Þjóðviljinn - 20.07.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Side 9
Þriðjudagur 20. júii 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Séðheim að Engihlið, bæ hjónanna Halldórs Björnssonar frá Svinabakka og Margrétar Þorgeirsdóttur frá Ytra-Núpi. Gauti Halldórsson stjórnar mjaltakerfinu neðan úr gryfju, en eins og sést á myndinni. eru þrir básar hvoru megin hennar. Mannshöndin kentur hvergi nærri mjólkinni. Margrét stendur hér inni i gróðurhúsinu, sem hún hefur byggt. Það er óupphitað, en samt þrifast þarna tómatar og ýmsar aðrar mat jurtir og blóm. straum af öllum rannsóknar- kostnaði. En fyrst Margrét i Engihlið hefur ræktað tómata á eigin kostnað, ætti varla að vera tiltölumál að leggja eina leiðslu yfir í þorpið og síðan út i sveit fyr- ir hungurlús af sameiginlegu kök- unni. Varla myndu tómatarnir i Engihliðbiða neinn skaða af þvi? En þvi er nú ver, að smámál á landsmælikvarða, en stórmál á héraðsvisu, eins og það sem hér um ræðir, verður ekki endanlega afgreitt i einni blaðagrein. Hugsað á ný til Eyvindar Eftir að Margrét hefur af nær óviðeigandi hógværð sýnt okkur ýmislegt af þvi sem er að sjá og frá hefur verið greint i fátækleg- um orðum, þá var kominn timi til að halda aftur út i þorp, eftir er að takastá viðmörg önnur verkefni. En við Gunnar og Lárus ákveð- um þó að leggja lykkju á leið okk- ar og fara upp á Klifið. Þaðan sést yfir Leiðarhöfn, vitann og Leiðar- hafnarhólma, sem eins og Mið- hólmi og Skiphólmi, var eitt sinn hvitur af æðarfugli. En ofan af Klifi sér vitt til allra átta yfir þorpið og inn með firðinum, og yf- ir hafið, þaðan sem þeir komu eitt sinn endur fyrir löngu, Eyvindur Vopni, bróðursonur hans og fóst- bróðir orðnir leiðir á Haraldi hár- fagra, hófu byggð á þeim stað sem hefur siðan verið við Eyvind kenndur. —jsj. Hreppsnefnd Mosfellshrepps sendir samgönguráðherra Ályktun um umferðarmál Hreppsnefnd Mosfellshrepps hefur nýlega látið frá sér fara ályktun um umferðarmál, og hefur hún verið send samgöngu- ráðherra, dómsmálaráðherra, vegamálastjóra, sýslumanni Kjósarsýslu og öllum þing- mönnum Reykjaneskjördæmis, eins og fram hefur komið i viðtali i Þjóðviljanum við Magnús Sig- steinsson, oddvita hreppsnefndar Mosfellshrepps. Fer bréf hrepps- nefndarinnar hér á eftir. A fundi hreppsnefndar Mos- fellshrepps hinn 30. júni 1982 fóru fram umræður um það ástand sem rikir i umferð á Vesturlands- vegi þar sem hann liggur i gegnum þéttbýli Mosfellshrepps. Svohljóðandi ályktun var gerð á fundinum: „Vesturlandsvegur er i hópi fjölförnustu þjóðvega landsins, sérstaklega kaflinn frá Reykjavik og upp fyrir Mosfellshrepp. Eins og nú háttar, liggur vegurinn um þéttbýli Mosfellshrepps, sem hefur i för með sér mikla umferð um og yfir veginn, ekki sizt af börnum og unglingum, gangandi eða á hjólum. Þungaflutningar um þennan veg eru miklir. Aðstæðum hagar þannig til við Brúarland, að þar liggur vegur- inn i kvos, sem leiðir af sér mik- inn umferðarhraða, sér i lagi stórra og þungra bifreiða. Það er einmitt við Brúarland sem ein fjölfarnasta gangbraut barna og unglinga er yfir veginn, þar sem þau fara i skóla eða til iþróttaiök- ana að Varmá. Það dylst engum sem til þekkja, sérstaklega i ljósi nýlegrar reynslu, að verði um- ferðarslys á þessum stað, er um lif að tefla. Með hraðvaxandi byggö I Mos- fellshreppi hefur ástand mála á Vesturlandsvegi orðiö æ alvar- legra og er nú með öllu óþolandi að óbreyttu. Hreppsnefnd telur, að til þess að bæta núverandi ástand, sé brýnt að einkum tvennt komi til: 1. Stóraukin löggæzla við Vestur- landsveg i þéttbýli Mosfells- hrepps. 2. Greinargóðar gangbrautar- merkingar ásamt þverlinum til að draga úr hraða. eða öðrum merkingum með sama tilgangi. Hreppsnefnd telur brýnt, að bætt verði úr þessum atriðum hið fyrsta og gerð með þvi tilraun til að skapa ibúum Mosfellshrepps þolanlegt ástand á Vesturlands- vegi unz varanleg lausn fæst á þessum vanda með færslu á veg- inum i samræmi við tillögur skipulagsyfirvalda. Hreppsnefnd telur að sú framkvæmd þoli ekki bið úr þessu og álitur eðlilegt, að hún verði næsta stórverkefni i vegamálum i Reykjaneskjör- dæmi”. Heilsuvernd fyrir ferðamenn Borgarlæknirinn i Reykjavik og hcilbrigðisráðuneytið hafa gefið út bæklinginn Hcilsuvernd fyrir ferðamenn i sólarlöndum og hita- belti. Höfundur er Baldur Johnsen læknir. 1 bæklingnum er að finna ýmsar leiðbciningar og fyrirmæli fyrir þá er hyggja á stutta eða langa dvöl I sólar- löndum. Efni bæklingsins er i tveimur hlutum. Sá fyrri er ætlaður öllum ferðamönnum sem fara út fyrir landsteinana og hefur að geyma almennar leiðbeiningar og hinn siðari er gagnlegur öllum ferða- mönnum og ómissandi þeim er ferðast til hitabeltislanda, Suð-Austur Asiu, Afriku og Mið- og Suður-Ameriku til lengri eða skemmri dvalar. Þá er veitt nokkur fræðsla um lifriki og lif- fræöilegt baksvið helstu kvilla sjúkdóma er koma við sögu. Segja má að hópferðamönnum til sólarlanda Suður-Evrópu eigi að vera auðvelt að fylgja ráðlegg- ingum ritsins og þannig komast hjá óþægindum sem gætu eyði- lagt ánægju ferðarinnar. Heilsuvernd fyrir ferðamenn er til sölu i nokkrum bókaverslunum og liggur einnig frammi á ferða- skrifstofum til kynningar. Dreif- ingu annast bókaútgáfan Salt hf. Hertogahjónin farin Hertogahjónin af Hallandi i Sviþjóö, Bertil prins (föðurbróðir núverandi Sviakonungs og bróðir Ingiriðar Danadrottningar) og Lilian prinsessa, voru i heimsókn hjá forseta tslands, Vigdisi Finn- bogadóttur um helgina. Hingað komu þau siðdegis á föstudaginn. A sunnudaginn fóru þær Lilian og Vigdis á tisku- sýningu hjá tslenskum heimilis- iðnaði og á meðan fór hertoginn i Þjóðminjasafnið og i ökuferð um Reykjavik á eftir. t hádeginu snæddu þau i Höfða i boði borgar- stjórans i Reykjavik. Siöan var haldiö til Vestmannaeyja, svipast um á Heimaey og farið i þyrlu til Surtseyjar. Þegar komiö var til Reykjavikur var snæddur kvöld- veröur i Ráðherrabústaðnum. Hertogahjónin fóru utan snemma i gærmorgun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.