Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. mal 1982 Einkennilegur draumur Borgara nokkurn í Reykjavík dreymdi f yrir skömmu einkennilegan draum. Honum þótti sem Drottinn alls- herjar kæmi að máli við sig og færi að tala um þjóð- kunnan mann. ,,Ég hef nú haft í svo mörgu að snúast að undanförnu," sagði Drottinn allsherjar, „að ég hef ekk- ert getað fylgst með manni þessum, en veit að sjálf- sögðu, að honum hefur verið hyglað á ýmsan hátt samkvæmt gömlum fyrirmælum mínum. Nú þykist ég geta ráðið af glaðklakkalegu kvisi úr Neðra, að sálar- birta hans kunni að vera í daufasta lagi. Hvað heldur þú um það, væni minn?" Og borgari’nn þóttist í draumnum hafa svarað Drottni allsherjar með tveimur vísum, sem hann mundi reyndar, þegar hann vaknaði. Þær hljóða svo: Hringli í krónum, hverfur allur friður, hrifsar og krafsar svartur dálkasmiður. Sveiar hann jafnframt norður bæði og niður Norrænu ráði og öllu sem það styður. Þannig er piltur. Þvi er verr og miður. Þrútið er skapið, sígráðugur kviður. Fái 'hann á disk sinn bráðfeitt blóðmörsiður, byrjar hann strax að heimta svið af yður. Ekki er þess getið, hverju Drottinn allsherjar svaraði, en hitt fylgdi sögunni, að hann hefði andvarpað þung- lega. Frá Héraðsskólanum á Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júnin.k. 1 skólanum eru 8. og 9. bekkur grunnskóla, fornámsdeild, iþróttabraut og uppeldis- braut. Upplýsingar hjá skólastjóra simi 99-6112. Laus staða Staða lektors i félagsfræði i Kennarahá- skóla íslands er laus til umsóknar. Lektornum er ætlað að kenna bæði i kjarna og valgrein kennaranámsins. Umsækjendur þurfa að hafa lokið há- skólanámi i uppeldisfræðum og veiti kennsluréttindi i framhaldsskólum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og náms- feril sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 13. júni n.k. Menntamálaráðuneytið, 13. mai 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.