Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 1
UOWIUINN Þriðjudagur 17. ágúst 1982 — 185. tbl. 47. árg. Haustgróska i kvikmyndun Það er gróska i islenskri kvikmyndagerO um þessar mundir eins og allir vita. Hin nýja kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar var frumsýnd á laugardag og nú er aö ljúka gerö kvikmyndar eftir Agúst Guömundsson um Stuömenn og allt þaö ævintýr. 1 dag er Þjóöviijinn snort- inn af þessari grósku i talveröum mæli, sjá bis. 6 og opnu. Efnahagstillögur Alþýðubandalagsins voru lagðar fram um helgina VÍÐTÆKAR AÐGERÐIR Lækkunarheimild, kjarajöfnunaraðgerðir og skipulagsbreytingar Hjólin tóku að snúast hratt hjá stjórnarliðinu eftir að þingflokkur Alþýðubandalagsins spilaði út ýtarlegum efnahagstillögum um helgina, í formi frumvarps að bráðabirgðalögum og hugmynda um atriði í nýrri efna- hagsáætlun.Meginatriðið í tillögum Alþýðubandalagsins er að samfara róttækum aðgerðum til þess að bregðast við þeim vanda, sem stjórnarliðar eru nokkuð sammála um skilgreiningu á komi ákveðnar kjarajöfnunarað- gerðir og skipulagsbreytingar í efnahagslíf inu. Tillög- urnar eru við það miðaðar að um þær geti náðst breið þjóðfélagsleg samstaða. Helmingslækkun 1. desember? Samkvæmt heimildum Þjóðviljans gerir Alþýðu- bandalagið ráð f yrir að þegar og ef í I jós komi að þjóðar- tekjur muni dragast saman á árinu í líkingu við það sem spáð hef ur verið, og þegar farið hafa fram viðræður við verkalýðshreyf inguna sé ríkisstjórninni heimilt að draga úr hækkun búvöruverðs, f iskverðs og verðbóta 1. desember nk. um allt að helming. Kjara jöfnunarsjóður I tillögunum eru ákvæði um láglaunabætur og stofnun sérstaks kjarajöf nunarsjóðs, sem m.a. beiti sér fyrir úr- bótum í húsnæðislánum og öðrum kjarajöfnunarað- gerðum. Húsbyggjendalán Skyldusparnaðaráform og lenging lána til húsbyggj- enda eru í tillögum flokksins og sérstakar aðgerðir í þágu þeirra sem byggja eða kaupa húsnæði í f yrsta sinn. Lækkun álagningar Meðal annarra tillagna sem Alþýðubandalagið mun hafa gert eru breytingar á verðtryggingu lána, niðurf ell- ing launaskatts í iðnaði og lækkun verslunarálagningar. Innf lutningsminnkun Alþýðubandalagið leggur til að sett verði innborgunar- skylda á vissar greinar innf lutnings, erlend vörukaupa- lán verði takmörkuð með ákveðnum hætti og tekin upp útboð á innf lutningsleyf um á einföldum og stórum vöru- f lokkum. Arðbærara skipulag í sjávarútvegi Alþýðubandalagið gerir ráð fyrir að verðlagskerfi sjávarútvegsins verði endurskoðað með arðbærara skipulag á f járfestingu, veiðum og vinnslu í huga, stærð fiskiskipastólsins verði takmörkuð og engin fiskiskip flutt inn til landsins á næstu 1—2 árum. Efnt verði til fræðsluherferðar um meðferð sjávarafla, gæðaeftirlit stórhert, jafnvel þannig að varði missi vinnslu- og veiði- leyfa ef út af ber i gæðum. Atvinnuvegasjóður ( kjölfar gengisfellingar sem óhjákvæmileg er talin, verði helmingi gengismunar ráðstafað m.a. til aðstoðar togaraútgerðog til úreldingar f iskiskipa. Þá er lagttil að fjárfestingarlánasjóðir atvinnuveganna verði gerðir sambærilegir og jafnvel sameinaðir. Stefnubreyting i landbúnaði Alþýðubandalagið leggur til að stefnt verði að því að sníða hefðbundinni búvöruframleiðslu stakk eftir innan- landsneyslu og dregið verði úr rétti til útf lutningsbóta í áföngum. Skipulagsbreytingar hjá rikinu I tillögunum er gert ráð fyrir að Framkvæmdastof nun verði lögðniður, en Byggðasjóður starf i sem sjálfstæður sjóður. Þá er lagt til að sett verði endurnýjunarregla í opinbera kerfinu og baiikastjórar, ráðuneytisstjórar og forstjórar ríkisfyrirtækja aðeins ráðnir til fimm ára í senn. Einnig er gert ráð fyrir heimild til þess að fresta opinberum framkvæmdum, svo sem Seðlabankabygg- ingu, um 18 mánaða skeið. Viðræðufundir í fyrirtækjum Vegna þeirra stórfelldu ráðstafana og skipulagsbreyt- inga sem nauðsynlegar eru, ef bregðast á rétt við þeim vanda sem Alþýðubandalagið telur að við sé að etja, leggur f lokkurinn til að sú kvöð verði lögð á fyrirtæki að efna til viðræðufunda á næstu 18 mánuðum með starfs- fólki þar sem lögð verði á borðið öll gögn er snerta rekstur og rekstraráform. —ekh Líbanon harðlega fordæmt „Viö undirrituö teljum okkur vini Gyðinga, og höfum látiö okkur annt um tilveru israels. Þvi erum við harmi slegin vegna árásarstriðs ísraelsrikis i Libanon, árásarstriös sem bitnar á þúsundum saklausra manna i flóttamannabúðum, þorpum og borgum Libanons”. Þannig hljóðar upphaf áskor- unar til rikisstjórnarinnar vegna innrásar Israelshers i Libanon frá 7 þjóðkunnum Islendingum sem vilja leggja sitt af mörkum til að stöðva hina grimmdarlegu árás Israelsmanna á Palestinu- menn i Libanon. í lok bréfsins segja 7-menningarnir m.a.: „Við fögnum þvi að rikisstjórn tslands hefur samþykkt að leggja fram kr. 800.000 til hjálparstarfs i Libanon og skorum jafnframt á hana að beita sér fyrir þvi að hún geri rikisstjórn israels það ljóst að það geti haft alvarlegar afleið- ingar i för með sér fyrir sam- skipti Israels og Islands ef hún láti ekki tafarlaust af árásarstriði sinu i Libanon og dragi herlið sitt þaðan”. Undir þessa áskorun rita nöfn sin Arni Bergmann, séra Arni Pálsson, Elias Daviðsson, Haraldur Ólafsson, dr. Jakob Jónsson, Jóhanna Kristjónsdóttir og Vilmundur Gylfason. Sjá áskorunina i heild á bls. 3. Efnahagsnefnd rikisstjórnar- innar náöi i gær i stórum dráttum samkomulagi um þau meginatriði sem felast ættu i bráðabirgðalögum og efnahags- áætlun rikisstjórnarinnar. I gærkvöldi var haldinn ping- flokksfundur Framsóknar- flokksins og var þar m.a. til um- ræðu hvort fallast ætti á áform Alþýðubandalagsins um tekju- öflun til kjarajöfnunar og verð- bótatillögur 1. desember i heim- ildarformi. \ Góðar horfur voru taldar á þvi i gærkvöldi að samkomulag tækist hjá stjórnarliðum i meginatriðum á rikisstjórnar- fundi i dag, en að enn kynni að dragast nokkuð að ganga frá ýmsum tæknilegum atriðum i sambandi við þær viðtæku ráð- stafanir sem nú eru á döfinni. , Eins og fram kemur annars- staðar ‘i blaðinu lagði þing- flokkur Alþýðubandalagsins fram ýtarlegar tillögur i efna- ha^smálum um helginaog veitti umboð til þess að ganga frá samkomulagi á grundvelli þeirra. Tillögurnar voru til um- fjöliunar i stjórn verkalýðs- málaráðs flokksins og fram- kvæmdastjórn i gær. Það er von forystumanna Alþýðubanda- lagsins aö þær tillögur sem fram hafa veriö lagðar af þess hálfu geti reynst samkomulags- grundvöllur i rikisstjórninni. — ekh Þarna koma þau Elin Jóhannesdóttir og Helgi Bragason I mark eftir 100 metra hlaup i yngri flokk. Ljósm: -gel Reykjavíkurmót í bamaíþróttum Reykjavikurmótið i barna- áætlun þrátt fyrir veður sem komu milli þrjú og fimm þúsund iþróttum fór fram á sunnudag- ekki leit vel út á timabili. Þarna manns og samtals tóku 413 inn i Hljómskálagaröinum og var keppt i hinum aöskiljanleg- krakkar þátt i keppninni. Skáta- var mikil ánægja með mótið. ustu iþróttagreinum ss. kassa- félagið Arbúarstóðu aö mótinu i bilarallii, labbi á grindverki, samvinnu við Æskulýðsráð Allt gekk vel og samkvæmt sippi og mörgu fleiru. Þarna Reykjavikur. 7 þjóðkunnir íslendingar skora á ríkisstjórnina: Árásarstríð ísraelsmanna í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.