Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Þriðiudagur 20. júli 1982.162. tbl. 47. árg. HAGSTJÓRN í dag hef ur göngu sína nýr þáttur í Þjóðvil janum um efnahagsmál undir nafninu Hagstjórn. Þar munu ýmsir kunnáttumenn um efnahagsmál leggja orð í belg. Þátturinn verður á hverjum þriðjudegi. Sjá bls. 5. Alþjóða ■ hvalveiði- I ráðstefnan: ! Algjört ! hvalveiði- !bann !l984? I Allsherjar hvalveiði- J bann frá 1984 var sam- | þykkt i tækninefnd á fyrsta fundardegi ráð- . stefnu Alþjóða hval- I veiðiráðsins i Brighton I i Englandi i gær. J Fulltrúar Cecileyja lögöu I fram tillögur um bann við hval- I veiðum i áföngum og skyldi það * ganga í gildi á fjórum til fimm J árum. Fulltrúar Costa Rica I lögðu fram breytingatillögu þar I sem lagt var til að allsherjar hvalveiðibann tæki gildi frá og J með árinu 1984. Var sú tillaga I borin undiratkvæði og voru full- I trúar 19 þjóða á ráðstefnunni ■ með þeirri tillögu, en sex þjóðir I voru á móti,þ.á.m. ísland, og I niu lönd kusu að sitja h já við at- I kvæðagreiðsluna. Tillagan verður nú lögð fyrir I aðalfund Alþjóða hvalveiðiráðs- I ins en óvist er hvort hún hlýtur J samþykki þar, þvi 2/3 hlutar at- J kvæða aðalfundar þurfa að vera I að baki tillögunni til að hún I teljist samþykkt af Alþjóða [ hvalveiðiráðinu. Einfaldur J meirihlutinn nægði til samþykk- I isitæknideild. Fjórir íslendingar sitja ráð- J stefnuna f Brighton, þeir Kjart- I an Júliusson, fulltrúi I sjávarút- I vegsráðuneytinu, Jón Jónsson, 1 forstjóri Hafrannsóknarstofn- J unar, Kristján Loftsson, for- I stjóriHvals hf., og Ami Einars- I son fyrir hönd Náttúruverndar- [ ráðs. , -m- : 7'\ Langreyður dregin á land i Hvalfirði fyrir helgina. Ljósm.: — gei Amerískir hermenn Skotæf ingar í í heimild arleysi Tveir hermenn sem gættu oliu- tanka á svæði hersins á Keflavik- urflugvelli, hófu skotæfingar með púðurskotum á laugardagskvöld- ið siðasta. Ibúar gerðu lögregl- unni á Vellinum viðvart og var æfingin stöðvuð þegar i stað. Staðurinn þar sem hermennirnir voru er mjög nálægt byggð i Njarðvikum. Sérstakt skotæf- ingasvæði er fyrir hermenn á Vellinum til að æfa sig á. Þorgeir Þorgeirsson lögreglu- stjóri sagði i samtali við blaðið aö lögreglunni hefði ekki verið til- kynnt um þessa æfingu fyrirfram og ef svo hefði verið gert, hefði ekki komið til greina að leyfa slikt. — En hvernig stendur þá á að svona kemur fyrir, eiga her- mennirnir ekki að vita hvar þeir mega skjóta? ,,Hér eru mistök á ferðinni, þetta gætu verið mistök nýs yfir- manns eða eitthvað slikt. Annars höfum við ekki fengið endanleg svör um þetta mál, þetta kemur betur i ljós siðar.” — kjv. Stiklað um V opna- fjörð Sjá opnu Uppsagnir hjá Cargolux Atvinna 10 áhafna í óvissu //Það var haldinn samningafundur á föstudaginn og á honum breyttist staða mála ekkert. Á fundinum héldu yfirmenn Cargolux við kröfu sína um kaup- lækkun 5-15% eftir launum manna og því hafa starfs- menn alfarið hafnað"/ sagði Ásgeir Torfason ritari Félags flugmanna hjá Cargolux, þegar Þjóðviliinn sló á þráð til hans í gær og spurðist fyrir um framvindu mála. Það kom fram hjá Ásgeir að launalækkunartilboðið er þriþætt. 1 fyrsta lagi er starfsmönnum með allt að 100 þús belgiskra franka i mánaðarlaun boðin 5% launalækkun. Starfsmönnum með allt að 150 þús. franka er boðin 10% launalækkun og starfsmönn- um með 150 þús. franka og meira erboðin 15% launalækkun. Asgeir sagði að hugmyndir væru uppi um það að Cargolux tæki þessa launalækkun sem einskonar lán um óákveðinn tima. Ásgeir sagði að þær uppsagnir sem rætt er um og ná til 130-150 manns af u.þ.b. 470 manna starfs- liði Cargolux, hefðu ekki verið sundurliðaðar af hálfu yfirmanna félagsins, eri talið er fullvist að 86 starfsmönnum úr flugviðhaldi verði sagt upp störfum og sagði Asgeir að þar væru áreiðanlega nokkrir Islendingar. Talið er að u.þ.b. 20 manns verði sagt upp störfum á skrif- stofum og ef verkefni fást ekki fyrir DC-8 vélar félagsins er starf 10 áhafna i mikilli óvissu. Þar er um að ræða 30 manns, flug- stjóra, flugmenn og flugvélstjóra. Ekki er á neinn hátt vitað hve margir tslendingar muni missa vinnu sina þegar, og ef, til upp- sagnanna kemur, en þess má geta að þeir tslendingar sem starfa hjá félaginu hafa i flestum tilvik- um langan starfsaldur að baki, lengri en margir aðrir starfs- menn fyrirtækisins og hafa þvi þ.a.l. hærri laun en flestir aðrir starfsmenn. Asgeir sagði að þó sá grunur læddist að mönnum að Cargolux hygðist segja þeim starfsmönn- um upp, sem svo stæði á með, teldi hann þó tæplega að til þess myndi koma. Meginreglan er venjulega sú aö þeir sem skemmstan starfsaldur hafa að baki séu látnir f ara. Asgeir sagði að þær raddir hefðu heyrst að yfirmenn Cargo- lux stæðu i viðræðum við stjórn- völd i Luxemburg um vanda fyrirtækisins og hvernig mætti leysa úr honum. Ekki er fyrirsjáanlegt að rekst- ur Cargolux nái að rétta úr kútn- um. Gengi fraktflugfélaga eins og Cargolux er i raun samtvinnað efnahagsástandinu I heiminum og i þessu tilviki V-Evrópu. Þó geta starfsmenn Cargolux litið björt- um augum til næstu mánaða þvi nú fer i hönd háannatiminn i vöruflutningum, ágúst, septem- ber og október. Asgeir sagði að það vekti nokkra furðu manna að enginn fundur hefði veriö boðaður með starfsmönnum fyrirtækisins og yfirmönnum þess. Þjóðviljinn reyndi i gær að ná I Einar ólafsson forstjóra Cargo- lux en tókst ekki. Var hann farinn i fri. — hól. Yfirmenn á farskipum: Búist við næturfundi Fundur sáttasemjara með yfir- mönnum á farskipum hófst kl.4 i gær. Enn var allt i óvissu um úr- slit viðræðna er blaðið fór i pressu i gærkvöldi en búist við nætur- fundi. — mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.