Þjóðviljinn - 20.07.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. júli 1982 Sjávarútvegsfræðingar geta látið margt gott af sér leiða — segir Ludvig Karlsen, kennari við Tromsöháskóla A dögunum var staddur hér á landi Ludvig nokkur Karisen, kcnnari i sjávarútvegsfræði við Tromsöháskóla i Noregi, i þeim tilgangi aö kynna sér fiskveiði- mál islendinga. Ástæöan fyrir þessum áhuga Norömannsins er hin mikla sókn islendinga i sjávarútvegsfræði- námiö i Tromsö, en þaöan hafa nú útskrifast fjórir ncmendur frá is- landiogmunu 12cöa lltaðrir vera viö nám i skólanum. Karlscn er menntaður skipa- verkfræöingur og hefur sérhæft sig I veiðafæratækni og vann um tima á rannsóknarstofu Fiskeri Teknologisk Forsknings Institutt i Bcrgen, áöur en hann hóf störf i Tromsö. Blm. Þjóðviljans notfærði sér tækifærið og hitti hann að máii, yfir bleksvörtu sjóarakaffi i Kaffivagninum á Grandagarði, og Iagöi fyrir hann nokkrar spurningar um skólann i Tromsö, starfsemi FTFI, útgcrðarmál Norömanna og hvað hann hcfði hclst haft fyrir stafni meðan á dvölinni hér stóð. Sjávarútvegs- fræðinámið — Hvernig cr þetta nám hyggt upp við háskólann i Tromsö? „Þetta er 5 ára nám, þverí'ag- legt, ef svo má aö oröi komast, og nær yíir veiöitæknilræöi, sjávar- liffræði, fiskihagfræöi, efna- og örverufræöi og úlvegsskipulagn- ingu. Námiö er þannig skipulagt, að aimenn kennsla fer fram i öll- Frá Kcykjavikurhöfn (mynd: gel) um greinum fyrstu sjö annirnar, þ.e. 3 1/2 ár, en siðan velur hver nemandi sér sjálfstætt rannsókn- arverkeíni innan eins ákveðins sviðs og tekur vinnan viö slikt verkefni venjulega 1 1/2 ár." — Ilvaöcru margir islendingar teknir inn árlcga? „Undanfarin árhafa veriö tveir til þrir Islendingar i hverjum ár- gangi, en aö jafnaöi eru teknir um 20nemendur inn i deildina árlega. Þaö er dálitiö gaman aö þvi, aö islensku nemendurnir hafa sýnt minu sviöi, veiöitæknifræöi, sér- stakan áhuga og núna vinnur einn sjávarútvegsfræöingur frá okkur, Einar Hreinsson, hjá Netagerö Vestfjarða viö rannsóknir á nýj- um veiðarfærum." — Ilvaða skilyröi þarf að upp- fylla til að komast inn i skólann? „Þaö er krafist 18 mánaða reynslu i sjávarutvegi af þeim sem vilja hefja nám i þessu íagi. Einnig er mjög æskilegt að um- sækjendur hafi stúdentspróf úr náttúrufræðideild, eöa sambæri- lega menntun." — Er um einhverjar ivilnanir að ræða fyrir islcndinga varðandi inngöngu i skólann? „Nei. Islendingar njóta ekki neinna sérréttinda i sambandi við inntöku i skólann og eru settir á sama bekk og Norömenn i þeim málum. Hins vegar er staöan sú i dag, aö skólinn annar öllum þeim nemendum sem sækja og hafa nægjanlegan reynslutima." — Ilvaða gildi helui' nám scm þetta og hvcrjir eru atvinnu- niögulcikarnir? „Sjávarútvegsfræöi er mjög ungt nám ennþá, lyrstu nemend- urnir voru teknir inn 1972, þannig að þaö segir sig sjálft aö námiö er ennþá i mótun. Þaö sker sig einn- ig nokkuð úr vegna hinnar þver- íaglegu samsetningar. A sinum tima, þegar greininni var komið á fót, varö nokkur umræöa um gildi námsins, en reynslan hefur sýnt aö þaö á mikinn rétt á sér. Þeir sjavarútvegsfræöingar sem hafa lokiö námi, hafa allir lengiö störf við rannsóknastofnanir, sölufyr- irtæki siávarafurða, útgeröarfé- lög og hjá opinberum stofnunum sem vinna aö málefnum sjávar- útvegsins. Til dæmis er norska rikið meö ráögjafarþjónustu i sjávarútvegi i hverju fylki og hafa mjög margir sjávarútvegs- fræðingar gengiö i þau störf." — Hvernig er þessari ráögjaf- arþjónustu háttaö? „Fyrirkomulagiö á þessari þjónustu er þannig, aö ráðgjafar eru staðsettir i hverju fylki Nor- egs þar sem sjávarútvegur er stundaður og siöan hafa þeir starfsmenn á sinum vegum i hverju bæjarlélagi, sem aöstoöa og leiöbeina, bæöi fyrirtækjum og einstaklingum, varöandi þau mál sem aö sjávarútvegi lúta. Mér dettur i hug, hvort þetta gæti ekki verið athugunarvert fyrirkomu- lag fyrir lslendinga?" Kynnt sér vel íslensk fyrirtæki — Hvað hefuröu haft fyrir stafni þennan tima hér á landi? „Þaö hefur veriö i nægu aö snú- ast, það vantar ekki. Ég byrjaöi á að fara til isaljaröar og heim- sækja Einar Hreinsson, sem ég minntist á hér áöur. Hann starfar sem leiöbeinandi lyrir rækjusjó- menn á lsafiröi og vinnur einnig að rannsóknum á nýjum veiöar- lærum hjá Nelagerö Vestfjaröa. Var mjög gaman aö hitta hann og kynnast þvi sem hann er aö gera. Á tsafiröi skoöaöi ég einnig ný- byggðan stóran fiskibál, en slíkir bátar eru ekki lengur smiöaöir i Noregi." — Ilverju sætir þaö? „Ástæöan er einfaldlega sú, aö fiskistolnarnir gefa svo litið af sér aö það er ekki fjárhagslega hag- kvæmt aö reka slika báta." — Fórstu vlðar? „Já, leiö min lá einnig til Akur- eyrar þar sem ég skoöaöi Slipp- stöðina og einnig l'ór ég i heim- sókn til Úlgeröarfélags Akureyr- ar. Þar átti ég viöræöur viö Vil- helm Þorsteinsson framkv.st. og kynnti mér rekstur lyrirtækis- ins." — Varla hefur höfuöborgar- svæöið orðið útundan hjá þér? „Nei, nei. Hérna hef ég heim- sótt Hampiöjuna og Vélaverk- stæði J. Hinrikssonar, en bæði þessi lyrirtæki eru meö mikil- væga l'ramleiöslu íyrir islenska flotann. Nú, ég heí einnig talaö við menn i Sjávaraíurðadeild SÍS, heimsótt sjávarútvegsmálaráöu- neytiö og kynnt mér rannsóknir á vegum Háskóla íslands. Ekki má égheldur gleyma höfninni hérna, það er lærdómsrikur skóli að ganga hér um og skoöa togarana og fiskiskipin." — Þú ininnist á togarana og höfnina. Er eitthvað sérstaklega seni vckur athygli þina hér á ts- landi? „Það er nú margt sem vekur athygli mina hérna. Þaö er greinilegt á öllu aö framkvæmdir eru miklar i islenskum sjávarút- vegi. Það er gaman aö sjá hversu mörg íiskiskip og togarar eru norskbyggö og ánægjulegt til þess aö vita, aö norsku skuttogararnir skuli reynast eins vel hér og raun er á, en ástæöan er aö sjálfsögðu sú aö aðstæöur eru mjög likar hér og i Noregi.” — IMnnst þér islaud skera sig úr, i sanianburði viö Noreg, I sjávarútvegsmálum? „Þaö er náttúrlega greinilegt að sjávarútvegur er miklu þýö- ingarmeiri atvinnugrein fyrir ís- land,en f'yrir Noreg. Einnig virö- ist islensk útgerö eiga auöveldara með aö laga sig aö breyttum aö- stæðum; sem dæmi um þaö vil ég sérstaklega nefna loönuskipin, sem nýtt eru til netaveiða hluta úr árinu, en þaö er ekki tilíellið i Noregi. Þar er þeim lagt við bryggju milli vertiöa." — Eru þaö bara jákvæöir hlutir sein þú hefur tckið eftir? „Nei, þaö er nú ekki. Ég hef ekki komist hjá þvi aö sjá aö mik- ið er um þaö aö skip liggi i höfn, vegna þess aö útgeröin ber sig ekki fjarhagslega, og þaö bendir til að málum sé svipaö háttað hér á Islandi og heima i Noregi, þ.e. við vandamál er aö etja varöandi smiði og rekstur nýrra skipa þannig aö þau beri sig fjárhags- lega, en eins og málin standa i dag eru kostnaöarliöir hærri en tekjuliðir." — llvað telur þú aö sé til ráða i þessum vanda? „Þetta er auövitaö margþætt vandamál. Ein af þeim aöferöum sem hefur veriöreynd i Noregi, er að finna út svokallaöa tæknilega hagkvæma hámörkun skipa, þ.e. hvernig eigi aö hafa skipin útbúin til að þau komi sem hagstæöast út i rekstri. Þaö getur veriö mjög breytilegt eítir stærö og gerö vinnslustööva sem taka viö aflan- um.” — Ilvernig er þessi hámörkun fundin út? „Það er gert á þann hátt, aö notuð eru sérstök reiknilikön þar sem allir þeir þættir sem spila inn i reksturinn eru teknir til greina. út frá þeim er siöan fundið út hvaða tegund fiskiskipa ætti að koma hagstæöast Ut, en þaö getur veriö mjög mismunandi vegna hugsanlegra breytinga á rekstr- argrundvelli, stærö lrystihúsa sem taka viö aflanum, og þvi hvaöa veiðar eru stundaöar. Það er einmitt einn þáttur þess- arar feröar minnar hingaö, aö fylgjast meö einum nemanda skólans, Ingólfi Arnarsynisem er að vinna lokaverkeíni sitt hér á íslandi, en hann tekur fyrir út- reikninga af þessu tagi. Hann er i sambandi viö fiskvinnslufyrir- tæki hér á landi sem sér honum fyrir öllum nauösynlegum gögn- um, en siðan notar hann reikni- likön frá FTFI i Þrándheimi viö rannsóknir sinarog vinnur við aö þróa þessi likön og aölaga fyrir islenskar aðstæöur." — Hver er þróun fiskveiðimála I Noregi, að þlnu mati? „Þróunin viröist vera i þá átt i Noregi aö stækka linuflotann. Til þesss liggja ýmsar ástæöur, m.a. betra hráefni og orkusparnaður. Hinar hefðbundnu linuveiöar eiga erfitt uppdráttar vegna skorts á vönu beitingafólki og erfiðra vinnuskilyröa um borö i bátun- um. Aö undanförnu hefur „Musta Autoline System", sem er sjálf- virk linuvélasamstæöa veriö not- uð meö góöum árangri i norskum linuveiöum og valdiö þvi aö linu- veiðar hafa aukist og stórir bátar hafagetað stundaö þessar veiöar. Eins og er finnst ekki neitt hent- ugt kerfi fyrir smábátana, en miklum fjármunum er variö i rannsóknir á þvi sviöi og prófuö bæöi innlend og erlend kerfi." Rannsóknarstarf- semi FTFI — Þú minntist á FTFI. Að hvaða verkefnum er helst unnið hjá þeirri stofnun? „FTFI er meö mörg rannsókn- arverkefni i gangi, bæöi i sam- bandi við sjávarafurðafram- leiðslu, veiðafærarannsóknir og hagkvæmní fiskiskipa. Það er vert aö nefna nótalagn- ingarkerfi fyrir stóra hringnóta- báta sem eitt af þeim rannsókn- arverkei'num sem FTFI haföi t'or- göngu meö, en nú er þetta kerfi á fullri ferð inn i norskan sjávarút- veg.” — Hvaðstarfa margir á vegum FTFI og úr hverju hefur stofnun- in að spila? „Það munu vera um 70 íastir starfsmenn hjá stofnuninni i dag og hún hefur u.þ.b. 20 miljónir Nkr. til að vinna aö sinum rann- sóknum, en heildarupphæöin sem variö er til þróunarrannsókna á vegum norska sjávarútvegsvts- indaráðsins er um 50 miljónir Nkr., eða 90 miljónir islenskra kr.” — Ilvernig eru tengslin milli FTFI og háskólans i Tromsö? „Sjávarútvegsíræðideildin i Tromsö hefur mjög gott samstarf við FTFI; bæði nemendur, kenn- arar og aðrir starfsmenn deildar- innar taka þátt i verkefnum á vegum FTFI og að sama skapi tekur svo FTFl aö sér leiðbein- endahlutverk fyrir deildina þegar þess gerist þörf. Þannig er þaö t.d. mjög mikilvægt fyrir okkur að yfirmaður fiskiskipadeildar- innarhjá FTFI, Anders Endal.er jafnframt annar dósent i fisk- veiöitækni i sjávarútvegsfræð- inni. Þaö kemur sér mjög vel fyrir háskólann að hafa þetta sam- starf, þvi ráöstöfunarfé skólans er litið til rannsókna og FTFI þvi haukur i horni. Margir sjávarút- vegsfræðingar hala lika fengið störf hjá FTFI aö loknu námi." — Er eitthvað að lokum sem þú vilt leggja áherslu á Ludvig? „Það er náttúrlega mikilvæg- ast út frá minu sjónarmiöi að þetta nám veröi kynnt vel á ts- landi, þannig aö þeir islendingar sem hafa stundaö þaö fái notað sina menntun. Þvi ég er sann- færður um aö sjávarútvegsfræði- námið á hljómgrunn á Islandi og að sjávarútvegsfræöingar geta látið margt gott af sér leiða fyrir islenskan sjávarútveg." — áþj Ludvig Kaiiscn, kennari í sjávarútvegsfræöi við Tromsöháskóla I Nor- egi. (Mynd: áþj)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.