Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Málþing á Kjarvalsstöðum: Fyrir skömmu er lokið alþjóð- legri ráöstefnu um málefni aldr- aðs fólks, sem haldin var i Vinar- borg. Á ráðstefnunni mættu nokkrir fulltrúar frá islandi og greindu þeir frá för sinni á mál- þingiá Kjarvalsstöðum sl. sunnu- dagskvöld, svo sem áður hefur verið getið hér i blaðinu. Mál- þingið sctti Magnús Eggertsson og stjórnaði þvi. Fyrstur tók til máls sr. Sigurð- ur II. Guðinundson i Hafnarfirði. Hann kvað ráðstefnuna i rauninni hafa skipst i tvo hópa. Annars- vegar skýrðu fulltrúar hinna ymsu þjóða frá þvi hvernig háttað væri málefnum aldraðra i eigin löndum, ræddu þau fram og aftur og báru saman bækur sinar. Hinsvegar var svo sérstök nefnd, sem einkum ræddi um hvað helst bæri að leggja áherslu á og komu þar fram margvisleg sjónarmið þvi aðstæður eru mjög ólikar með hinum ýmsu þjóðum. Hann kvað starfsemi Islendinga i þágu aldr- aðra og það, sem þeir væru að gera og hefðu i hyggju að gera nú á ári aldraðra hafa vakið mikla athygli á ráðstefnunni. Pétur Sigurðsson, alþingis- maður, sagði það mjög mikilvægt fyrir okkur tslendinga að taka þátt i svona ráðstefnuhaldi. Margt mætti af þvi læra þótt ljóst Málþingsgestir hlýða með athygli á umræður. Mynd: —eik. Ilrafn Sæmundsson reið á vað- ið og spurði hvort atvinnumál aldraðra i sambandi við hina öru tækniþróun hefðu ekki verið rædd á ráðstefnunni. — Pétur Sigurðs- son kvað svo hafa verið og sér- stakur kafli i ályktun ráðstefn- unnar fjallaöi einmitt um þetta. Þórður Magnússon spurði hvort ekki yrði gefin út sérstök skýrsla um það, sem gerst hefði á ráðstefnunni og þá send þeim, sem mest hefðu með þessi má aö gera hér. — Svavar Gestsson, fé- lagsmálaráöherra, kvað svo mundi verða gert. Jóhannes Magnússon vék að þörfinni á sveigjanlegum vinnu- tima. — Fclagsmálaráöherra sagði að um þetta þyrfti að taka upp viöræður milli atvinnurek- enda og verkalýðsfélaganna þannig að fólk þyrfti ekki skilyrð- islaust að hætta vinnu viö ákveðið aldursmark. Við megum ekki lita svo á, að aldur byrji við ákveðinn áraþröskuld, sagði ráðherrann. Sigurlaug Kjarnadóttir spurði hvort rætt hefði verið á ráðstefn- unni um áhugamannastarf i þágu aldraðra. — Félagsmálaráðherra sagði það hafa borið á góma. Aldrað fólk þyrfti nú að bindast samtökum um að hrinda i fram- kvæmd þeim stefnumiðum, sem rætt hefði verið um á árinu. Þar fyrir mætti það ekki gleymast að til yrði að koma félagslegt átak, þar sem allir leggðust á eitt. Asgcir Jóhannsson spurði um viðhorf ráðstefnunnar til vald- dreifingar i þessum málum. Hver eiga að vera áhrif rikisvaldsins, hver sveitarfélaga, hver á að vera ákvörðunarréttur hins aldr- aða? — Páll Sigurðsson kvað ráð- stefnuna hafa verið þeirrar skoð- unar, að rikisvaldið yrði að hafa forgöngu um að skapa þær að- stæður, sem nauðsynlegar væru til þess að hugmyndum manna i þessum efnum yrði hrint i fram- kvæmd. Að öðru leyti hefði ráð- stefnan ekki tekið afstöðu til þessa máls, enda aðstæöur mjög ólikar með hinum ýmsu þjóðum og þar yrði hver og ein að velja þær leiðir, sem hún teldi vænleg- astar til árangurs. Anna Einarsdóttir talaði um einangrun margs aldraðs fólks. Þá einangrun þyrfti að rjúfa; til þess yrðum við að gefa okkur tima. Það eitt, að bjóða vingjarn- lega góðan dag i stað þess að ganga þegjandi framhjá, hefði sina þýðingu. Eggert Asgeirson, fram- kvæmdastjóri listsýningarinnar og málþinganna drap á ýmis þau atriði og ábendingar, sem fram hefðu komið á málþingunum og þakkaöi öllum þeim, sem þar hefðu komið við sögu. —mhg væri hinsvegar að við stæðum mjög framarlega um þjónustu við aldrað fólk, miðað við margar þjóðir aðrar. Og ef við gætum eitthvað lagt af mörkum til ann- arra þjóða á þessum sviðum, þá væri okkur nú ljósara en áður, hvar þeirrar aðstoðar væri mest þörf. Pétur ræddi um samstarf Norðurlandanna að öldrunarmál- um og gagnkvæmar heimsóknir aldraðra þjóða i milli og ekki sið- ur hér innanlands. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, skýrði frá gangi ráðstefn- unnar almennt og undirbúningi okkar að þátttöku i henni, sem hefði hafist með þvi, að heilbrigð- isráðherra skipaði sérstaka nefnd til þess m.a. að fjalla um það við- fangsefni. t ráðstefnunni tók þátt Baltlmore- flug Flugleiða Flugleiðir hal'a ákveðið að taka upp að nýju áætlunarllug niilli Kaltimore i Bandarikjunuin og Evrópu. Fyrsta l'erðin verður sunniidaginn 7. nóvember. i vetur verður l'logið á sunnudögutn frá l.úxcmhorg um Kellavik og Chi- cago til Baltiinore og siðan heint þaðan til Lúxemborgar. Næsta suiiiar er áætlað að fljúga tvisvar til þrisvar i viku milli Kaltimore og Lúxeinborgar. Meö þvi að halda uppi flugi til og lrá Baltimore i vetur fást fleiri larþegar milli Evrópu og Bandarikjanna á þeim tima sem minnst er um flutinga. Þetta er jafnframt gert til aö styrkja þann markaðsem tekist heíur að vinna upp á ný i Chicago með þeim ár- angri aö Flugleiöir eru nú i þriðja sæti hvað varöar farþegafjölda af evrópskum flugíélögum er halda uppi flugi lrá Chicago til Evrópu. Flugleiöir munu semja við ann- aö fluglélag um að annast af- greiðslu á Baltimoreflugvelli. 121 þjóð ogmargirtulltrúar mættu frá samtökum aldraðra. Ræður fulltrúanna og sjónarmið mótuð- ust eðlilega nokkuð af þvi hvar hver einstök þjóð er á vegi stödd i þessum efnum. Segja mætti, að i stórum dráttum hefðu þær skipst i þrjá hópa: 1 fyrsta lagi Evrópu- þjóðir og aðrar vestrænar þjóðir, i annan stað þróunarþjóðir og loks Múhameðstrúarmenn, sem teldu, að lausnina á vandamálum yfirleitt væri að linna i Kóranin- um og þyrfti ekki annarsstaðar að leita. Páll Sigurðsson vék nokkuð að einstökum þáttum áætlunar þeirrar, sem samþykkt var á ráð- stefnunni og hugmyndum um framkvæmd þeirra. Með svona ráðstefnuhaldi eru málin sett á svið á allt annan hátt en áður, sagði Páll Sigurðsson, þau kom- ast á dagskrá hjá fjölmiðlunum, eru rædd opinskátt frá öllum hlið- um og liggja mun ljósar fyrir mönnum yfirleitt eftir en áður. Páll lét þess getið að i ágústlok væri fyrirhugaður fundur með fé- lagsmálaráðherrum Norðurlanda um þessi mál. Svavar Gestson félagsmála- ráðherra kvaðst telja að not þau, sem við hefðum haft af þátttöku i ráðstefnunni, mætti flokka i þrennt: 1 fyrsta lagi var leitað eftir og safnað saman hugmynd- um um hvernig unnið skyldi að málefnum aldraðra. 1 öðru lagi fékkst þarna samanburður á ástandi þessara mála hjá okkur og öðrum þjóðum. Það er t.d. ákaflega misjafnt milli einstakra þjóða, hvað fólk nær háum aldri. I þriðja lagi mun ráðstefnan leiða af sér vakningu hjá þjóðunum heima fyrir og skerpa skilning þeirra á nauðsyn þess að taka á viðfangsefninu með skipulegum hætti. Þar yrði að velta fyrir sér og gaumgæfa margar grundvall- arspurningar, svo sem um sveigj- anlegan atvinnualdur, svo að eitt- hvað sé nefnt. 1 ráðu sinni á ráðstefnunni sagðist félagsmálaráðherra eink- um hafa lagt áherslu á fjögur meginatriði: 1. Að virtur væri réttur hvers Stjórnandi málþingsins og framsögumenn: Frá v.: Pétur Sigurðsson, alþm., Magnús Eggcrtsson, Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri og sr. Sigurður II. Guðjónsson, sóknarprcstur. Mynd: —eik. einstaklings til þess að lifa eðli- legu lifi. 2. Að virtur væri réttur hvers einstaklings til sjálfsákvörðunar. 3. Gætt væri réttar hvers ein- staklings til áhrifa þátttöku og ábyrgðar i þjóðfélaginu. 4. Að komið verði til móts við atháfnaþrá aldraðs fólks. Við megum umfram allt ekki lita á málefni aldraðs fólks sem vandamál, heldur gera okkur ljóst, að með þvi að búa vel og manneskjulega að þvi erum við að greiða okkar eigin skuldir. Að lokum þakkaði ráðherrann þeim, sem hefðu undirbúið list- munasýninguna og málþingin að Kjarvalsstöðum. Að framsöguræðum loknum var orðið gefið laust til fyrir- spurna. Við erum að greiða okkar eigin skuldir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.