Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. ágúst 1982
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjódfrelsis
titgefandi: Útgáfuíélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ilitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttj^.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson
Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson
Maenús H. Gislason, olalur Gislason, Óskar Guömundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson.
iþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson.
t'tlit og hönnun: Andrea Jónsdótlir Guöjón Sveinbjörnsson.
l,jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson.
Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörun Guövaröardóttir. Jóhannes Harðarson
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
fnnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar
Sigúrmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
C tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Keykjavik. simi K1
Prentun: Blaöaprent hf.
Tímabærar áskoranir
• Þjóðviljinn vakti athygli á þvi um helgina að
á fjölmennum vinnustað i Reykjavik er hafin
söfnun undirskrifta til að mótmæla framferði
ísraelsmanna i Libanon. Þar er þess krafist að
islensk stjórnvöld láti i ljós fordæmingu sina á at-
hæfi ísraelsmanna með þvi að slita stjórnmála-
sambandi við ísraelsriki um óákveðinn tima og
með þvi að beita sér fyrir friðsamlegum sáttum i
deilu ísraelsmanna og Palestinumanna.
• Þessi undirskriftasöfnun er dæmi um það að
innrásin i Libanon og umsátrið um Beirút er farin
að kalla fram viðbrögð meðal almennings hér á
íslandi.TÞá er ekki siður forvitnilegt að lesa
áskorun til rikisstjórnarinnar frá sjö kunnum
einstaklingum sem telja sig vini Gyðinga og hafa
látið sér annt um tilveru ísraels. Þau segja að þó
að þau hafi á undanförnum árum orðið vitni að
þvi að samúð heimsins við málstað ísraels hafi
dvinað, ekki sist vegna óbilgirni ísraelsrikis
gagnvart arabiskum þegnum sinum og ibúum
herteknu svæðanna, hafi þau þagað. Nú geti þau
ekki orða bundist lengur.
• Áskorendurnir sjö minna sérstaklega á fjóra
þætti þessa máls:
1. ísrael heíur haft að engu allar ályktanir Alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna og öryggis-
ráðsins um brottför herliðs frá Libanon.
2. ísrael hefur virt að vettugi allar ályktanir Alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna og öryggis-
ráðsins, er beindustgegninnlimunausturhluta
Jerúsalem og Golanhæða i ísrael.
3. Palestinumenn, sem nú eru fjórar miljónir
hafa misst ættjörð sina i Palestinu. Forystu-
samtök Palestinumanna, PLO, eru viður-
kennd sem fulltrúi Palestinuþjóðarinnar af 117
rikjum, þar á meðal íslandi.
4. Ýmsir helstu forystumenn PLO hafa gefið i
skyn vilja samtakanna til að viðurkenna ísra-
elsriki.
• Sjömenningarnir birta eindregnar áskoranir
á rikisstjórn islands, sem Þjóðviljinn hvetur til
að orðið verði við. Hér talar fólk sem þekkir vel
til, er ólikrar grundvallarskoðunar, og hefur flest
haft meiri og minni tengsl við ísraelsriki. Orð
þeirra hafa þvi talsvert vægi þótt hópurinn sé
ekki stór.
• Sjömenningarnir skora á rikisstjórn íslands
að hún geri stjórn ísraels það ljóst, að það geti
haft alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti
íslands og ísraels, ef hún láti ekki tafarlaust af
árásarstriði sinu i Libanon og dragi herlið sitt
þaðan. Jafnframt er þess farið á leit að islensk
stjórnvöld beiti sér fyrir þvi að stjórn ísraels og
PLO hefji þegar i stað viðræður um sambúð þjóð-
anna á grundvelli gagnkvæmrar viðurkenningar,
og að Norðurlöndin veiti PLO fulla viðurkenningu
sem fulltrúa Palestinuþjóðarinnar og hafi sam-
ráð við liknarstofnanir Palestinumanna og
Libana um brýna aðstoð. Loks er skorað á
islensku stjórnina að hún geri Bandarikjastjórn
grein fyrir áhyggjum sinum vegna stuðnings
Bandarikjanna við árás ísraelsrikis á Libanon.
• Þjóðviljinn tekur undir þessar áskoranir og
væntir þess að rikisstjórn íslands gefi sér tóm til
þess að lita upp úr efnahagsplöggunum og sinna
þessum og öðrum tilmælum i sömu veru eins og
vert er og skylt.
— ekh
■
Kapitalismi —
ogfrelsi
Almenna bókafélagiö I
hefur gefiö út þýðingu Hann- |
esar Hólmsteins á bifliu .
þeirra frjálshyggjumanna i
eftir Milton Friedman I
Auðvaldið og frelsið. Bókin |
sem heitir á frummálinu ■
„Capitalism and Freedom”
er gefin út á islensku undir
heitinu „Frelsi og framtak”.
Velta menn þvi fyrir sér
hvers vegna heiti bókarinnar
er umorðaö svo rækilega i |
islensku útgáfunni og hallast •
margir að þeirri skoðun, að I
Hannes og félagar hafi ekki |
viljað nefna kapitalisma eða ,
auðvald á nafn af ótta við aö ■
frelsið yrði skiliö sem and- I
stæða kapitalismans. A I
bókarkápu segir að Rose ,
eiginkona höfundar hafi að- i
stoðaö viö skriftirnar. Enn I
fremur að Milton Friedman |
sé sjónvarpsstjarna. ,
■
Mannasiðir
| Morgunblaðsins
Eins og kunnugt er þykist I
| Morgunblaðiö eitt sjálfskip- J
■ aður dómari um það sem j
Igerist i þjóöfélaginu, hvað sé I
rétt og hvað rangt. Fyrir sl. I
helgi diktaði blaðið upp and- J
■ stöðu Guðrúnar Helgadóttur .
Ii þingflokki Alþýðubanda- I
lagsins. Guörún hefur mót- I
mælt þessari Moggalygi i J
■ fjölmiðlum en allt kemur .
Ifyrir ekki. Morgunblaðið I
þykist vita betur hvaða skoð- I
anir Guðrún Helgadóttur *
■ hefur en hún sjálf. I Reykja- J
Ivikurbréfi á Sunnudaginn I
hefur Mogginn aukin heldur I
i frammi hótanir um að setja *
■ Guðrúnu i „fréttasvelti”. j
IÞað er orðað svona:
„1 viðtali viö Þjóðviljann i I
dag, laugardag, segir þessi J
; þingmaður: „Hitt er ljóst, að J
Iþegar þingmenn geta ekki I
vænst þess, aö blaðamenn I
viröi almennar fréttareglur i •
, samskiptum, þá er ekki um J
Iannað aö ræða en neita að I
tala við viökomandi”.
1 tilefni af þessum ummæl- •
, um skal sagt, að ef blaða- 1
Imenn geta ekki vænst þess, I
að þingmenn sýni almenna I
mannasiöi i samskiptum við I
, blaöamenn, hljóta blaða- J
Imenn að hætta aö tala við þá I
þingmenn og kemur þá i ljós, I
þegar upp veröur staðið hvor >
, þarf meira á hinum aö halda, J
Iþingmaðurinn eða blaða- I
maðurinn”.
klippt
Arftaki
Gröndals
,,— Nú styttist óðum i að þú
veröir þingmaður og takir við af
Benedikt Gröndal”, segir blaða-
maður Helgarpóstsins við Jón
Baldvin Hannibalsson i yfir-
heyrslu fyrir helgi. Og Jón
Baldvin visar ekki þessari full-
yrðingu á bug af litilæti og hóg-
værö.
Segir Jón Baldvin að karl
faðir hans og fleiri úr frændalið-
inu hafi setið á þingi, svo hann
geri sér nokkuð raunsæjar
hugmyndir um hvað þetta er
„og vilji maður hafa pólitisk
áhrif, þá liggja þau i gegnum
Austurvöll”. Siðar i viðtalinu er
útfært nánar hvað þaö er sem
Jón Baldvin er aö sækjast eftir.
Segir hann að islenskir stjórn-
málamenn (frændur hans) hafi
á undanförnum áratugum byggt
vopnabúnað þegar fullvalda
þjóð tekur sér ferö á hendur til
útlanda? Hvað er lágkúru-
legra?”
Harmar Ellert að ekkert verði
úr risabyggingu flugstöðvar á
Keflavikurflugvelli. Virðist
hann halda að grámyglulega
hermannabyggðin og and-
styggilegi vopnabúnaðurinn
hefu horfið ef ameriska flug-
stöðin hefði verið byggð.
í áðurnefndu Helgarpóstsvið-
tali viö Jón Baldvin er nokkuö
fjallaðum friöarhreyfingar sem
Jón Baldvin hefur kallað
„feigðarhreyfingu” og tor-
tryggir mjög, sérstaklega á
heimavelli:”
„Enhitt er á að lita, að þegar
þessar kröfur eru teknar upp i
áróðursskyni, af hreyfingu eins
og Samtökum herstöövaand-
stæðinga, sem mér er ekki
kunnugt um aö hafi breytt i
nokkru sinni grundvallaraf-
stöðu — hún er einfaldlega burt
upp einskonar pólitiskt léns-
veldi (þar tekur sonur við af
fööur).
1 þessu viðtali er boðaður
prófkjörsslagur fyrir næstu
kosningar.” Þar munuð þið
hægri kratarnir, þú og Vil-
mundur Gylfason, keppa um
efsta sætið i Reykjavik”, segir
blaðamaðurinn. En Jón Bald-
vin segist ekki gangast við nafn-
inu hægri krati. Og nú er eftir að
vita hvort Vilmundur gegnir
slikri naíngift — vafalaust mun
hann eiga inni hjá Helgarpósti
yfirheyrslu eða svipmynd eftir
þessa fyrstu auglýsingu Jóns
Baldvins fyrir næsta prófkjör
krata.
Ærleg sjálfs-
gagnrýni
Sami Jón lýkur laugardags-
leiðara sinum i Alþýðublaðinu
svofelldum orðum:” Á meöan
færi best á þvi að þjóðin sendi
oröhákana i langvarandi póli-
tiska endurhæfingu; aðalnáms-
greinarnar ættu að vera inn-
hverf ihugun og ærleg sjálfs-
gagnrýni”.
Þjóðflutningar
og andstyggi-
legur vopna-
búnaður
Ellert Schram skrifar i siö-
degisblaöinu:
„Hvaö er nöturlegra en aö
aka um grámyglulega her-
mannabyggö og andstyggilegan
úr Nato og burt með herinn og
boöun hlutleysisstefnu — þá er
mér engin launung á að ég er
andvigur slikri pólitik og tel
hana stórháskalega fyrir sjálf-
stæði íslendinga”
„Monaco-
Ekki má skilja við þá mága
ööruvisi en minnast á annars
ágætan leiðara Ellerts i siö-
degisblaöinu i gær. 1 upphafi
segir svo:
„Sú uppákoma varð um helg-
ina, að hingað komu með friöu
föruneyti greifahjónin frá
Monaco. Ekki var þaö verra að i
fylgd með þeim var dóttirin
eftirsótta sem enn hefur þó ekki
komist i hálfkvisti við móöur
sina að þokka og fegurð. Nógu
glæsileg er hún samt, sem og
annað fylgdarlið”. Siðar i
leiðaranum fjallar ritstjórinn
um hiö gelda lif rika og fræga
fólksins og þess innantóma
gerviheim. Undir lokin er hann
samt hræddur um að leiðarinn
veröi rangtúlkaður og til aö
fyrirbyggja misskilning segir
svo:
„Enginn má skilja þessi orð á
þann veg, að verið sé að veitast
aö furstahjónunum frá Monaco.
Þau eru sómakærir og glæsi-
legir fulltrúar sinnar þjóðar. En
þau eru hluti af þvi yfirstéttar-
lifi sem hér er gert að umtals-
efni. Við getum dáöst að þeim
en viðskulum ekki öfunda þau”.
Um tvö þúsund manns munu
hafa heilsaö uppá þau sóma-
kæru furstahjón i kalsaveðri á
•sunnudaginn en ekki er vitaö
hvernig þeim löndum var
innanbrjósts.
— óg
09 skorrið