Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. ágúst 1982 Lausar stöður Tvær lausar stöður lögreglumanna i rikis- lögreglunni á Keflavikurflugvelli eru lausar til umsóknar. Auk almennra skilyrða um veitingu lög- reglustarfs skv. 1. gr. reglugerðar nr. 660 frá 1981, er góð enskukunnátta æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir sendist undirrituðum eigi siðar en 15. september n.k. Umsóknaeyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni og hjá lögreglustjórum um land allt. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli 12. ágúst 1982. Tæknimaður Leiklistarskóli íslands óskar að ráða i stöðu tæknimanns við skólann. Þekking og reynsla á sviði tæknistarfa i leikhúsi er nauðsynleg. Laun og kjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöðuna ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu skólans fyrir 1. september n.k. Allar nánari uppl. veitir skólastjóri. Leiklistarskóli íslands Lækjargötu 14. B. simi 25020 Hjúkrunarfræðingar óskast að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Lausar stöður eru á ýmsum legudeildum og á skurðstofu við svæfingar. Barnaheimili og skóladagheimili eru á staðnum og reynt verður að útvega hús- næði, sé þess óskað. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri i sima 96-22100. Kennara vantar að Menntaskólanum við Sund til stundakennslu i efnafræði allt að 20 stundum vikulega. Upplýsingar i sima 33419 eða 35519. liektor. Frystikista Öska eftir litilli frystikistu i skiptum fyrir aðra 500 litra. Upplýsingar i sima 81333 milli kl. 9 og 17 og sima 86941 eftir kl. 19. Fóstra Fóstra óskast á dagheimilið Völvuborg. Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima 73040 Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Það var mikið um gestakomur á Byggðasafninu hjá Þórði í Skógum er blaðamann og ijómyndara Þjóðviljans bar þar að dyrum á dögunum. Margt af gestunum voru útlendingar en Þórður skildi alla og allir skildu Þórð. Gunnar Ijósmyndari „skaut“ í sífellu og hér hefur hann hæft einn, sem horfir hugfanginn á skipsbjöllurnar. Kannski er þetta gömul sjóhetja? Mynd: —gel Ný íslensk frímerki rvwww'v wvw i m>i w \ » LJI.A|J|||> > < MmtktMnMkJLAmMjlL. Póst- og simamálastofnunin hefur sent frá sér kynningu á tveim nýjum islenskum frimerkj- um sem verða gefin út 8. sept- cmber nk. Annars vegar er um að ræða frimerki i tilefni árs aldraðra, en á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1978 var ákveðið að halda heimsráðstefnu um málefni aldraðra á árinu 1982. Nafni ráð- stefnunnar var siðan breytt á Allsherjarþinginu 1980 og ákveð- ið, að hún skyldi heita heimsráð- stefna um öldrun til þess að minna á þau tengsl, sem eru milli aldraðra einstaklinga og hækk- andi aldurs jarðarbúa. 1 fram- haldi af þessari ákvörðun Alls- herjarþingsins var þeim tilmæl- um beint til allra aðildarrikja Sameinuðu þjóðanna, að sérstök áhersla yrði lögð á málefni aldr- aðra á árinu 1982, og i hverju landi yrðu skipaðar fram- kvæmdanefndir til þess að undir- búa þátttöku þeirra i heimsráð- stefnunni. — Islensk stjórnvöld urðu við þessum tilmælum, enda hafði Island á sinum tima verið meðflytjandi tillögunnar um heimsráðstefnuna. öldrunarráð Islands var siðan stofnað 21. okt. 1981 og á Alþingi þá um haustið var samþykkt þingsályktun þess efnis, að árið 1982 skyldi á tslandi helgað mál- efnum aldraðra og er tsland eina landið, sem þannig hefur opinber- lega lileinkað þetta ár þessum málaflokki. — A frimerki þvi sem Póst- og simamálastofnunin gefur út i þessu tilefni er mynd af málverki eftir lsleif Konráðsson. Málverk- ið er af fjaliinu Herðubreið, drottningu öræfanna. Isleifur Konráðsson fæddist 5. febrúar 1889 að Stað i Steingrimsfirði en fluttist til Reykjavikur 1935. Hann starfaði sem sjómaður og verka- maður, en hóf sem kunnugt er ekki að leggja stund á málaralist fyrr en hann var kominn á efri ár. tsleifur andaðist 9. júni 1972. Hitt frimerkið er i flokknum Merkir Islendingar og er til minn- ingar um Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður. Hún var fædd á Sand- felli i öræfum árið 1828. Foreldr- ar hennar voru séra Sveinn Bene- diktsson, prestur á Sandfelli og siðar i Þykkvabæjarklausturs- prestakalli, og kona hans Kristin Jónsdóttir frá Skrauthólum á Kjalarnesi. — Séra Sveinn og Kristin bjuggu á Mýrum i Álftaveri, þar ólst Þorbjörg upp og átti heima til 25 ára aldurs. — Veturinn 1855 - 1856 dvaldi Þorbjörg i Kaup- mannahöfn við ljósmóðurnám, lauk hún þar prófi með 1. eink- unn. Að prófi loknu kom Þorbjörg heim og hóf ljósmóðurstörf i Reykjavik. Hún var skipuð ljós- móðir i Reykjavikurumdæmi árið 1864. Ibúar voru þá um 1500, en voru orðnir hálft sjöunda þúsund, i Reykjavik einni, um aldamót. — Þorbjörg var starfandi ljósmóðir i Reykjavik i nær hálfa öld, elskuð og virt af öllum, sem hjálpar hennar nutu. Hún bar gott skyn á lækningar og var sýnt um að ann- ast sjúka. Sorgmæddir áttu visa huggun þar sem Þorbjörg var, enda var hún trúuð kona og þrátt fyrir skörulegt fas og oft á tiðum hrjúft yfirborð, sló henni kær- leiksrikt hjarta i barmi. — Þorbjörg Sveinsdóttir var stórbrotin kona i sjón og raun. — Hún lét þjóðmál mjög til sin taka, og sótti fundi, sem var þá óvenju- legt um konur á þeim tima. Hún var gáfuð og mælsk svo af bar, eldheitur aðdáandi Jóns Sigurðs- sonar og barðist oft við hlið bróð- ur sins Benedikts Sveinssonar al- þingismanns, um ýmis þjóðþrifa- mál og má þar merkast telja bar- áttu fyrir stofnun islensks há- skóla. Varð það kveikjan að þvi, að Þorbjörg gekkst fyrir stofnun ,,Hins islenska kvenfélags”, árið 1894. — Auk háskólamálsins skyldi félagið stuðla að menntun og rétt- indum kvenna, og bindindismál- um. Þorbjörg var formaður fé- lagsins frá 1897 til dauðadags. — Mun barátta hennar fyrir fram- förum i landinu, og bættum hag fátækra og umkomulausra, eiga sér enga hliðstæðu á þeim tima. Sagt var um hana látna, ab hún hefði veriðþaðstórveldi i bænum, að enginn treysti sér að neita henni um orðið á fundum, og fólk- ið trúði henni óhikað fyrir málum sinum. Þorbjörg andaðist i Reykjavik 6. janúar 1903. Verðgildi merkjanna er annars vegar 800 aurar og hins vegar 900 aurar og hefur Þröstur Magnús- son teiknað. Frimerkið i tilefni árs aldraðra er prentað i Sviss en frimerkið i flokknum Merkir Is- lendingar er prentað hjá fri- merkjaþjónustu frönsku póst- þjónustunnar. rN Auglýsið í ly' Þjóð\viljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.