Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. ágúst 1982 Ásgeir Ingvarsson, tækniteiknari: Fróðlegt að kynnast þvi hvernig irar setja hljóðlæraleik við sin gömlu þjóðlög og færa þau nær eyr- urn nútimafólks. — Mynd — gel —. viðtalið * Rætt við Asgeir Ingvarsson, vara- / formann Irsk- íslenska félagsins: Höfum mikið að sækja til íra Irsk-islenska félagið heitir fé- lagsskapur sem stofnaður var hérlendis fyrir nokkru siðan. Tilgangur þess er að vinna að og greiða fyrir auknum samskipt- um Ira og Islendinga, efla áhuga og stuðla að aukinni þekkingu á irskri sögu, menn- ingu og iifsháttum á tslandi, og kynna Island og tslendinga á Ir- landi. Stjórn félagsins skipa: Emil Bóasson formaður, Ásgeir Ingvarsson varaformaður, Sif Aðils ritari, Sigurður Jdn Ólafs- son gjaldkeri og Margrét Guðnadóttir meðstjórnandi. Til að kynnast félaginu nánar átti blm. Þjóðviljans samtal við Ás- geir Ingvarsson, varaformann þess, en heimilisfang Irsk-is- lenska félagsins er pósthólf 661, 101 Reykjavik. — Fyrst Asgeir: Hver er að- dragandinn að stofnun þessa fé- lags? — Það er búinn að vera áhugi fyrir þvi að stofna menningar- tengslafélag við Irland i mörg ár. Það var svo fyrir uþb. 1 1/2 ári siðan að litill hópur, með Margréti Guönadóttur lækni i broddi fylkingar, tók sig saman og augiýsti eftir áhugafólki um stofnun svona félags. Ég beit á agnið og svo var þaö núna i fyrrahaust að kosin var nefnd til að semja lög fyrir félagið. Það var siðan stofnað formlega 14. mars sl. og voru stofnfélagar 42, bæði Islendingar og trar, sem eru búsettir hér á landi. — Ilvað hafið þið aðhafst eftir félagsstofnunina? — Það hefur verið unnið að þvi að koma á tengslum við menningarstofnanir og félög á trlandi. Snemma i vor fóru tveir félagar til Dyflinnar, eða Baila Atha Cliath, eins og hún heitir á gelisku. Það voru þeir Emil Bóasson, formaður félags- ins og Arnþór Helgason. Þeir fluttu sinn fyrirlesturinn hvor, við Trinity-háskólann. Emil talaði um islenska jarðfræði og Arnþór um sögu tslands. Þeir fengu þarna áheyrendur eins og best gerist á þeim bæ, og mjög góðar undirtektir. Einnig kom- Látum okkur sjá, fyrir þig og mig tók þaö um það bil hálft ár þangað til við höfðum tvöfaldað fæðingarþyngd okkar, en við erum nú svo lengi að slíku, mann- eskjurnar. Folald nær tvöföldun fæðingarþyngdar á tveim mánuð- þjóðlagafélagið, og Arnþór hafði 20 min. simaviðtal við irska útvarpið, og biðja þeir um meira af sliku. — Um hvað var þetta viðtal? — Það var nú bara svona vitt og breitt um Island og tslend- inga. — Vinnið þiö að einhverjum sérstökum verkefnum núna? um, kálfur á hálfum öðrum mán- uði, grís á fjórtán dögum og kett- lingur og hvolpur eru innan við tíu daga að því. En öll spendýrin eru mjög lengi í samanburði við fuglana. Að minnsta kosti þeir minnstu — Já, nú er unnið að þvi að fá irska listaménn hingað til lands, til að kynna hefðbundna irska þjóðdansa og tónlist og eru þau mál komin vel á veg. Það er al- veg ótrúlegt að sjá unglinga flytja þessa dansa, þetta er svo létt og leikandi hjá þeim. — Höfum við islendingar eitt- hvað til ira að sækja? — Ég er sannfærður um það að við höfum mikið til tra að sækja. Við vitum svo litið um þeirra þjóðlegu fræði og skemmtanir, en þar i landi hef- ur verið um 100 ára skeið mjög öflug söfnunar- og útgáfustarf- semi varðandi allt sem viðkem- ur þjóðlegum fróðleik. Það er einnig frððlegt að kynnast hvernig þeir fara að þvi að setja hljóðfæraleik við sin gömlu þjóðlög og færa þau nær eyrum nútimafólks. Enda er áhugi fyrir þjóðlegri tónlist mjög almennur á trlandi, bæði meðal eldra og yngra fólks. — Hvað veldur þessum mikla áhuga? — Irska útvarpið gerir mikið af þvi að útbreiða þessa tónlist og er oft i viku með þætti með þessari tónlist. Einnig hefur trska þjóðlagafélagið sitt að segja i þessu máli. Það er starf- andi viðar en á Irlandi, t.d. i Bandarikjunum, Astraliu og Englandi. Þaðhefur innan sinna vébanda 400 söng- og tónlistar- hópa, sem er ekkert litið. Ég var á Keltahátið 1979, sem haldin var i Buncrana. Þar komu fram yfir 2000 keppendur, sem kepptu i mörgum flokkum, eftir aldri, hljóðfærum og öðru sliku. Umfang þessarar keppni var þvilikt, að það voru veitt 410 verðlaun! — Kanntu að segja mér cin- hverja sögu i irskum anda, svona i lokin, Ásgeir? — Já, já. Ég get sagt þér eina sögu frá Buncrana, um það hvernig trar geta ekki hætt að syngja og spila, þegar þeir eru einu sinni byrjaðir. Þannig var að þegar einn af forystumönnum þjóðlagafé- lagsins kom til Dyflinnar af há- tiðinni, á föstudegi, var hann spurður af fréttamanni hvenær hátiðinni hefði lokið. Hann svar- aði: Henni átti að vera lokið sl. sunnudag, en þegar ég fór frá Buncrana i morgun var allt i fullum gangi ennþá!! —áþj þeirra tvöfalda þyngd sína á sól- arhring. Þegar við lítum á skor- dýrin, gengur þetta svo hratt að það er svimandi. Býfluga er lirfa í sex daga og á þeim stutta tíma eykur hún þyngd sína 500 sinn- um. Ef við værum svo fljót, myndum við vega eitt og hálft tonn viku eftir fæðingu. (Úr Dýraverndaranum.) Rugl dagsins: Þá eru stjórnarskrár Norður landaþjóðanna, sérstaklega Sví- þjóðar, Bandaríkjanna og Kan- ada, auk fleiri þjóða, hafðar til hliðsjónar í störfum nefndar- innar. (Alþýðublaðið 7. ágúst.) Það er naumast að Norður landaþjóðirnar breiða úr sér! Gætum tungunnar Heyrst hefur: Þeim líst vel á hvort annað. Rétt væri:Þeim líst vel hvoru á annað. Bendum börnum á þetta! Samvinnuhreyfing: Stefnuskráin er komin út Stefnuskrá samvinnuhreyf- ingarinnar, sem samþykkt var á aðalfundi Sambandsins á Húsa- vík í sumar, er nú komin út, sér- prentuð í litlum bæklingi. Svo er ráð fyrir gert, að kaupfé- lögin dreifi henni meðal félags- manna sinna en hjá Sambandinu er hún til afgreiðslu hjá Guð- mundi Guðmundssyni, félags- málafulltrúa. —mhg Akranes: Samvinnu- bankinn byggir Samvinnubankinn er nú að byggja yfir útibú sitt á Akranesi en húsnæðisþrengsli voru mjög farin að kreppa að starfseminni þar. Að sögn Kristleifs Jónssonar, bankastjóra, er húsið nú orðið fokhelt og verður trúlega tekið í notkun nú í nóvember. Bygg ingin er þrjár hæðir auk kjallara. Útibúið verður á jarðhæð inni. Önnur hæðin hefur verið leigð fyrir bæjarskrifstofurnar á Akranesi. Sú þriðja hefur einnig verið leigð en þar verður skrif- stofa Vesturlandsumdæmis til húsa. —mhg Nýr Freyr I nýútkomnum Frey er m.a. að finna eftirtalið efni: Ritstjórnargreinina „fslenskur og erlendur landbúnaður glímir við mörg sömu vandamálin." „Loðdýrarækt getur bætt upp samdrátt í hefðbundnum bú- greinum“ nefnist viðtal við Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóra um stöðu framleiðslumála landbúnac arins. „Landbúnaður næstu 10 ár“, erind Rolf Anderssons bankastjóra í Hallandi í Svíþjóð, flutt á aðalfundi Norrænu bænda- samtakanna, á Gotlandi 1981. Ríkharð Brynjólfsson gerir grein fyrir tilraun, sem gerð var á Hvanneyri með mismunandi áburðartíma eftir fyrsta slátt. Óttar Geirsson, jarðræktarráðu- nautur B.í. veitir leiðbeiningar um túnrækt. Grein er frá stjórn Skotveiðifé- lags íslands þar sem greint er frá markmiðum félagsins og starf- semi. Örn Þorleifsson í Húsey í Hróarstungu segir frá lifnaðar- háttum sela, selveiði sem auka- búgrein, verslun með selskinn o.fl. Dr. Ólafur Guðmundsson, fóðurfræðingur, gerir grein fyrir aðferð við að meta fóður til verðs. Loks eru þrjár greinar frá landlæknisembættinu um rann- sóknir, sem farið hafa fram á heymæði hérlendis. — mhg Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson ust þeir i samband við Irska Hve lengi ertu að tvöfalda þyngd þína?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.