahúsin væri litil. Á fundi sinum i dag sendu formenn læknaráða sjúkrahúsanna jafnframt frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segja að erfitt sé að halda uppi lág- marksþjónustu við rikjandi aðstæður og skora þeir jafnframt á fjármálaráðherra að hefja nú þegar raunhæfar viðræður til lausnar deilunni. Ingibjörg Gunnarsdóttir hjá Hjúkrunarfræðingafélaginu sagði i gær að það væri i höndum hjúkrunarfræöinga á hverjum vinnustað að ákveöa hversu margir sinntu neyðarþjónustu, en hins vegar væri það á valdi læknanna hversu margir væru teknir inn á hverja stofnun. -ólg. Hreinsunardagur í Breidholti Hverfasamtök boða til stj ómmálafundar Þingholtsbúar harma byggingarframkvæmdir íbúasamtök Vestur- bæjar norðan Hring- brautar og Þingholtanna halda sameiginlegan stjórnmálafund með fulltrúum framboðslist- anna að Hótel Borg i kvöld, þriðjudaginn 18. mai kl. 20.30 Fyrirhönd Alþýðubandalagsins mæta þau Sigurður Harðarson og Alfheiður Ingadóttir. Félagsfundur tbúasamtaka Þingholtanna samþykkti nýverið ályktun, sem hljóðar svo: tbúasamtök Þingholtanna fagna þeirri samþykkt sem gerð var á Skipulagsnefndarfundi ný- verið þar sem ibúasamtökum i gamla bænum er gefinn kostur á að starfa með Borgarskipulagi Reykjavikur við endurvinnslu og mótun deiliskipulags fyrir gömlu hverfin. Hinsvegar harma samtökin hvernig staðið hefur verið að byggingarframkvæmdum við Þórsgötu 29. tbúar við Þórsgötu og Lokastig ásamt Stjórn samtakanna hafa leitað allra löglegra leiða til að fá stöðvaðar þær framkv. meðan málið yrði tekið upp að nýju. Kærum sem fram hafa komið hefur i engu verið sinnt og telur fundurinn það vitavert að yfir- völd þessara mála skuli gjörsam- lega hafa brugðist sinu hlutverki þ.e. að sjá til þess að lögum sé framfylgt. Fundurinn krefst þess að byggingarframkvæmdir við Þórsgötu verði þegar I stað stöðv- aðar og málið tekið upp að nýju, þar sem fullt tillit verði tekið til ibúa við ofanverða Þórsgötu og Lokastig. Vegna fyrirhugaðrar bygg- ingarframkvæmdar á lóð nr. 16 við Óðinsgötu óskar fundurinn eftir að tekið verði fullt tillit til óska ibúa nærliggjandi húsa, þegar ákvörðun veröur tekin varðandi teikningar af þessari lóð. Sigurður Harðarson K.jarnorkuvopnalaus Norðurlönd 100 þúsund í friðar- göngunni í Gautaborg Fulltrúi SHA flutti ávarp Fiölmennasta friðarganga setn sögur fara af i Sviþjóð átti sér stað i Gautaborg á laugar- dajginn. Tilefni göngunnar var að mót- mæla vigbúnaðarkapphlaupinu ogí krefjast kjarnorkuvopna- lausra Norðurlanda. Högni Eyjólfsson námsmaöur i Gautaborg sagði i simtali við Þjööviljann i gær að gengið 'heiföi verið frá 5 stöðum i borg- inOi. að Ullevi-iþróttaleikvang- inúm þar sem sameiginlegur fundur var haldinn, og var mat lögreglunnar að um 100 þúsund mgnns hefði tekið þátt i göngun- um. Jóhannes Agústsson Inni á sjálfum leikvanginum rúmast hins vegar ekki nema um 50 þúsund áhorfendur, og var hann þétt setinn. Fulltrúum frá öllum Norður- iöndunum var boðið að taka til máls, og flutti Jóhannes Agústsson nemi i þjóðhagfræði ávarp fyrir hönd Samtaka her- stoðvaandstæðinga við upphaf einnar göngunnar. Högni sagði að aðgerðir þess- ar heföu ekki verið skipulagðar af félagasamtökum, heldur hefðu einstaklingar átt frum- kvæðið að þeim og fengið til liðs vjö sig hreyfingar og félaga- sámtök. Þá hefðu borgaryfir- völd i Gautaborg einnig veitt að- geröunum stuöning, meöai ann- ars með þvi að leyfa afnot af iþróttaleikvanginum og þá var einnig öllum sem báru merki dagsins leyft að fara ókeypis i strætisvögnum borgarinnar. Einnig var ókeypis fyrir borg- arbúa i tivolí-skemmtigarðinn á Lyseberg um kvöldiö. A fundinum á Ullevi-leik- vanginum töluðu meðal annarra þau Daniel Ellsberg, sem kunn- astur er fyrir uppljóstranirnar á „Pentagon-skjölunum” um Vietnamstriöiö og norska leik- konan Liv Ullman. Fánar allra Norðurlandanna voru bornir i göngunni og á leik- vanginum, og Jóhannesi Agústssyni var falið að færa is- lensku rikisstjórninni boðskap fundarins i þartilgerðu kefli, sem send voru rikisstjdrnum allra Norðurlandanna. Högni Eyjólfsson sagði að veður hefði verið mjög gott, og sumarið væri nú komið til Gautaborgar með sólskini og 20 gráðu hita. Hann sagði að a.m.k. 100 Islendingar hefðu tekið þátt I friðargöngunni á laugardaginn. — ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.