Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. ágúst 1982
Okkar
á
milli
Benedikt Arnason í hlutverki sínu
Um kvikmynd
Hrafn Gunnlaugsson sýnir í
mynd sinni „Okkar á milli" mið-
aldra verkfræðing, sem Benja-
mín heitir. Honum hefur vegnað
vel í starfi, hann hefur verið at-
kvæðamikill um virkjanir og allt
virðist slétt og fellt og vel heppn-
að í hans lífi. Þar til skyndilegt
fráfall vinar og samverkamanns
ruglar lífsmynstri tæknikratans,
gerast honum flestir hlutir leiðir
ef ekki ógnvekjandi, starfið er að
hlaupa frá honum (ákvarðanir
eru teknar án hans), og inn í það
tómarúm sem þreyta og uppgjöf
eru ekki að fylla koma yngingar-
órar í þráhyggjusýnum um kyn-
ferðissamband við kornungar
stúlkur (reyndar dóttur hans og
dóttur hins látna vinar). Eftir
smáferð inn í pönkaraheim frem-
ur Benjamín á sér einskonar nið-
urdýfingarskírn í heita læknum
frá Öskjuhlíð og ætlar að rísa upp
frá bráðabirgðadauða með Geysi
loftboruðum.
Fyrir og um frumsýningu hafa
fjölmiðlarar verið iðnir við að
láta að því liggja, að mynd þessi
væri stútfull með hneykslunar-
efni. Hrafn djassar þjóðsönginn,
segja þeir í löngum skýrslum,
hann sýnir bert fólk og kynlíf,
„allar myndir Hrafns vekja
hneykslun". Ahorfandanum
verður þetta tal fyrr en varir
hlægilegt: þeir hneykslunarglöðu
verða áreiðanlega fyrir vonbrigð-
um, því þau tilefni sem fjölmiðlar
hafa bent þeim á verða í raun ofur
hvunndagsleg. Eða eins og sagt
er í Dúfnaveislunum: Lólítu-
draumar? Ja, séð hefur maður
annað eins. Hitt er svo annað
mál, að stelpuórar Benjamíns
skipa það áberandi sess í ofan-
greindri kreppu hans, að aðrir
þættir hennar víkja og verður
vandi hans ámátlegri allur fyrir
bragðið.
Land og hljóð
Sá þáttur þessarar kvikmyndar
sem best er unninn er notkun
landslags og borgar til að festa
með áhorfandanum hugboð um
það haust, þann næðing sem íer
að sálartetri Benjamíns verk-
fræðings. Verða þar ýmis skot
áhrifasterk og skeytingum og
sjónarhornum beitt af góðri færni
sem undirspili við mannlífsstefið.
Orðum er mestan part úthýst í
þessari mynd, samtöl eru í lág-
marki. Hljóði er engu að síður
ætlað mikið hlutverk — og ef
menn sætta sig við að greina ekki
nærri allt sem sagt er (enda skipt-
ir það ekki miklu í þessu sam-
hengi), þá verður hljóðið drjúgur
áherslugjafi í uppmálun ömur-
legs ásigkomulags Benjamíns
karlsins. I eyrum hans verða sím-
hringingar að öskrum, ritvélatif
að vélbyssuskothríð og pönkara-
músíkin hleðst eins og múr utan
um menn sem heyra ekki hvor í
öðrum, enda vafasamt að þeir
hafi nokkuð að segja.
Ábendingar
Land og hljóð gegna semsagt
sínu hlutverki í andrúmslofti
myndarinnar og það má ýmislegt
jákvætt segja um þá samfléttun
líðandi stundar, upprifjunar og
vökudrauma sem Hrafn notar til
að miðla upplýsingum um kreppu
Benjamíns (Verður því ekki þó
neitað, að tilhugsun um hina
miklu forgöngumenn á þessu
sviði, svo sem Fellini, verður
„Okkar á milli" óhagstæð — svo
mikill verður sá munur á krafti og
hugvitssemi).
En þegar þetta er sagt er eftir
að minnast á það sem mest stend-
ur nýrri kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar fyrir þrifum. En það
er að hún gefur ábendingar um
persónur fremur en að hún gefi
þeim líf sem hægt er að fá áhuga
á.
Það er t.d. ekki erfitt að trúa
því að maður á borð við Benja-
mín geti lent í lífskreppu og efa-
semdum um starf sinnar fram-
kvæmdaglöðu kynslóðar. En höf-
undur kemst heldur ekki mikið
lengra með áhorfandann. Okkur
er sagt á myndmáli að fráfall góðs
vinar sé honunt mikið áfall — en
sú staðhæfing nær aldrei að vera
áleitin og mikilvæg vegna þess
hve fáfróð við erum um vinina og
vináttuna. Eiginkonan, börnin
og ýmsar persónur aðrar eru líka
eins og grímur sem bornar eru
framhjá í hasti og ná ekki að
verða nema svipmynd. Þessi
vandræði koma m.a. fram í mun-
inum á því, sem menn hafa
freistast til að segja um persónur
og atvik og því sem má í raun og
veru sjá í myndinni. Einn áhorf-
andi skrifar í Morgunblaðið um
son Benjamíns „Hann er dæmi-
gerður pabbadrengur með mik-
inn metnað, sem hann hefur
meðtekið gagnrýnislaust frá fjöl-
skyldunni". Það getur svosem vel
verið, en áhorfandi myndarinnar
fer að líkindum á ntis við þessar
upplýsingar nema að lesa Mogg-
ann: hann fær helst þá hugmynd
að sonurinn sé sporteðjót í ætt við
soninn í Stundarfriði Guðmund-
ar Steinssonar og varla mikið
annað þótt svo sé verið að senda
hann í háskóla. í sama blaði segir
Hrafn um Benjamín á pönkara-
kvöldi: „Hegðun þess (unga
fólksins) virkar sem fullkomin ár-
ás á allt hans verðmætamat og allt
sem hann stendur fyrir“. Þetta er
nokkuð stór staðhæfing, en
áhorfandinn sér ekki annað en
miðaldra náunga sem hefur villst
inn í mikinn hávaða og er þar eins
og fiskur á þurru landi, auk þess
sem honum gremst að miklu yng-
ri menn eru að trufla fyrir honum
„gráa fiðringinn".
Þessi fjarlægð milli áhorfand-
ans og mállausra og hálffreðinna
persóna verður til þess að sýning-
argestur verður furðu kærulaus
um það hvort lífsvilji Benjamíns
verkfræðings brestur eða dugir til
að reisa hann við og hann efast
stórlega um „endurfæðingu" í
táknrænu og tilkomulitlu Geysi-
gosi. (Miklu líklegra er að Benja-
mín geti hvorki lifað né farist.)
Það er líka vegna þessarar „fjar-
lægðar“, að hér verður ekki ann-
að sagt um leik í myndinni en að
Benedikt Árnason fer með aðal-
hlutverkið af stakri samvisku-
semi. Á.B
Sirrý Geirs og María Ellingsen í myndinni „Okkar á milli“.
Arafat úr neðanjarðarbyrgi sínu í Beirut:
Viðurkennið rétt okkar og
þá mun friður ríkja
Yasser Arafat úr byrgi sinu i Beirut: „hernaðarhrokinn mun aldrei
buga okkur...”
Augu heimsins beinast þessa
dagana aö neðanjarðarbyrgi
undir bilastæði i rústum vestur-
hluta Beirut-borgar þaðan sem
leiðtogar Frelsissamtaka Pal-
estinu liafa undanfarnar vikur
stýrt örvæntingarfullum vörnum
Palestinumanna gegn tortim-
ingarstríði ísraelsstjórnar og
þaðan sem brottflutningur Pal-
estinuhermanna frá Beirut er nú
undirbúinn.
i viðtali sem blaðamaður
franska dagblaösins Le Monde
átti nýlega við Yassir Arafat frá
þessum stað, sem er upplýstur
með kertaljósum og búinn frum-
stæðustu husgögnum var hann
m.a. spurður, hvert hann hygðist
lara með hersveitir sinar. „Mörg
arabariki hafa boöist til aö taka
við okkur, en aðeins timabundið.
Hvert eigum við siðan aö fara?
Þegar þessu striði er lokið verða
þjóöir heimsins aö taka aö sér að
leysa þetta vandamál með
alþjóðlegri ráðstefnu meö aðild
allra rikja er hlut eiga að máli að
stórveldunum meðtöldum." Hann
sagði enn fremur: „Ég er hér
umkringdur og ég beini oröum
minum til hinna israelsku her-
manna og almennra borgara i
Israel: Hættið þessu. Hernaðar-
hrokinn mun aldrei buga okkur.
Friður mun rikja yfir landinu
helga þrátt fyrir hroka valdhaf-
anna sem hafa ekki aðrar reglur i
samskiptum viö nágrannarikin
en blint ofbeldi. fcg býð l'uiltrúum
friðarhreyfingarinnar i Israel og
öllum þeim sem viöurkenna
sjálfsákvörðunarrétt okkar að
koma til Beirut og sjá með eigin
augum eyðilegginguna og þján-
ingar fólksins. Sá dagur mun
renna að ibúar Israels munu fyll-
ast skömm og reyna að gleyma
hvað leiötogar þeirra gerðu
palestinsku þjóðinni i Libanon
sumarið 1982.”
Svo er nú komið málum fyrir
botni Miðjarðarhafsinsað sú rödd
sem talar úr þessu fátæklega
neðanjarðarbyrgi i rústum Beirut
ákallar samvisku heimsins svo að
ekki verður undan skotist. Hún
ákærir ekki bara þá striðsglæpa-
menn, sem nú fara með völd i
ísrael, heldur kallar hún hið
alþjóðlega samfélag þjóðanna til
ábyrgðar. Það er i rauninni próf-
steinn á hvort þetta alþjóðlega
samfélag fáist staöist að það finni
réttláta lausn á vandamálum
paiestinsku þjóðarinnar.
Beinn hernaðarstuðningur
Bandarikjanna við ísrael, og af-
Framhald á 14. siðu.