Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. ágúst 1982 þJóDVILJINN - SIÐA 3 Félag Frímerkjasafnara efndi til blaðamannafundar f tilefni hins einstæða frfmerkjafundar í Þjóö- skjalasafni. Og hér eru, frá vinstri taiiö: Ólafur Elfasson, Jón Aðalsteinn Jónsson, Þór Þorstcins, Folmer Ostergaard, danskur sérfræðingur um isfenska frimerkjasögu, Páll H. Asgeirsson, formaður FF og Wayne C. Sommer fulltrúi Samtaka Skandinaviufrimerkjasafnara f Bandarfkjunum. Ljósm.: -eik-. Einstæður frímerkjafundur Heimilissýningin í Laugardalshöll: Ofurhugi og sirkus Þetta verður f jölbreyttari sýning en áður hefur vcrið hér. Fieiri fyrirtæki sýna nú með ólik- ari vörur cn áður. Breskur ofur- hugi kcinur hingað og mun stökkva logandi niður af háu mastri i iogandi pott og hingað koma þrir listamenn frá Moskvu- sirkusnum sem er örugglega besti sirkus i heimi.” betta sagði Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar þegar Þjóðvilj- inn var að f orvitnast um heimilis- sýninguna sem hefst i Laugar- dalshöll 20. ágúst og stendur til 5. september. „Hingað kemur einnig tivoli sem sett verður upp á svæðinu. A sýningunni munu sýna á annað hundrað þátttökufyrirtæki i 80—90 básum. Einnig veröa nokkur fyrirtæki með sýningar utanhúss þar sem sýnd verða sumarhús, kerrur, bilar og þvi um likt.” — kjv Ameríska kvikmyndavikan: Sýningar falla niður Vegna tafa á sendingum mynda á amerisku kvikmyndavikuna sem stendur yfir i Tjarnarbiói falla sýningar niður i dag þriðjudag og á morgun. Af þessum sökum verður ekkert af sýningum nokkurra kvikmynda, þar á meðal Kaffistofu kjarnork- unnar og Hjartalandi. Kvaðst for- sprakki kvikmyndavikunnar, Sigurjón Sighvatsson vonast til að sýningar gætu hafist aftur á fimmtudag, en um það verður til- kynnt i fjölmiðlum þegar efni standa til. Hann kvað kvikmyndavikuna, sem hefur verið nefnd Nýir straumar í ameriskri kvik- myndagerð, hafa gengið vel enda margt frábærra mynda i boöi. Af og til verða þær uppákomur, sem gleöja þjóðarsálina og menn- ingarvitundina, og veitir vart af sliku á siðustu og ávallt verstu timum. Fyrir skemmstu fundust innan veggja Þjóðskjalasafns 46 frimerkt bréf og umslög, þegar verið var að skrá skjöl úr skjala- söfnum ýmissa embætta, aðal- lega þó Landfógeta. Bréf þessi og umslög hafa aldrei áður komið fyrir almenningssjónir, en þau eru flest frá nlunda áratug aldar- innar sem leið. Óhætt er að full- yrða að fundur þessi er merkasti fundur islenskra umslaga, sem um getur og hefur hann varpað Ijósi m.a. á samgöngur fyrri tima og póstþjónustu. Tiu ,,ný” skildingabréf, þ.e. bréf með skildingamerkjunum frá 1873 litu dagsins ljós við þennan fund, en áður voru talin þekkt 34 slik bréf. Þessi tiu bréf eru fjögur almenn bréf og sex þjónustubréf, sem svo eru nefnd, en það eru opinber bréf. Þá fundust fjögur bréf með 5 aura merki bláu sem er með sjaldséðari islenskum frimerkj- um. Meðal þessara bréfa er bréf- spjald, sem er dagsett 29. nóvem- ber 1879, en það er 20 dögum áður en formleg tilkynning Landshöfð- ingja um sölu slikra bréfspjalda var gefin út. Þetta bréfspjald getur þvi, svo fremi dagsetningin sé áreiöanleg, raskað áður töldum útgáfudegi bréfspjalda hér á landi. Einnig er með sjaldséöari is- lenskum frimerkjum 20 aura merkið fjólubláa frá 1879, en nú fundust báðar prentanir þess á bréfum, og eru aðeins örfá bréf þekkt með 2. prentun þessa merkis. Þá fundust og allar þrjár prentanir 20 aura merkisins bláa frá 1885. Þjónustubréfin eru nánast hvert fyrir sig einstök i sinni röö og er á einu þeirra aö finna 3 aura merki, sem hefur hingað til ekki verið talið þekkt á bréfi. Þjónustubréfin eru auk þess mörg hver fylgibréf með pen- ingasendingum, og eru burða- gjöld þeirra þvi há, og eru á bréfum þessum dæmi um mörg burðargjöld, sem voru áður ekki þekkt á sendingum. Má i þessu sambandi skjóta að þeim fróðleik, að sérstakur sumartaxti var i gildi á þessum tima hjá landpóstum, og gilti hann frá sumarmálum til vetur- nótta, en utan þess tima var burðargjaldiö þrisvar sinnum hærra, enda oft erfitt um sam- göngur yfir vetrartimann. Má sem dæmi nefna, að eitt þeirra bréfa sem nú fundust i Þjóð- skjalasafni var þrjá mánuði á leiðinni frá Bjarnarnesi i Horna- firði til Reykjavikur. „Nú höfum við þvi sem næst öll þekkt frimerki i öllum útgáfum og prentunum frá þessum tima”, sagði Þór Þorsteins, hjá Félagi Frimerkjasafnara i samtali við blaðamann Þjóðviljans i tilefni af fundinum, ,,og það hefur ekki svo litiö að segja fyrir islenska fri- merkjasafnara að þurfa ekki lengur að fara utan til að sjá gömul islensk frimerki. Og sögu- legt gildi þessa fundar, þaö er blátt áfram ómetanlegt”. Frimerkin og bréfin sem fund- ust nú, verða til sýnis á sýning- unni FRIMEX 1982 sem veröur opnuð á Kjarvalsstööum n.k. fimmtudag. — jsj Hér hefur Jón Jónsson I Múla (liklega faöir Arna Jónssonar frá Múla) sent bréf, sem hefur haft eitthvcrt verömæti aö geyma, ef marka má buröargjaldiö, 1, krónu og 75 aura. r ÁSKORUN til ríkisstj órnar íslands vegna innrásar Israelshers í Við undirrituö teljum okkur vini Gyðinga, og höfum látið okkur annt um tilveru tsraels. Þvi erum við harmi slegin vegna árásarstriös tsraelsrikis i Libanon, árásarstriðs sem bitnar á þúsundum saklausra manna i flóttamannabúðum, þorpum og borgum Libanons. Þótt viö á undanförnum árum höfum orðið vitni að þvi, aö samúö heimsins viö málstaö tsraels hefur dvinaö, ekki sist vegna óbilgirni tsraelsrikis gagnvart arabiskum þegnum sinum og ibúum herteknu svæö- anna, höfum við þagað. Við vonuðum ef til vill, aö tsrael sæi sig um hönd. En eftir innrás tsraelshers i grannrikið Liban- on og þær ægilegu blóðsúthell- ingar og þá óskaplegu eyöi- leggingu, sem hún hefur haft i för meö sér, þá getum við ekki þagað lengur. Við mótmælum harölega þessari innrás og fordæmum Líbanon blóðsúthellingar og eyðilegg- ingu þá, sem tsraelsher er valdur að. Viö sendum hinum hrjáðu Palestinumönnum og Libönum samúðar- og stuöningskveðjur, og lýsum jafnframt stuðningi við þær þúsundir hugrakkra Gyðinga i tsrael, m.a. isra- elskra hermanna, sem hafa lýst sig andviga striöinu og styðja þjóðarréttindi Palestinumanna. Viö vekjum athygliá eftirfar- andi: — tsrael hefur haft aö engu allar ályktanir Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna og öryggisráösins um brott- för herliös sins frá Libanon. — tsrael hefur virt aö vettugi allar ályktanir Allsherjar- þings Sameinuöu þjóðanna og öryggisráðsins, er beind- ust gegn innlimun austur- hluta Jerúsalem og Golan- hæða i ísrael. — Palestinumenn, sem nú eru „Viö sendum hinum hrjáöu Palestfnumönnum og Líbönum samúöar-og stuöningskveöjur og lýsum jafnframt stuöningi viö þær þúsundir hugrakkra Gyöinga f tsrael m.a. israelskra hermanna, sem hafa lýst sig andviga striöinu og styöja þjóöarréttindi Palestinumanna”. um fjórar miljónir, hafa misst ættjörð sina i Pal- estinu. Forystusamtök Pal- estinumanna, PLO, eru viöurkennd sem fulltrúi Pal- estinuþjóðarinnar af 117 rikjum, þar á meðal Islandi. — Ýmsir helstu forystumenn PLO hafa gefið i skyn vilja samtakanna til að viður- kenna Israelsriki. Við fögnum þvi aö rikisstjórn lslands hefur samþykkt að leggja fram kr. 800.000 til hjálp- arstarfs i Libanon og skorum Jarðfræðierindi í Háskólanum Þingað um uppruna íslands 1 gær hófst i Reykjavik 5 daga ráðstefna þar sem fjallað er um uppruna blágrýtis, þcirrar berg- tegundar sem tsland er myndað úr. Alls sækja ráöstefnuna um 200 gestir þar af 170 erlendir frá um 30 löndum. A ráöstefnunni sem haldin er i hátiðasal Háskóla tslands, verða alls flutt 130 erindi um jarðfræði- leg efni. Rætt veröur um myndun blágrýtiskviku i iðrum jarðar, úr hvaða efni hún veröur til hvern- ig hún safnast saman og berst til yfirborös jaröar i eldgosum. Ráöstefnan er haldin á vegum tveggja alþjóðlegra samtaka eld- fjallafræðinga og jarðefnafræð- inga. — lg- Furstahjón heimsækja ísland Um helgina sóttu Island heim furstahjónin i Monaco, þau Rainer fursti og Grace Kelly, fyrrum kvikmyndaleikari. Þau komu til landsins með skipi og þegar þaö lagðist að bryggju i Sundahöfn var múgur og marg- menni mætt til að lita þau hjónin augum og börn þeirra, sem einnig voru með i för. Það sama kvöld þáöu fursta- hjónin kvöldverðarboð Vigdisar Finnbogadóttur forseta að Bessa- stöðum, en daginn eftir, sunnu- dag, var fariö i skoðunarferö um suð-austurhorn landsins, og mun furstinn hafa rennt fyrir lax i Laxá i Kjós. Rainer fursti og Grace Kelly héldu brott frá tslandi i gær- kvöldi. — jsj. jafnframt á hana að beita sér fyrir þvi — að hún geri rikisstjórn ísraels það ljóst, að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti tslands og tsraels, ef hún láti ekki tafarlaust af árásarstriði sinu i Libanon og dragi herlið sitt þaöan, — aö stjórn tsraels og PLO hef ji þegar i staö viðræður um sambúð þjóöanna á grund- velli gagnkvæmrar viður- kenningar, — að Norðurlöndin veiti PLO fulla viöurkenningu sem full- trúa Palestinuþjóðarmnar og hafi samráö viö liknarstofn- anir Palestinumanna og Libana um brýna aðstoð, — aö hún geri Bandaríkjastjórn grein fyrir áhyggjum sinum vegna stuönings Bandarikj- anna við árás tsraelsrikis á Libanon. Askorun okkar ljúkum við með ósk um, að tslendingar megi með einhverjum hætti stuðla að friöi og kærleika meðal þeirra þjóöa, sem nú berast á banaspjót i Landinu helga. Reykjavik, 11. ágúst 1982 Arni Bcrgmann, ritstjóri, Séra Arni Pálsson, Elias Daviösson, kerfisfr. Ilaraldur ólafsson, dósent, dr. theoi. Jakob Jónsson, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður, Vilmundur Gylfason, alþingismaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.