Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
HAGSTJORN
Þriðjudagsþáttur um efnahagsmál
Ragnar
Árnason
skrifar
Um efnahagsvandann og
kjaramálin
”Lærdómur sá um hagstjórn, sem af ofangreindu má draga, er því sá,
að óskynsamlegt sé frá hagfræðilegu sjónarmiði að framkvæma stór-
felldar breytingar á verðum í hagkerfinu, t.a.m. lækka gengi, skerða
verðbætur á laun o.s.frv., á grundvelli spáa Þjóðhagsstofnunar um
breytingar á þjóðarframleiðslu og tekjum,” segir Ragnar Arnason
m.a. í þessari grein. Myndin er tekin á samráðsfundi forsætisráðherra
með aðilum vinnumarkaðarins.
I. Efnahagsvandinn
Þessa dagana beina fjölmiðlar
athygli þjóðarinnar í ríkum mæli
að hinum margumrædda efna-
hagsvanda þjóðarbúsins.
Efnahagsvandi sá, sem við er
að glíma, er í fléstum atriðum
gamalkunnur. Einkenni hans eru
rekstrarerfiðleikar útflutningsa-
tvinnuveganna einkum sjávarút
vegs. vaxandi verðbólga og halli
á viðskiptum við útlönd. Allt eru
þetta sígildir kvillar íslensks efna-
hagslífs, sem stjórnvöld hafa
þurft að takast á við í lítt breyttri
mynd áratugum saman. Á hinn
bóginn er það nokkuð umhugs-
unarefni, að því stærri skömmt
um og tíðari inngjöf af uppá-
haldslyfinu, gengisfellingum,
sem beitt hefur verið, þeim mun
skjótar og í ógnvænlegri mæli
hefur efnahagsvandinn tekið sig
upp á nýjan leik. Þetta augljósa
samhengi kemur þó ekki í veg
fyrir, að stjórn Seðlabankans geri
nú enn á ný tillögu um enn stærri
skammt af lyfinu góða.
Efnahagsvandinn er nú etv.
nokkru athyglisverðari en oft áð-
ur vegna þess að framleiðsluverð-
mæti þjóðarbúsins, þjóðartekj-
urnar, virðist hafa dregist nokk-
uð saman á fyrri hluta yfirstand-
andi árs miðað við sama tímabil í
fyrra. Hve mikill sá samdráttur
er veit raunar enginn. Þó mun
ekki fjarri lagi að áætla að hann
geti verið í námunda við 4%.
Sem betur fer bendir hins vegar
fátt til hliðstæðrar niðurstöðu á
siðari hluta ársins. Litlar líkur eru
því á, að þjóðartekjur skerðist
jafnmikið á árinu öllu og á fyrri
hluta þess.
Einföld bókhaldslögmál fræða
okkur á því, að verði þjóðartekj-
ur minni á þessu ári en raun varð
á í fyrra og aukning raunvirðis
erlendra lána og annars aðskota
fjárvegur upp á móti mismunin-
um, verður ráðstöfunarfé þjóðar-
innar minna nú en í fyrra. Við
þær aðstæður er hins vegar óhjá-
kvæmilegt, að einhverjir aðilar í
samfélaginu, einn eða fleiri, hafi
á þessu ári minna úr að spila en
áður. Það er því ekkert undrunar
efni þó að þjóðin bíði efnahags-
ákvarðana stjórnvalda í ofvæni.
Þær munu hafa mikil áhrif á það,
sem hver og einn hefur að bíta og
brenna á næstu misserum.
II. Hagsmuna-
baráttan___________________
Samfélag okkar, eins og önnur
slík á vesturlöndum, einkennist
af sífelldri togstreitu og stundum
heiftúðugum átökum þjóðfélags-
hópanna um eignar- og ráðstöf-
unarrétt á þjóðfélagsverðmætun-
um. Þessi átök fara fram á flest-
um sviðum samfélagsins. Mest
áberandi er etv. hin skipulagða
barátta formlegra hagsmuna-
hópa fyrir hlutdeild umbjóðenda
sinna í þjóðartekjunum. Svon-
efndir aðilar vinnumarkaðarins
eru etv. kunnustu fulltrúar hinn-
ar skipulögðu hagsmunabaráttu,
en í henni taka þó þátt miklu fleiri
aðilar á margvíslegum vettvangi.
Hagsmunabarátta þjóðfélags-
hópanna beinist í seinni tíð í til-
tölulega takmörkuðum mæli að
beinum tilfærslum verðmæta á
milli þjóðfélagshópa. Slíkum til-
færslum hefur fyrir löngu verið
beint inn í vel markaðan farveg
ríkisfjármála, þ.e. opinberra
gjalda og framlaga.
Nú á dögum beinist kjarabar-
áttan fyrst og fremst að því að
hafa áhrif á þau verð, sem stjórna
flæði verðmæta á milli þjóðfél-
agshópa og ráða mestu um það,
hvað hver og einn ber úr býtum.
Meðal helstu verða af þessu tagi
má nefna gengi krónunnar, vexti
og hin fjölmörgu vöruverð og
launataxta.
Rétt er að ítreka það meginatr-
iði, að í markaðshagkerfi á borð
við það, sem hér ríkir, er hlutverk
þessara verða tvíþætt. Annars
vegar ráða þau miklu, stundum
öllu, um skiptingu þjóðartekn-
anna á milli þjóðfélagshópanna.
Hins vegar hafa þau mikil áhrif á
þróunarbraut hagkerfisins og þar
með þau verðmæti, sem til skipta
verða síðar. Á milli þessara
tveggja eðlilegu markmiða, fé-
lagslegs réttlætis annars vegar og
vaxandi verðmætasköpunar
þjóðarbúsins hins vegar, er því í
markaðshagkerfum, visst sam-
hengi, sem verðmyndunin ákveð-
ur. Jafnvel má ganga svo langt að
fullyrða, að um sé að ræða vissa
mótsögn á milli óska um félags-
legt réttlæti og hagvöxt, sem
markaðshagkerfi, sem láta verð-
unum um alla leiðsögn í þessu
efni, hafi enga möguleika á að
leysa.
Enda þótt stjórnmálaflokk-
ana, og þar með bæði þingmenn
og ríkisstjórnir, megi skoða sem
framlengingu skipulagðra hags-
munasamtaka hafa þessir aðilar
að sumu leyti sérstaka stöðu í
hagsmunabaráttunni. Þeir hafa
nefnilega meira eða minna viður-
kennt vald til að ákveða og fram-
fylgja ákvörðunum um þýðingar-
mestu verðin í hagkerfinu. Þar á
meðal ber tvímælalaust að telja
gengi krónunnar, vexti og að
nokkru leyti vöruverð og
kauptaxta. Með ákvörðunum
sínum (eða ákvörðunarleysi) um
þessi verð velja ríkisstjórnir því
visst samhengi félagslegs réttlætis
og framtíðarþróunar hagkerfis-
ins, sem fyrr segir. Ákvarðanir á
þessu sviði eru því afar þýðing-
armiklar og mikilvægt, að þær
séu reistar á traustum upplýsing-
um. í þessu samhengi er enn-
fremur þýðingarmikið að átta sig
á því, að það er síður en svo
lögmál, að aukið félagslegt rétt-
læti í tekjudreifingu leiði til minni
hagvaxtar og öfugt eins og öfga-
fullir markaðssinnar reyna stund-
um að halda fram. Lægra raun-
virði kauptaxta getur við vissar
aðstæður dregið úr hagvexti og
aukið við aðrar.
III. Þjóðhagsspár
og kjaraskerðingar
Hagsmunasamtök at-
vinnurekenda setja um þessar
mundir fram háværar kröfur um
að raunvirði kauptaxta verði
lækkað með því að takmarka
verðbætur á laun á næstu mánu-
ðum umfram það, sem þegar hef-
ur verið um samið. Þessar kröfur
eru studdar þeim rökum, að
Þjóðhagsstofnun spái nú allt að
6.5% lækkun þjóðartekna á yfir-
standandi ári. Við þessa rök-
semdafærslu er margt að athuga.
Fyrst er á það að benda, að
Þjóðhagsstofnun hefur ekki sett
fram svona spá. í mars sl. (sjá úr
Þjóðarbúskapnum nr. 13) spáði
Þjóðhagsstofnun 1% minnkun
þjóðartekna á þessu ári. I riti sínu
um framvindu efnahagsmála
1982 (í júní sl.) reiknaði
Þjóðhagsstofnun dæmi um 3.5 -
6.5% lækkun þjóðartekna en tók
það skýrt fram, að hér væri ekki
um spár að ræða og tíundaði jafn-
framt vandkvæðin við slíkar spár.
Af orðalaginu í júníhefti Þjóð-
hagsstofnunar er vart hægt aö
draga ákveðnari ályktun en þá,að
Þjóðhagsstofnun telji nú, að þjó-
ðartekjur 1982 muni minnka um
eitthvað meira en 1%.
í annan stað er þess að geta, að
spár um breytingar á þjóðarfram-
leiðslu og þjóðartekjum í vest-
rænum iðnríkjum eru jafnan afar
óáreiðanlegar. Þjóðhagsspár
Þjóðhagsstofnunar eru síður en
svo undantekning frá þessari
reglu. Ástæða er til að taka um
þetta nokkur dæmi:
í grein í Hagmálum, tímariti
viðskiptafræðinema, 1981, birti
Ólafur Davíðsson, forstöðumað-
ur Þjóðhagsstofnunar, yfirlit yfir
þjóðhagsspár Þjóðhagsstofnunar
síðan 1975. Séu þær spár bornar
saman við breytingar á þjóðar-
framleiðslu samkvæmt síðari
mælingum Þjóðhagsstofnunar,
kemur í Ijós, að ekki er um að
ræða tölfræðilega marktækt sam-
band á milli þessara spáa Þjóð-
hagsstofnunar og "raunveru-
legra" breytinga á þjóðarfram-
leiðslu samkvæmt mælingum
Þjóðhagsstofnunar. Ekki er þó
nóg með það. Þegar að er gáð
kemur nefnilega einnig í ljós, að
Þjóðhagsstofnun spáir kerfis-
bundið of lítilli aukningu þjóðar-
framleiðslu. Munar þar árlega
um 1.5% hagvexti að meðaltali.
Ekki tekur betra við þegar ná-
kvæmni mælinga Þjóöhagsstofn-
unar á þjóðarframleiðslu liðinna
áraer athuguð. í apríl 1981 taldist
Þjóðhagsstofnun til, að þjóðar-
framleiðslan 1978 hefði vaxið um
4.4% frá fyrra ári og um 2.9%
1979. Ári síðar, í mars 1982, var
Þjóðhagsstofnun hins vegar, án
nokkurra skýringa, komin á þá
skoðun, að þjóðarframleiðslan
1978 hefði aðeins vaxið um 3.5%
en um 4.4% 1979.
Þessi dæmi sýna glögglega
vandkvæðin á því, að binda
launataxta og verðbætur við spár
og útreikninga Þjóðhagsstofnun-
ar á þjóðarframleiðslu. Lesand-
inn þarf aðeins að hugleiöa árið
1979, þegar kjaramál voru ein-
mitt mjög á döfinni. 1 upphafi
þess árs, spáði Þjóðhagsstofnun
1.3% aukningu þjóðarfram-
leiðslu á árinu. Árið eftir, 1980,
taldi hún, að þjóðarfranileiðslan
1979 hefði vaxið um 2.3%. Árið
1981 taldi hún hins vegar, að
þjóðarframleiðslan 1979 hefði
vaxið um 2.8%. Á þessu ári,
1982, telur Þjóðhagsstofnun síð-
an, að þjóðarframleiðslan 1979
hafi vaxið um 4.4%. Ég á ekki
von á því, að margir vilji eiga
sanngjarna hlutdeild sína í vexti
þjóðarframleiðslunnar undir
svona reikningum.
Rétt er að taka það skýrt fram,
að hér er síður en svo verið að
gefa í skyn, að þjóðhagsspár
Þjóöhagsstofnunar séu lakari en
efni standa til. Mér er t.d. full-
kunnugt um það, að þjóðhags-
spár ýmissa annarra vesturlanda
eru síst betri en hér á landi.
Kjarni málsins er einmitt sá, að
fyrirliggjandi hagfræðileg og
tölfræðileg þekking gefur ein-
faldlega ekki kost á mikið betri
spámen hér hefur verið lýst.
Lærdómur sá um hagstjórn,
sem af ofangreindu má draga, er
því sá, að óskynsamlegt sé frá
hagfræðilegu sjónarmiði, að
framkvæma stórfelldar breyting-
ar á verðum í hagkerfinu, t.a.m.
lækka gengi, skerða veröbætur á
laun o.s.frv., á grundvelli spáa
Þjóðhagsstofnunar um breyting-
ar á þjóðarframleiðslu og tekj-
um. Reynsla undanfarinna ára
bendir sterklega til þess, að hag-
stjórn á slíkum grundvelli bæti
einungis heimatilbúnum koll-
steypum við þær sveiflur, sem
stafa af ytri aðstæðum þjóðai bús-
ins, og auki þannig bæði verð-
bólgu og ólgu á vinnumarkaði og
dragi úr hagvexti.
Magnússon
Áttræður:
Skafti
Áttræður er i dag Skal'ti
Magnússon, Hlégarði 29 i Köpa-
vogi.
Skafti er Skaglirðingur i húö og
hár og ef við þrengjum hringinn
ennþá meir þá erhann Lýtingur. f
Lýtingsstaðahreppnum er hann
borinn og barnfæddur og átti þar
heima f'ram á fulloröinsár. Vann
þar að öllum sveilastörlum og
rak sjálfstæðan búskap um ára-
bil.
Árið 1932 flutti Skafti Magnús-
son til Sauðárkróks þar sem hann
var búsettur næstu 37 árin og
stundaði lengst af verkamanna-
vinnu. „Suöur” fór hann svo 1969.
Skafti Magnússon mun
snemma hafa hneigst til „ausl-
lægrar” áttar i pólitikinni, i bestu
merkingu, Hefur liklega verið
róttækur Framsóknarmaður á
meðan hann bjó i sveitinni, eins
og raunar alltitt var um Fram-
sóknarmenn i þá daga. En eftir að
hann kom til Sauðárkróks gekk
hann til fylgis viö Sósialistaflokk-
inn og siðar Alþýðubandalagið og
geröist þar ótrauöur liðsmaður,
enda aldrei veriö hugþekk hálf-
velgjan. Samherjar Skafta á
Sauðárkróki gerðu hann að fyrir-
liða sinu, vissu að málin voru i
góðum höndum og traustum þar
sem hann var. Hann sat fyrir þá i
hreppsnefnd Sauðárkróks og
siðar bæjarstjórn um árabil, virt-
ur af öllum fyrir gerhygli og
heiðarleika.
Siðan Skal'ti flutti suður hel'ur
hann minna haf't sig i frammi en
áður, enda heilsan ekki sterk á
siðari árum. Ennþá býr þó eldur-
inn innifyrir, — og þarf ekki djúpt
að grafa.
Þjóðviljinn þakkar Skafta
Magnússyni störfin og árnar
honum allra heilla með aímælis-
daginn og ævikvöldið. — nihg
Fram nú
allir í röð.