Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir @ íþróttir g) íþróttir Enginn má við margnum... Valdimar Valdimarsson, Ólafur Björnsson og Helgi „Basli” Helgason sjá til þess að Sverrir Herbertsson Vikingur komist ekki langt I leik Breiðabliks og Víkings. — Mynd: — eik. 1. deild ... 1. delld ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... Miðjumennirnir í markinu sinn hvom hálfleikinn! og KA mátti þola tap á heimavelli gegn Isfirðingum Þetta hélt maður að gæti ekki gerst i 1. deild islandsmótsins i knattspyrnu. Þegar leikur KA og ÍBÍ hófst norður á Akureyri á laugardaginn brá mönnum þar nyrðra i brún þvi i marki KA stóð enginn annar en Gunnar Gisla- son, miðvallarspilarinn sterki sem hefur verið aðal driffjööur KA-liðsins i sumar og nýliði i landsliðinu að auki. Aðalsteinn Jóhannsson, markvörður KA, er meiddur og varamarkvörðurinn, Þorvaldur Jónsson, er staddur úti á sjó. Gunnar var þó ekki I mark- inu nema fyrri hálfleikinn, hann lék úti á vellinum i þeim siðari og þá fór annar miöjumaður, Ormarr örlygsson i markið. Gunnar Pétursson náði foryst- unni fyrir 1B1 á 6. min. með fal- legu marki. Það virtist lengi vel ætla að skilja liðin af, leikurinn var tiðindalitill og fá marktæki- færi. Erlingur Kristjánsson fékk það besta fyrir KA en hitti knött- inn illa fyrir opnu marki. Þegar aðeins sjö minútur voru til leiksloka skoruðu Isfiröingar aftur. Gunnar var þar aftur að verki, nú eftir slæm varnarmis- tök KA-manna. Eyjólfur Ágústs- son minnkaði muninn strax i 1—2 og nú komu mörkin á færibandi. Amundi Sigmundsson kom IBl i 1— 3 með góðu skallamarki en KA gafst ekki upp. Gunnar Gislason skoraði stórglæsilegt mark á siðustu minútunni en það var of seint. IBl sigraði 3—2 og náði i dýrmæt stig I fallbaráttunni. Rokleikur á Akranesi Suðaustan rok setti mikinn svip á lcik IA og IBK á Akranesi á laugardaginn. Litið var um áferðarfallega kanttspyrnu cn baráttan var þess meiri, enda mikið i húfi. Skagamenn voru öllu sterkari og sigruðu sanngjarnt, 2— I, i þessari viðureign liðanna tveggja sem i siöustu viku tryggðu sér sæti i úrslitum bikar- keppninnar. 1A lék á móti sterkum vindinum i fyrrihálfleik en réði samt lögum og lofum lengst af. Sveinbjörn Hákonarson og Kristján Olgeirs- son fengu góð færi áður en Krist- ján kom IA yíir á 39. min. eftir mikil varnarmistök Keflvikinga. Á móti vindi eftir leikhlé náðu Keflvikingar nokkuð að rétta sinn hlut og á 60. min. jafnaði Einar Asbjörn Ólafsson með fallegu skoti. Skagamenn náðu íljótlega undirtökunum á ný og á 69. min. skoraði Kristján sigurmarkið af stuttu færi eftir að Þorsteinn markvörður Bjarnason, besti maður IBK, hafði ekki náð að halda þrumuskoti Sigþórs Ómarssonar. Staðan 2—I og þrátt fyrir talsverða sókn undir lokin náðu Keflvikingar ekki að jaína, enda hefði slikt verið heldur ósanngjarnt eftir gangi leiksins. Daufur leikur Vals og ÍBV Eyjamenn fengu óskabyrjun gegn Valsmönnum á Laugardals- vellinum á laugardaginn þegar Sigurlás Þorleifsson náði knett- inum eftir slæm varnarmistök Valsvarnarinnar og skoraöi af stuttu færi strax á 3. minútu. Markið virtist þó ekki hafa sér- lega hvetjandi áhrif á leikmenn 1BV og liðið sýndi litið i fyrri hálf- leik. Það kom i hlut Valsmanna að sækja mestan hluta hálfleiks- ins sem var daufur og tilþrifalit ill. Þaðspilsem sást, kom írá Val og nokkrum sinnum skapaöist hætta við Eyjamarkið. Valur Valsson fékk dauðafæri á 25. min, en skaut beint á Pál Pálmason af markteig. Fimm minútum siðar varhann aftur i góðu færi, nú eftir að Ingi Björn hafði brotist skemmtilega að endamörkum og sent fyrir. A 38. min. náði Valur svo ekki skoti að markinu i ágætri aðstöðu, og Þorsteinn Sigurösson fékk knöttinn en skallaði yl'ir. Leikurinn jafnaðist nokkuð i siðari hálfleik og Eyjamenn virt- ust ætla að halda sinum hlut. Það tókst þó ekki. Á 68. min, komst Ingi Björn Albertsson upp aö endamörkum og sendi fyrir mark Eyjamanna þar sem Guömundur Þorbjörnsson var mættur og skoraði. Staðan 1—1 og það reyndust vera lokatölurn’ar. Daufur leikur Eyjamanna sem veröa aðgera betur i kvöld ef þeir ætla að eiga einhverja möguleika gegn Vikingum og á sigri i deild- inni. Valsliðið átti ágæta kafla og var nær sigri. Þar voru Magni Pétursson og Ingi Björn einna friskastir og Sigurlás átti hvað bestan leik Eyjamanna. Sanngjarnt jafntefli i Kópavoginum Fyrstu 20 minúturnar i leik Breiðabliks og Vikings á Kópa- vogsvellinum á laugardaginn var nánast um einstelnu að marki Breiðabliks að ræða. Ómar Torfason fékk tvö góð í æri og þeir Sverrir Herbertsson og Helgi Helgason sitt hvor en inn vildi tuðran ekki. Breiöablik fékk þó dauðafæri á 16. min. þegar Sigurður Grétarsson óð upp en hann beið of lengi með aö skjóta og varnarmenn Vikings náðu knettinum. Blikarnir komu smám saman meir inn i leikinn og á 28. min. náðu þeir forystu. Helgi Bentsson sneri laglega á varnarmann og skoraðifrá vitapunkti, 1—0. Liöin skiptust á um að sækja en fátt markvert gerðist það sem eftir var hálíleiksins. Það var Breiðablik sem sótti heldur meira eftir hlé. Hákon Gunnarsson fékk besta færi leiksins á 58. min. þegar hann skaut i Ögmund markvörð Vik- ings úr opnu færi á markteig. Stuttu siðar björguöu Blikar á linu en á 69. min. jöfnuðu Vikingar. Hagnar Gislason tók aukaspyrnuog sendi fyrir markið og Sverrir skallaöi i netið. Linu- vörður veifaði en dómarinn lét markið standa ettir að hafa ráð- fært sig við hann. Hákon, Sigurjón og Siguröur áttu allir góð skot að Vikings- markinu stuttu eltir markið en hinum megin skallaöi Sverrir hárfint framhjá. Þegar upp var staðið var jafnteflið sanngörn úr- slit og Vikingar halda sinu á toppnum. Agætur leikur aí beggja hálfu. Það var eríitt að tilgreina ein- staka leikmenn i þessari jölnu viðureign. Vignir Baldursson, Sigurður Grétarsson og Ólafur Björnsson voru einna bestir Blik- anna en af hállu Vikings komust Sverrir og Magnús Þorvaldsson einna best lrá leiknum. Kll komið i annaö sætið Ilann var napur næðingurinn i Laugardalnum i gærkvöldi, og hann var dapur leikur Iteykja- vikurfélaganna Fram og KK i gærkvöldi. Þau örfáu brot eða menjar um samleikkomu frá KH- ingum og þegar upp var staðið reyndist 2:0 sigur þeirra i hæsta máta sanngjarn. Óskar Ingimundarson fékk fyrsta færi ieiksins á 8. min. íyrir KK en Guðmundur Baldursson náðiaðslæma hendi til knattarins eftir skalla þess fyrrnefnda af markteig. Kétt á eftir varði Guð- mundur vel þrumuskot lrá Ágústi Má Jónssyni. Tæpum hálftima siðar skapaðist tvivegis hætta við KK-markið eftir að Halldór Páls- son, þriðji markvörður KK, hafði ekki náð að halda knettinum eltir fyrirgjöf og skot. Á 39. min. barst meinleysisleg fyrirgjöf fyrir mark Fram utan af hægri kanti og Marteinn Geirs- son, fyrirliði Fram og landsliðs- ins, stýrði knettinum meö skalla i fallegum boga yfir Guðmund markvörð i eigið marknet. Staðan 1:0 fyrir KR i háifleik. KK byrjaði siðari hálfleikinn ágætlega en siðan náði Fram ■ sinum besta kafla. A 64. min. var * mark dæmt af Halldóri Arasyni vegna rangstöðu og rétt á eftir skaut Valdimar Stefánsson fram- hjá KR-markinu úr dauðafæri. Það var siðasta færi Fram og á 73. min. innsigluðu KR-ingar sigurinn. óskar Ingimundarson og Hálfdán Oriygsson voru allt i einu aleinir með knöttinn íyrir innan Fram-vörnina, ekki einu sinni rangstæðir, og Óskar skoraði i rólegheitunum, 2:0. Enginn leikmanna á hrós skilið en hjá KK voru Sæbjörn Guðmundsson og Agúst Már Jónsson skárstir. Hjá Fram væri helst hægt að minnast á Sverri Einarsson og Þorstein Þorsteins- son. KR-ingar eru nú komnir i annað sæti 1. deildar og þar með á raunhæfan hátt i baráttuna um Islandsmeistaratitilinn. Staðau i I. dcild: Vikingur ... ... 13 5 7 1 21:15 17 KK . .. 14 4 8 2 11:10 16 ÍBV ... 13 6 3 4 16:12 15 Valúr ... 15 5 4 6 16:14 14 1A ... 14 5 4 5 16:16 14 1B1 ... 15 5 4 6 22:25 14 Breiðabl. .. . .. 15 5 4 6 15:18 14 KA ...15 4 5 6 14:16 13 IBK ...14 5 3 6 13:17 13 Fram .. . 14 3 6 5 14:15 12 Markahæstu menn: Heimir Karlsson, Vikingi..... 9 Gunnar Pétursson, 1B1........ 6 Sigurður Grétarss., UBK...... 6 Guðbjörn Tryggvason, 1A ..... 5 Gunnar Gislason, KA ......... 5 Sigurlás Þorleifss., ÍBV .... 5 1. deild ... 1. deild Víkingur-ÍBV ikvöld Vikingur og IBV mætast i mjög þýðingarmiklum leik i 1. deildinni i kvöld kl. 19 á Laugardalsvelli. Þar verður baráttan um meist- aratitilinn i algleymingi og getur leikurinn skipt sköpum i þeim slag. Þjv. miöjum. bls 11 9,6 eic Guðrún Úrslit leikja i 1. deildinni Valur-IBV ............ 1:1 UBK-Vikingur.......... 1:1 KA-lBl................ 2:3 ÍA-ÍBK................ 2:1 Fram-Kli ............. 0:2 • l.deild kvenna I Kristín ■ I skoraði eftir 20 sekúndur Skagastúlkurnar fengu óskabyrjun á Kaplakrikavelli ■ iHai'narfirðiþarsem þærléku Igegn FH i 1. deild kvenna i knattspyrnu. Eftir aðeins 20 sekúndur hafði Kristin ■ Reynisdóttir skorað mark Ifyrir IA og aðeins fimm min- útum siðar bætti Pálina Þórðardóttir öðru við. Ragna ■ Lóa Stefánsdóttir og Laufey ISigurðardóttir skoruðu tvö mörk til viðbótar og 1A vann þvi stórsigur, 4—0. Þetta var ■ lokaleikur Skagastúlknanna i Ideildinni en þær hlutu 10 stig i 10 leikjum og hafna sennilega i fjórða sæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.