Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. ágúst 1982 Æðarræktarfélag íslands: Vill vísindalega rannsókn á lilnaðarháttum æðariugls Æðarræktarfélagið hefur nú ýmislegt með höndum. Meðal annars stendur það að fræðsluriti um æðarrækt, sem ætlað er aö koma út á þessu ári. Er höfundur þess Eysteinn G. Gislason I Skál- eyjum. Þá vinnur félagið og að þvi aö fá framkvæmda þingsályktunar- tillögu um visindalega rannsókn á lifnaðarháttum æðarfugls. Enn- fremur beitir það sér fyrir aukn- um aðgerðum til þess að fækka fuglvargi og mink og vill ein- dregið að haldið verði áfram til- raunum með uppeldi æðarunga. Þá má nefna viðleitni félagsins til þess að koma i veg fyrir að grásleppunet verði lögð á grynnra vatni en 12 föömum og aö grásleppuveiðar verði ekki leyfðar nær friölýstu æðarvarpi en 5 km. Meðal áhugamála félagsins er, að hlunnindaráöu- nautur verði ráðinn i heils árs starf, en ráðunautur er nú Árni G. Pétursson. Stofnlánadeild landbúnaðarins lánar nú fé til bygginga vegna dúnhreinsunarstöðva og varð- skýia i æðarvarplöndum. Hefur Æöarræktarfélagið óskað eftir þvi að Byggingarstofnun land- búnaðarins geri tillöguuppdrátt að tveimur gerðum varðskýla. Stjórn Æðarræktarfélags ts- lands skipa nú: Olafur E. Ólafs- son, formaður, Sigurlaug Bjarna- dóttir og Eysteinn G. Gislason. (Heimild: Freyr). —mhg Innilegustu þakkir færi ég ykkur öllum sem á margvis- legan háti glödduð mig og heiöruðuð á sjötiu ára afmæli minu 5. ágúst siðastliðinn meö heimsóknum, stórgjöfum og heillaskeytum. Lifið öll heil. Arnór A. Guðlaugsson Digranesvegi 83, Kópavogi. Auglýsingasíminn er 8-13-33 UÓÐVIUINN ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðuhandalagið í Hveragerði — Berjaferð i Dali Alþýöubandalagslélagiö i Hverageröi fer i berjaferö vestur að Laugum i Dalasýslu 1 elgina 27.-29. agúst n.k. — Lagl ai staö kl.16 á föstudegi og komiö heim aiiur á sunnudag. Gist verður i svefnpokaplássi — eldhús- aöstaöaog sundlaug i'yrir þá sem viljasulla. — Laugardagurinn verður notaöur til berjalinslu i nágrenni skólans. Fólk er beðið að skrá sig hjá Ingibjörgu i sima 4259 og Guörúnu i sima 4518 eöa Siguröi i sima 4332 l'yrir 24. ágúst. Allir eru velkomnir i þessa ierð og ætti fólk aö notfæra sér þetta tæki- l'æri til aö salna vetrarforöa. — Keröanefiidiii. Alþýðubandalagið á V ráðstefna. K j örd æ m i sr á ðs te I' na Alþý öu - baudahigsiits á Vestfjöröuiii veröur lialdin i Heykjanesi viö isafjaröardjúp dagana 28. og 29. ágúst. Káöstefnaii liel'st kl. 2 eltir luídegi laugardaginn 28. ágúst. Dagskrá raöslelnunnar er a þessa leiö: 1. Stjórnmálaviöhortiö, 2. Sjáv- arútvegsmál, 3. ByggtSamal a Vestljóröum, 4. Felagsslarl Al- þýöubandalagsins a Veslfjöröum, 5. Onnur mál. Framsögumenn a raöslelnunni eru Guövaröur Kjartansson, Flateyri, Gestur Kristinsson, Súgandaliröi, Kjartan olalsson, ritstjóri og Skúli Alexandersson, alþingismaöur. Alþýöubandalagsfelogin á Vestfjöröum eru livott til aö kjósa lulltrúa á raöstefnuna sem allra fyrst. Stjúrn kjördæniisráösins Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður Hans Guðmundssonar Wium fyrrum bónda að Reykjum Mjóafirði Börn og tengdabörn Ingvi I. Ingason framkvæmdastjóri, Guömundur Arnason stjórnarformaöur og Þóröur Vigfússon stjórnarmaöur i Rafha meö nýju eldavélina á milli sfn og viftuna einnig sem selja á aðallega á erlendum markaði — Mynd -eik. Nýjar framleiðsluvörur frá Rafha: Flytja út eldhús- viftur í stórum stíl „Viö reiknum meö að selja 10 þús. viftur á ári þar af 90% er- lendis, einkum i Bretlandi og Skandinaviu”, sagði Ingvi I. Ingason framkvæmdastjóri raf- tækjaverksmiðjunnar Rafha i Hafnarfiröi, þegar stjórn fyrir- tækisins kynnti fyrir fréttamönn- um endurskipulagningu verk- smiöjunnar og nýjar framleiðslu- vörur i gær. 1 april sl. gerði Rafha samning við raftækjaverksmiðjuna Futur- um i Sviþjóð um kaup á vélabún- aði til framleiðslu á eldhúsvift- um. Sænska verksmiðjan er stór I sniðum og gekk reksturinn illa þar sem þurfti að selja um 50 þús. viftur á ári svo endar næöu saman. Hins vegar dugir Rafha að selja 10 þús. viftur á ári svo Arafat Framhald af 6. siðu. skiptaleysi Evrópu, Sovétrikj- anna og annarra arabarikja af harmleiknum i Beirut gefur ekki tilefni til bjartsýni i þeim efnum, en nú þegar útlit virðist fyrir aö samkomulag náist um brott- flutning palestinskra hermanna frá Libanon ogPLO réttir út opna íriöarhönd með tilboði um viður- kenningu á tilverurétti Israels- rikis fer ekki hjá þvi að þeir hverfi af hólmi með sigurpálm- ann i höndunum i siöl'erðilegum skilningi. Eftir liggja hins vegar um 15.000 manns i valnum aö mati stjórnvalda i Beirut, mest óbreyttir borgarar, og Libanon hersetið land i sárum meö höfuð- borgina i rústum. Menn hafa velt fyrir sér mark- miði Israelsstjórnar (og Banda- rikjanna) meö þessu striði. Þótt blint hernaöarofstæki viröist nú ráða rikjum i tsrael, þá má þó rekja aðdraganda innrásarinnar i Libanon langt aftur i timann. Þegar fyrir 60 árum, þegar landamæri hins breska verndar- svæðis i Palestinu voru ákvörðuð lagði Haim Weizman. foringi samtaka zionista, á þaö áherslu i bréfi til Curzons utanrikisráðherra Bretlands hversu miklu máli Litani-á i Libanon skipti fyrir Palestinu, þvi ,,þaö vatnsmagn sem fæst úr Jórdan og Yarmuk- fljóti mun ekki fulinægja þörl'um okkar.” Fyrsta skrefið í að breyta vörn í sókn segja for- ráðamenn fyrirtækisins dæmið gangi upp. Að sögn for- ráðamanna fyrirtækisins á að vera nokkuð tryggt að geta selt það mikið af viftum bæði innan- lands og einkum i Bretlandi og Skandinaviu. Þegar hafa borist pantanir frá Bretlandi á 5—7000 viftum og frá Danmörku á 2000 viftum. Starfsmönnum Rafha hefur verið f jölgað um 6 vegna þessarar nýju framleiðsluvöru sem er liður i miklu iðnþróunarátaki fyrir- tækisins sem unnið hefur verið að sl. 3 ár. Auk eldhúsviftunnar er hafin framleiðsla á nýrri tegund Rafha eldavéla sem er mjög nýtlskuleg i útliti. Markaðshlutdeild Rafha eldavéla er um 35—40% hér- lendis. Að sögn forráðamanna Rafha eru þessar nýju framleiðsluvörur aðeins fyrsta skrefið i þvi að breyta vörn i sókn og menn bjart- sýnir á framtiðina þegar litið annað en barlómur heyrist úr öðrum hornum samfélagsins.. jg Vitað er að tsraelsmenn höfðu undirbúiö innrás i Libanon með löngum fyrirvara. Falklands- eyjastriðið varð þeim tilefni til þess að láta til skarar skriða. Eitt markmiðið með innrásinni mun vera að skipta Libanon i tvennt: noröur- hlutann, sem yrði stjórnað af kristnum maronitum og yrði hliö- hollt leppriki og suðurhlutann, sem yrði innlimaður i lsrael á sama hátt og Vesturbakki Jordan og Gólanhæöirnar. En Israels- stjórn gerir sér grein fyrir þvi að útþenslustefna hennar fær ekki staðist nema meira fylgi á eítir. Á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu búa nú um þaö bil 1,3 miljónir Palestinumanna. Þar að auki bjuggu innan Israelsrikis fyrir sjö daga striðið 1967 um 500 þúsund Palestinumenn. Þetta gerir samanlagt tæpar 2 miljónir Palestinumanna sem búa innan hins útvikkaða Israelsrikis á móti rúmlega 3 miljónum gyðinga. Ef tekið er tillit til mun hærri fæðingartölu meðal araba fær hið útvikkaða Israelsriki ekki staðist til lengdar nema stór hluti Pal- estinuaraba verði hrakinn á brott. Þaðer þvi ekki óvarlegt aö álykta að ísraelsstjórn ætli sér með þeirri ógnarstjórn sem þar er beitt um þessar mundir að skapa stórfelldan landflótta á meðal Palestinuaraba, þar sem það yrði hlutverk Jórdaniu að taka við flóttamönnunum, en þar er nú þegar fyrir slikur fjöldi Pal- estinuaraba, að hann mun mynda meirihluta landsmanna. Sá glundroði sem Israelsstjórn hefur skapaö meö innrásinni i Libanon gæti i augum skamm- sýnna ofstækismanna verið skref i áttina að þess konar „lausn” á Palestinuvandamálinu, en hverj- um heilvita manni má vera ljóst, að sérhver sú „lausn”, sem ekki felur i sér viðurkenningu á sjálfs- ákvörðunarrétti palestinsku þjóðarinnar og rétti hennar til lands, mun einungis kalla á nýjar styrjaldir og stefna heims- friðnum i voða. Þess vegna er það nú undir hinu alþjóðlega sam- félagi þjóðanna komið að það taki höndum saman um aö viðurkenna þann rétt og tryggja hann i fram- kvæmd. Þar geta islensk stjórn- völd lika lagt hönd á plóginn. ólg. Kristján — ekki Guðjón Misritun var i sl. helgarblaði þar sem sagt var frá mótmælum vegna Seðlabankabyggingar. Vegna mislesturs á undirskrift- um stóð nafnið Guðjón Kjartans- son, en á að vera Kristján Karls- son. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.