Þjóðviljinn - 21.08.1982, Page 12

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. ágúst 1982 Þorsteinn frá Hamri: ,ÖXEN REMKjIA’ 1 Öxin Rimmugýgur er dyggur förunautur Skarphéðins í Njálu og svo órjúfanlega tengd hinni átakanlegu mannlýsingu hans, að kalt glott skín af báðum og manni finnst hvorugt mega án hins vera: „Skarphéðinn glotti við og var svo búinn að hann var í blám kyrtli og í blárendum brókum, og upp- háva svarta skúa; hann haföi silfurbelti um sig og öxi þá í hendi er hann hafði drepið Þráin með og kallaði Rimmugýgi, og törgu- buklara og silkihlað um höfuð og greitt hár- ið aftur um eyrun. Hann var allra manna hermannlegastur og kenndu hann allir ósénn“. Einna mögnuðust er mynd Skarphéðins og öxarinnar í lýsingunni sem höfðingjar á alþingi staglast á með ýmsum tilbrigðum: „Hver er sá maður, er fjórir ganga fyrri, fölleitur og skarpleitur og glott- ir við tönn og hefir öxi reidda um öxl?“ Enginn veit hverjar sagnir hafa fariö af Rimmugýgi fyrir daga Njáluhöfundar og óvíst hvort nokkrar hafa verið; en þótt höf- undur lýsi vopninu hvergi berum orðum, er ljóst að hann gerir sér ákveðna hugmynd um útlit hennar, þetta er snaghyrnd öxi þung og firnamikil fyrir eggina eftir lýsing- um á vopnaviðskiptum að dæma. Sá sem tók sér fyrir hendur að yrkja vísur inní Njáluafrit, leggur Skarphéðni í munn þessa vísu eftir víg Þráins á Markarfljóti, og er mynd öxarinnar eftirminnileg hér: Brátt lct ck brynjum hætta bcngríði fram ríða; fylldi hcldr á holdi hrafn vandgjálpar nafna; veitið Hrapp sem hctuð, hríð á ísi víðum; reið söng róstuhljóðum Rimmugýgr til dimmum. Skáld þau sem síðan hafa ort um Skarphéðin í brennunni hafa ekki farið var- hluta af áhrifum öxarinnar; öxin gegnir drjúgu hlutverki í kvæði Hannesar Haf- steins þarsem hann lætur Skarphéðin hjala við hana. Gunnspáir glóðu geislar á hyrnu, stirndi á stál og stæltar cggjar; Skarphcðinn glotti við skínandi stálinu: - Skil ég þig, öx mín, ber kveðjur úr bálinu... 2 Um það bil 664 árum eftir að Njáll var inni brenndur og á að gizka 400 árum eftir ritun Njálu, gerðist sá atburður í Skálholti Oddgeirshólar I Flóa: Jón Jónsson bóndi þar gaf Sankti Pétri öxina. að tírynjóltur bískup Sveinsson afhenti Þórði biskupi Þorlákssyni stað og kirkju í Skálholti; afhendingargerningurinn er dag- settur 19. október 1674, og eftir að taldar hafa verið upp ýmsar eigur kirkjunnar stór- ar og smáar er bætt við: „Framar á kirkjan öxina Rimmugiu sem Jón heitinn Jónsson í Oddgeirshólum gaf S(ankti) Pétri“. Og46 árum síðar kemur gripur þessi næst við skjöl í Skálholti. Pétur Raben aðmíráll hafði verið stiftamtmaður hér; safnaði hann gripum og fornminjum fyrir listasafn Dana- konúngs; fékk hann þá 17 minnishorn frá Skálholtsdómkirkj u og meira til, því þáver- andi biskup, Jón Vídalín. segir í bréfi til Rabens 25. ágúst 1720: „Öxen, eller den norske bartisan, sendes og her med, den skal have boren en af vore gamle helter ved navn Skarphedin /: idest hedinus trux aut mater :/ den kaldes re- migie. Endelig er det vist at manden og navnet af öxen har været til, mens at den skulle være selv den samme, vil jeg ikke være garant for. Assessor Magnussen“ (þ.e. Arni Magnússon) „ved best sammen- hængen her i“. Eftir þetta getur öxar þessarar ekki í Skálholti nokkra hríð, en hún átti samt eftir að koma þar við sögu. þegar Ólafur biskup Gíslason tekur við Skálholtsstól 31. júlí 1747, er öxin óvænt talin með eignum kirkj- unnar: „Öxenn Remegi með járnbeslegnu tre- skaffte upp til miðs“. Skömmu síðar eru þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson á ferð, og Eggert skrifar í ferðabók þeirra: „En öxe, eller hellebard, viises paa Skalholt, og berettes at være Remeggja som den helt Skarpheðin eiede.. Öxen er meget formindsket og bortrustet; skaftet er af rödegran, 3 1/4 alne langt, og beslaget med jærn“. Enn er öxin nefnd í úttekt 1754, 1764 og 1785, og í visitazíu 1799 fylgir hún kirkjunni enn: „Remigia edr Skarphedins öxe“. En í næstu visitazíu, 1805, er axarinnar ekki getið. Þess er heldur ekki von. Að Sigurði Guðmundssyni málara látnum gáfu erfingjar hans Forngripasafninu teikninga- safn eftir hann, en í því fannst mynd af öxinni teiknuð af Steingrími biskupi Jóns- syni, og hefur Steingrímur skrifað þessar upplýsingar á uppdráttinn: „Öxen Rémigia i naturlig störrelse bort- given til Justisraad Thorkelin den 31. Dec. 1804“. Samkvæmt uppdrættinum er öxin hvorki meira né minna en 18 þumlungar fyrir egg; og lögun hennar þar kemur heim við mynd þá af henni, sem er í myndasafni Banksleið- ángursins 1772(SjáUnovonTroil: Bréffrá íslandi). Enn verður að geta þess, að í Vísnakveri Páls Vídalíns er vísa eftir Pál: „Um Remm- eggju, Skarphéðins öxi, kvað hann í Skál- holti skólameistari (1691-96)“: Brand Skarphéðins hcndur hristu furðu byrstan; reynd fjandmanna randir Remmeggja nam hremma; reiðin gjarða gríður gein þrátt að hausbeinum; fjöri frægð og æru fargaði brynju vargur. í vísnakverinu er einnig vísa eftir Stein Jónsson síðar biskup, gerð um leið og vísa Páls „um öxina í Skálholti gerðri (!) eftir öxi Skarphéðins að forlagi Magister Brynj- ólfs...“ Skarphéðinn eggjar yrpu æsti með huga stærstum, gráðugleg skafta gríður gein yfir runnum fleina; rcndum rykkti í sundur, rann blóðið, hetjur sannar bryntröll blóðugt um granir bcljandi rak til heijar. Þetta glens um öxina hefur sennilega átt sér stað 1692, því þá var Steinn Jónsson kirkjuprestur í skálholti. Heimildarmaður að vísunum í kverinu er Jón Ólafsson Grunnvíkingur og má vel vera að Páll hafi kennt honum þær. 3 Með því að telja öxina gerða eftir öxi Skarphéðins mun klausan með vísu Steins varla eiga við að önnur öxi forn. „öxi Skarphéðins" eða einhver önnur slík, hafi verið til í Skálholti fyrir; ef svo væri rnyndu vísurnar allt eins vera kveðnar um þann forna grip og annað ekki tekið fram. Enda er hvergi talað um tvær axir, eldri og yngri Rimmugýgi, í Skálholti. Jón Jónsson í Oddgeirshólum, sem Brynjólfur biskup segir í afhendingargern- ingnum að hafi gefið Sankti Pétri öxina, var einn þriggja sona séra Jóns Jónssonar hins gamla á Staðarhrauni sem komst eitthvað yfir tírætt og lézt 1653. Jón í Oddgeirshólum þótti um margt hinn mætasti maður, og get- ur Brynjólfur biskup hans oft í bréfabókum sínum. í ættartölubókum Steingríms bisk- ups Jónssonar er honum svo lýst: „Jón elzti (kallaður Remigia og Staðarhrauns-Jón), hagur maður, skáld og í mörgu vel að sér, kátur, kompánlegur, bjó í Oddgeirshólum og var lögréttumaður..." Af því sem að framan er rakið, ummæl- um Brynjólfs í afhendingarskránni og frá- sögninni er fylgir vísu Steins í Vísnakver- inu, þykir ljóst, að Jón í Oddgeirshólum hafi smíðað öxina að beiðni Brynjólfs bisk- ups og gefið hana sankti Pétri (Skálholts- kirkja var helguð Pétri postula) og fengið auknefnið Remigia eftir það. Þetta er í sjálfu sér nógu sérkennileg gjöf, og kannski eru ummæli Brynjólfs ekki laus við spaugstón. Og eina fyrirmyndin sem um hefur verið að ræða, er sú ályktun er draga má af öxinni í Njálu. En nú er þar til að taka, er öxin mikla fer úr landi með Raben aðmíráli 1720 og birtist svo aftur í Skálholti 1747. Á því er sú skýring að 1723 endursendi Raben 14 af minnishornunum til Níelsar Fuhrmanns, þáverandi amtmanns, og fylgdi þar með öx- in. Hún hefur því líkiega aldrei komizt á „Kunstkammeret" og þaðan af síður á Nat- ionalmuseet; á hvorugum þeirra staða finnst hennar getið á þessum tímum, og telja menn að öxin hafi ekki verið tekin gild sem forn gripur, og því send heim. Þráttfyrir þetta virðist sú trú hafa mynd- azt og sícapað sögur að öxin Rimmugýgur væri á Nationalmuseet; Páll Melsteð sagð- ist, svo Matthías Þórðarson heyrði, beinlín- is hafa séð hana þar; og Eiríkur bóndi frá Brúnum segir í ferðasögu sinni um komu sína í safnið 1876: „Þar var fjöldi af at- geirum, stingvopnum og höggvopnum, meðal hverra var öxin Rimmugýgur þeirra Skarphéðins og Skorargeirs, og var hún stórkostlegust af öllum vopnum, er ég sá þar...“ - Þótt ósanngjarnt virðist og erfitt að hafna slíkum frásögnum sér þess víst hvergi stað hvaða vopn í safninu er átt við. Við skildum við „Rémigiu“ þarsem Eftirmynd af uppdrætti Steingrims bisk- ups af „öxen Rémigia”. Steingrímur biskup afhenti hana Grími Thorkelín leyndarskjalaverði 1804. Hún mun skömmu fyrr, eða 1802, hafa lent á kirkjugripauppboði miklu sem haldið var í Skálholti og margir hafa harmað síðan, og þaðan verið send Steingrími, sem þá var staddur í Kaupmannahöfn. Sem eign Thorkelíns mun hún hafa hreppt svipuð ör- lög og hin forna fyrirmynd hennar á Berg- þórshvoli, þvi safn Thorkelíns brann 1807, þegar Engiendingar herjuðu á Kaup- mannahöfn. Fórust þar meðal annars 4500 bindi prentaðra bóka og íslenzkra handrita. 4 Ýmsar minníngar hafa varðveitzt í sögn- um um bengríði þessa sem eftirminniiegan grip á Skálholtsstað; er þar sumt satt og annað ýkt. í þjóðsagnasafni Jóns Árnason- ar III er greint frá Illuga smið frá Drumb- oddsstöðum (f. 1725, d. 1787), og sagt svo frá að hann hafi verið fenginn til að smíða allt það í Skálholti sem vanda átti. „Er hann hafði smíðað viðaraxir úr öxinni Rimmu- gýgi er Skarphéðinn átti. Hafði hún seinast verið brúkuð fyrir réttunaröxi í Skálholti. Sumir segja Illugi hafi gjört úr henni tólf axir, aðrir segja þær hafi verið færri og er það líklegt. Enn segja nokkrir að öxin hafi verið látin sigla héðan af landi seinast allra vopna“. I munnmælasafni sínu leiðir Torfhildur Hólm fram tvo vitnisburði um Skálholtsöx- ina; „sögn Þórðar Þórðarsonar á Sumar- liðabæ í Holtum“: „Þórður segist hafa þekkt gamlan ntann sem ég hef gleymt hvað hét, og hann hafi sagt sér, að Jón nokkur, bóndi á Húsatóft- um, hafi sagt sér, þá fjörgamall maður, að í ungdæmi sínu hafi hann séð Rimmugýgi Skarphéðins. Hafi hún þá verið til í Skál- holti. Hafi eggin hyrna á milli verið ein alin á breidd, en hún hafi verið bjúg til beggja enda. Á skaftinu sagði hann að verið hafi fjórar járnspengur, og hann minnti eitthvað handfang á skaftinu. Sagði Jón þessi, að öxin hefði þá verið látin sigla og hefði átt að vera skarprettere öxi. Sagði Jón, að hún hefði öll verið ryðguð, og hefði hann tekið hana upp fyrir höfuð sér og höggvið í stein áður en hún fór, og hefði þá allt ryðið dottið utan af henni og hún var spegilfögur. - Stef- án gamli í Selkoti lýsir öxinni líkt. Þykist hann hafa séð hana í Skálholti, og hafði hyrnan legið á bita, en skaftið á öðrum, og hafi önnur hyrnan verið rauð eins og af eldi. Hann segir, að öxin hafi verið brúkuð til klakahöggs í Skálholti þegar grafið var, og hafi önnur hyrnan verið löskuð. Skaftið hafi verið járnbent. Hann segir einnig, að öxin hafi siglt. - Þetta sagði Stefán séra Þorsteini Einarssyni á Kálfafellsstað í ung- dæmi hans. Aldur þessara tveggja manna mun vera líkur. Virðist öxi þessi hafa verið í Skálholti á biskupsárum Finns Jónssonar. Þar sem tveir menn, sinn úr hvoru héraði, segja frá þessu og lýsingum þeirra ber nokk- urn veginn saman, er alltrúlegt, að í Skál- holti hafi verið öxi, nefnd Rimmugýgi, og hún hafi verið látin sigla, hvort sem það hefur verið Rimmugýgi Skarphéðins eða ekki, þó að svo sé kallað. í sambandi við stærð axarinnar má geta þess, að Stefán var heljarmenni að burðum, og Jón þessi á einnig að hafa verið kraftamaður". Þannig segir Torfhildur frá. 5 Samkvæmt uppdrætti Steingríms biskups og öðrum vitnisburðum um öxina virðist hún hafa komið vel heim við Njálu, og það hefur sjálfsagt freistað ímyndunaraflsins að telja öxina vera Rimmugýgi hina fornu. Hitt er svo annað mál að vísindamenn sjá þess engin merki að slíkt forógnarvopn að stærð og þunga hafi nokkru sinni verið bor- ið á söguöld; en því má heldur ekki gleyma að í Njálu er um hana rætt sem afbragð annarra vopna. (Helztu heimildir: Árbók Fornleifafé- lagsins 1893 og 1915; Eiríkur frá Brúnum: Lítil ferðasaga; Þjóðsögur og sagnir Torf- hildar Hólm; Vísnakver Páls Vídalíns; Þjóðsögur Jóns Árnasonar III.: Ferðabók Eggerts og Bjarna; Kristján Eldjárn: Öxi Skarphéðins (Sólskin 1950); Uno von Tro- il: Bréf frá íslandi.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.