Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.05.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. maí 1982 VELSKOLI ISLANDS REYKJAVÍK Innritunarfrestur er til 10. júni nk. Inntöku- skilyrði eru að umsækjandi hafi náð tilskyld- um aldri og kunni sund. Störf og réttindi vélstjóra Vélstjórar vinna margvísleg störf til sjós og lands, við vatns- og orkuveitur, í smiðjum og iðnaði. Störfum vélstjóra í iðnaði fer f jölgandi með vaxandi iðnvæðingu. Réttindi vélstjóra til starfa á sjó eru sem hér segir: . 1. stig veitir réttindi til yf irvélstjórnar á f iski- skipi með allt að 250 hestaf la vél og undirvél- stjórnar á fiskiskipi með allt að 500 hestafla vél. 2. stig veitir réttindi til undirvélstjórnar á fiskiskipi meðalltað 1000 hestaf la vél. 3. stig veitir réttindi til undirvélstjórnar á fiskiskipi með allt að 1800 hestafla vél og á f lutningaskipum og farþegaskipum. 4. stig veitir ótakmörkuð réttindi eftir að nem- andi hef ur lokið sveinspróf i í velvirkjun. Réttindi hvers stigs aukast síðan að fenginni starfsreynslu eftir ákveðnum reglum. I Reykjavík fer fram kennsla í öllum f jórum stigum vélstjóranáms: á Akureyri, í Vest- mannaeyjum og á fsafirði og 1. og 2. stigi; á Húavik og í f jölbrautaskólum Akraness og Suðurnesja í 1. stigi. Skipulag námsins og námsmat Sl. haust var tekið upp áfangakerfi við skól- ann og fer námið i 1. og 2. stigi fram sam- kvæmt því skólaárið 1982—83. Þeir nemendur sem hef ja nám við skólann haustið 1982 stunda því nám eftir áfangakerf i. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla og vilja innritast i Vélskólann, fá fyrra nám sitt metið að þvi leyti sem það fellur að námsefni skólans. Þeir sem lokið hafa sveinsprófi í vélvirkjun, bifvélavirkjun eða rennismíði fá fyrra nám sitt metið eftir sérstökum reglum. Framhaldsnám eftlr vélskólanám Nám við Vélskólann veitir möguleika á f ram- haldsnámi, við tækniskóla og tækniháskóla. Einkum skal bent á f ramhaldsnám í véltækni- greinum, rafmagnsgreinum og tölvutækni en tölvukennsla var tekin upp sl. haust. Tölvu- kennslan við Vélskólann hef ur þá kosti að vera tengd verklegu námi og hagnýtri reynslu og er því ákjósanlegur undanfari að framhalds- námi í greininni. Stef nt er að því að Vélskólinn útskrif i stúdenta eftir að4. stigs námi er lokið. Grunndeildlr verknámsskóla Nemendur, sem eru að Ijúka grunnskólanámi og hyggja á vélskólanám, skal einnig bent á grur ndeildir verknámsskólanna (fjölbrauta- skóla og iðnskóla) en þar er hægt að Ijúka hluta námsins, t.d. í verklegum greinum eins og smíðum, suðu og grunnteikningu. Allar frekari upplýsingar er að fá í Námsvísi Vélskólans sem fæst á skrifstof u skólans. Þar liggja einnig f rammi umsóknareyðublöð. Skrifstofa Vélskólans (f Sjómannaskólahús- inu) er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Sími 19755. Skólastjóri. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Hlöðver Sigurðsson fyrrverandiskólastjórí verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19 maikl. 16.30 Páll Hlöðvesson Anna M. Hlöðvesdóttir Sigurður Hlöðvesson Þorgerður H. Hlöðvesdóttir og barnabörn Ilannveig Valtýsdóttir Sigurleif Þorsteinsdóttir Minning: Jórunn Jónsdóttir Fædd 4. april 1893 — Dáin 10. maí 1982 í dag verður til moldar borin frá Fossvogskapellu Jórunn Jónsdóttir Lönguhliö 3 hér i borg. Jórunn var fædd aö Bakka i Svarfaðardal, þann 4. april 1893 og var þvi 89 ára er hún lést. For- eldrar hennar voru Svanhildur Björnsdóttir og Jón Zophoniasson bæði Svarfdælingar að ætt og uppruna. Þau Svanhildur og Jón eignuöust 8 börn en tvö þeirra dóu i æsku. Jórunn var 4. elst þeirra barna en 3 eru á llfi, en þau eru Jóhanna er dvelur á sjúkrahúsi á Sauðárkróki, Zoponias búsettur i Kópavogi og Frimann búsettur i Reykjavik. Jórunn fluttist með foreldrum slnum 11 ára gömul að Neðra Asi i Hjaltadal og dvaldist þar i foreldrahúsum fram yfir tvitugsaldur er hún fluttist til Reykjavikur i atvinnuleit. Stund- aði hún að jafnaði þjónustustörf á vetrum en kaupavinnu á sumrum eins og algengt var á þessum ár- um. Var hún eftirsótt til stafa vegna dugnaöar og ósérhlifni en hvort tveggja var henni i blóð boriö. Eftir 1930 hóf hún störf á Hótel Borg I Reykjavik og starf- aði þar um langt árabil. Siöar vann hún við þvottahúsið Drifu allt fram á elliár, þ.e.a.s. meðan kraftar entust. Jórunn var ein- hleyp alla sina ævi og eignaðist ekki afkomendur. Persónuein- kenni Jórunnar og eðliskostir voru eins og áður er að vikið, samviskusemi I starfi og einstök húsbóndahylli. Þeir munu ekki hafa verið margir þeir dagar er hana vantaði til vinnu á hennar löngu starfsævi, en hún átti þvi láni að fagna að vera heilsuhraut fram á allra siðustu ár. Einn var sá páttur i fari Jór- unnar sem einkenndi hennar lifs- hlaup ailt en það var einstök frændrækni og væntumþykja gagnvart öllum sinum stóra frændgarði. Þaö mun hafa verið G. Eliot sem sagði þessi fleygu orð: „Maður þarf aö vera fátækur til þess að þekkja munað þess að gefa”. Jórunn safnaði ekki auði á Krabbameins- iélagið byggir við Hvassaleiti Krabbameinsfélagið undirbýr nú byggingu nýs húss fyrir starf- semina á k>ð sem félagið hefur fengið úthlutað við Hvassaleiti I Reykjavlk. Fjársöfnun verður I haust og stefnt að þvi að fram- kvæmdir hefjist næsta vor. Þeim á að Ijúka á árinu 1984. Þetta kom m.a. fram á aðal- fundi Krabbam einsfélags tslands, en hann var haldinn 7 mai s.l. Formaður félagsins, dr. Gunnlaugur Snædal yfir- læknir, skýrði frá starfsemi siðasta árs. Var hún svipuð og áður, en þd var fjöldi kvenna sem mættu I hópskoðun f hámarki. Ætlunin er að auka leitarstarfið þegar flutt verður i nýja húsið. Veröur þá aukin leit að krabba- meini i leghálsi og brjóstum en cinnig eru nú til athugunar niður- stöður nefndar sem lagt hefur mat á hagkvæmni leitar að krabbameini i ristli og enda- þarmi, svo og i öörum liffærum Stjórn Krabbameinsfélags tslands var endurkosin. Hana skipa: Dr. Gunnlaugur Snædal formaður. Meðstjómendur eru Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri, Erlendur Einarsson for- stjóri, Hjörtur Hjartarson for- stjóri, Matthias Johannessen rit- stjóri, Ólafur örn Arnarson yfir- læknir, Sigurður Björnsson læknir, Tómas Árni Jónasson. læknir, og Vigdis Magnúsdóttir hjúkrunarforst jóri. Fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félags tslands er Halldóra Thoroddsen. veraldar visu, þrátt fyrir langan vinnudag og langa starfsævi.Hún naut þess að rétta öðrum hjálp- arhönd, og voru það þá fyrst og fremst frænkur hennar og frænd- ur sem þess nutu. Hér var ekki minna um vert að njóta nærveru hennar og glaðlyndis sem hún átti i rikum mæli. Jórunn var hógvær kona og litillát en slik var vinnu- semi hennar og hjálpsemi að hún gat tæpast heimsótt frændfólk sitt án þess að taka til hendinni gest- gjöfunum til hjálpar. Ég og fjölskylda min erum i þeim stóra hópi sem naut sam- fylgdar Jórunnar siðustu áratug- ina. Við þökkum henni margar á- nægjulegar samverustundir og svo mun vera um alla þá er höfðu af henni einhver kynni. Hennar er sárt saknað. Systkinum hennar og öðru venslafólki sendi ég sam- úðarkveðjur og kveö hana með þessum orðum Daviðs Stefáns- sonar: „Þú hafðir öllum hreinni reikn- ingsskil. t heimi þinum gekk þér allt í vil. Þú hirtir litt um höfðingsnafn og auð. Þvi hógværð þinni nægði daglegt brauð.” Blessuð sé Jónsdóttur. minning Jórunnar Gunnar R. Magnússon. Bróðir minn Eiður Á. Sigurðsson áður til heimilis að Vesturgötu 54, lést i Landakotsspitala aðfaranótt laugardagsins 15. mai. Helga Sigurðardóttir. Sameiginleg verkfallsstjórn 18. maí á vegum: Málarafélags Reykjavikur, Múrarafélags Reykjavikur, Sveinafélags bólstrara, Sveinafélags húsgagnasmiða, Sveinafélags pipulagningamanna og Trésmiðafélags Reykjavikur hefur aðsetur sitt að Suðurlandsbraut 30, 2. hæð. Siminn er 39180. FÉLAGSMENN FJÖLMENNIÐ Á VERKFALLSVAKTINA. Verkfallsstjórnin Þjónustustarf Viljum ráða starfsmann til að annast kaffistofu og þrif i verksmiðju okkar. Upplýsingar á staðnum og i sima 83399. Kristján Siggeirsson Lágmúli 7 Frá kjörstjórn Bessastaðahrepps vegna framkominnar óskar um hlutfalls- kosningar i sveitarstjórnarkosningum i Bessastaðahreppi i sveitarstjórnarkosn- ingum i Bessastaðahreppi 26. júni n.k. skal bent á að frestur til að skila fram- boðslistum er til 25. mai n.k. Kjörstjórn verður við i Bjarnastaðaskóla þriðjudaginn 25. mai kl. 22—24. Kjörstjórn Bessastaðahrepps 16. mai 1982 Vaigeir Gestsson Gunnar Stefánsson Gunnar Halldórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.