Þjóðviljinn - 18.05.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.05.1982, Qupperneq 7
Þri&judagur 18. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Lærdómar Falklandseyj a- stríðsins: Þegar eldflaugar og tundurskeyti sökkva meö lítilli fyrirhöfn argen- tínsku beitiskipi og nýjum breskum tundurspilli við Falklandseyjar verður mikið fjaðrafok í flota- málaráðuneytum, sem fá yfir sig úr öllum áttum eina og sömu spurningu: eru herskip dauðadæmd í stríði? Breska tundurskeytið sem sökkti argentinska beitiskipinu Belgrano hershöfðingi heitir Tig- erfish. Það er um sjö metrar að lengd, vegur hálft annað tonn og dregur um 30 km. Eftir að þvi hefur verið skotið (frá kafbáti) fer það með um 80 km hraða i átt til skotmarksins og breytir um stefnu eftir fyrirmælum tölvu i kafbátnum. Þegar skeytið nálg- ast skotmarkið og kafbátsmenn þykjast sjá að allt sé i lagi tekur innbyggður stýrisbúnaður við og beinir skeytinu á skotmarkið. Sérfræðingar segja illmögulegt að verjast Tigerfish þvi að það sé i raun ömögulegt fyrir væntanleg fórnarlömb að vita af þvi að skeytið sé á leiðinni. Eldf laugin franska Tundurspillirinn Sheffield sökk fyrir franskri eldflaug af gerðinni Exocet AM 39. Henni er hægt aö skjóta úr flugvél sem flýgur lægst i 300 feta hæð og hæst i 33 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn gefur tölvubúnaði skeytisins upplýsing- ar um staðsetningu skotmarksins og skýtur þvi i 50 - 68 km fjarlægð frá þvi skipi sem sökkva skal. Exocet leitar niður að yfirborði og tekur siðan stefnu á skotmark- ið um það bil átta fet yfir sjávar- máli og þýtur á það með hraða hljóðsins. Það eru til varnareld- flaugar sem gætu mætt Exocet — en það er mjög hæpið að menn geti áttað sig nógu snemma á þvi sem er að gerast til að þær varnir komi að haldi. Stóru skipin Þessar staðreyndir ýta undir þá sem hafa mikla vantrú á flota- uppbyggingu, og þó einkum á smiði stórra skipa. En það hlá- lega er, að meðan tundurspillir- inn Sheffield brann við Falk- landseyjar var bandariska þingið að ræða um fyrsta áfangann i áætlun Reagans um 168 miljarða dollara framlag til að stækka flot- ann. Og efst á listanum eru tvö 90 þúsund smálesta flugvélamóður- skip, sem eiga að koma upp i fimmtán skip þeim flugvélamóð- urskipaflota sem eiga að geta ,,fært bandariskan hernaðarmátt upp i kjaftinn á sovéskum vörn- Þetta er eldflaugin sem grandaði breska tundurspillinum; hún fer með hraða hljóðsins átta fet yfir yfir- borði sjávar... Eru herskipin dauðadæmd? Argentínska beitiskipið Belgrano hershöfðingi sekkur I sæ: meira að scgja spáný flugvélamóðurskip Bandarikjanna mundu aðeins duga i tvo daga... um” eins og vikuritið Newsweek kemst að orði. Ekki sýnast miklar likur á þvi að hætt verði við þessi áform, enda þótt þeim fjölgi með degi hverjum sem efast um, að flota- deildir sem snúast mikið um flug- vélamóðurskip og urðu til i seinni heimsstyrjöld, geti lifað af i þeim tæknihernaði sem nú er hægt að heyja. Rickower aðmiráll var að þvi spurður fyrir bandariskri þingnefnd hve lengi kjarnorku- knúin flugvéla móðurskip Bandarikjamanna gætu enst ef að allsherjarstrið brytist út. Hann svaraði því. Svar hans var: 1 tvo daga. Smáu skipin? Flest er á tækni- og tölvuöld andsnúið langlifi herskipa. Fjar- skiptahnettir gera það mögulegt að vita hvar hvert einasta herskip er statt á hverjum tima. Og, sem fyrr segir, árásareldflaugarnar eru jafnan skrefi á undan þeim jFyrstu tónleikar 'Þórunnar ! Guðmunds■ ! dóttur Þórunn Guðmundsdóttir flautuleikari hcldur tónleika á sal Tónlistarskóla Kópavogs að Ilamraborg 11, þriðju hæð, i kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.30. Undirleik annaðist Guöriöur St. Sigurðardóttir. Þórunn er að ljúka burtfarar- prófi við Tónlistarskóla Kópa- vogs og eru þetta hennar fyrstu sjálfstæðu tónleikar. Kennari hennar er Bernard Wilkinson. Á efnisskránni eru verk eftir C. Ph. E. Bach, Puolenc, Rouss- el og Martinu. L. Þórunn Guðmundsdóttir FRÉTTASKÝRING búnaði sem hægt yrði að beita til að verjast þeim — auk þess sem sá sem verst þarf alltaf að vera á verði, en árásaraðilinn þarf ekki annað en fiska hentugt augnablik til árásar. Herfræðingum ber svo ekki saman um það, hvernig bregðast eigi við þeim háska sem herskip eru i. Ein viðbrögðin eru blátt áfram þau, að hætta ekki á að geysidýrir gripir eins og flug- vélamóðurskip komi nálægt um- talsverðum háska: til dæmis stillti bandariski flotinn sig um aö senda flugvélamóðurskip inn á Persaflóa meðan á stóð gisladeil- unni. (En þá má lika spyrja: ef flugvélamóðurskip eiga að færa bandariskan árásarbúnaö og flugvélar sem næst Sovétrikjun- um, hvaða gagn er að þeim, ef ekki má setja þau i hættu?) Enn er ráðlagt að hugsa minna um stærri skip en áður og smiða þeim mun fleiri smáskip. Þá er vitnað til Sovétmanna, sem hafi smiðað allmikið af smáskipum — sem séu m.a. sérhæfð i að koma stærri skipum fyrir kattar- nef. Gröfum Custer upp En þótt gifurlega örar tækni- byltingar gerist á sviöi hernaðar er herfræðileg hugsun fremur hæggeng. Tii dæmis er Reagan nú að 'aka i notkun nokkur stór or- ustuskip frá þvi i seinni heims- styrjöld, sem búið var að leggja, og ætlar að nota þau sem skot- palla fyrir stýrisflaugar. Ekki einu sinni herskáir menn úr flokki Reagans sjálfs eru hrifnir af þeirri áætlun. Til dæmis er það haft eftir Barry Goldwater, öld- ungardeildarþingmanni frá Ari- zona, að þegar þessir kláfar eru aftur teknir i notkun þá sé það eins og að „endurnýja herinn með þvi að grafa upp Custer hershöfð- ingja”. En Custer var riddara- liösforingi sem beið ósigur fyrir Indjánum við Little Big Horn fyr- ir hundrað árum. AB í fyrri viku lést i Stokk hólmi úr hjartaslagi hinn heimskunni rithöf- undur Peter Weiss. Hann var 65 ára að aldri. Weiss var fæddur i Þýskalandi og var af gyðingaættum. Eftir valdatöku Hitlers flúði fjölskylda hans, fyrst til Tekkóslóvakiu en siðan til Sviþjóðar. Weiss hóf feril sinn sem málari og kvikmyndageröarmaður. Siðan tók hann að skrifa, bæði á þýsku og sænsku, en það var með leikritinu Moröið á Marat (1964) sem hann náði heimsfrægð — þaö leikrit hefur tvisvar verið sett á sviðhéri Reykjavik. Peter Weiss varð einn áhrifa- mestur frömuður hins pólitiska leikhúss eftirdaga Brechts. Hann hefur samið leikrit um fanga- búðir nasista, um Trotski, um Vietnamstriðið og fleiri þau stórmæli sem okkar öld hefur heyrt og séð. Siöustu æviárin vann hann að skáldsagnaflokki meðsjálfsævisöguivafi.sem hann nefndi „Fagurfræði andspyrn- unnar”. Nýlega var frumsýnd i Slokkhólmi ný leikgerð hans á Málaferlunum, skáldsögu Franz Kafka. VALIÐ ER ÞITT! 3 Frábær | greiðslukjör. X 11 ■-» Verð á götu station kr. 45.000.- Verð á götu fólksbifr. kr. 42.500.- INGVAR HELGASON Melavöllum v/Rauðagerði simi 33560

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.