Þjóðviljinn - 20.07.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Síða 15
El Þriðjudagur 20. juli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið í sínta 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum sem löngu leið Man ég það Loksins, Uálfdan Jónsson skrifar: Loksins lætur a.m.k. einn les- andi i sér heyra um striðið i Lib- anon. Mig undrar áhugaleysi fólks á þvi sem þar á sér stað. Agætar frettaskýringar i Þjóð- viljanum (og reyndar i fleiri blöðum) auk framúrskarandi fréttaflutnings Friðriks Páls Jónssonar er vissulega betra en ekkert. En þetta er bara ekki nóg. Alþýðubandalagið, mál - svari þjóðfrelsis, er algerlega framtakslaust i alþjóðamálum. Friðarhreyfingin og Samtök herstöðvaandstæðinga hefðu einnig átt að láta málið til sin taka og það fyrir löngu. Mér liggur við að segja mig úr tygj- um við vinstri-hreyfinguna i landinu vegna frammistöðunn- ar i þessu máli. Fyrir mig sem ekki hefur verið vitni að heims- styrjöldunum, er þessi striðs- rekstur tsraels á hendur Palest- inumönnum það ljótasta sem ég hef orðið vitni að. Allar ásakanir um hryðjuverk PLO verða smá- munir i samanburði við þetta. tsraelsmenn framkvæma verk sem Palestinumönnum er ger- samlega fyrirmunað, svo mikill er ójöfnuðurinn i styrkleika. 40.000 israelskir hermenn eru gráir fyrir járnum auk á fimmta hundruð skriðdreka og brynvagna gegn 4 - 5 þúsund léttvopnuðum Palestinumönn- um, er styrkleikahlutfallið i Beirút i dag, samkvæmt upplýs- ingum Moggans. Mér sýnist kratar á Norður- löndum og um alla Evrópu taka okkur vinstri mönnum fram i alþjóðamálum. Svo nú skora ég á flokkinn til þess að bæta utan- rikisstefnuna og beita sér fyrir þvi að rikisstjórnin viðurkenni PLO sem fulltrúa Palestinu- manna. fvessí leíbmr tr '__ ______________ __________foljir/yi r f>v\ T JuLJjáÚáL^öati^íJjfL---------- rs%a önm ý fá 4$ jyytf OV'3or\U*7> \rjyi T oPlaoa. 1<&S<9 d/ifr í JmmJwm/ JóL ý /nuý Jl Mjah /yÁfaw' , f//u /oÁ m mý _ ÆLBL OkfrF Ubbítrr, Barnahornið KJÓLl,QSLHk ,JÖL KIÖS,JÓS.ÚN ,ÓlX Við þökkum Eyrúnu fyrir sendinguna og finnst henni hafa tekist vel til. Hér birtist kross- gáta eftir hana og lausnin kem- ur á morgun. Og ein ábending til ykkar sem skrifið i Barnahorn- ið: I guðanna bænum skrifiði ekki með bláu. Myllu-Kobbi og Rænka voru einkennileg systkini fyrir norðan sem voru uppi fyrir aldamót. Þau bjuggu saman og ferðuðust saman en voru samt ekki flækingar. Viður- nefni sitt fékk Myllu-Kobbi vegna þess að hann var járn- smiður og smiðaði hjól i kvarnir i myllur. Jón Jó- hannesson fræðimaöur frá Siglufirði hefur tekið saman söguþátt um þau og hann verður lesinn i þættinum i dag. Birna Sigurbjörnsdóttir les en Ragnheiður Viggósdóttir er umsjónarmaður. Hún annast þennan þátt hálfsmánaðar- lega. jffc Útvarp kl. 11.00 Stónsarar eru greinilega lafþre.vltir, lúrandi allir sainan cinu hengirúmi. Þríð j udagssyrpan 20 ára afmæli Rolling Stones ,,Ég byrjaði með barnalög i siðustu þriðjudagssyrpu og ætla að halda áfram i syrpunni i dag og hafa þau fleiri. Krakkar verða oft óþolinmóð i bilum en margir eru að ferð- ast núna og þvi er gott fyrir þau að heyra nokkur lög við þeirra hæfi. Nú, það eru tutt- ugu ár á laugardaginn siðan Rolling Stones komu fyrst fram og i þvi tilefni ætla ég að gera þeim einhver skil. Þessar syrpur ganga út á það meðal annars að gera öll- um til hæfis, jafnt ungum sem gömlum. Það er erfitt að finna þennan hlustendahóp, þennan þögla meirihluta, en maður reynir. Svo fyrir utan þetta verður nýtt og gamalt efni leikið.” Þetta var Asgeir Tómasson sem hafði orðið, en hann er með þriðjudagssyrp- una i dag. Umsjónarmaðurinn Einsöngur: Nikolai Gedda t kvöld kl.21.00 syngur Niko- lai Gedda sænsk lög með sænsku filharmoniuhljóm- sveitinni. Ef einhverjir skyldu ekki vita hver maðurinn er, þá er hann ekki rússneskur fisk- : sali heldur heimsfrægur söngvari sem sungið hefur inn á yfir 100 hljómplötur. Hann fæddist i Stokkhólmi 1925 og var móðir hans sænsk en faðir rússneskur. Faðir hans var i Donkósakkakórn- um og starfaði við rússnesku Orthodoxkirkjuna i Leipzig en þar hóf drengurinn sitt tónlist- arnám. Þegar hann hafði lokið her- þjónustunni 1950, starfaði hann i banka i Stokkhólmi og var i söngtima hjá Karl Mart- in Ohemann. Gedda kom fyrst fram i La Scala óperunni i Rðm. Hann hefur sungið i Parisaróperunni og Covent Garden óperunni i London. Siðan 1957 hefur hann verið við Metropolitan óperuna i New . York. Nikolai Gedda er mikill tungumálamaður, hann syng- ur og talar sjö tungumál. f N'ikolai Gedda. fc Utvarp |P kl. 21.00

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.