Þjóðviljinn - 20.07.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Qupperneq 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. júli 1982 íþróttir Reykjavíkurleikarnir 1 frjálsum iþróttum: Landskeppnin Island-Wales: Norðurlandabikarkeppni kvenna: Tap gegn Wales en Oskar stóð sig best Oddur og Egill góðir í 400 m hlaupinu þ íslensku stúlkurnar áttu litla möguleika gegn þeim norsku, sænsku og finnsku og höfnuðu í neðsta sæti í Norðurlanda bikarkeppni kvenna John Powell/ fyrrum heimsmethafi/ sigraði kringlukastinu á laugardag með 67,34m en tapaði fyrir landa sfnum, Bandaríkjamanninum Art Burns síðari daginn og kastaði þá 66,10 m gegn 67,18 hjá Burns. Mynd: —eik. Óskar Jakobsson vann góðan sigur i kúluvarpinu á Reykjavik- urleikunum i frjálsum iþróltum sem fram fóru á Laugardalsvell- inum um helgina. Óskar varpaði 20,06 m og sigraði örugglega. Annar varð bandariski háskóla- meistarinn Dean Crouser með 19,48 m og Sovétmaðurinn Sergej Gavryushin með 19,40 m. 1 lands- keppninni við Wales var um tvö- faldan islcnskan sigur i kúluvarp- inu að ræða þar sem Vésteinn Hafsteinsson varpaði 15,94 m lengra en báðir Walesbúarnir sem báðir voru undir 15 metrun- um. Góðir sigrar unnust einnig i öðrum greinum i landskeppninni. Oddur Sigurðsson sigraöi i 400 m híaupi á 48,79 sek. og Egill Eiðs- son náði öðru sætinu af miklu harðfylgi með timann 49,32. Wal- esbúinn Malcolm James varð þriðji á 49,54 sek. Stangarstökkið var þriðja greinin sem vannst tvöfalt. Slæmt veður og léleg aöstaöa hamlaði gegn góðum árangri en Sigurður T. Sigurðsson stökk 4.70 og_ það dugði til sigurs. Kristján Gissur- arson varð annar með 4,50 m en Brychan Jones þriðji með 4,30 m. Bandarikjamaðurinn Nat Dur- ham keppti sem gestur og stökk 5,32 m en átti skemmtilegar til- raunir við 5,50 m. Þá var 4x400 m boðhlaupið skemmtilegt, ekki sist enda- sprettur Odds Sigurðssonar en hann hljóp siðasta sprettinn fyrir Island. Hann hljóp mjög vel og tryggði islenskan sigur á 3:16,44 min. Sveit Wales hlaut timann 3:- 18,54 min. Góðurtimi náðisti 100 m hlaupi en meðvindur var of mikill. Niko- lai Sidorov, Sovétrikjunum, sem keppti sem gestur, fékk timann 10,1 sek. ásamt Walesbúanum Dave Roberts. Mark Owen frá Wales hlaut timann 10,3 ásamt SigurðiSigurðssyni og Vilmundur Vilhjálmsson varð að sætta sig við siðasta sætið á 10,5 sek. Tvö- faldur velskur sigur þar. Blikastúlkur unnu Bautamótið aftur Það voru Breiðablik og KR sem léku tii úrslita i Rautamótinu i knattspyrnu kvenna sem fram fór á Akureyri um helgina. Þessi félög unnu sina riðla og i úrslita- Ieiknum sigraði Breiðablik örugglega, 3:0. Asta B. Gunn- laugsdóttir skoraði i fyrri hálf- leik og Erla Rafnsdóttir bætti tvcimur við i siðari hálfleik. Þetta var i annað sinn sem Bautamótið fer fram og Breiðablik sigraði einnig i fyrra. Keppnin hófst á föstudagskvöld og lauk með úrslitaleikjum á sunnudag. Tiu lið tóku þátt og var þeim skipt i tvo riðla. Lokastaðan iþeim varð þessi: A-riðill Breiðablik .. 4 3 1 0 12:1 7 _—___ , _ ÍA .......... 4 2 2 0 9:2 6 ~ 1 r‘“ ’ ‘ ^ ^ p Vfkingur..... 4 2 1 1 4:3 5 Erla Rafnsdóttir skoraði tvö KA .......... 4 1 0 3 3:9 2 mörk i úrslitaleik Bautamótsins. Fram......... 4004 0:13 0 sætiBj KA varð j 7. sæti eftir 4:3 . . sigur i vitaspyrnukeppni gegn FH Jfp10 dainanv og Þór náði 9. sætinu með þvi að }{a ur......... a o o o I'a a Asta B- Gunnlaugsdóttir, Vulsun8ur ..... 4 2 0 2 4:4 4 Breiðabliki varð markahæst i f’*1 .......... mótinu og skoraði 6 mörk. Erla ÞórA........... 4 0 1 3 1-8 1 Rafnsdóttir úr sama félagi kom > . ... næst með fjögur, en siðan komu Valnr og ÍA léku um þr.ðja fjölmargar Js?úlkur með 2 og 3 sætið og sigruðu Skagastulkurnar mork eftir vitaspyrnukeppni, 3:2 Mótið var mjög vel skipulagt og Vikingur vann Volsung 1:0 i f vel fram { staðiP framlengdum leik um fimmta _ MjjM Þorvaldur Þórsson sigraði i 400 m grindahlaupi á 54,12 sek. en Stefán Hallgrimsson varð fjórði. Wales vann tvöfait i 110 m grinda- hlaupi en þar datt Þorvaldur snemma og missti alla mögu- leika. Jón Diðriksson tapaði mjög naumlega fyrir Tony Blackwell i 1500m hlaupi en báðir hlupu á 3:- 54,1 min. Gunnar Páll Jóakims- son náði þriðja sæti á 3:55,9. Trevor Llewelyn stökk 2,09 i há- stökki en Unnar Vilhjálmsson með 2,03 og Stefán Friðleifsson með 1,95 komu næstir. i þristökki sigruðu Walesbúar hins vegar tvöfalt, Unnar og Guðmundur Nikulásson réðu ekki við þá Woods og Jones. Mark Owentryggði Walessigur i 200 m hlaupi með 21,25 sek. en Oddur Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson urðu númer tvö og þrjú. Sjálft hlaupið sigraði hins vegar Sidorov frá Sovétrikjunum með 20,94 m. Gunnar Páll og Guðmundur Skúlason töpuðu 800, m hlaupinu gegn Norgate og Brown og i 5000 m hlaupi voru Blackwell og Buck- ley talsvert á undan Jóni Diðriks- syni og Einari Sigurðssyni. Þetta voru greinarnar sem i raun og veru tryggðu Wales sigur. Einar Vilhjálmsson sigraði af öryggi i spjótkasti með 73,62 m og Unnar Garðarsson var þriðji með 66,52 m. 3000 m hindrunarhlaupið vannst tvöfalt af Walesbúum. Kristján Harðarson vann góðan sigur i langstökki með 7,43 m. I kringlukasti sigraði John Powell heimsmethafinn fyrrver- acdi frá USA á laugardaginn með 67,34 m og þá var Knud Hjeltnes frá Noregi annar með 64,24 m. Aftur var keppt á sunnudaginn og þá sigraði Art Burns frá USA með 67,18 m en Powell varð annar með 66,10 . íslensku keppendurnir voru nokkuð frá sinu besta. Landskeppnin tapaðist með 11 stiga mun, 108 gegn 97, og það eru fyrst og fremst langhlaupin sem eru okkar veika hlið. Gott íslandsmet Sigurborgari Norðurlandabikar- keppni kvenna Sigurborg Guðmundsdóttir náði athyglisverðasta árangri islensku stúlknanna i Norðurlandabikar- keppni kvenna. I 400 m grinda- hlaupi veitti hún hinni heims- frægu Ann-Louise Skovlund frá Sviþjóð harða keppni og varð önnur á nýju íslandsmeti, 60,86 sek. Skovlund sigraði á 58,50 sek. Annars var neðsta sætið oftar en ekki hlutskipti okkar stúlkna. öðru sæti fyrir utan Sigurborgu náðu þær Þórdis Gisladóttir i há- stökki með 1,81 m og Hrönn Guð- mundsdóttir i 800 m hlaupi með 2:06,27 min. Þá varð islenska sveitin önnur i 4x100 boðhlaupi á 47,2 sek. en sú sænska sigraði á 45,5. Helga Halldórsdóttir varð þriðja i 100 m grindahlaupi á 14,28, Oddný Arnadóttir i 100 m hlaupi á 11,72, Bryndis Hólm i langstökki með 5,9 m, Oddný i 200 m hlaupi á 24,23 sek., og þriðja sætið náðist i 4x400 m boðhlaupi á 3:43,05 min. t öðrum greinum varð f jórða og neðsta sætið að duga. Iris Grön- feldt kastaði spjóti 46,80 m, Ragn- heiður Ölafsdóttir hljóp 1500 m á 4:24,5 min, en þar sigraði hin heimsfræga Grete Waitz frá Nor- egi létt og jafnframt i 3000 m hlaupi. Þar fékk Aðalbjörg Haf- steinsdóttir timann 11:00,4 min. ■ Unnur Stefánsdóttir hljóp 400 m á 57,87 sek, tris varpaði kúlu 11,21 m og Margrét Öskarsdóttir kast- aði kringlu 40,23 m. Tvær sovéskar stúlkur kepptu sem gestir i 200, 400 og 800 m hlaupum og sigraði Ludmila Bci- owa i 400 m á 52,86 sek, og 200 m á 23,37 sek. Irina Podyalovskaya sigraði i 800 m hlaupi á 2:04,99 min. Lokastaðan i Norðurlandabik- arkeppni kvenna varð sú að Nor- egur og Sviþjóð urðu efst og jöfn með 43 stig hvor þjóð. Finnland hlaut 35 stig og ísland 28. — VS j Utimótið hefst ! í kvöld tslandsmótið i handknatt- leik utanhúss hefst i kvöld kl. 19 við Haukahúsið i Hafnar- firði. Mótið stendur yfir i niu daga, og lýkur fimmtudaginn 29. júli. t kvöld kl. 19 leika Haukar og Fram i kvennaflokki. Þá koma tveir karlaleikir, KR og Grótta leika kl. 20 og Haukar og Breiðablik kl. 21.15. Mótinu I verður siðan fram haldið ■ annað kvöld. 2. deild ... 2. deild ... 2. deild ... 2. deild ... 2. deild Suðurnesjaliðin sækja sig Reynir og Njarðvík komin í slaginn um 1. deildarsæti Það er ekki óhugsandi að Suðurnesjalið, annað en tBK, leiki i fyrsta skipti i 1. deild fslandsmótsins i knattspyrnu næsta sumar. Reynir Sandgerði og Njarðvik eru bæði komin i toppbaráttu 2. deildar og er árangur Njarðvíkinganna sem léku i 3. deild i fyrra mjög at- hyglisveröur. Þeir mættu Þór frá Akureyri I Njarðvik um helgina og sigruðu 1:0 með marki Jóns Halldórssonar. Reynismenn léku á Húsavik gegn Völsungi og unnu þar sann- gjarnan sigur, 1:0. Ómar Björns- son skoraði eina mark leiksins eftir varnarmistök Húsviking- anna og Reynir er kominn i annað sætið. Úrslit um helgina: Völsungur-ReynirS........ 0:1 Njarðvik-Þór A ............ 1:0 Fylkir-FH ................. 1:1 Þróttur N.-Einherji ....... 1:0 Skallagr.-Þróttur R........ 0:0 Aðeins fimm mörk skoruð i jafnmörgum leikjum og það er hart barist um hvert stig i 2. deildinni. Þróttur Neskaupstað vann góðan sigur á Einherja með marki Harðar Rafnssonar og það munar þvi aðeins einu stigi á Austurlandsliðunum. Einherjar verða að fara að ná stigum á úti- völlum ef ekki á illa að fara. Fylkir gerði sitt áttunda jafn- tefli á sunnudagskvöldið gegn FH. Kristján Guðmundsson kom FH yfir en Sigþór Oddsson jafnaði fyrir Arbæinga. Þróttur R. virðist aðeins vera að gefa eftir en forystan er örugg. Bjarni Harðarson var rekinn útaf i Borgarnesi en heimamönnum tókst ekki að nýta sér það til sigurs frekar en i öðrum heima- leikjum. Staðan i 2. deild: ÞrótturR...... 10 6 4 0 15:4 16 Reynir S...... 10 5 2 3 15:8 12 FH .......... >10 4 4 2 13:12 12 Þór A......... 10 3 5 2 16:11 11 Njarðvik ..... 10 4 3 3 17:17 11 Fylkir ....... 10 1 8 1 10:11 10 Völsungur .... 10 3 3 4 10:11 9 Einherji ..... 10 3 2 5, 14:17 8 Þróttur N..... 10 2 3 5 5:11 7 Skallagr...... 10 1 2 7 8:21 4 Markahæstu menn: Þórður Karlsson, Njarðv.... 7 Jón Halldórsson, Njarðv.... 6 Pálmi Jónsson, FH.......... 5 Örn Guðmundss., Þór ....... 5 —• vs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.