Þjóðviljinn - 20.07.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 20. júH 1982 Bókamenn Allt ritsafn Halldórs Laxness í frumútgáfu, innbundið í geitaskinn, til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Tilboð merkt H.K. sendist augl.- deild Þjóðviljans Síðumúla 6. Lausar stöður Við eftirtalda fjölbrautaskóla og menntaskóla eru lausar til umsóknar kennarastöður sem hér segir: 1. Þrjár kennarastöður við Fjölbrautaskólann i Breið- holti, i tölvu- og kerfisfræðum, eðlisfræði og efnafræði og i hjúkrunarfræði. 2. Ein kennarastaða við Fjölbrautaskólann á Akranesi, í sálarfræði. 3. Ein kennarastaða við Fjölbrautaskðla Suðurnesja, i stærðfræði og eðlisfræði. 4. Ein kennarastaða við Menntaskólann að Laugarvatni, i frönsku og dönsku. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 14. ágúst n.k. — Um- sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 14. júli 1982. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi V erslunarmannahelgin: Kirkjubæjarklaustur — Skaftafell Alþýðubandalagiö á Vesturlandi efnir til Sumarferðar um verslunarmannahelgina 30. júli til 2. ágúst n.k. Lagt veröur af stað föstudaginn 30. júli sem hér greinir: Frá Vegamótum kl. 14 Frá Akranesi kl. 14 Frá Borgarnesi kl. 15 Ekið verður um Uxahryggi og sem leið liggur um Suður- land aö Kirkjubæjarklaustri. Gist að Kirkjubæjarklaustri allar þrjár næturnar. Boðið er upp á svefnpokapláss og hótelherbergi. Laugardag og sunnudag verður farið I skoðunárferðir i Skaftafell og um nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Þátttaka tilkynnist eftirtöldum sem allra fyrst og veita þau jafnframt allar nánari upplýsingar simi: Akranes: Ingunn Jónasdóttir 2698 Borgarnes: Carmen Bonitch 7533 Vegamót: Jóhanna Leópóldsdóttir 7690 Búðardalur: Kristjón Sigurðsson 4175 Stykkishólmur: Guðrún Arsælsdóttir 8234 Grundarfjörður: Ólöf Jónsdóttir 8811 Ólafsvik: Rúnar Benjaminsson 6395 Hellissandur: Svanbjörn Stefánsson 6657-6637 Pantið sem allra fyrst. öll fjölskyldan með. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi. Kynnið ykkur verð og gæði. Til sjós og lands Hinar landsþekktu Sóló eldavélar eru framleiddar í ýmsum stærð- um og gerðum, með og án mið- stöðvarkerf is. Eldið á meðan þið hitið upp húsið eða bátinn og fjölnýtið orkuna. Eídavélaverkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar hf. Kleppsvegi 62. — Simi 33069 Box 996 Reykjavík Heimasimi 20073 Norrænir málara- meistarar þinga Ráðstefna sambands norrænna málarameistara verður haldin I Reykjavik dagana 25.-29. júli n.k. að Hótel Loftleiðum. Málarameistarafélag Reykjavikur hefur verið meðlim- ur sambandsins siðan 1950. Ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár, til skiptis milli land- anna. Er þetta I fjórða sinn sem ráðstefnan en haldin hér á landi og mun verða sú fjölmennasta, þvi þegar hafa um hundrað þátt- takendur frá Norðurlöndunum tilkynntkomusina. A raðstefnunni verða flutt er- indi, kvikmyndir og að sjálfsögðu umræður, um hina margvíslegu þætti málaraiðnaöarinnar. Stjórn sambandsins er þannig skipuð: Forseti þess er Ólafur Jónsson aðriristjórneru: Einar G. Gunnarsson og Sæ- mundur Sigurðsson. Nýr salur í Stjörnubíó Stjörnubió opnaði nýlega nýjan sal B-sal en þessi salur tekur um 120 manns i sæti. Ætlunin er að sýna þarna ýmsar góðar myndir sem erfitt er að halda úti i stóra salnum. Þá er hægt að skipta á myndum á milli salanna eftir þvi sem aðsókn breytist. Myndin sem fyrst verður sýnd i B-salnum er hin fræga gamanmynd „Cat Ballou” og veröur hún sýnd kl. 3, 5,7 og 9. 9 • — féll niður í skákþætti 1 skákpistli minum I siðasta sunnudagsblaði féll út spurn- ingarmerki i undirfyrirsögn. Fyrirsögnin átti að vera. Kaspar- ov, næsti áskorandi Karpovs heimsmeistara? Þessu ágæta merki var sleppt og hljóðar þvi fyrirsögnin sem einskonar full- yrðing sem greinarhöfundur getur tæpast staðið við, nema þá hann bregði sér i gervi spámanns sem ekki var meiningin. — hól. • ✓ 99 / „Sjó Sjallanum Allnýstárleg leiksýning hefur göngu sina i Sjálfstæöishúsinu á Akureyri nk. laugardagskvöld. Þar eru á ferðinni leikararnir Aðalsteinn Bergdal og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir með sam- safn af allskyns grini, glesi, brell- um og brögöum. Höfundur þess- arar leiksýningar er enginn annar en Baldur Georgs, eða hinn landskuni Baldur og Konni. Sýning Aðalsteins og Lilju Guðrúnar byggist á brelluþáttum töframanns, eða viö skulum segja stærðfræðiprófessors, sem segir sögur og sannar þær Stærðfræði- lega á þar til gerðri töflu. Við- skipti prófessorsins við heimilis- hjálpina og afskipti hans af eigin- konu og dóttur eru einnig velga- mikill þáttur I sýningunni. Leikstjóri er Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, en aðstoðarmaöur og aðalráðgjafi um útlit og búninga er Guðrún Þorvarðardóttir. Eins og áöur sagði er ætlunin að á næstu vikum fái Akureyringar að sjá þessa nýstárlegu sýningu I Sjallanum sem nú hefur verið endurbyggður. Hér er um að ræða heilskvöldssýningu, en einnig er hægt að skipta henni niður i hluta eöa þætti. Það er t.d. ætlunin að hafa tvö mismunandi prógröm i. Sjallanum, þannig að fólki gefist kostur á að koma þangað amk. tvisvar ætli það að sjá allt verkiö. — ekh Mót kaþólskra manna verður haldið hér á landi dagana 22.-29. júli n.k., og sækja það um 100 manns frá Norðurlöndum og Hambo.rg i Þýskalandi. Verður mótið haldið i Háskóla Islands, nema messur, sem sungnar verða iKristskirkju. Margt viðburða verður á mót- inu auk þess sem mótsgestir munu ferðast um og skoða söfn og náttúru landsins. Meðal annars munu verða flutt erindi um upp- haf kaþólskrar kristni á Islandi eftir siðaskipti, um anda fagnað- arerindisins og framtið kirkjunn- ar, um viðhorf, viðfangsefni og framtiðarhorfur hennar, og Halldór Laxness, rithöfundur mun flytja erindi um Mariu sögu. Thomas O’Fiaich, kardináli frá írlandi mun taka þátt i biskupa- messu I Kristskirkju, þar sem prestsnemar munu meðtaka djáknavigslu, en kardinálinn mun einnig flytja erindi um irska trú- boða iEvrópu. Þá verða og flutt erindi um samkirkjulegt starf, um trúleysi og skeytingaleysi um andieg mál um kristinn sið til forna i Norð- ur-Evrópu og um forna list Irskra munka. Þá verða hópumræður og panelumræður með þátttöku fjölda lærðra manna, en gestir kaþóiska mótsins halda heimleið- is31. júli. —jsj. Aöalsteinn Bergdal I gervi stærð- fræðiprófessorsins I þáttum Bald- urs Georgs. Frá höfninni i Húsavík. Húsavíkurkort OHusaia K.Þ. hefur gefið út kort af Húsavikurbæ og er þaö ætlað ferðamönnum og öðrum þeim sem leiðsögn þurfa um bæinn. Kortiö fæst ókeypis á bensinstöð Esso „Naustagili” og á Hótel Húsavik. Á kortið eru merktar allar helstu stofnanir I bænum og allar götur. Mót kaþókkra manna haldið í Reykjaík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.