Þjóðviljinn - 20.07.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. júli 1982 DJOBVIUINN Máígagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfíngar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjöri: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. Ltlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. l,jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. AugKsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 813:13 Prcntun: Blaðaprent hf. Samfylking gegn íhaldi • Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins ritar grein i Timarit Máls og menningar þar sem hann ræðir nauðsyn samstöðu gegn sókn Sjálfstæðisflokksins. „Nú — eftir kosningar — er brýn nauðsyn að skerpa þann skilning — brýnni en nokkru sinni fyrr: Við stöndum frammi fyrir örlagarikum á- tökum, ekki aðeins um lifskjör heldur einnig um sjálfstæði þessarar þjóðar. Það kann að vera að einhverjir láti sér úrslit þeirra átaka i léttu rúmi liggja; þeir eru þá að taka á sig ábyrgð og ég lýsi mikilli ábyrgð á hendur þeim sem aðhafast ekki og láta vigvélar ihaldsins æða hér yfir akurinn á næstu vikum, mánuðum og árum. • Vinni ihaldið kosningasigur hér á landi i næstu alþingiskosningum gerist þetta: Mynduð verður rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og annars hvors milliflokksins. Hún mun þegar i upphafi gera eftirfarandi: L. Hafnar verða framkvæmdir við byggingu flug- stöðvar i Keflavik með bandariskum fjármun- um. 2. Hafnar verða framkvæmdir í Helguvik fyrir herskipa- og oliuhöfn bandariska hersins. 3. Gerðir verða samningar við erlend fyrirtæki um orkusölu á sama hátt og um er að ræða i Straumsvik. 4. Visitölubætur á laun verða bannaðar. 5. Félagsleg þjónusta verður afhent einkaaðilum í rikum mæli — einnig heilbrigðisþjónustan. 6. Félagsleg þjónusta að öðru leyti verður skorin niður — námsgagnastofnun og slíkar þjónustu- stofnanir verða lagðar niður. 7. Atvinnuleysi verður notað til þess að halda verkalýðshreyfingunni niðri — samanber kenningar um hæfilegt atvinnuleysi. 8. Róttækum rithöfundum og listamönnum verð- ur refsað með margvislegum hætti eins og gert var á viðreisnar- og kaldastriðsárunum. Hér hafa aðeins verið nefnd átta dæmi—en þau ættu hvert um sig að vera nægilega stór til þess að við stöndum saman gegn því að ósköpin gangi yfir okkur og okkar þjóð. Þótt úrslit bæjarstjórn- arkosninganna hafi um margt verið vond þá er enn timi til stefnu. Þann tima verður að nota til þessað byggja uppsamstöðu.” • Ástæða er til þess að taka undir þau orð Svav- ars Gestssonar að i landinu þurfi að myndast voldug og sterk fylking gegn afturhaldi leiftur- sóknarinnar, gegn kreppu og atvinnuleysi og gegn þeim óþjóðlegu öflum sem nú biða eftir þvi að hefja stórfelldari hernámsframkvæmdir en nokkru sinni fyrr. Þeir sem saman eiga i sjálf- stæðisbaráttu og stéttabaráttu hljóta að leggja á- herslu á það sem sameinar og vikja þvi til hliðar sem sundrar, þegar sameiginlegur andstæðingur á i hlut. Á hinn bóginn verður ekki um öfluga samfylkingu að ræða nema að ramminn utanum hana rúmi ólik öfl og mismunandi skoðanir i- haldsandstæðinga. — ekh. ![ Siguröur E. Guömundsson, borg arfulltrúi. íhaldið lét ekki undan fyrr en i hart fór: Kratar og framsókn fengu áheyrn- arfulltrúa i borgarráði Ekki ein báran stök Ekki er ein báran stök i borgarstjórn Reykjavikur. Alþýðublaðið greinir m.a. frá þvi sl. laugardag að Davið Oddsson borgarstjóri hafi reynt að koma i veg fyrir að Alþýöuflokkur og Framsóknarflokkur fengju áheyrnarfulltrúa i borgar- ráði meðan borgarstjórn væri i sumarleyfi. Það var ekki fyrr en Davið hafði verið brugðið um lögleysu að hann lét undan. í meira lagi i hæpið Alþýðublaðinu segist svo frá: „Tveir af fjórum flokkum i borginni eiga eins og kunn- ugt er ekki fulltrúa i borgar- ráði, Framsókn og Alþýðu- flokkur. Siguröur E. Guð- mundsson sagði við umræðuna i borgarstjórn að engar lagaheimildir væru fyrir þvi að borgarstjórn af- henti umboð sitt á þann hátt sem nú ætti að gera i sumar- friinu. „Það er i meira lagi hæpið að taka vald þetta og umboð algerlega úr höndum borgarfulltrúa”, sagöi Sigurður. „Ég lýsti þvi þess- vegna yfir við umræðuna, aö ég myndi leita eftir úrskurði félagsmálaráöuneytisins um það hvort þetta væri lög- mætt, ef sjálfstæðismenn gæfu ekki eftir. Þá lagði Adda Bára Sigfúsdóttir fram tillögu um að flokkarnir fengju áheyrnarfulltrúa. Er sýnt var, aö mjög var þrengt að ihaldinu i þessu máli, létu þeir loks undan og lögðu fram tillögu, sem Davið Oddsson mælti fyrir, um að flokkunum yrði heim- ilað aðhafa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétti i borgarráði þann tima sem sumarleyfi standa. Voru þá aðrar tillögur minnihluta flokkanna dregnar til baka klippt Flokkseinrœðið Borgarbúar eru þegar farnir að kynnast stjórnskipulagi meirihluta Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. Strax á fyrstu vik- um meirihlutans undir stjórn Daviðs Oddssonar sannast stað- hæfingar ma. Alþýðubanda- lagsins að um sé að ræða flokks- einræði af verstu tegund. Ingi- björg Sólrún Gisladóttir ritar grein af stuttum kynnum sinum af þessu flokkseinræði i Dag- blaði & Visi sl. föstudag. „Nefndir og ráð borgarinnar fást við dútl og föndur sem varla tekur þvi að karpa um, en allar ákvarðanir sem máli skipta eru teknar i flokksmaskinu Sjálf- stæðisflokksins.” Upp á punt Það var athyglisvert að þegar borgarstjórinn kom i útvarpið að skýra út ákvarðanir „sinar” um framtiðarbyggð við Grafar- vog, þá kvað hann „forsögn um samsetningu byggðar” á þessu svæði unna á „sina persónulega ábyrgð” af mönnum sem hann vildi ekki tilgreina. Ekki einu sinni meirihluti Sjálfstæðis- flokksins i skipulagsnefnd fékk Ingibjörg Sólrún spyr margra spurninga i grein sinni. „Af hverju er ekki samkeppni um skipulag á þessu landssvæði? Og af hverju var forstöðumanni Borgarskipulags ekki falið að gera tillögu um arkitekta til að vinna að skipulaginu? Af hverju er pólitískur flokkur að vasast i mannaráðningum i einstök verkefni á vegum borgarinn- ar?” Óttast faglega umfjöllun Þá ræðir Ingibjörg Sólrún á- kvörðun Sjálfstæðisflokks að hafna þvi að Borgarskipulag væri látið gera leiðbeinandi fag- lega umsögn áður en málið væri afgreitt i borgarstofnunum. „Ég verð að segja eins og er að mér dettur helst i hug að vis- vitandi sé verið að ganga fram hjá þessari stofnun i þessu máli öllu. Henni er greinilega ekki treyst til að sjá um gerð deili- skipulagsins fyrir Grafarvog- inn, sjá um mannaráðningar i það né heldur til að gera svo saklausan hlut og það nú hlýtur að vera að semja faglega um- sögn um mál. Ef ekki er á ferð- inni vantraust á starfsmenn Borgarskipulags þá fæ ég ekki betur séð en að Sjálfstæðismenn óttist faglega umfjöllun um mál þetta.” Af stótnóli- faskum ákvörð- unum og Dulsuvögnum Dútl og f öndur Tveggja mánaöa viftloðun viö borgarappiratiö þykir sjálfsagt b*ði stutt og ómerkileg borin saman vlð þaulsetur islenskra metaljóna i póli- tiskum hcgindastólum. En þrótt fyrir stuttan stans hefur margt und- arlegt boriö fyrir augu min og eyru og margt er öðruvisi aö ínnan en maöur ætlar aö utan. Satt best aö segja hélt ég i einfeldni minni aö i nef ndum og ráöum borgarinnar sætu skörulegir menn sem elduöu grátt silfur saman og töluðu sig heita vegna allra þeirra pólitisku mála sem snerta hag og velsæld alb þorra borgarbúa. Kosningaumr*öur und- anfarinna ára hafa einhvern veginn komiö þessari mynd inn hjá mér. En þessu er alls ekki svona fariö, ööru n«r! A fundum nefnda og ráta sitja borgarfulltrúamir nokkuö spakir og prúöir hver í annars garö og eru oft- Kjatlarinn litgibjörg Sólrún Cfshdóttir ar en ekki sammála um þau mólefni sem til umræöu eru. Bozhanskamir eru geymdir en ekki gleymdir og dregnir upp úr pússinu þegar kjós- endaþef bregöur fyrir vitin. I nefndum og ráöum borgarinii a.m.k. i þelm sem ég hef kynnst. fer nær engin pólitísk umreöa fram enda viröist vísvitandi reynt aö halda borgarfuUtrúum frá slikri umræöu. Megniö af fundartímanum fer i þaö aö hafa ofan af fyrlr þeim meö þvi aö láta þá færa U1 göngustíga, r*öa um þakgeröir, bU- skúrabyggingar og stækkun pulsuvagna. Ef pólitisk mál slæöast inn á fund t.d. i borgarráöi er þeim n*r umsvifalaust vísaö tU borgar- stjórnarfunda án umræöu. Stór- póUtisk mál fá stundum fyrir náö og miskunn aö gera stuttan stans i nefnd á þcim tima sem Uöur frá þvi raunveruleg ákvöröun var tekin um þau i meirihlutanum þar tU formleg ákvöröun hefur veriö tekin á borgar- að koma nálægt þessu máli. Hin ólýðræðislegu vinnubrögð Daviðs Oddssonar hitta þvi ekki aðeins fyrir minnihlutafulltrúa i borgarstjórn heldur ekki siður hans eigin samflokksmenn sem virðast eiga aö sitja upp á punt i ráðum og nefndum borgarinn- ar., meðan borgarstjórinn stjörnar með beinum tilskipun- um gegnum embættismenn og með aðstoð ,, manna út’ i bæ”. Gagnrýni og spurningar Borgarstjórinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki leitað faglegrar um- sagnar um forsögn að nýju byggingarsvæði, aö hafa ekki látið fara fram itarlega umt’jöll- un i borgarkerfinu, að hafa ráð- ið arkitekta pólitiskri ráðningu til þess að gera deiliskipulag af svæðinu, og stefna málum i tvi- sýnu vegna þess að borgin hefur engin ráð á Keldnalandi enn. Lýðrœðisgríman „Að sjálfsögðu er þarna um stórpólitiskt mál að ræða”, seg- ir Ingibjörg Sólrún „og sem slikt á það að fá viðtæka um- fjöllun bæði innan borgarkerfis- ins og meðal borgarbúa. Haldi menn að stórpólitiskt mál eigi að ræðast og ákvarðast i lokuð- um flokksstofnunum þá er póli- tiskt siðferði þeirra heldur bág- borið og lýðræðishugsjónin tak- mörkuð. Ef lýðræöishugmynd meirihlutans er ekki þroskaðri en þetta þá liggur i rauninni beinast við að hann sendi minni- hlutann — fulltrúa 48% kjósenda — heim til sin og stjórni með til- skipunum. En þá félli lýðræðis- griman svo þess i stað heldur meirihlutinn umræðu um pulsu- vagna, þakhalla og bilskúra- byggingar vakandi og viðheldur um leið þeirri ranghugmynd að lýðræðið riki i Reykjavikur- borg.” — ekh. •g skorfð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.