Þjóðviljinn - 20.07.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. júli 1982 Horft yfir Vopnafjörð innan úr firði. Fyrir miðri mynd er Skips hólmi en næstur honum er Miðhólmi. Þeir eru báðir i eigu kirkjunn ar. Frá landnámi til nútíöar A ferð sinni um Vopnafjörð á dögunum átti blaðamaður Þjöð- viljans þviláni að fagna, að kynn- ast mörgum ágætum mönnum, sem reyndust ómetanlegar hjálp- arhellur við yfirreið um mikia sveit á alltof skömmum tima. Einn þessara manna var Lárus Ármannsson, sem lóðsaði undir- ritaðan um Vopnafjörð, og um tima varð samferða Gunnar Sig- marsson, sem kunni sögu Vopna- fjarðar utan bókar og miðlaði óspart af henni á leiðinni i Engi- hlíð, sem er einn margra bæja i Vopnafirði. Og er báðum þeim, og öllum öðrum þökkuð óspöruð lið- veisla í heimsókn blaðamanns á Vopnafjörð. Leitað á vit Landnámu Gunnar Sigmarsson stytti ferð okkar inn i Engihlið og fór aftur i Landnámu i þvi skyni að segja frá þeim bræðrum, Eyvindi Vopna og Ref hinum rauða, sem fóru frá Noregi vegna missættis við Harald konung hárfagra og héldu til íslands. Ref karlinn hrakti reyndar aftur til Noregs, og þar vár hann drépínn af mönnum Haralds.en Eyvindurkomst heilu og höldnu til Vopnafjarðar, fyrst- ur landsnámsmanna þar, og bjó I Innri-Krossavik, sem heitir nú Syðri-vik. Eyvindur nam land, sem náði yfir alla austursveitina og norður að eystri bakka Vesturdalsár, sem er i Vesturdalnum. Þegar bróðursonur hans kom siðar, tók Eyvindur honum mjög vel og gaf honum landið milli Vopnafjarðar- ár, sem nú heitir Hofsá og Vestur- dalsár. Broðursonur þessi hét Steinbjörn og nefndi hann bæ sinn Hof, og var fyrsti ábúandi á þeim sögufræga stað. Hróaldur, fóstbróðir Eyvindar, kom svo nokkru siðar, og hann nam land á nyðri strönd Vopna- fjaröar, frá Vesturdalsá, Selárdal allanog Strönd. Lýtingur Asbjarnarson var einnig einn landsnámsmanna, og hann nam land á eystri strönd Vopnafjarðar og bjó i Ytri- Krossavik. Með elstu verslunarstöðum I Vopnafirði hafa ætiö veriö ákjósanleg skilyrði fyrir land-“ búnað þótt sjaldnast hafi mátt miklu muna vegna veðurs, en það hefur þegar á allt er litið gengið með betra mótinu. Langmest áhersla er lögð á sauðfjárbúskap, enda eru afréttir góðir, en Vopn- firðingar eru þó sjálfum sér nógir með alla mjólkurvöru og starf- rækja gott mjólkurbú, sem vinnur fyrir heimamarkað. En vegna þessa er ekki að furða, þótt snemma veröi til þétt- býli á Kolbeinstanga þar sem hólmarnir i firðinum mynda ágæt hafnarskilyrði, og hefjist verslun og útflutningur. Vopnafjörður er meðal elstu verslunarstaða á landinu, og að þvi er Gunnar Sig- marsson tjáði okkur Lárusi, náði verslunarumdæmi Vopnfirðinga norður i Þistilfjörð og upp á Hóls- fjöll og austur i Jökulsártungu, á þeim tima þegar mest var versl- að á Vopnafirði og umdæmið sem stærst. En þetta var á 18. öldinni og eitthvað fram á þá 19. Þegar útgerðin kemur til ofan á landbúnaðinn, vex byggðin enn frekar, en það er þó ekki fyrr en á sildarárunum, sem þorpið vex verulega og hægt verður að tala um uppgang, sem einhverju nem- ur i atvinnulifi staðarins. Áður var þetta með hinu hefðbundna þorpssniði, segir Gunnar, menn höfðu sinar bátkænur og nokkrar kindur sem menn framfleyttu sér af, auk þess, sem nokkrir unnu við verslunina. Vopnafjörður hefur i þvi tilliti veríð álika og margir aðrir smá staðir viðs vegar um landið. En á sildarárunum skiptir sem sagt um og Vopnafjörður varö, eins og önnur sjávarpláss, miðpunktur heimsins um tima, það var saltað á mörgum sildarplönum, að- komufólk streymdi að, fabrikka byggð og samfara uppgangnum fylgdu auövitað breytingar á mannlifssviðinu lika — hagnaðin- um af sildinni var veitt i ýmsar framkvæmdir innan sveitar, enda bjuggu Vopnfirðingar það vel, að þeirra sildarverksmiðja var og hefur alla tið verið að mestum hluta til i eigu manna innan sveit- ar. í Engihlíð Nú brunar billinn i hlað á Engi- hlið, en sá bær er annar af tveim- ur bæjum á Austurlandi, þar sem tæknin hefur hafið innreið sina í mestum mæli — og þeir Gunnar og Lárus ákváðu að láta blaða- manninn uppalinn á mölinni fyrir sunnan, komast að þvi með eigin augum, að það er fleira tækni en malbikunarvélarnar fyrir sunnan. Eftir nokkra leit, finnum við húsmóðurina á bænum, Margréti Þorgeirsdóttur, i f jósinu, þar sem hún var ásamt syni sinum, Gauta Halldórssyni, Björnssonar, bónda að mjólka — eða réttara sagt, að fylgjast með þvi að mjaltirnar færu fram i samræmi við kröfur tækninnar. Þarna kemur manns- höndin vart nærri, og það er liðin sú tið, þegar blaðamaður var ungur i sveit á Reyðarfirði, að fólkið á bænum settist niður með skammelin i básinn og hand- mjólkaði ofani járnfötu, og mjólkinni siðan hellt i stóra blikk- brúsa, sem sóttir voru morguninn eftir af pallbil úr þorpinu. En i Engihliðinni eru beljurnar reknar inn i járngrindabása, sem opnast og lokast fyrir vélarafli, siðan er stútnum smeygt á spenana og eftir það kemur mannshöndin hvergi nærri mjólk- inni. Gróðurrækt og heitt vatn Og það verður blaðamaður að segja eins og er, að ekki man hann til þess að hafa komið i þrifalegra né betur búið fjós, en er i Engihlið. En það er reyndar fleira en fjósið, já, og útbúnaðurinn i hlöð- unní — heyblásari, sem dreifir heyinu jafnt i húsið, — sem vekur athygli manns og aðdáun. Margrét hefur sem sé komið sér upp dágóðum visi að gróðurhúsi, þar sem hún ræktar m.a. tómata — og má það reyndar ótrúlegt teljast i gróðurhúsi, sem er óupp- hitað. En hins vegar skildist mér á samferðamönnum minum, og reyndar fleirum, sem ég talaði við, að hér væri á ferðinni hreint ekki svo litið merkilegt mál, sem Margrét væri þarna að vekja athygli á i verki. 1 Vopnafirði er nefnilega til heitt vatn norðan þorpsins. Það er kannski ekki nægilegt tilaðveita þvi til hitunar húsa i allri sveitinni, en nokkrir heimildarmenn minir sögðust vera þeirrar skoðunar, að vel mætti nýta þetta heita vatn til þess að halda a.m.k. einu ylrækt- arbúi gangandi, þannig að Vopn- firðingar gætu orðið sjálfum sér nógir með allt grænmetiskyns — og ætli það myndi ekki skoðast kjarabótá norðvesturhorni lands, þar sem aðflutningsgjöld eru dýr? Hungurlús Og þvi má reyndar skjóta að i framhjáhlaupi, að þeir, sem ég ræddi við, töldu, að jafnframt mætti nýta heita vatnið til skreið- arþurrkunar. Stórhuga menn, Vopnfirðingar — en hið sama verður varla sagt um þá aðila, sem með réttu eiga að standa Horft út með firði ofan af Klifinu. Leiðarhöfn, vitinn og Leiðarhafnaihólmi fyrir miðri mynd. Leiðarhafn- arhólmi var^ eins og Skipshólmi og Miðhólmi, hvitur af æðarfugli áður fyrr á árum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.