Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hesta- íþrótta- mót Hestamannafélögin Hörður i Mosfellssveit og Fákur i Reykja- vik standa saman að hesta- iþróttamóti á Fáksvellinum i dag. Keppt verður i fjórgangi,’fimm- gangi, tölti, gæöingaskeiði og unglingatölti. Allir bestu knapar landsins mæta, og er ekki að efa að hart verður barist i öllum greinum, enda bæði hestar og menn i toppþjálfun eftir lands- mótið. Mót þetta verður væntan- lega góð æfing fyrir tslandsmótið sem haldið verður seinna i þess- um mánuði. Fasteignamat Ríkisins: Staðlaðir kaup- samningar Fasteignamat rikisins hefur tekið til dreifingar og sölu staðl- aða kaupsamninga. Samninga- eyðublöð eru til fyrir „verð- tryggða samninga” og hefð- bundna óverðtryggða kaupsamn- inga. Eyðublöðin eru i' 6-riti og auk þess fylgir handritsblaö til að gera uppkast aö endanlegum samningi. Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum stöðluðu samningsform- um og gerir FMR sér vonir um að þessi, eða hliðstæð eyðublöð verði notuð sem viðast á höfuðborgar- svæðinu, þvi að þau eru nú þegar mjög útbreidd. Utanbæjarmenn geta fengið send eyöublöð i pósti. Humarinn fær hvíld — þar til lokið hefur verið rannsóknum á loðnustofninum Siðasti veiðidagur á yfirstand- andi humarvertiö verður föstu- daginn 23. júli n.k., aö þvi er sjávarútvegsráöuneyliö hefur ákveðiöog tilkynnt helur veriö. Humaraflinn er nú oröinn um 2.600 lestir, og miöað viö að heild- arkvóti á vertiðinni var ákveðinn 2.700 lestir, þykir ráöuneytinu timabært að íarið veröi að draga trollin úrsjó. —jsj. Hörmulegt banaslys á Vesturlandsvegi Hörmulegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi ofan við La'gafell laust fyrir kl. 8 i gær- morgun, þegar steypuflutninga- bifreið frá B.M. Vallá og áætl- unarbifreið sem flytur starfs- fólk til vinnu á Reykjalundi og Alafossi skullu saman með þeim afleiðingum að bilstjdri steypu- flutningabilsins lést samstund- is, en tvennt slasaðist alvarlega i áætlunarbDnum. Areksturinn varö hjá syðri af- leggjaranum frá Vesturlands- vegi, að bænum Lágafelli, og var áætlunarbillinn á leið i Mos- fellssveitina, en steypuflutn- ingabillinn á leið til Reykjavik- ur. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar i Hafnarfirði tók einn far- þeganna i áætlunarbilnum eftir þvi, að bilstjóri steypuflutn- ingabilsins beygði sig niður við stýrið, og mun billinn þá hafa rásað yfir á hina akgreinina meðfyrrgreindum afleiðingum. Til marks um, hve harður áreksturinn hefur verið, skal þess getið, að um 70 metrar voru á milli bflanna eftir áreksturinn, og sneri steypubill- inn i öfuga átt miðað við akst- ursstefnu.en rútan lá afvelta of- anvegar i kvosinni viö Lága- fellsafleggjarann. Sextán manns Ur rUtunni voru fluttir undir læknishendur, þar af tveir alvarlega slasaðir, bil- stjtírinn og stúlka, sem sat framarlega i bilnum Um 70 metrar voru á miili steypuflutningabilsins og áætlunarbilsins. örin bendir á steypuflutningabfl- inn. Við áætlunarbilinnsést starfsmaður Bifreiöaeftirlitsins að störfum. Ljtísm.: —jsj. Bifreiöaeftirlit Rikisins hefur tekið að sér að rannsaka bilana, ef ske kynni að eitthvað hefði brugðist i' Utbúnaði þeirra, en rannsóknarlögreglan i Hafnar- firði sagði að of snemmt væri að segja til um orsakir slyssins. Þess skal getið, að vegarkafl- inn frá Hliðartúni og að Þing- vallaveginum, hefur löng- umverið álitinn með varasam- ari vegarköflum á Vesturlands- veginum, en þar liggur vegur- inn i' gegnum þéttbylið I Mos- fellssveit. MagnUs Sigsteinsson, oddviti hreppsnefndar þar, seg- ir i' viðtali við Þjtíðviljann i dag, að hreppsnefndin vilji „ekki viðurkenna, að Vesturlandsveg- ur þurfi aö vera hraðbraut á þeim kafla, sem liggur gegnum þéttbýli i Mosfeilssveit”. Hefur hreppsnefndin sent frá sér ályktun til samgönguráðherra og fleiri yfirvalda, vegna ástands umferðarmála i Mos- fellssveit. —jsj. Nafn hins látna Nafn bilstjórans, sem Iést i umferðarslysinu á Vestur- landsvegi i gærmorgun, var Þórir Baldvin Þorkelsson. Hann var fæddur 2.8. 1961. Þórir Baldvin var ókvænlur og barnlaus. Norsk-íslenska fiskveiðinefndin leggur til: Rflásstjómímar banni loðnuveiðar ,,A fundinum I norsk-Islensku fiskveiðincfndinni var ákveðið að leggja það til við rikisstjórnir islands og Noregs að loðnuveið- um við island, Jan Mayen og Grænland verði hætt, þar til rannsóknir hafa fariö fram á loðnustofninum”, sagöi Jón Arnalds ráðuneytisstjóri I Sjávarútvegsmálaráðuneytinu aðspurður um fund nefndarinnar sem haldinn var i Osló i siðustu viku. Sagðist Jón fastlega gera ráð fyrir að loðnuvciðum yröi hætt þó formleg staðfesting á þvi væri ekki komin. „Hinsvegar hefur ekki tekist að fá EBE-löndin inn á þetta bann. Þó að þar sé aðeins um að ræða 3-4 báta þá skiptir það talsverðu máli að EBE-löndin ‘fallist á bannið. Þar kemur sálfræðihliöin inn I málin. Við munum leggja hart að þessum aðilum að fallast á bannið. Á fundinum þar sem sátufulltrúar EBE-landanna lágu fyrir drög að kolmunnaveiði- heimild i islenskri lögsögu”, sagði Jón. Áætlað er að rannsóknir norskra og islenskra aðila á loðnustofninum fari fram i októ- ber og verði lokið i lok þess mán- aðar eða upphafi nóvembermán- aðar. Þegar niöurstööur liggja fyrir verða áframhaldandi loðnu- veiðar ákveðnar.kvótastærð o.fl. SHdveiðum Norðmanna mótmælt A fundinum i Osló mótmældu lslendingar veiðum á norsk-is- lensku sildinni sem svo er kölluð. Norðmenn eru nú að fara af stað með veiðar á u.þ.b. 13 þús. tonn- um af þessari sild. Jón kvað ekki miklar likur á þvi að Norðmenn tækju mark á mótmælum Islend- inga, „þeir farasinu fram,” sagði hann. I sendinefnd tslands voru auk Jóns þeir Hannes Hafstein, Kristján Ragnarsson, Jakob Jakobsson og Ingólfur Falsson. —hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.