Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 16
DJÓÐVIUINN
Þriðjudagur 17. ágúst 1982
Aöa' tmi ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Uta.i þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af greiöslu blaösins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Vigdis Finnbogadóttir forseti tslands tók fyrstu skófiustunguna að sjúkrastöð SÁÁ á laugardaginn.
Það var vinnustofan Klöpp sem hannaði húsið sem veröur 2000 f.m. að stærð og er áætlað að bygg-
ingarkostnaður verði u.þ.b. 30 miljónir. Reykjavikurborg úthlutaði SÁÁ ióð undir sjúkrastöðina
sunnanvert við botn Grafarvogs I nóvember 1981. Stjórn SAA skip aði byggingarnefnd sjúkrastöðvar-
innar i mars s.l. og er formaður hennar Othar örn Petersen hæstaréttarlögmaður.
Flutningar á 250 tonnum af brennisteinssýru til Mývatns úr
lekum tank á Húsavík
„Illskársta leiðin”
segir framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs
Aurskriða féll á
Siglufjörð í gær:
Spfttti görðum
og gróöri
Állmikii aurskriða féll á Siglu-
l'jörð i gærmorgun og olli tals-
vcrðu tjóni á görðum og gróðri.
Urðu spjöli inest við hiisið Suöur-
götu 80 en húsið sjálft og önnur
manuvirki skemmdust ekki.
Það var um kl. 8 i gærmorgun
sem iögreglunni á Siglulirði var
tilkynnt um aö allmikil aurskriöa
hefði falliö úr Hafnarfjalli ofan
viö efstu húsin viö Suöurgötu. Aö
sögn lögreglunnar virtist skriöan
eiga upptök sin efst á fjallinu, en
litið skyggni var i gær á Siglul'irði
sökum þoku. Aurskriöan lokar al-
veg Suöurgölunni á kaíla og auk
þess rennur mikiö vatn ofan úr
hliðinni yíir i garða i nágrenninu.
Var unnið viö það sleitulaust i
allan gærdag aö veita þvi yfir-
fallsvatni i skurði beggja vegna
skriðunnar.
Þess má geta aö þessi aur-
skriða féll eítir gili, sem er rétt
sunnan viö þann staösem snjóflóð
alla jalna falla á Sigluliröi. Rann
hún yíir hitaveitu- og vatnsæðar
til bæjarins en ol!i engum
skemmdum á þeim mannvirkj-
um. — v.
Stormur á
Vest-
fjörðum
Talsvert óveður gekk
yfir Vestíiröi um siðustu
helgi og má slikt teljast
óvenjulegt á þessum
árstima. Náði veðriö 9
vindstigum á nokkrum
stöðum og 10 vindstig
mældust i Æðey. Á
Veðurstofunni fengust
þær upplýsingar að
vegna landslags hafi
mátt búast viö enn meiri
veðurhæð i vindhviðum.
Þar kváðu menn veðrið
vera að ganga niöur og i
gær mældust 7-8 vindstig
á Vestfjörðum og fer
vindhraðinn minnkandi.
- v.
Samkvæmt áliti sérfræöings
okkar i þessum efnum þá teljum
viö þessa flutninga á sýrunni frá
Húsavik til Mývatns vera ill-
skárstu leiöina úr þvi sem komiö
er. Viö höfum þvi tilkynnt for-
ráöamönnum Kisiliöjunnar að
okkar vegna sé þeim heimilt aö
halda áfram undirbúningi fyrir
flutninga á sýrunni", sagöi Jón
Gauti Jónsson framkvæmdastjóri
Nátturuverndarráös i gær.
Eins og skýrt var frá i helgar-
blaði Þjóðviljans hefur komið
fram leki i birgðatanki Kisiliðj-
unnar sem staðsettur er á Húsa-
vik en i tanknum eru um 250 tonn
af 98% brennisteinssýru. For-
ráðamenn Kisiliðjunnar hafa
óskað eftir leyfi frá Vinnueftirlit-
inu og Náttúruverndarráði til að
flytja sýruna með tankbil frá
Húsavik i ónotaðan oliutank i Mý-
vatnssveit meðan viðgerð fer
fram á birgðatanknum, en þetta
er i annað skipti á nokkrum árum
sem leka verður vart i tanknum á
Húsavik.
Vinnueftirlitið hefur gefið
jákvætt svar við flutningunum
með þvi skilyrði að ýmsum
öryggisatriðum verði fullnægt við
flutning og geymslu sýrunnar, en
brennisteinssýran getur verið
stórhættuleg komist hún i snert-
ingu við óhreinindi eða málma
sem ekki þola snertingu við sýr-
una.
Ljóst er að minnst vikutima
tekur að flytja sýruna úr birgða-
tanknum á Húsavik til Mývatns,
en talið er að viðgerð á tanknum
ætti ekki að taka langan tima.
,,Við teljum það ekki for-
svaranlegt að geyma svo mikið af
brennisteinssýru við Mývatn og
um er að ræða og þvi mun
Náttúruverndarráð að öllum lik-
indum fara fram á það við for-
ráðamenn Kisiliðjunnar að sýran
verði flutt aftur til Húsavikur
þegar viðgerð á birgðatanknum
þar verður lokið”, sagði Jón
Gauti f ramkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs.
„Það er ljóst, að ef sýran fer
einhverra hluta vegna úr tankn-
um við Mývatn, þá á hún greiða
leið i vatnið gegnum hraunið og
það myndi hafa sin áhrif á lifrikið
þar. Við teljum þvi ófært að hafa
þessa sýru alla þarna uppfrá i
vetur ef eitthvað skyldi út af bera.
Færðin er oft mjög slæm og eins
eru umbrot á svæöinu alls ekki úr
sögunni”, sagði Jón Gauti.
— lg
Yið báðum
ekki um
vagnana
— segir Eiríkur
Asgeirsson
forstjóri SVR
„Þetta eru alvarlegar ásak-
anir” sagði Eirikur Ásgeirsson
forstjóri SVR um ummæli Stein-
grims Steingrimssonar. „Ég hef
aldrei vitaö til annars en að okkar
verkstæðismenn ynnu verk sitt
vel.”
— En hvað vilt þú segja um
þessa söluaðferð, að lýsa fyrst
yfir aö bilarnir séu rusl og ætla
svo að selja þá?
„Þetta á bara eftir að koma i
ljós. Satt að segja eru þessir bilar
keyptir af borgarráði, óumbeðið
af Strætisvögnum Reykjavikur og
við höfum ekkert verið inni i
myndinni. Okkur eru afhentir
þessir vagnar til reynslu og þeir
fengu sinn dóm af vagnstjórum
og svo er það ákvörðun borgar-
ráðs að selja þá og viö vinnum
verkið fyrir þá. fsg vil ekkert tjá
mig meira um þetta.”
— kjv
Ikarus:
Ástand
vagnanna
kannað
„Ég lagði fram tillögu i stjórn
strætisvagnanna um að hlut-
lausum aðila yröi þegar i stað
falið að kanna sannleiksgildi
þessara ásakana” sagöi Guðrún
Ágústsdóttir stjórnarformaður i
SVR við Þjóðviljann i gær.
Tileínið er ummæli Steingrims
Steingrimssonar stjórnarfor-
manns SKV i Þjóðviljanum fyrir
helgi að ástand Ikarus vagnanna
sem núer verið að reyna að selja,
sé ekki gott. i viðtalinu við Þjóð-
viljann sagði Steingrimur að
vagnarnir væru i vanhirðu og að
þeim hefði verið illa við haldið.
„Þetta eru alvarlegar ásakanir
sem verður að kanna hvort séu
réttar. Bifreiðaeftirliti rikisins
verður falið að kanna ástand
vagnanna” sagði Guðrún enn-
fremur. Tillaga hennar var sam-
þykkt samhljóða.
— kjv
i Hér getur vel starfað
---------------j
staðarútvarp
! segir Jónas Jónasson, útvarpsstjóri fyrir norðan
,.Ég get ekki annað
Isagt. en að viðtökur við
útvarpi á Akureyri hafi
j verið afar góðar. Fólk
hefur stoppað mig á
Igötu hér og þakkað
fvrir útvarpið”, sagði
, Jónas Jónasson, út-
Ivar pss tjóri f yrir
norðan, þegar Þjóðvilj-
. inn hafði samband við
Ihann til að forvitnast
um, hvernig honum
• hefði þótt takast upp-
hafið að útvarpi dag-
skrár þaðan.
„Annars hefur mér fundist
gæta smá misskilnings hjá
mörgum i sambandi við þetta.
Við erum ekki að búa til neina
norðlenska sérdagskrá, heldur
erum við að taka hér upp Ut-
varpsefni, sem siðan er hluti af
almennu dagskránni.
Við fáum hús undir okkar
starfsemi væntanlega afhent i
október, og ég vona, að þær
breytingar, sem nauðsynlegar
eru, fáist i gegn.”
— Hvernig hefur þd liugsað
þér aö þröa starfið áfrain þarna
á Akureyri?
„Éggetnú litiðannað en bara
talað eins og páfagaukur, sérðu.
Ég hef ekkert peningavald með
höndum. og get þar af leiðandi
ekki stjórnað framkvæmda-
hraðanum.
En við getum auðvitað ekki
verið til eilifðar f startholunum.
Það er auðvitað markmiðið að
koma upp staðarútvarpi, sem
stendur undir nafni, annarri
rás, undir stjórn og að frum-
kvæði Rikisútvarpsins.”
— Sérðu fyrir þér rekstur
staðarútvarps I náin ni framtiö?
„Ég vitna bara i viðtökurnar.
Það hafði samband við mig
bóndiúrSkagafirði og bauð mér
að gera útvarpsþætti. Hann er
unnandi klassiskrar tónlistar og
hefur hugsað sér að byggja þátt
Jónas Jónasson útvarpsstjóri á
Akurey ri.
um hana upp á eigin plötusafni.
Annar maður, sem talaði við
mig, hefur á að skipa jasshljóm-
plötum viðsvegar úr heiminum,
og hann kom með þá hugmynd
að gera þætti um jasstónlist frá
ýmsum heimshornum og rabba
i leiðinni um lönd og iýði, sem
hann hafði sótt heim og keypt
hjá jasspiötur.
Nú, ég hef svo gert samkomu-
lag við leiklistardeildina fyrir
sunnan um það, að hér verði
tekin upp fjögur útvarpsleikrit á
ári, enda eru starfandi hér fyrir
norðan margir góðir leikarar og
leikstjórar.
Jú, hér getur vel starfað
staðarútvarp, sem flytur efni
samið af fólki hér. Þetta fólk
hefur loksins eignast eigin upp-
tökuaðstöðu og stúdio, og
Reykjavikurvaldið ógnar
engum hér lengur”, sagði Jónas
Jónasson útvarpsstjóri fyrir
norðan, að endingu.
— ,is.i.