Þjóðviljinn - 20.07.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 20.07.1982, Side 16
DWÐVIUINN Þriðjudagur 20. júli 1982 Albert Guð- mundsson um af- stöðuna til ríkis- stjórnarinnar „I réttu sam- hengi” „Afstaða min til samninganna er þvi ljós. Afstaða min til rikis- stjórnarinnar vegna þessara samninga hlýtur þvi að vera i réttu samhengi”, segir Albert Guðmundsson alþingismaður ma. undir lok viðtals við Styrmi Gunnarsson ritstjóra i Morgun- blaðinu sl. laugardag. í viðtalinu rekur Albert andstöðu sina gegn þeim efnahagssamvinnusamn- ingi sem nýverið var gerður við Sovétrikin. Eins og áður hefur komið fram ritaði Eggert Haukdal alþingis- maður forsætisráðherra bréf þar sem varað var við afleiðingum samningsgerðar við Sovétmenn fyrir „stuðning” Haukdals við stjórnina. t lok viðtalsins i Morgunblaðinu þar sem Albert ræðir við Styrmi segir hann og: „Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir sterkan Sjálfstæðisflokk en einmitt á timum sem þessum. Það verða sjálfstæðismenn um allt land og aðrir þeir, sem óttast utanaðkomandi afskipti, að gefa sér tima til að hugsa um.” — ekh Millisvæðamótið í Las Palmas Gömlu brýnin standa sig best 14 skákmeistarar berjast nú um tvö sæti í Áskor- endakeppnina á milli- svæðamótinu í Las Palmas á Kanarieyjum. Að loknum 5 umferðum er staðan mjög óljós vegna fjölda biðskáka en Ijóst er að eldri skákmennirnir á mót- inu munu verða i farar- broddi. Staða efstu manna erþessi: 1. Smyslov 3 v. — 1 biðskák 2. — 3. Larsen og Petrosjan 3 v. 4. Tukmakov 2 1/2 v. - 2 biðskákir 5. -8. Timman, Ribii, Bouaziz og Suba allir með 2 1/2 vinning og eina biðskák hver. 9. Mestel 2 1/2 v. Töfluröð mótsins er þessi: 1. Browne, 2. Pinter 3. Ribli 4. Bouaziz 5. Suba 6. Karlsson 7. Tukmakov 8. Petrosjan 9. Larsen 10. Smyslov 11. Pshakis 12. Mestel 13. Sunye 14. Timman. Allar likur eru á þvi að góð- kunningi íslendinga frá tveim Reykjavikurmótum, Vladimir Tukmakov nái efsta sæti. Hann er með unna biðskák gegn Smyslov og jafnteflislega biðskák gegn Sovétmeistaranum Pshakis. Ribli og Timman eiga innbyrðis jafn- teflislega biðskák. — hól. Abalsfmi Þjóbviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hsgt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins t þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná 1 af- greiöslu blaösins I slma 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Mótmælir ásókn her- manna í leiguhúsnæði Bæjarstjórn Keflavíkur: „Ekki kunnugt um fjölgun”, segir Helgi Ágústsson „Það er ekkert launungarmál að okkur er frekar illa við að hermenn af vellinum búi hér i Keflavik. Við þurfum að halda uppi margs konar þjónustu hér i bænum og þvi viljum við frekar að hér búi islenskir skattborg- arar”. ^ Það er bæjarstjórinn i Kefla- vik Steinþór Júliusson, sem hef- ur orðið. Blaðið hafði samband við hann vegna samþykktar bæjarstjórnarinnar frá 6. júli sl. þar sem þvi er mótmælt að her- menn skuli vera farnir að sækja á ný i leiguhúsnæði i bænum. „Við vorum orðin laus við hermennina en menn hafa orðið varir við aukna aðsókn þeirra hingað að undanförnu. Utanrik- isráðuneytið veitir leyfi fyrir þvi að þeir flytji hingað og þvi höfum við mótmælt þessu við ráðuneytið og jafnframt óskað eftir viðræðum við ráðherra. Við ætlum að óska eftir þvi við hann að hann beiti sér fyrir þvi að þetta vérði sem minnst og helst ekki neitt.” Þjóðviljinn hafði samband við Helga Agústsson I utanrikis- ráðuneytinu vegna þessa máls. Hann sagðist hafa farið fram á það við bæjaryfirvöld i Keflavik að þau kæmu með nákvæma tölulega úttekt á þvi hve margir bandariskir hermenn búi nú i Keflavik. „Mér er ekki kunnugt um að um fjölgun sé að ræða, allavega hefur ráðuneytið ekki gefið út ný leyfi fyrir hermenn til flutn- ings. Hins vegar getur þarna verið um að ræða fólk sem tengt er hernum s.s. kennarar og bandariskir ferðamenn. Þeir þurfa eðlilega ekkert leyfi til þess frá okkur til að búa i Kefla- vik. Þetta geta verið i kringum fimmtán til tuttugu manns.” — Hvert er næsta skref i þessu máli? „Þeir I Keflavik hafa óskað eftir viðræðum við ráðherra og þær munu fara fram á morg- un.” — kjv. Hremdýrin mega vara sig — á austurlenskum afreksskyttum Heimilað hefur verið að veiða allt að 805 hrein- dýrum á Austurlandi á tímabilinu frá 1. ágúst til 20. september n.k., og er þá miðað við að hreindýra- stofninn sé álíka stór og hann var í fyrra, eða um 3.000 dýr. Á síðasta ári var heimiluð veiði á 655 hrein- dýrum, en þá veiddust ekki nema 505, að því er segir í tilkynningu frá Mennta- málaráðuneytinu. Sveitarfélögin, sem hlutdeild fá I veiðunum eru 31 að tölu, og er hreindýrum skipt milli þeirra þannig, að þau hafa frá fjórum og upp i 75 dýr hvert. Er Jökuldals- hreppur sá, sem flest dýrin fær i sinn hlut, en Borgarfjarðar- hreppur er næstur, með 70 dýr. 1 hverju sveitarfélagi er hrein- dýraeftirlitsmaður, og annast hann veiðarnar, en hann getur kvatt sér menn til aðstoðar. Skulu þeir allir hafa næga skotfimi og kunnáttu i meðferð skotvopna að dómi lögreglustjóra umdæmisins og fullnægja ákvæðum laga um skotvopn, eins og gefur að skilja. Bannað er að selja leyfi til veiða á hreindýrum, samkvæmt reglum um hreindýraveiðar, sem gefnar eru út af Menntamála- ráðuneytinu. — isj. jNefiid tU að endurmeta há- i vaða á Keflavikurflugvelli I Varnarmáladeild utanrikis- ■. ráðuneytisins hefur nú skipað I nefnd til að endurmeta hávaða- I mælingar á Keflavikurflugvelli. J Er þetta til komið vegna kvart- , ana ibúa, aðallega i Njarðvikum [ af hávaða sem hlýst af þotu- flugi. I nefndinni eru fulltrúar hersins, Flugmálastjórnarinnar á Keflavikurflugvelli og sér- stakur fulltrúi ráðuneytisins, Oddrún Kristjánsdóttir um- hverfisfræðingur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlits rikisins. Nefndin mun starfa sem hópur | og mun hraða störfum sinum • sem kostur er að sögn Helga I Agústssonar I utanrikisráðu- I neytinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.