Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þriðjudagsþáttur um efnahagsmál Lýðræðisskipulag — launþegasjóðir Efnahagsvandi og álögur á almenning Um þessar mundir berast al- menningi daglega tiðindi af efnahagserfiðleikunum sem kunna að birtast I rekstrar- stöðvunum fyrirtækja um allt land. Þetta eru launþegum eng- in ný tiðindi. Þetta vofir yfir með jöfnu millibili árlega eða tvisvar á ári. Það merkilega við þetta ástand er það, að vinnu- aflið fær yfirleitt slðast að frétta um kröggur fyrirtækja og mögulegt atvinnuleysi, jafnvel þótt launþegarnir i sérhverju fyrirtæki séu eini aðili fram- leiðslunnar, sem byggir alla af- komu sina á beinum fram- leiðslustörfum og séu einn höf- undur að arðsemi rekstrarins áður en til erfiðleikanna kemur. Ef litið er til lengra tlmabils, sést að almenningur i landinu hefur stöðugt verið að taka á sig nýjar álögur — einkum með notkun aukins skattfjár — til að greiða rekstrarhalla fyrirtækja. Þetta má að sjálfsögðu lita á sem framlög almennings til höf- uðstóls viðkomandi fyrirtækja. Það eru þvi miður tveir höfuð- gallar á slikum framlögum: 1. Slik framlög, sem yfirleitt eru lögð fram að kostnaðarlausu eða án annarra skuldbindinga fyrir fyrirtæki, færa þeim óeðlilega ódýran framleiðslu- þátt, sem leiðir til þess aö þau hætta að reyna að halda kostnaði i skefjum (til að græða á opinberum skatt- framlögum eða sambærileg- um aðgerðum). Þetta við- heldur að sjálfsögðu úr sér gengnum framleiðsluháttum. 2. Slik framlög, sem að lang- mestu leyti eru fjármögnuð með neyslusköttum og bein- um sköttum á launþega 1 landinu, færa þeim sem fórna engin áhrif, hvorki yfir þess- um fjármunatilfærslum eða fyrirtækjunum sem hljóta „fyrirgreiðsluna”. Það brýt- ur i bága við alla skynsemi og sérhvert form lýðræðisregl- unnar. Rekstrarhagfræði opinberra f yrirtæk j astyrk j a Samkvæmt rekstrarhagfræð- inni er hugmyndin sú i hlutafé- lögum að hlutafjáreigendur skipti arði eftir stærðarhlutföll- um hlutafjárframlaga. Sama hugsun gildir um önnur rekstr- arform. Ef um taprekstur er að ræða skulu borin saman von- gildi framtiðartekna og fram- tiöarútgjalda á sama verð- grunni að meðtöldum vaxta- kostnaði af lánsfjármögnun timabundins taprekstrar. Eiginfjárstaða islenskra fyr- irtækja er yfirleitt i molum, hlutafé litið miöað við skulda- stöðu, og arðsemi neikvæð og sveiflukennd. Yfirleitt er ekki talað um arðsemi i krónum eða sem hlutfall af hlutafé eða höf- uðstól, heldur um ágóða eða tap sem hlutfall af veltu. Ef hluta- fjárframlög eigenda og þar með vilji til að leggja fram fjármuni i fyrirtækið væri i samræmi viö umfang rekstrar, þá gæfi hlut- fall arðsemi og hlutafjár vis- bendingu um afrakstrargetu fyrirtækisins. En eftir að fyrir- tækjaeigendur uppgötvuðu, að það er ódýrara að láta rlkið og almenning leggja fram „hluta- féð” i formi tapstyrkja, til að „tryggja atvinnuna i landinu” þá gefur hlutfall arðsemi og hlutafjár enga hugmynd um rekstrarafkomu. Þess I stað er þá oft talað um arðsemi sem hlutfall tekna i opinberum plöggum sem auðvitað merkir allt annað. Slðasta dæmið um beiðni fyr- irtækja um nýtt hlutafé án rétt- inda rikis eða skattborgara i framtiðararði eða áhrifum i fyr- irtækinu er beiðni útgerðarinn- ar um 130 miljónir I tapstyrki vegna hallarekstrar fyrri hluta þessa árs. Og styrkbeiðnin hljóðar upp á nær 300 miljónir fyrir allt þetta ár. Ef aflabrögö verða svipuð og i fyrra og með- alfiskverð á árinu eins og i mai s.l., þá þýddi styrkbeiðnin 13.6% hagnað af vergum tekjum eða fjórföldun hans, en margfalt hagnaðarhlutfall miðað við hlutafé (sem er á að giska þriðj- ungur veltu). Fyrir slika aðstoð fær rikið aðeins skömm i hattinn frá fyrirtækjaeigendum, sem tala fjálglega um skattpiningu, en a'lmennir launþegar prisa sig sæla fyrir að halda atvinnu sinni. Annað algengt form styrk- veitinga er gengisfelling til að auka tekjur útflutningsgreina og minnka innlendan kostnað — ekki sist raungildi vinnulauna. Sama aðgerð eykur hins vegar erlendan kostnað framleiðsl- unnar. Þvi hefur verið slegið fram að rúmlega 10% fiskverðs- hækkun gæti gefið útgerðinni viðunandi rekstrargrunn á ár- inu og bætt tapið á fyrri hluta árs. Nauðsynleg „gengisaðlög- un” fyrir útflutningsgreinar sjávarútvegs, umfram allt vinnsluna, yrði þá 6 - 7% i nú- verandi skiptakerfi veiða og vinnslu. Kaupmáttarrýrnunin yrði þá varla minni en 2 - 2.5% af þessari aðgerð að öllu öðru óbreyttu. Það er brúttóverðið sem launþegar eiga að greiða fyrir timabundið atvinnuöryggi, sem skapar fjölmörgum fjár- magnseigendum ofsagróða. Lýðræðisleg lausn á vandanum Launþegar vilja að sjálfsögðu tryggja atvinnu sina sem best. Bráðabirgðaefnahagsúrræði sem aðeins flytja vandann fyrir horn og koma i veg fyrir bestu hagnýtingu auðlinda, stefna langtlmamarkmiöum um fulla atvinnu i hættu. En það kostar mikið fé — miklu meira heldur en bráðabirgðaúrræði „storm- sveitarinnar” kosta — að færa hagkerfið úr stöðnunarviðjum i sóknarstöðu. Jafnmikið eða meira fé verður með timanum sótt i vasa almennings til að greiða sérstaka erfiðleika at- vinnuveganna likt og verið hef- ur ef ekkert verður að gert. Til að taka þróun mála i eigin hend- ur i stað þess að biða eftir rétt- um ákvörðunum ráðþrota fyrir- tækja, geta launþegasamtökin fallist á myndun umtalsveröra sjóða sem annars vegar er falið að veita „fyrstu hjálp” og hins vegar að leggja grundvöllinn að hagnýtara framleiðsluskipu- lagi. Með þessu gætu launþegar i fyrsta lagi tryggt sér bein áhrif um notkun styrktarsjóða til at- vinnufyrirtækjanna og hagnýtt þá til að tryggja til langs tima eigin atvinnu. 1 öðru lagi gætu launþegar tryggt sér sivaxandi völd yfir framleiðslutækjunum, ef formlegum eigendum fyrir- tækjanna heldur áfram að mis- takast að koma á hagkvæmum rekstri. Þetta gæti aukið lýð- ræðið i stjórn fyrirtækjanna. í þriðja lagi gætu launþegar kom- ið i veg fyrir aö sameiginlegum fjármunum sé varið i styrki til fyrirtækja sem hvorki eru þjóð- hagslega hagkvæm né stjórnað lýðræðislega. Slikan launþegasjóð má mynda með mörgum aðferðum. 1 Sviþjóð leggja alþýðuflokks- menn (sósialdemókratar) til að launþegar fjármagni sjóðina með hlutdeild i arði stærstu fyr- irtækjanna. Slikt væri óraun- hæft á Islandi með þvi að arð- semi stærstu fyrirtækjanna kemur ekki fram i bókhaldi þeirra. 27% af rlkisútgjöldum fyrstu j fjóra mánuði ársins eða 668 milj. króna var varið til at- vinnumála og voru niður- greiðslur tæpur þriðjungur af þeirrri fjárhæð. Nú biður út- gerðin um 300 miljónir I viðbót, þannig að á ársgrundvelli er um að ræða 1.5 - 2.9 miljarða til at- vinnumála að frátöldum niður- greiðslum. Þaö gæti verið gott byrjunarframlag I Islenskan launþegasjóð. Helstu verkefni sliks sjóðs væru 1) að knýja Islensk fyrir- tæki til aukinnar hagkvæmni i rekstri, 2) auka hlutdeild laun- þega I tekjusköpuninni, 3) stuðla að jafnari tekju- og eignadreifingu, 4) færa laun- þegum beint vald yfir notkun al- mannafjár til styrktar atvinnu- fyrirtækjum. Það er grundvallaratriöi I þessu sambandi að allir laun- þegar eiga aðgang að launþega- samtökunum og geta þannig haft virk áhrif á framleiðslu- ákvarðanir i stað þess skipulags sem nú rikir. Þaö hefur sýnt sig að lýðræðið I pólitlskum kosn- ingum þýðir ekki að þjóðir ráði framleiðsluháttum i landinu. Með þeirri aðferð sem að framan hefur verið lýst mætti leggja góðan grunn aö frambúð- arlausn á kreppu fyrirtækjanna og innleiða um leið lýðræði i at- vinnulifinu. Birgir Björn Sigurjónsson skrifar: Stríðið í Mið-Austurlöndum Sókn írana stöðvuð? Bandaríkin óttast Það strið sem nú er háð i Mið - austurlöndum er að öllum likind- um einhver mesta landorusta scm háð hefur verið siðan i seinna heimsstriði. Alis er talið að u.þ.b. 225.000 hermenn taki þátt i bar- dögunum við landamæri irak og irans þessa dagana. iranir munu hafa ráðist með 100.000 manna her inni írak þar sem til varnar eru 125.000 irakar. Báðir aðiiar beita fyrir sig skriðdrekum og stórskotaliði. Ekki er gott að gera sér grein fyrir gangi ófriðarins. Þær upp- lýsingar sem berast skiptast i tvö horn eftir þvi hvort þær berast frá Bagdad eða Teheran. öllum heimildum virðist þó bera saman um að fyrst i stað hafi íranir átt góðu gengi að fagna. Virðist sem innrás þeirra hafi komið irökum á óvart þrátt fyrir að vitað hafi ver- ið um liðsafnaö irana við landa- mærin um nokkurn tima. Strax á fyrsta degi innrásarinnar náðu ir- anir nokkra tugi kilómetra inni Irak. Um tima var jafnvel talið að þeir næðu bænum Basra I Suö- ur-Irak. Basra er næststærsta borg i Irak og hernaðarlega mjög mikilvæg. Ef Basra hefði falliö er útbreiðslu stríðsins talið liklegt að borgin hefði tekið stjórn Saddam Husseins i Bagdad með sér i fallinu. Þá hefði þvi verið náð sem flestir álita að sé höfuðmarkmið Khomeinis með innrásinni. Nú virðist hinsvegar sem ekki sé lengur sami kraftur i innrás ir- ana og var fyrstu dagana. Sókn þeirra virðist I aðalatriðum hafa verið stöðvuð. Vissar heimiidir tala jafnvel um árangursríkar gagnsóknir iraka. Yfirleitt ber heimildum saman um að íranir séu „andlega” betur undir striðið búnir en andstæðingar þeirra. Vopnaðir rétttrúhaði Khomeinis ganga iranskir hermenn vigreifir til móts við dauðann. Þeirra biður sæluvist ef þeir falla fyrir mál- stað Allah. Hernaðarlega standa irakar irönum framar, sérstak- lega varðar þetta lofthernað. Er talið að á meðan Iran ræður að- eins yfir milli 15 og 20 orustuflug- vélum ráði Irak yfir a.m.k. 80 sllkum vélum. Þess ber þó að geta þegar rætt er um þann vig- búnað sem að íran ræður yfir að siðan striðið milli Iran og Irak hófst fyrir tæpum tveimur árum hafa israelar af öllum þjóðum orðið til þess að senda leynilega vopn til trans. Er jafnvel talað um skriðdreka og orrustuflug- vélar i þvi sambandi. Sá nýi þáttur i styrjöldinni milli Iran og Irak sem hófst siðastlið- inn þriðjudag virðist um margt vera svipaður upphafsþætti þessa striös. Þá réðust irakar inni Iran og fögnuðu sigri fyrst i stað. Vörn irana varð hinsvegar harðari en reiknað hafði veriö með. Þrátt fyrir að her trans væri á margan hátt vanbúinn tókst Irönum að snúa taflinu við sér i hag og reka Iraka af höndum sér. Andinn sigr- aði efnið, — a .m .k. I þeirri orustu. Nú hefur dæmið snúist við. tranir eru komnir inni írak. Fyrst i stað hafa iranir verið sigursælir og sótt langt inni Irak en nú er margt sem bendir til að þetta geti snúist við enn einn ganginn. Sókn irana hefur verið stöðvuð og fréttir berast um gagnsókn Iraka. Það eru hér einsog annarsstaðar margar lotur I baráttunni milli anda og efnis. Viöbrögö Bandarík janna og Sovét Viðbrögð erlendis við striðinu sem nú geisar I Mið-Austurlönd- Framhald á 14. slðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.