Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 21.-22. ágúsí 1982 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis (itgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. rritstjórnargrein Sjávarútvegurinn • í atvinnuvegatillögum Alþýðubandalagsins er m.a. gert ráð fyrir róttæku skipulagsátaki i sjávarút- vegi. Lagt er til að stærð f iskiskipastólsins verði tak- mörkuð og engin fiskiskip flutt inn í landið á næstu einum til tveimur árum, en verkef num varðandi við- hald flotans verði beint til innlendra skipasmíða- stöðva. • Alþýðubandlagið vill að verðlagskerfi sjávarút- vegsins og lög um Fiskveiðasjóð verði endurskoðuð á næstu þremur mánuðum og miðist endurskoðunin við að kanna möguleika á arðbærara skipulagi á f járfest- ingu, veiðum og vinnslu. Skipulag á löndun taki mið af því að vinnslustöðvar taki ekki við meiri af la en þær hafa bolmagn til að nýta með arðbærum hætti. Flokk- urinn vill herða strax matsreglur til þess að tryggja meiri gæði og bætta meðferð sjávarafla og setja ströng viðurlög gegn brotum, jafnvel þannig að varði sviptingu vinnslu- og veiðiréttinda ef út af ber. Á næstuþremur mánuðum verði fimm milljónum króna af gengismunarfé varið til f ræðsluherferðar um gæði k og meðferð sjávarafla. Þáeru í tillögumAlþýðubanda- lagsins ákvæði er snerta bætta rekstrarafkomu tog- ara, úrbætur í málum loðnustaðanna, lækkun fjár- magnskostnaðar fiskiskipa, og úreldingu fiskiskipa. Landbúnaðurinn • Alþýðubandalagið leggur til að hefðbundinni bú- vöruframleiðslu verði sniðinn stakkur eftir innan- landsneyslu um leið og þróaðar verða nýjar búgreinar vegna innanlandsmarkaðar og arðbærs útflutnings. AAótuð verði hin f yrsta áætlun um búrekstur á jörðum í samræmi við landgæði og markaðsaðstöðu, og á komandi hausti verði hafist handa um fækkun sauð- fjár. Stefnt verði að því að draga úr rétti til útflutn- ingsbóta i áföngum í samræmi við áætlun um fækkun búf jár og verði útf lutningsbótaréttur af markaður eft- ir afurðagreinum. Fjármunum sem að óbreyttu hefðu fariðtil útf lutningsbóta verði að hluta varið til að auð- velda aðlögun í landbúnaði. í tillögunum er og sagt að við endurskipulagningu landbúnaðarframleiðslunnar verði leitast við að verja kjör þeirra bænda sem við þrengstan hag búa. Frettastjóri:Þórunn Siguröardóttir. llmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Magnús H. Glslason, ólafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. lþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla : Bára Siguröardóttir, Kristln Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: j^J^múla 6, Reykjavik, sim'i: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. úr aimanakinu Iðnaðurinn • í samræmi við ályktun Alþingis og niðurstöðu starfsskilyrðisnefndar ríkisstjórnarinnar gerir Al- þýðubandalagið ákveðnar tillögur um jöfnun starfs- skilyrða atvinnuveganna og ef lingu þess iðnaðar sem á í samkeppni við innf lutning eða á erlendum mörkuð- um. Þar er m.a. gert ráð fyrir að verðlagning á inn- lendum iðnaðarvörum sem eiga í óheftri erlendri samkeppni verði gefin frjáls, að kjör fjárfestingar- lánasjóða atvinnuveganna verði gerð sambærileg og undirbúin stofnun eins atvinnuvegasjóðs. Þá er ákvæði um tímabundna innborgunarskyldu á vissar greinar innflutnings, niðurfellingu launaskatts af iðn- aði og f iskvinnslu, og 3% vörugjald til mótvægis á inn- fluttarog innlendar samkeppnisvörur, sem m.a. renni til þróunarstarfsemi og skipulagsbreytinga í atvinnu- vegunum. Innflutningsverslunin • Fyrir utan tímabundna innborgunarskyldu á viss- ar greinar innf lutnings til þess að draga úr gjaldeyris- eyðslu leggur Alþýðubandalagið til að ríkisstjórnin takmarki sérstaklega og stöðvi um sinn erlend vöru- kaupalán, sem mjög hafa tíðkast. Þá er gert ráð fyrir að innf lutningsleyf i á stórum en einföldum vöruf lokk- um verði boðin út og tímabundið innflutningsleyfi veitt lægstbjóðanda. Einnig er tillaga fram lögð um lækkun verslunarálagningar í kjölfar gengislækkun- ar. — ekh Æ kúdd gubb Sviöiö er Laugardalshöll kvöld eitt fyrir skömmu. Hljóm- sveit Babatundra eöa hvað hún nú heitir lék af öllum Hfs og sálar kröftum og stemmningin var mikil. A efnisskránni var Raggae-tónlist og hún ekki af lakara taginu. Það leiö ekki á löngu frá þvi ég kom inn fyrir dyrnar þangaö til ég var farinn að dilla mér i takt, og skemmta mér hiö besta. Raggae-tónlistin er mjög seyöandi og gripur mann fljótt, ég get imyndaö mér að þaö sé svipaö aö vera á kjöt- kveöjuhátiö i Brasiliu samban tekur mann taki sem ekki er auðvelt aö losna úr. Svo er alla- vega aö sjá af þeim myndum sem ég hef séö þaðan. Hvaö um það, inni i Laugar- dalshöll var þaö heillin, og er mér var litið i kringum mig sá ég allsstaðar fólk sem var eins og ég i fjötrum raggae tónfalls- ins og ýmistdillaöi sér i takt eða hreinlega dansaöi af öllum lifs og sálar kröftum. Töluveröur mannfjöldi var á þessum hljóm- leikum og yfir salinn aö lita var hann ein iðandi kös fólks sem dansaöi af mikilli innlifun, annaö hvort vib einhvern eöa þá bara viö sjálft sig. Ég minnist þess aö ágætur popp-skribent þessa blaðs kallaöi þetta „mik- inn samfiling” ef ég man rétt. Á sviðinu stóðu goðin sjálf. Babatundra og félagar eða hvaö þeir nú heita annars. Ljósin i öllum regnbogans litum blikk- uðu i takt viö hina seyðandi tóna og söngur Babatundra sjálfs var punkturinn yfir i-iö til að gera þetta allt saman eins gott og hugsast gat. Húöaþenjari hljómsveitar- innar vakti fljótlega athygli mina. Fyrst er það að trommu- leikur hefur alla tiö heillaö mig, og þessi var ekki af verri end- anum. Svo tók ég eftir þvi aö maðurinn var augsýnilega eldri en maður á að venjast meö menn i hans starfsgrein, aö undanteknum jassinum aö sjálfsögöu. Og mér varð hugsað til hinna fleygu oröa: allt er sjö- tugum fært, og þarna var sönnun þess lifandi komin. Maðurinn var a.m.k. nógu gam- all til aö vera afi minn af útlitinu aö dæma. Kominn meö myndar- legan skalla en leyft þvi sem eftir var af hárinu aö vaxa hindrunarlaust og bundið þaö i tagl að aftan. Hann var klæddur i T-bol og gallabuxur og haföi strigaskó á fótum og spilaöi meö miklum tilburöum og sannri innlifun. Þá datt mér i hug hversu fáránlegt allt tal er um kyn- slóðabil og hina „óbrúanlegu gjá” og allt þaö. Ég hef nefni- lega orðið var viö það aö þegar dóttir min sem er 14 ára er að tala um hversu gamall og lummó maður er orðinn, þá gleymist þaö oft aö uppáhalds poppgoöin hennar, t.d. Paul Mc- Cartney, Mick Jagger ofl. eru Gunnar Elísson skrifar amk. 10 árum eldri en kallinn. Og þarna voru unglingarnir að dansa af mikilli innlifun eftir takti þessa manns sem var ef til vill jafnaldri langafa þeirra Og það var svo sannarlega kátt I höllinni þetta kvöld. Ég hef oft þurft að fara á svona samkomur áður en aldrei hefur önnur eins stemmning rikt þar. Þá tilkynnti söngvarinn að næsta lag væri tileinkaö og samið af BOB MARLEY hinum eina sanna og af mörgum kall- aður Messias raggae-tónlistar- innar. Viö mikinn fögnuð áheyrenda hófst siðan lagið: Coming In From The Cold. Ég haföi er þarna var komiö sögu lokið myndatökum og hafði komið mér notalega fyrir úti I sal til að njóta eins og eins lags áöur en ég færi heim. Og sem ég sat þarna fór ég aö láta hugann reika. Mér varö hugsað til Bob Marley og þess sem hann stóð fyrir. Hversu oft haföi hann ekki staðið uppi á sviði baðaður ljós- um með fólkið dansandi fyrir framan sig. Gleöi og fjör út á viö en hiö innra mikil vanlíðan og kvöl meðan hann var að tærast upp af mariuhana-reykingum, sem aö lokum drógu hann til dauða. Hann boöaði mariuhana sem nokkurskonar trúarbrögö, þar sem efnið var dýrkað sem tæki Guðs til hjálpar mann- inum. Tæki til að komast að og upplifa tilfinningar og njóta lifsins á allt annan hátt en unnt var án þess. Ef til vill var það i þessum skilningi sem hann „kom inn úr kuldanum”. Ég fór að velta þvi fyrir mér hvort þannig væri ástatt þarna uppi á sviðinu núna. Hvort öll sú kæti sem þar virtist rikja væri til þess gerð að breiða yfir van- liöan þessara manna sem ef til vill eru að tærast upp likamlega og andlega af sömu völdum og Marley forðum. Var þaö ein- göngu tóbaksreykur sem um- lukti sviðið? Ef ég leit i kringum mig þarna úti i salnum blasti við allt önnur mynd en sú sem gaf að lita ofan frá sviöinu. Rétt hjá mér lá ung- ur maöur endilangur á gólfinu. Hann lá á grúfu og i hring um höfuö hans var stór ælupollur. Skammt frá honum var annar piltur I dái, og enn lengra annar Ég stóð á fætur og gekk nar sviöinu. Og viti menn hér og þa, lágu unglingar á gólfinu i vímu- dái, og aðrir unglingar dansandi i kringum þá. Uppi við sviðið gaf að lita ungan mann sem varð að láta undan miklum þrýstingi og ældi myndarlega fyrir fætur tónlistarmannanna. Enginn virtist taka eftir þessu, þetta virtist vera eðlilegt. Ég gekk til sætis mins. Ungi maö- urinn sem ég fyrst haföi tekið eftir var aö risa á fætur. Hann stóö þarna 1 ælunni og hristi sig, en hvarf siðan á braut. Rétt þarna hjá voru tvær ung- ar stúlkur sem dönsuöu af mik- illi innlifun. önnur þeirra vakti sérstaka athygli min. Hún dans- aði berfætt, og hreyfði sig eins og Isadora Duncan forðum i sin- um fræga slæöu-dansi, berfætt i döggvotu grasinu. Og þessi unga stúlka færði sig um set og dansaði i ælupolli unga manns- ins án þess að taka eftir þvi. Þarna sveif hún um i sinum eig- in heimi. Aftur og aftur dansaði hún i ælunni og mér datt i hug kvikmynd eftir Fellini eða ein- hver álika. Var þetta hægt? Út um allt var ælt og spúö, „lik” hinna „dauðu” voru eins og hrá- viði út um allt og dansandi fólk allt um kring. Mér varð illt. Enn ein fleyg setning kom i huga mér er ég kom mér burt frá allri þessari ælu: Æ kúdd gubb! —gel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.