Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. júli 1982 viðtalið Vesturlands- vegur á ekki að vera hraðbraut” — Rætt við Magnús Sigstemsson, oddvita hreppsnefndar > Mosfellshrepps um umferðar- öryggi í sveitinni „Við i hreppsnefndinni höfum verið mjög óhressir með ástand umferðarmála i Musfellssveit”, sagði Magnús Sigsteinsson, oddviti hreppsnefndar Mosfells- fellssveitar i samtali við Þjóð- viljann i gær. Fyrir nokkru sið- an sendi hreppsnefndin frá sér ályktun til dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis, sýslu- manns Kjósarsýslu og annarra yfirvalda, þar sem farið var fram á, að gerðar yrðu ráðstaf- anir til þess að draga úr slysa- hættu á þeim kafla Vesturlands- vegar, sem liggur gegnum þétt- býli i Mosfellssveit. „Að visu er kveðið á um 60 kilómetra hámarkshraða á klukkustund á vegarkaflanum, sem liggur handan við Lágafell- ið, rétt fyrir ofan beygjuna inn á aðalkjarna þéttbýlisins, en það er vitað mál, að dags daglega er hámarkshraöinn langt fyrir of- an þau mörk, enda er beggja vegna við þéttbýlið 80 km. há- markshraöi”, sagði Magnús, og bætti þvi við, að hreppsnefndin hefði i ályktun sinni krafist þess að eftirlit lögreglu með umferð á veginum, þar sem hann liggur i þéttbýli, yrði aukið. Slikt eftir- lit hefði gefist vel, þegar það væri, en fljótlega eftir að lög- reglan hyrfi af vettvangi, vildi sækja i sama farið aftur og hraðinn aukast. ,,Nú hafa orðið nokkur slæm slys á skömmum tima á þessum vegarkafla”, sagði Magnús, ,,en þrátt fyrir það er slysatiðnin ekki meiri en gerist og gengur annars staðar. En það er hins vegar staðreynd, að þegar slys verða þarna á annað borð, þá verða þau nær undantekningar- laust mjög alvarleg. Hraði bil- anna er það mikill”. — Hvað vill hreppsnefndin gera til úrbóta i þessum málum, Magnús? „Við viljum fá miklu greini- legri merkingar á og við veginn. I þessari ályktun er stungið upp á þvi að málaðar verði þverlín- ur á veginn, eins og er viða er- lendis, en þær eru, held ég, ágætlega til þess fallnar að draga úr hraðanum í og við þéttbýli. Það sem skiptir mestu máli i þessu sambandi er það, að við i hreppsnefndinni viljum ekki viðurkenna, að Vesturlandsveg- urinn þurfi að vera hraðbraut á þeim kafla, sem liggur gegnum þéttbýli i Mosfellssveit. Að visu er þetta vegur, sem liggur landshluta á milli, en við viljum sem sagt ekki viðurkenna það, að ekki megi gera ráðstafanir til þess að bilar hægi á hraðanum, þegar þeir aka i gegn.” Magnús sagðist ekki vita or- sök hins hörmulega umferðar- slyss i gærmorgun, en itrekaði það, að hreppsnefnd Mosfells- veitar hefði miklar áhyggjur af umferðarhraðanum sem væri á vegarkaflanum frá Hliðartúni að Þingvallaveginum. „Það er ekki sist vegna þétttbýlisins i Hliðartúni, sem við viljum, að hámarkshraðinn sé lækkaður strax þar en ekki handan beygjunnar eins og nú er. Þarna eru börn á ferð, auk þess sem nokkur umfejrð fylgir þeim iðnaði, sem sfaðsettur er i Hlið- artúninu, og ég held að það sé mjög brýnt, að hraðatakmörkun verði látin gilda lengri vega- lengd en nú er”, sagði Magnús Sigsteinsson, oddviti að lokum. ' Svínharður smásál Magnús Sigsteinsson, oddviti hreppsnefndar Mosfellshrepps: Við erum óhressir mcð ástand umferðarmála i þéttbýli i Mosfellssveit. KÆRLEIKSHEIMILIÐ Ég tek alltaf með mér fullt af leikföngum, ef ég skyldi verða leiðinlegur. Gætum tungunnar Oft er sagt: Þeir hafa löngum eldað grátt silfur Rétt væri: Þeir hafa löngum eldað saman grátt silfur. Sagt var: Hann kvaðst ekki vita, hvað veldi þessum fáleik- um. Rétt væri: Hann kvaðst ekki vita, hvað yiliþessum fáleikum. Rugl dagsins Ekki blaktir stúlkan sú á skari Um lifið i kvikmyndaheimin- um segir hún: „Það er komið fram við mig eins og ég sé drottning. Ég á hægindastól, sem heitir minu nafni. Ég er alltaf ávörpuð frök- en. Fólk hleypur eftir samlok- um fyrir mig. Það er óskaplega þroskandi að vera með i svona hóp sem vinnur við gerð kvik- myndar...” Skrifað um Jodie Foster i Morgunbl. Hrakspár um; endalok jarðar Enn höldum við áfram að grafa upp gamlar hrakspár um endalok jarðar — sumpart i uppörvunarskyni, enda stóðust þessar hrakspár ekki, en sum- part þó til að minna á það, að það cr enginn algildur sannleik- < ur að jöröin vari til eilifðar, og skiptir þar liklega mestu um, hvernig mannskepnan um- gengst þennan hnött, sem henni hefur verið fenginn til ábúðar. Nú — það var árið 1533, að Melchior nokkur Hofmann, trú- arleiðtogi Anababtista, tjáði fylgismönnum sinum, að á þvi hinu sama herrans ári myndi Kristur snúa aftur til jarðarinn- ar. Þá myndi jörðin farast i eldi, en konungdæmi réttlætisins myndi hins vegar risa að nýju i Strassborg, sem yrði hin Nýja Jerúsalem. Þaðan myndi svo boðskapur hins sanna guð- spjalls og babtisma útbreiðast um jörðina. Ahangendur Hofmanns lögðu fullan trúnað á spá hans og margir þeirra seldu eða gáfu allar eigur sinar, afneituðu ver- aldlegu lifi og helguðu sjálfa sig meinlætum og bænalestri. Það sama ár, 1533, sagði þýskur munkur og stærðfræð- ingur, Michael Stifel, að sam- kvæmt Opinberunarbókinni ætti dómsdagur að verða 18. október það ár. Þorsbúarnir I Lochau tóku mark á þessari spá og brugðust viö henni eins og þeir töldu rétt- ast — en þegar 18. otkóber leið að kvöldi, án þess að nokkuö hefði gerst umfram það sem eðlilegt mátti teljast, ákváðu þeir að veita honum Michael Stifel ærlega ráðningu. Og það gerðu þeir. — jsj. Smælki Spakmæli dagsins. Segðu mér heimilisfang þitt, og égskalsegja þér, hvar þú býrð. Allir með strætó... Afskaplega fin frú steig upp i strætisvagninn og brosti sinu allra bliðasta framan i vagn- stjórann. „Segiö mér, hvað kostar farið núna? Ég er nefnilega vön að fara allra minna ferða á minum eigin bil, en hann bilaði alveg óforvarandis, og ég hef ekki farið með strætisvagni i háa herrans tið”. Vagnstjórinn brosti lika sinu allra bliðasta. ,,Já, við hjá SVR höfum saknað yðar heilmikiö”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.